Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990. Akureyri: Úlfhildur efst hjá Framsókn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Úlfhildur Rögnvaldsdóttir bæjar- fulltrúi skipar efsta sæti Framsókn- arflokksins á Akureyri við bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. í 2. sæti er Þórarinn E. Sveinsson mjólkursamlagsstjóri, Jakob Björns- son fjármálastjóri 3. sæti, Kolbrún Þormóðsdóttir kennari í 4. sæti, Sig- fríður Þorsteinsdóttir í 5. sæti, Þor- steinn Sigurðsson verkfræðingur í 6. sæti, Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýöusambands Norðurlands, í 7. sæti, Ársæll Magnússon umdæmis- stjóri í 8. sæti, Stefán Vilhjálmsson matvælafræðingur í 9. sæti, Gunn- hildur Þórhallsdóttir húsmóðir í 10. sæti og 11. sætið skipar Páll H. Jóns- son skrifstofumaður. Framsóknarmenn á Akureyri eru fyrstir allra til að tilkynna framboðs- lista sinn fyrir kosningarnar í vor. Tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt samhljóða, en nefndin hafði úrslit skoðanakönnunar til hliðsjónar við ákvörðun sína. Sjómaður veiktist snögg- lega í hafi Júfia Imsland, DV, Höfn: Skipverji á togaranum Stokksnesi SF veiktist snögglega, þegar togarinn var á leið til Hafnar úr veiðiferð síð- degis í gær. Togarinn átti eftir um tveggja klukkustunda siglingu í land og var strax haft samband við lækni á Höfn sem þegar fór með bát til móts við togarann. Björgunarbátur- inn Björgvin fór einnig með út. Þegar í land kom var sjúklingurinn fluttur með flugvél til Reykjavikur. Hann var meðvitundarlaus - ungur ___ maður - og talið að hann hefði fengið heilablóöfall. Laxveiöibátamir: Eru enn einu sinni týndir „Viö vitum lítið um þessa laxveiði- báta núna en í flugi á mánudag sást enginn þeirra," sagði Gunnar Berg- steinsson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar. Laxveiðibátarnir ólöglegu fyrir austan land virðast nú vera horfnir, eina ferðina enn. Gunnar sagði aö varðskip hefði \ekki enn verið sent á svæðið en um -*«eið og veður leyfði yrði farið í eftir- litsflug. -SMJ LOKI Er þetta ekki ilmvatnslykt í kreppunni? Dodda SH 222 hvolfdi undan Rifi: Þriggfa manna áhöfn biargað i vonskuveðn Steön Þór Sigurðsson, DV, Helfissandi: Lítill 9 tonna trefjaplastbátur, Doddi SH 222 frá Rifi, fékk á sig brotsjó og hvolfdi rétt hjá Rifi í gærkvöldi. Þrír menn voru á bátn- um og var þeim öllum bjargað um borð í Auðbjörgu II SH 197. Hvöss noröaustanátt var á þessum slóð- um í gærkvöldi, um 30 hnútar, og aðfallsstraumur á móti vindi. Þannig ýfðist báran og olli slæmu sjólagi. Doddi var staddur um 3 mílur norður af Rifl þegar brotið reið yfir. Við það lagðist báturinn strax á hliðina. Skipstjóranum tókst þó að kalla í talstöðina og tilkynna hvernig komiö væri fyrir þeim. Heyrðist kallið i Rifshöfn og eirnúg um borð í Auðbjörgu II sem gerð er út frá Ólfsvík og var ekki langt frá. Eftir að hafa kallað í talstööina losuðu skipverjar á Dodda gúmmí- björgunarbátinn. Komust menn- irnir um borð 1 gúmmíbátinn en meðan hann var að blása upp gátu þeir haldið sér í Dodda. Doddi fór síðan fljótlega á hvolf og hvarf mönnunum sjónum í myrkrinu. Skipverjarnir skutu upp neyöar- ljósum og kveiktu á neyðarblysi í björgunarbátnum. Þannig gat Auð- björg n siglt beint að gúmmíbjörg- unarbátnum, náð mönnunum um borð og siglt með þá til Ólafsvíkur. Hér sökk Doddi SH-222 Hf BreiðaJJörður Rif tlissandur Snæfellsnes fsvík DVJRJ Liöu um 20 mínútur frá því að Doddi fékk á sig brotsjó og þar til Auðbjörgin var komin til bjargar. Ekki er vitað hvort Doddi hafi sokkið. Björgunarsveitin á Hellissandi var strax kölluö út þegar kallið barst frá Dodda og voru uörgunar- sveitarmenn lagðir af stað þegar fréttist um björgun mannanna. All- ir stærri bátar í Rifshöfn voru einn- ig lagðir af stað skömmu eftir að kall Dodda heyrðist. Fleiri bátar áttu í erfiðleikum um svipað leyti. Meðal þeirra var Svala BA, 4,7 tonna bátur. Fékk Svala slagsíðu eftir brotsjó en fiskur um borð kastaðist til. Svölu tókst að rétta sig við og komast til hafhar á Rifi. Það er aldeilis ekki nóg að veiða loðnuna, það þarf líka að breyta henni úr vellyktandi smáfiski í mjöl. í þeirri vinnslurás gýs upp mikil og sterk lykt, peningalykt. Starfsmaður Fiskimjölsverksmiðjunnar á Kletti virðist ekki kippa sér upp við nálægðina við peningalyktina. Það eru margir sem grípa fyrir nefið í mörg hundruð metra fjarlægð frá bræðslunum. Það yrði liklega lítið unnið á þessum vinnustað ef starfsmennirnir þyrftu að nota að minnsta kosti aðra höndina til að loka nefinu. DV-mynd KAE Hálfdan Henrýsson: Áhyggjur af litlum bátum „Menn hafa vissar áhyggjur af ferðum lítilla báta við landið. í aust- an- eða norðaustanátt er sjólag slæmt í Breiðafirði og veðraskipti geta orðið mjög snögg hvar sem er viö landið. Það hefur skapast talsverð umræða í kjölfar mikillar aukningar á smá- bátum. En það er undir mönnum sjálfum komið hvort þeir róa eða ekki,“ sagði Hálfdan Henrýsson hjá Slysavamafélagi íslands en hann var á vakt þegar lítill tíu tonna bátur frá Rifi lagöist á hliðina og sökk eftir að hafa fengið á sig brotsjó um þrjár mílur frá landi á Rifi í gærkvöldi. „Menn höfðu áhyggjur í gærkvöldi vegna fleiri smábáta. Björgunar- sveitin í Ólafsvík hafði samband við okkur og lét vita af ferðum fleiri lít- illa báta sem þeir höfðu áhyggjur af og voru á svipuðum slóðum. Við viss- um hins vegar ekkert um Dodda og áhöfnina á honum fyrr en búið var að bjarga mönnunum," sagði Hálf- dan. Hálfdan sagöi það mikið lán hvern- ig sjálfvirkur sleppibúnaður gúmmí- bátsins á Dodda hefði virkað þegar brotið hefði lagt hann á hliðina. Með þessum búnaði er hægt að losa gúmmíbátinn með einu handtaki úr stýrishúsi. -ÓTT Veðrið á morgun: Gengur á með éljum Á morgun verður fremur hæg vestan- eða suðvestanátt á landinu, með éljum á víð og dreif, einkum um norðan- og vestan- vert landið. Hitinn verður nálægt frostmarki. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Úti að aka í 40 ár ■■■ Þjóðar ■■■ SALIN býr í Rás 2. Nýtt númer: 68 60 90 FM 90,1 - útvarp með sál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.