Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 24
32
Merming
Seiðmagn bronssteypunnar
Pétur Bjamason, höfundur Menningarverölauna DV 1989, í Yiötali
Pétur Bjarnason við smíðar á verðlaunagripum DV.
lenskra myndlistarmanna ávallt ver-
ið fluttar út til afsteypu, sem óneitan-
lega hefur bakað þjóðarbúinu tals-
verðan kostnað.
Pétur er meira að segja búinn að
smíða líkan að eldsmiðju og fá leyfi
til að setja hana niður í listamanna-
hverfinu sem nú er verið að skipu-
leggja í Straumi við Hafnarfjörð.
Hugmynd hans er í senn einfóld
og snjöll, sem sé að setja saman eld-
smiðju úr sex stórum flutningagám-
um sem lagðir eru hver ofan á ann-
an, en síðan verður brennt á milli
gáma. Þannig verður til rösklega
íjögurra metra hár skáli með dyrum
sem ná upp í loft. Skáhallandi glugg-
um verður komið fyrir öðrum megin
á þaki og aflíðandi torfveggir verða
allt um kring.
Þessa smiðju getur Pétur sjálfur
byggt, soðið saman veggi og hlaðið
torf, sem ekki skiptir minnstu máli
fyrir efnalítinn myndlistarmann.
En þrátt fyrir annir hefur Pétur
samt gefið sér tíma til að smíða verð-
launagripina fyrir DV.
Skip, fugl og fiskur
„Mér finnst ágætt að sýsla við
minni hluti öðru hvoru," sagði Pét-
ur. „Það er bæði afslappandi og gefur
mér tækifæri til að hreinsa til í hug-
myndabankanum. Svona vinna get-
ur oft verið undanfari annarra og
stærri verka.“
Fyrir DV hefur Pétur gert átta
skúlptúra úr messing, og eru þeir
alhr tilbrigði um sama stefið, lóðrétt
og margrætt form sem minnir í senn
á skip, fugl og fisk. Formrænt séð
byggja þessir skúlptúrar á taktfastri
hrynjandi heilla flata og opinnar
þungamiðju.
„Ég er mjög gjarn á að nota þrívídd-
arteikningu, umlykja rými með
nokkrum vel völdum málmteinum
eða einingum. Enda býður málm-
skúlptúr upp á svoleiðis meðhöndlun
á rými.
Annars á ég erfitt með að fjölyrða
um það sem ég er að fást við. Ég
veit bara að hver skúlptúr sem ég
geri þarf að bera með sér sérstaka
stemningu eða andrúmsloft, má þó
ekki láta of mikið uppi. Hann verður
að varðveita í sér vissa dulúð.“
Tekið hefur verið til skipulegrar
tilvísunar Péturs í gamla steypu-
tækni og stílbrögð.
„Fortíðardýrkunin er eiginlega
óhjákvæmilegur fylgifiskur brons-
steypunnar. Listsköpun með bronsi
hefur sennilega aldrei risið hærra en
í Kína og Grikklandi til forna, og því
leitar maður ósjaldan þangað að inn-
blæstri og tæknilegum úrlausnum.
Annars er bronssteypan aftur að
komast í tísku í nútíma myndhst,
eins og sjá má á mörgum alþjóðleg-
um listsýningum.“
Patínan öflugur miðill
„Að vísu taka menn ekki alltaf til-
ht til sérstakra eiginda bronsins og
patínunnar, hinnar svoköhuðu
spansgrænu. Patínan ein og sér er
th dæmis mjög öflugur miðill, ef rétt
er með hana farið. Úti í löndum er
verið að steypa stór verk úr bronsi
sem mundu taka sig alveg eins vel
út í járni eða öðrum málmum.
Þegar ég hélt sýninguna mína í
Ásmundarsal í fyrra fannst mér sér-
staklega ánægjulegt hve sýningar-
gestir sýndu þessari fornu listgrein
mikinn áhuga. Þeir þurftu mikið að
spyrja um tæknheg atriði steypunn-
ar, patínuna og svo framvegis. Ég er
því að vona að bronssteypa geti orðið
mikh lyftistöng fyrir skúlptúr hér á
landi, burtséð frá því sem hún mundi
spara okkur í beinhörðum gjald-
eyri.“
Hvað þykir Pétri sjálfum mest
heihandi við bronssteypuna?
„Ég fæ sennilega mest út úr sjálfri
steypuvinnunni, spennunni sem
myndast þegar sjóðandi málminum
er hellt í mót, eftirvæntingunni sem
fylgir því að slá utan af mótunum
og berja nýsteyptan skúlptúr augum
fyrsta sinni.
Við steypuna er maður eins og þátt-
takandi í hstasögunni og ævafornum
seið.“
-ai
Höfundur Menningarverðlauna
DV í ár, Pétur Bjamason, hefur sjálf-
ur hlotið bæði verðlaun og viður-
kenningar fyrir bronsskúlptúra sína.
Á námsárum sínum í Antwerpen í
' Belgíu, þaðan sem Pétur kom fyrir
tveimur árum, hlaut hann viður-
kenningu fyrir vinnubrögð sín og
boð um þátttöku í skúlptúrsýningum
með virtum myndlistarmönnum þar
í landi. -
Síðan hann kom heim er hann þeg-
ar búinn að vinna samkeppni sem
Flugleiðir efndu til um skúlptúr fyrir
Akureyrarbæ og uppskera lof og prís
fyrir sýningu sem hann hélt í Ás-
mundarsal.
Eins og stendur býr Pétur við þá
tegund annríkis sem flestir dugmikl-
ir listamenn á íslandi virðast þurfa
að ganga í gegnum, einkum þeir sem
eru að festa sig í sessi eftir nokkurra
ára dvöl viö erlendar menntastofn-
anir.
Hann kennir við Myndlista-og
handíðaskólann, vinnur að því að
koma Flugleiðaskúlptúrnum á legg,
og undirbýr þátttöku í samsýningu í
Belgíu.
Eldsmiðurinn
Hins vegar var Pétur svo forsjáll
að koma sér upp íbúðarhúsnæði áður
en hann fór utan th náms svo ekki
þarf hann að beijast í þeim bökkum.
Draumur hans er sá að reisa sér
eldsmiðju þar sem hann getur unnið
aö því að steypa stór verk, bæði sín
og annarra, í brons og aðra málma,
en shk aðstaða hefur aldrei verið
fyrir hendi á íslandi.
Því hafa allar stærri styttur ís-
í bílskúrnum er Pétur búinn að koma
sér upp litlum ofni sem nota má við
steypu á minni skúlptúrum, til dæm-
is höfuðmyndum. Hann heldur á
deiglu af minni gerðinni.
DV-myndir GVA
Að segja sögu
í skólum hér á landi hefur um langt árabh ver-
ið lögð áhersla á að glæða áhuga nemenda á
vönduðum bókmenntum. Th þess hefur völdum
köflum úr verkum ýmissa höfunda verið safnað
saman í lestrarbækur. Það er undirrituðum
minnisstætt í gagnfræðaskóla þegar lesin var
sagan Kaupverð gæfunnar eftir Jón Dan. Fyrir
þá sögu ásamt sögunni Jörð í festum hlaut hann
einmitt 1. verðlaun í smásagnasamkeppni tíma-
ritanna Samvinnunnar og Helgafehs árið 1955.
Jón Dan er fæddur 1915 og fyrsta skáldrit
hans kom út árið 1956, en það var smásagnasaf-
nið Þytur um nótt. Sögur af sonum er fimmt-
ánda bók Jóns, en hann hefur fengist við flestar
tegundir skáldskapar. Þannig hafa komið frá
hans hendi skáldsögur, smásagnasöfn og
ljóðabækur og að auki hafa leikrit eftir hann
verið sýnd á sviði og í sjónvarpi.
Fjölskyldumál
í Sögum af sonum eru níu smásögur og megi-
nefni þeirra flestra er samskipti feðga, fóður
og sonar. Þær innihalda siðferðilegar vanga-
veltrn- sem beinast fyrst og fremst að fjölskyld-
unni. í þeim er lýst samskiptum fólks og á
stundum með hugmyndaríkum hætti. Persón-
urnar eru fiölbreythegar og athafnir sumra
þeirra vægast sagt óvenjulegar. Sögurnar varpa
ljósi á manneskjuna og mannlega eiginleika.
Og oftar en ekki kemur höfundur manni á
óvart.
Bókmenntir
Sigurður Helgason
Sögusviðið er th sjávar og sveita og einnig borg-
arlíf. Athyglisverð finnst mér sagan Á ferð í
myrkri, þar sem ungur phtur vih ekki láta líta
út fyrir að hann sé kveif. Hann vill aö öðrum
þykir hann vera maður með mönnum. Þess
vegna sárnar honum við fööur sinn að hann
skyldi ekki leyfa honum að taka á móti launun-
um. Og þegar pabbi hans segist geta látið hann
hafa upphæðina, þá er það ekki aðalatriðið,
heldur hitt að hann sjálfur fái laun fyrir vinnu
sína. Það eru hans peningar.
Samviskubit
Sagan Blinda finnst mér leiða huga minn að
einu stærsta vandamáli samtímans. Öldruðum
og því að þeir virðast hvergi eiga vísan stað
eftir að hehsan er tekin að bha. Og sagan lýsir
því álagi sem fylgir því að hafa veikan, gamlan
mann á heimhinu. Það reynir á, ekki síst and-
lega. Og sinnaskiptin sem húsbóndinn á heimil-
inu tekur þegar gamli maðurinn er dáinn eru
sérkennileg, en ekki óskhjanleg. Hann fær sam-
viskubit, af því að hafa ekki lagt nógu mikið
af mörkum við umönnun gamla mannsins.
Höfundur skrifar skemmtilegan sth. Stíllinn
er reyndar frekar óvenjulegur og á stundum á
mörkum þess að vera dálítið forn. En honum
tekst að halda lesandanum vel við efnið, það
er ekki auðvelt að shta sig frá sögu eftir að
hafa byrjað að lesa. Hann leggur ekki mikið
upp úr persónulýsingum heldur er meginá-
herslan lögð á að segja sögu. Textinn er bein-
skeyttur og meitlaður og lítið um aukaatriði.
Jón Dan hefur fyrir löngu skipað sér í flokk
meðal helstu sagnahöfunda samtíðarinnar.
Þessi bók eykur hróður hans enn frekar. Útlit
bókarinnar og allur frágangur er útgefanda til
sóma. S.H.
13 V
Hylling
almúga-
mannsins
DV hafa borist fyrstu viðbrögð
danskra gagnrýnenda við
danskri þýðingu á Guheyjunni
eftir Einar Kárason. Peter Söby
Kristensen þýddi.
{ Politiken gefur Claes Kast-
holm Hansen í skyn að þessi bók
standi nokkuð að baki Djöfiaeyj-
unni. „Meiri efasemdir sækja að
manni við lestur hennar," segir
gagnrýnandinn. „Nóg gengur
sosum á í bókinni. Lesandinn fær
aldrei að slaka á aíhyglinni. En
atburðimir eru alhr á sömu bók-
ina, rifrhdi, slagsmál og fyllirí."
Kastholm segir engu að siöur
að gaman sé að kynnast sögu-
heimi Einars og að fiölskyldusög-
ur hans séu „ástarjátning th for-
tíðarinnar. Þær fiaha ekki um
síðasta móhikanann heldur sið-
asta norræna almúgamanninn
sem nú hefur týnst í smáborgara-
legu launþegasamfélagi.“
mikið í sviðsljósinu á næstu vik-
um. í dag verður opnuð sýning á
afstraktmyndum hans frá sjö-
unda áratugnum í Gaherí Borg
og mun Svavar Gestsson mennta-
málaráðherra halda ræðu við það
tækifæri.
Á laugardag verður svo opnuö
í Hafnarborg í Hafnarfirði sér-
stök sýning á hluta þeirra tæp-
lega 400 verka sem listamaðurinn
hefur nýverið gefið þessari
menningarmiðstöð Hafnfirðinga.
Bækurfrá
Hollandi
Þorvaldur Þorsteinsson heitir
ungur myndlistarmaður trá Ak-
ureyri sem nú stundar nám í
Maastricht í Hohandi. Hann hef-
ur ekki aðeins reynst ötull við
sýningarhald heldur berast frá
honum bækur í stríðum straum-
um. Nefnist sú síðasta „Open-
ings“ og er skapandi „endurskoð-
un“ á gömlum ljósmyndum.
Meðal annarra bóka eða bók-
verka Þorvalds eru „Eight stori-
es“ og bókaflokkurinn „Games“,
„Memoirs", „Fairy-tales“ og
„Jokes“.
Fyrr í vikunni sögðum við frá
„Þotuhreiðri" Magnúsar mynd-
listarmanns Tómassonar sem nú
bíður uppsetningar við Leifsstöð.
Þar var því haldið fram að verk-
iö heföi hlotið önnur verðlaun í
samkeppni um úthistaverk um
stöðina en hið rétta er að það
hlaut fyrstu verðlaun ásamt
„Regnboga" Rúriar.
Menningarverð-
launaðar bækur
Til þessa hafa eftirtaldar bækur
hlotið Menningarverölaun DV:
Ása Sólveig - Einkamál Stefaniu,
Sigurður A. Magnússon - Undir
kalstjömu, Þorsteinn frá Hamri
- Haust í Skirisskógi, Vilborg
Dagbjartsdóttir - Ljóðasafn, Guð-
bergur Bergsson - Hjartað býr
enn í hehi sínum, Thor Vil-
hjálmsson - Þýðing á „Hlutskipti
manns“ eftir Malraux, Álfrún
Gunnlaugsdóttir - Þel, Einar
Kárason - Gulleyjan, Thor Vil-
hjálmsson - Grámosinn glóir,
Ingibjörg Haraldsdóttir - Þýðing
á „Fávitanum“ eftir Dostojevskí
og Bjöm Th. Bjömsson - Minn-
ingarmörk í Hólavallagarði.