Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990. Utlönd Jákvæð við- brögð á Vest- urlöndum Moskvubúar lesa frásagnir dagblaða af umræðum miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins. Símamynd Reuter inn formann sendinefndar Æðsta ráðsins í Sovétríkjunum til Down- ingstrætis 10, þar sem embætt- isbústaður hennar er. Sendinefnd- in, sem í eru sjö manns, mun dvelja viku í Bretlandi. Thatcher sagði við formann nefndarinnar, Vadim Medvedev, aöalhugmyndafræðing sovéska kommúnistaflokksins og félaga í stjórnmálaráðinu, að breska stjórnin hefði beðið spennt eftir niðurstöðu fundar miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins og lýsti yfir ánægju sinni með að „afft heíði farið vel“. Hún bætti við að mikið væri enn ógert en lagði um leiö áherslu á hversu stórkostleg henni hefði þótt ákvörðunin. Thatcher hitti í fyrsta sinn Gor- batsjov Sovétforseta árið 1984 þeg- ar hann kom til Bretlands sem for- maður svipaðrar sendinefndar og nú heimsækir Bretland. Var það ári áður en hann tók viö völdum í Sovétríkjunum. Lýsti hún því þá yfir að hann væri maður sem hægt væri að eiga viðskipti við. Kommúnistaflokkurinn í Kína brást fljótt viö breytingunum í Sov- étríkjunum og varaði andstæðinga sína við því aö án forystu komm- únistaflokksins myndi borgara- styrjöld brjótast út. Vestrænir stjórnarerindrekar segja aö Sovét- ríkin og Kína standi nú frammi fyrir nýjum hugmyndafræöilegum ágreiningi. Reuter James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Moskvu í gær og í viðræðum við Eduard Sé- vardnadze, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, í gærkvöldi lýsti hann yfir eindrægum stuðningi við þá sögulegu atburði sem nú eru að gerast í Sovétrikjunum. Á meðan á fundi utanríkisráð- herranna stóð settust bandarískir embættismenn niður til að meta hvaöa áhrif samþykkt miðstjómar sovéska kommúnistaflokksins um að afsala sér einræði og ryðja veg- inn fyrir fjölflokkakerfi myndi koma til með að hafa. George Bush Bandaríkjaforseti vildi ekki í gær tjá sig mikið um samþykkt miðstjórnarinnar um af- nám einræðis sovéska kommún- istaflokksins en lagði kapp á að hrósa Mikhail Gorbatsjov Sovét- James Baker, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, og Eduard Sévard- nadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hittust í Moskvu í gærkvöldi og ræddu meðal annars síðustu atburði i Sovétríkjunum. Símamynd Reuter forseta. „Ég vil vera varkár þegar kemur að því að segja hverjir hafi farið með sigur af hólmi eða segja hvernig þeir eigi að gera hlutina,“ sagði forsetinn aðspurður. Um Gorbatsjov sagði hann: „Hann er maður sem hægt er að tala við, sem er opinn fyrir nýjum tillögum. Hann fer ekki í launkofa með ef hann er ekki sammála manni. Það fer ekki á milli mála.“ Bush hrósaði einnig „staðfestu og snilld“ Gorbatsjovs í afgreiðslu innanríkismála í Sovétríkjunum. Bush vildi engu spá um framtíðar- horfurnar í Sovétríkunum. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, fagnaði í gær sam- þykktinni um afnám einræðis sov- éska kommúnistaflokksins og sagði hana „stórkostlega ákvörð- un“. Hún bauð jafnframt velkom- Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði ákvörðun mið- stjórnar sovéska kommúnistaflokksins um afnám einræðis flokksins. Hér er hún ásamt Mikhail Gorbatsjov Sovétforseta. Simamynd Reuter Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, fimmtudaginn 15. febrúar 1990 og hefst kl. 10.00. Ekra, Reyðarfirði, þingl. eig. Reynir Gunnarsson. Uppboðsbeiðendur eru Fiskimálasjóður og Guðmundur Kristjánsson hdl. Eskiíjörður v/Dalbraut, Eskifirði, þingl. eig. Haisteinn Guðvarðsson, talinn eig. Bjami Björgvinsson. Upp- boðsbeiðendur eru Búnaðarbanki Is- lands, Tryggingastoínun ríkisins og Guðjón Annann Jónsson hdl. Garður, jh., Reyðarfirði, þingl. eig. Reynir Gunnarsson. Uppboðsbeiðandi er Jón Ingólísson hdl. Heiðmörk 13, Stöðvarfirði, þingl. eig. Andrés Óskarsson. Uppboðsbeiðandi er Tiyggingastofiiun ríkisins. Hólaland 22, Stöðvarfirði, þingl. eig. Sigríður Sigfinnsdóttir o.fl. Uppboðs- beiðandi er Tryggingastofriun ríkis- ins. Miðás 18, Egilsstöðum, þingl. eig. Bflabót hf. Uppboðsbeiðandi er Inn- heimta ríkissjóðs. Miðgarður la, Egflsstöðum, þingl. eig. Stjóm verkamannabústaða, Egils- stöðum. Uppboðsbeiðandi er Inn- heimta ríkissjóðs. Miðgarður 5a, Egilsstöðum, þingl. eig. Ríkharður Jónsson. Uppboðsbeiðandi er Innheimta ríkissjóðs. Miðgarður 7a, Egilsstöðum, þingl. eig. Ami Aðalsteinsson. Uppboðsbeiðandi er Innheimta ríkissjóðs. Selnes 20, Breiðdalsvík, þingl. eig. Guðmundur Björgólfsson. Uppboðs- beiðandi er Landsbanki íslands. Mb. Sunnar SU-226, þingl. eig. Reynir Gunnarsson. Uppboðsbeiðandi er Guðmundur Kristjánsson hdl. Tjamarbraut 17, Egilsstöðum, þingl. eig. Guðrún Tiyggvadóttir. Uppboðs- beiðendur em Egilsstaðabær, Ásgeir Thoroddsen hdl. og Sigurmar K. Al- bertsson hrl. Túngata 8, Stöðvarfirði, þingl. eig. Grétar Jónsson. Uppboðsbeiðandi er Ásgeir Thoroddsen hdl. Sýslumaður Suður-Múlasýslu. Bæjarfógetinn á Eskifirði. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram á skrifstofu embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, fimmtudaginn 15. febrúar 1990 og hefst kl. 10.00: Furuvellir 13, Egflsstöðum, þingl. eig. Heimir Ólason. Uppboðsbeiðendur em Sveinn H. Valdimarsson hrl., Inn- heimta ríkissjóðs, Byggingarsjóður ríkisins, Kristján Ólafsson hdl. og Ólafur Axelsson hrl. Hamarsgata 18, e.h., Búðahreppi, þingl. eig. Vignir Svanbergsson. Upp- boðsbeiðandi er Magnús M. Norðdahl hdl._______________________________ Miðás 4, Egilsstöðum, þingl. eig. Loð- mundur hf. Uppboðsbeiðendur em: Gjaldskil sfi, Helgi Jóhannesson lögfr., Egilsstaðabær, Kristinn Hallgrímsson hdl., Innheimta ríkissjóðs og Byggða- stofnun. Sfldarverksmiðja á Djúpavogi, þingl. eig. Búlandstindur hf. Uppboðsbeið- andi er Landsbanki íslands. Stuðlaberg, Reyðarfirði, þingl. eig. Bergsplan hfi, Reyðarfirði. Uppboðs- beiðendur em Brunabótafélag ís- lands, Brynjólfur Eyvindsson hdl., Iðnþróunarsjóður og Jón Ingólfsson hdfi_______________________________ Söluskálinn Skútan, Djúpavogi, þingl. eig. Eðvald Ragnarsson og Hólmfríð- ur Haukdal. Uppboðsbeiðandi er Ás- bjöm Jónsson hdl. Sýslumaður Suður-Múlasýslu. Bæjarfógetinn á Eskifirði. Úrsögn Utháa vísað á bug Sovéski kommúnistaflokkurinn hafnaði í gær úrsögn kommúnista í Litháen úr flokknum. Þeim var hins vegar boðið að sameinast flokknum á ný og sitja flokksþingið í sumar þar sem umbætur verða ræddar. Ákvörðunin þykir tiltölu- lega mild eftir fyrri fordæmingar harðlínumanna í Kreml og sér- staka ferð Gorbatsjovs Sovétfor- seta til Litháen í síöasta mánuði til að reyna að lægja öldurnar þar. Þingið í Litháen lýsti hins vegar í gær ógilda samþykkt þingsins frá 1940 um að sameinast Sovétríkjun- um. Miðstjórn sovéska kommúnista- flokksins gaf stjórnmálaráðinu fyr- irmæli um að veita þeim sem enn eru hliöhollir sovéska kommún- istaflokknum, klofningsmönnum í flokknum í Litháen, fjárhagslega aöstoð. Reuter Svíþjóð: Tillaga um skertan verkfallsrétt Sænska ríkisstjórnin ætlar að leggja fram tillögu í dag um aö verk- fallsréttur verði takmarkaður frá 15. febrúar á meðan samningaviðræður fara fram milli aðila vinnumarkað- arins. Aðalsamningamaður bæjarstarfs- manna, sem boðað höfðu verkfall frá og með 14. febrúar, sagði í gærkvöldi að þetta væri afturfór til fyrstu bar- áttuára verkalýðshreyfmgarinnar. Ef tillagan yrði samþykkt myndu starfsmennirnir, það eru fóstrur, vaktmenn og starfsmenn almenn- ingssamgangna, aöeins geta veriö í verkfalli í einn dag. TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.