Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 14
Hr
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Afstaða Alþýðubandalags
Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur hafnaði í fyrra-
kvöld óskum alþýðuflokksmanna um sameiginlegt
framboð. Samþykkt var með 135 atkvæðum gegn 35, að
strax skyldi hafmn undirbúningur að sérstöku fram-
boði Alþýðubandalagsins í Reykjavík, framboði G-list-
ans. Mikið gekk á, þegar alþýðubandalagsmenn komu
saman. Áður en sjálfstætt framboð hafði verið sam-
þykkt, hafði verið felld tillaga um, að gengið yrði til
viðræðna við Alþýðuflokkinn um sameiginlegt framboð
þessara flokka í Reykjavík. Sú tillaga var einungis felld
með 125 atkvæðum gegn 96, svo að litlu munaði þar.
Eftir er að sjá, hvort eitthvað verður til, sem kalla
mætti sameiginlegt framboð. Áður höfðu Kvennalistinn
og Framsókn hafnað sameiginlegu framboði. Þá væri
eftir sá möguleiki, að Alþýðuflokkurinn og félagið Birt-
ing standi að sameiginlegu framboði. Slíkt yrði svipur
hjá sjón. En fundur alþýðubandalagsmanna sýndi rétt
einu sinni, að þar eru raunar tveir flokkar, annars veg-
ar stuðningsmenn flokkseigendafélagsins, hins vegar
fylgismenn Birtingar. Birtingarmenn kallast oft lýðræð-
iskynslóðin. Þeir hafa mikið komið við sögu, þegar rætt
var um sameiginlegt framboð vinstri manna í Reykja-
vík. Birtingarmenn eiga í raun ekki heima í Alþýðu-
bandalaginu. Þeir eiga fremur samleið með öðrum kröt-
um.
Tvennt ber að athuga í þessu sambandi. Það væri
akkur fyrir landsmenn, að þeir séu 1 sama flokki, sem
samleið eiga, hvort sem það gerist nú eða síðar. En á
hinn bóginn hefði sameiginlegt framboð ekki verið lík-
legt til mikils fylgis. Reytzt hefði af flokkunum fylgi í
aðrar áttir. Hugsum okkur til dæmis, að Alþýðubanda-
lagið og Alþýðuflokkurinn hefðu boðið fram saman.
FJöldi alþýðuflokksmanna og nokkur hluti alþýðu-
bandalagsmanna hefðu hlaupizt undan merkjum. Við
þekkjum til dæmis af reynslu svokallaðs hræðslubanda-
lags, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, frá 1956, að
kjósendur, einkum Alþýðuflokksins, gátu fjölmargir
ekki sætt sig við að kjósa framsóknarmann. Hið sama
hefði gerzt í Reykjavík, eftir að listi hefði komizt saman
að loknu prófkjöri. Gamlir kjósendur flokkanna, sem
byðu fram saman, hefðu í stórum hópum farið að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn. Draumur sumra vinstri manna um
að ná til óháðra kjósenda með sameiginlegu framboði,
er einungis óskhyggja. Engar líkur eru til, að slíkt ger-
izt. Kannski er vonlaust fyrir vinstri menn í Reykjavík
að fella meirihluta sjálfstæðismanna, að minnsta kosti
að þessu sinni. En sameiginlegt framboð vinstri flokka
hefði einungis tryggt öllu frekar yfirburði Sjálfstæðis-
flokksins í borginni. Sú er reynslan, og þetta segir skyn-
samleg yfirvegun.
Framansagt gildir, þótt æskilegt væri að fækka vinstri
flokkum, þegar til lengdar lætur. En slík þróun þarf að
gerast á lengri tíma. Sem stendur beitir stór hluti al-
þýðuflokksmanna sér gegn tilburðum til að sameina
Alþýðuflokk og Alþýðubandalag. Nú beitir flokkseig-
endafélagið í Alþýðubandalaginu sér einnig gegn þess
konar einingu - og sigrar. Þetta eru öfl, sem verður að
taka tillit til.
Hugmyndimar um sameiginlegt framboð, sem ein-
hveiju skipti, em nú óskhyggjan ein.
En komið gæti að því, að flokkakerfið hér breytist í
grundvallaratriðum.
Umræðurnar nú eru því hugsanlega nokkurs virði.
Haukur Helgason
FIMMTUDAGUJR 8. J-EBRÚAIj 1990-
„Það er hins vegar kaldhæðnislegt að oftast eru opinberir starfsmenn hörðustu andstæðingar einkavæðing-
ar,“ segir greinarhöfundur m.a.
Eign handa öllum
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tek-
ur við landsmálum á ný að loknum
næstu þingkosningum ætti það aö
verða eitt af fyrstu verkefnum hans
að hetjast handa um sölu ríkis-
fyrirtækja í því skyni að dreifa
valdi, auka hagkvæmni og bæta
kjör almennings.
Víöa erlendis hefur verið komið
á fót sérstökum stofnunum eða
ráðuneytum til aö undirbúa og
annast sölu opinberra fyrirtækja.
Þykir það hafa skilað góðum ár-
angri. Skynsamlegt viröist að hafa
þann hátt á hér á landi að sett verði
á laggirnar htil stofnun er ráði til
sín nokkra markaðs- og rekstrar-
fræðinga og aðra sérfróða menn,
og sjái hún um undirbúning, kynn-
ingu og framkvæmd opinberrar
áætlunar um sölu ríkisfyrirtækja
eða einkavæðingu sem svo er
nefnd.
Fyrirtæki, sem selja ætti almenn-
ingi, eru t.d. ríkisbankarnir, Póstur
og sími, Fríhöfnin, Lyijaverslun
ríkisins, Landsvirkjun, Síldarverk-
smiðjurnar, Áburðarverksmiðjan
og Sementsverksmiðjan.
Hér er um svo mikilvægt verkefni
að ræða að fásinna væri að fela það
embættismönnum ráöuneyta sem
þegar eru störfum hlaðnir eða
kynnu jafnvel - hagsmuna sinna
vegna - að reyna að bregða fæti
fyrir áætlun af þessu tagi.
Að skapa tiltrú almennings
Um síðustu helgi efndi Lands-
málafélagið Vörður í Reykjavík til
málþings þar sem flutt voru nokk-
ur athyglisverð erindi um hlutverk
ríkisins og leiðir til að brjótast út
úr vítahring síaukinna ríkisum-
svifa. Greinargott yflrlit yfir um-
ræðurnar á fundinum er að finna
í Morgunblaðinu sl. þriðjudag.
Mér þótti sérstaklega athyglis-
vert að heyra þá Friðrik Sophusson
alþingismann og Hrein Loftsson
lögmann útlista hvemig standa
ætti að baráttunni við bákniö. Frið-
rik sagði að sjálfstæðismenn yrðu
í fyrsta lagi að hafa undir höndum
nákvæma áætlun í þessu efni áður
en til stjórnarmyndunar kæmi. í
öðm lagi þyrfti að skapa tiltrú al-
mennings á slíka áætlun og það
yrði best gert með því að draga
fyrst saman seghn hjá æðstu stjórn
ríkisins. Þar væri kannski ekki um
stórar upphæðir að ræða en afstað-
an til útgjalda á þeim vettvangi
gæti hins vegar ráðið úrslitum
uæm það hvort samdráttur á öör-
um sviðum fengi almennan hljóm-
grann og stuðning.
Nákvæm áætlun um
einkavæöingu
Hreinn Loftsson taldi að einka-
væðingin þyrfti að fara fram með
skipulögðum hætti. Fyrst þyrftu
menn að gera sér grein fyrir því
hvaða ríkisfyrirtæki ástæða væri
til að seljaog gera á þeim rekstrar-
lega úttekt. Að svo búnu yrði
skýrsla um niðurstöðu þessarar
athugunar lögð fyrir viðkomandi
KjaUariiui
Guðmundur Magnússon
sagnfræðingur
ráðherra. Hann tæki ákvörðun um
það hvaða fyrirtæki yrðu seld og
með hvaöa hætti. Þegar það lægi
fyrir kæmu utanaðkomandi ráð-
gjafar til stjórnunarstarfa í fyrir-
tækjunum og önnuðust undirbún-
ing sölunnar. Jafnhliða yrði lögum
breytt og fyrirtækin gerð að al-
menningshlutafélögum. Loks þeg-
ar árangur úttektar á fyrirtækjun-
um og breyttra vinnubragða við
stjórn þeirra væri kominn í ljós
(tapi t.d. snúið í hagnað) yrðu sjálf-
stæðir aðilar fengnir til að sjá um
söluna sjálfa.
Ánægjulegt var svo að heyra Ólaf
G. Einarsson, formann þingflokks
sjálfstæðismanna, skýra frá því á
ráöstefnunni að á vegum þing-
flokksins væri þegar hafin úttekt á
fjármálum ríkisins til að flýta fyrir
nauðsynlegum ráðstöfunum þegar
Sjálfstæðisflokkurinn tekur við
stjórnartaumunum á næsta ári.
Einkavæðing og stjórnmál
Þegar hugmyndir um víðtæka
sölu opinberra fyrirtækja og einka-
væðingu voru fyrst viðraðar ollu
þær miklum stjórnmáladeilum.
Þær voru grein á meiði frjáls-
hyggju og sem shkar vöktu þær
andúð félagshyggjumanna og
vinstri flokka. En framkvæmd
einkavæðingar tókst vel þar sem
hún var reynd á annað borð og
rökin urðu ljósari og máttugri eftir
því sem á leið.
Svo fór að félagshyggjuflokkar
víða erlendis (s.s. á Nýja-Sjálandi,
Frakklandi, Spáni'og Svíþjóð) átt-
uðu sig á því að sala ríkisfyrir-
tækja, úboð almannaþjónustu og
efling frjálsrar samkeppni var til
þess falhn að bæta kjör cdmennings
verulega. Þeir settu einkavæðingu
á stefnuskrá sína og gengu í því
efni stundum lengra en hægri
flokkar voru tilbúnir til. Stjórn-
málablærinn, sem var á einkavæð-
ingarhugmyndinni, hefur því
smám saman verið að fara af henni
erlendis.
Hér á landi halda vinstri flokk-
amir dauðahaldi i úreltar þjóðnýt-
ingarhugmyndir og stjómarstefn-
an á undanfornum misserum hefur
leitt til aukinnar miðstýringar og
samþjöppunar fjármagns á vegum
ríkisins. Ýmsir vinstri menn hafa
þó kveikt á perunni. Félagshyggju-
maðurinn Þorvaldur Gylfason,
sem þykir skynsamur hagfræðing-
ur, hefur t.d. að undanförnu verið
öflugur málsvari einkavæðingar og
aukins frjálsræðis í atvinnulífi.
Rökin fyrir einkavæðingu
Rökin fyrir einkavæðingu eru
einkum af þrennu tagi (eins og
ágætlega er rakið í ritinu Eign
handa öllum sem Stofnun Jóns
Þorlákssonar gaf út árið 1988): í
fyrsta lagi er einkavæðing talin
leiða til aukinnar hagkvæmni í at-
vinnulífinu; hindra sóun eða slæm-
a nýtingu fjármuna.
í örðu lagi felur einkavæðing í sér
aukið frelsi og víðtækari valddreif-
ingu en ríkisrekstur.
Loks leiðir af einkavæðingu
þrennt: Ríkið (stjórnmálamenn)
fær aukið ráðstöfunarfé. Það fé
mætti t.d. nota til að greiða niöur
erlendar skuldir okkar eða stofna
sjóð til að hjálpa landbúnaðinum
th að aðlagast frjálsu markað-
skerfi. Fjármálamenn fengju líka
aukin tækifæri til að hagnast ef
ágóðafyrirtæki í opinberri eign
kæmu á frjálsan markað. Hagnað-
ur af viðleitni þeirra myndi síðan
skila sér i hærri launum starfs-
fólksins. Það er hins vegar kald-
hæðnislegt að oftast eru opinberir
starfsmenn hörðustu andstæðing-
ar einkavæðingar. Reynslan sýnir
hins vegar að þeir græða að jafnaði
einna mest á henni.
Það eru ennfremur rök fyrir víð-
tækri einkavæðingu að hún skapar
skilyrði fyrir virkum fjármagns-
markaði, þar sem eignir skipta um
hendur eftir því sem þörf gerist á.
Slíkur markaður er forsenda fyrir
því að allur almenningur verði
eignamenn, þ.e. fjárhagslega sjálf-
stæður, en það er eitt helsta keppi-
kefli frjálshyggjumanna.
Guðmundur Magnússon
„Fyrirtæki sem selja ætti almenningi
eru t.d. ríkisbankarnir, Póstur og sími,
Fríhöfnin, LyQaverslun ríkisins,
Lands virkj un, Síldar verksmiðj urnar,
Aburðarverksmiðjan og Sementsverk-
smiðjan.“