Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990. 15 Gjaldþrota stóriðjustefna Margt sérkennilegt hefur verið á sveimi í íslenskum stjómmálum síðustu árin en fátt jafnömurlegt upp á að horfa og tilburðir stjórn- valda í stóriðjumálum. Þar hefur allt miðast við að egna fyrir útlendinga og fá þá til að fjár- festa í álbræðslu við Faxaflóa. ís- lendingum hefur verið ætlað það eitt að fóöra fyrirtækið á raforku sem boðin er undir kostnaðarverði. Hér eru enn ástunduö nákvæm- lega sömu vinnubrögðin og fyrir aldarfjórðungi þegar samið var við Alusuisse um álbræðsluna í Straumsvík: , Stjórnarformaður Landsvirkjunar er um leið aðal- samningamaður við útlendingana fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins og sömu ráðgjafarnir eru honum til fulltingis. Málsmeðferðin er á ábyrgð iðnað- arráðherra sem fyrst kom úr röð- um Sjálfstæðisflokksins en síðan tók Jón Sigurðsson við og hélt óbreyttu striki og skeytti engu um viðhorf samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn. Sjö ára basl á röngum forsendum Á árunum 1983-87 nudduðu ráða- menn mikið í Alusuisse um aö stækka álbræðslu ísal í Straums- vík. Auðhringurinn sló úr og í en ætlaði raunar aldrei að ráðast í stækkun enda rambaði Alusuisse á barmi gjaldþrots á þessum árum vegna langvarandi óstjórnar. Snemma á árinu 1987 gáfust ís- lensk stjórnvöld upp á þófinu við Alusuisse og tóku upp þráðinn viö önnur álfyrirtæki í Evrópu um „frumhagkvæmniathugun á 200 þúsund tonna álbræðslu sem byggð yrði í áföngum við Straumsvík", Uppgjörið í Austur-Evrópu og áhrif þess á stjórnmálaþróun í Vestur-Evrópu hefur orðið mönn- um umræðuefni á íslandi sem ann- ars staðar í heiminum þótt úr fjar- lægð sé. Athyglisvert er hins vegar að gaumgæfa það hvemig byltingin í Austur-Evrópu hefur haft áhrif á stjórnmálaþróun í nágrannalönd- unum vestanmegin. Hvaða stjórnmálastefna í Vest- ur-Evrópu hefur lagt mest af mörk- um til að stuðla að úrbótum í Aust- ur-Evrópu? Hvaða dóm leggja kjós- endur á það? Hvað stjórnmála- flokkar í Vestur-Evrópu eru helstu sigurvegarar hinna heimssögulegu breytinga í Austur-Evrópu 1989? Pólitískur „arftaki“ Vestur-Þýskaland er það land Vestur-Evrópu sem stendur næst umbrotunum austanmegin. Því er sérstaklega athyghsvert að fylgjast með stjómmálaþróun þar og því hvemig átökin austanmegin hafa áhrif á þau. Hverjir standa þar upp úr sem sigurvegarar? Hverjum tengja kjósendur vestanmegin þær breytingar sem orðið hafa austan- megin? Dómur vestur-þýskra kjósenda er skýr: breytingarnar austan- megin hafa í för með sér vinstri- sveiflu vestanmegin. Kjósendur tengja umbæturnar stefnu Jafnað- armannaílokksins. Innsigh þess er yfirburðasigur Oskars Lafontaines í sambandsríkinu Saarlandi 28. janúar síðastliðinn þar sem hann hlaut um 55 prósent greiddra at- kvæða. Þetta er mjög athyghsverð niður- staða í kjölfar atburðanna í Aust- ur-Evrópu. Lafontaine, sem nefnd- ur hefur verið póhtískur „arftaki“ eða „uppeldissonur" Willy Brandts í stjórnmálum, hlýtur nú fágæta yfirburðakosningu og jafnframt væntanlega útnefningu til kansl- araembættis fyrir kosningarnar til KjaLaiiim Hjörleifur Guttormsson alþingismaður eins og það var orðað í fréttatil- kynningu iðnaðarráðuneytisins 7. september 1987. Þetta leiddi síðan til sérstaks samkomulags iönaðarráðuneytis- ins og svonefnds Atlantal-hóps þann 4. júh 1988 um hagkvæmniat- hugun á 195 þúsund tonna álveri í Straumsvík. Það var Friðrik Sop- husson þá iðnaðarráðherra sem undirritaði þetta samkomulag og var því lýst sem miklum ávinn- ingi. Átti hagkvæmniathuguninni Kjallariim Einar Heimisson háskólanemi Freiburg, Vestur-Þýskalandi Sambandsþingsins í Bonn í des- ember næstkomandi. í kjölfar Brandts Hvaða pólitík er þaö sem Brandt barðist fyrir og Lafontaine heldur nú uppi? Það er jafnaðarstefna nútímans: stefna sem er í senn gagnrýnin og nálæg þjóðfélagsbreytingum sam- tímans og jafnframt utanríkis- stefna viöræðna og samskipta. Framganga Willy Brandts í þá átt að bæta stöðu íbúa Austur-Evrópu er þekkt og óþarft að rekja hér. Meðan hægrimenn létu eins og ógæfa fólks austanmegin kæmi að ljúka fyrir febrúarlok 1989 sam- kvæmt samningi fyrirtækjanna fjögurra og ráðuneytisins. Við stjómarskiptin haustið 1988 fékk Alþýðuflokkurinn iðnaðar- ráðuneytið og lagði ofurkapp á að koma byggingu álbræðslu inn í stjómarsáttmála. Því var hafnað en falhst á að umsaminni hag- kvæmniathugun lyki án nokkurra frekari skuldbindinga um fram- hald. Málabúnaður í útideyfu Ráðherra hefur síðan staðið að þessu máh á ábyrgðarlausan hátt og af dæmalausri einsýni. Hann stóð ekki viö það samkomulag sem gert var við myndun ríkisstjórnar- innar heldur keyrði undirbúning að álbræðslu áfram eftir eigin höfði án nokkurs samráðs viö samstarfs- flokkana í ríkisstjórn. Það hefur hins vegar ekki gengið upp með þeim hætti sem hann ætlaði og enn er málabúnaður ráðherrans í úti- deyfu. Það er svo saga út af fyrir sig hvernig reynt hefur verið að láta hta svo út sem samningar um þessa risafjárfestingu væru á næsta leiti. Fjölmiðlum hefur verið haldið volgum mánuð eftir mánuö og þeir hafa jafnvel elt iðnaðarráðherrann þeim ekki við gekk Brandt á undan og braut upp samtímann, kom fram með viðhorf til úrbóta sem síðar hafa orðið algild. Þetta er vestur-þýskum kjósend- um nú ljóst og flokkur Brandts, Jafnaðarmannaflokkurinn, nýtur 45 prósent fylgis í skoðanakönnun- um. Það er mesta fylgi þeirra í lang- an tíma. Þróunin í Austur-Evrópu hefur þannig enn styrkt þá stjórn- málastefnu sem Willy Brandt veitir forystu á alþjóðavettvangi með for- mennsku sinni í Alþjóðasambandi jafnaðarmanna. Síðastliðinn vetur gerði undirrit- aður kenningar Oskars Lafontai- nes um þjóðfélagsmál að umræðu- efni í ýmsum blaöagreinum og eftir heimsókn hans til íslands í ágúst- lok á síðasta ári urðu þær flestum íslenskum vinstrimönnum ljósar. Kenningar Lafontaines hlutu mjög breiðan hljómgrunn meðal ís- lenskra vinstrimanna og var það enn ein sönnun þeirrar samleiðar sem þeir eiga, þrátt fyrir óþarfan klofning í smærri flokka. Sigur Oskars Lafontaines nú og útnefn- ing hans til kanslaraefnis hlýtur að vera íslenskum vinstrimönnum mikið fagnaðarefni. Jafnframt ætti hún að vera mönnum hvatning til að vinna ötullega að framgangi þeirrar stjórnmálastefnu á íslandi sem enn á ný hefur sannað sig í Evrópu og reynst sú stefna sem best samræmist kröfum tímans. Vert er að minna á þá áherslu og sendimenn hans til útlanda í von um stórtíðindi. Sjálfur hefur iðnaðarráðherrann gengið á eftir forstjórum hinna er- lendu álfyrirtækja með grasið í skónum. Þegar hagkvæmniathug- unin um 185 þúsund tonna bræðsl- una gekk ekki upp í fyrravor sneru menn sér aftur að hugmyndinni um stækkun ísals eins og ekkert hefði í skorist. Aftur fennti í það skjól í byrjun vetrar þegar Alusu- isse gekk endanlega úr skaftinu og ákvað í staðinn að stækka ál- bræðslu sína í Noregi! Nú er reynt að fylla í skarðið með gylhboöum og sagt að tíðinda sé að vænta hvern næsta dag. Menn geta rétt ímyndað sé í hvers konar samningsstöðu ráðherrann og samninganefnd hans er komin varðandi raforkuverð og aðra þætti er lúta að framlagi íslendinga til þessarar lönguvitleysu. Stöðva verður endaleysuna Framkoma ráðherra Alþýðu- flokksins gagnvart landsbyggðinni í þessu máh er með sérstökum hætti. Látið hefur verið að því hggja annaö veiíið að vel komi th greina að reisa álbræðsluna ein- hvers staðar utan Suðvesturlands, t.d. nyrðra eða eystra, allt eftir því við hvern er talað hveiju sinni. Því miður hafa ýmsir landsbyggðar- menn látið ráðherrann draga sig á asnaeyrunum og bæjarstjórinn á Akureyri gekk svo langt að bjóða höfn í meðgjöf fyrir hönd Eyfirð- inga! Eins og hér hefur verið rakiö hefur frá því þessi álfarsi hófst 1983 aldrei verið gert ráð fyrir öðru af stjórnvalda hálfu og útlendra við- mælenda en bræðslan risi við bæj- sem Oskar Lafontaine leggur á umhverfismál í sínum málflutningi og þá stórhættu sem náttúrunrii stafar af fyrirhyggjulítihi iðnþró- un. Hann hefur manna harðast haldið því fram „að minna geti ver- ið betra“, minni hagvöxtur geti stuðlað að betra lífi. Jafnframt minnir Lafontaine á nauðsyn hag- fræðinnar fyrir uppbyggingu þjóð- félagsins, minnir á nauðsyn frjálsr- ar samkeppni í viðskiptum og þaö hversu fráleitt það sé að ætla sér að stríða gegn henni. Markaðsöflunum er hins vegar gerður mikill ógreiði með því að ætla þeim það sem er ekki á þeirra færi aö sinna. Náttúruvernd og al- menn velferð þegna þjóðfélagsins eru helsta dæmi þess og það er hlutverk ríkisvaldsins að tryggja að þeir þættir séu ræktir. Tímar samvinnu Evrópuríkja Oskar Lafontaine hefur lýst því yfir aö þeir tímar sem við lifum séu ekki tímar þjóðrembu og einangr- unar heldur samvinnu þjóða á al- þjóðavettvangi. Hann minnir á að einhver helstu vandamál sam- tímans, eins og málefni Austur- Evrópu og náttúruverndarmál, séu samevrópsk og verði ekki leyst öðruvísi en með samvinnu þjóða. íslenskir vinstrimenn verða að fylgjast grannt með þeirri umræðu um málefni eigin heimsálfu sem nú fer fram í sambandi við það uppgjör sem þar stendur fyrir dyr- um. Ýmislegt bendir til að aukin sam- vinnuhyggja sé þar óumflýjanleg til að takast á við ýmis vandamál framtíðarinnar, ekki hvað síst þá staðreynd að evrópskri náttúru er margvísleg hætta búin. Mengun í einu landi veldur yfirleitt náttúru- skaða í öðru. Það er staðreynd sem ekki er hægt að líta framhjá og ís- lendingar ættu einnig að gaum- gæfa. I þeirri umræðu verða menn ardyr Reykvíkinga. í raun hefur útlendingunum verið gefið frísph í málinu. Staðsetning stóriðjufyrir- tækja við Faxaflóa er einn af fylgi- fiskum erlendu stóriðjustefnunnar og breytist ekki á meðan hún er höfð að leiðarljósi. Nú eiga menn að snúa við blaðinu og segja hingað og ekki lengra. Það er shk aðför aö byggð í þessu landi að ætla að bæta við álbræðslu á höfuðborgarsvæðinu að enginn þingmaður af landsbyggðinni ætti að láta sér th hugar koma að ljá slíku stuðning. Efla þarf innlenda þekkingu og frumkvæði Ekki hefur verið sýnt fram á að það sé þjóðhagslega aröbært og skynsamlegt að koma hér upp nýrri álbræðslu. Lítið hefur verið fjahað um aðra kosti í orkunýtingu og forsendur varðandi raforkusölu th stóriðju hafa legið í þagnargildi. Mikil þörf er á að líta á atvinnumál okkar að orkufrekum iðnaði með- töldum út frá íslenskum sjónar- hóli. Það er ánægjulegt að veröa var við metnað og áhuga vísinda- manna við Háskóla Islands að leggja þessum málúm lið með rann- sóknum. Eitt mikilverðasta atriðið í farsæhi atvinnuþróun er einmitt að byggja upp imilenda þekkingu. Árangurslausleit síðustu sjö árin að erlendum fjárfestingaraðilum til að koma hér upp stóriðjufyrirtækj- um hefur reynst dýrkeypt. Það er ekki seinna vænna að læra af þeim mistökum og leggja inn á vænlegri brautir til nýsköpunar í íslensku atvinnulífi. Hjörleifur Guttormsson Lafontaines, sem nefndur hefur verið pólitískur „arftaki" Willy Brandts í stjórnmálum. að leiða hjá sér fordóma ga'gnvart alþjóðlegum bandalögum og minn- ast þess að það getur einmitt verið helsta leið smáþjóða til að hafa áhrif í heiminum að eiga aðild að slíkum bandalögum þar sem þær eiga at- kvæðisrétt eins og stórþjóðir. Vinstrimenn hafa gerst helstu talsmenn samvinnu Evrópuþjóða á liönum misserum, einkum Neil Kinnock, formaður breska Verka- mannaflokksins, og Oskar Lafonta- ine. Vinstrimenn telja með öðrum orðum aukna alþjóðahyggju nauð- synlega til að takast á við málefni samtímans. Þá staðreynd er ekki hægt að leiða hjá sér. Sigur Oskars Lafontaine er sigur nútímalegrar vinstrihyggju. Hann hefur oftsinnis beitt sér fyrir mál- um sem gengiö hafa á svig við við- tekin viðhorf samtímans, gengið á undan, tekið áhættu, beitt sér fyrir raunverulegri róttækni í stjórn- málum. Útnefning hans er enn einn sigur þeirrar róttækni sem um þessar mundir brýtur margar brýr og marga múra aö baki sér. Kenn- ingar hans hlutu breiðan hljórm grunn á íslandi í ágúst síöastliön- um. Oskar Lafontaine á sér marga íslenska samherja. Sigur hans er sigur þeirra. Einar Heimisson „Því miður hafa ýmsir landsbyggðar- menn látið ráðherrann draga sig á asnaeyrunum og bæjarstjórinn á Ak- ureyri gekk s vo langt að bj óða höfn í meðgjöf fyrir hönd Eyfirðinga!“ Atökin 1 A-Evrópu og róttæknin vestanmegin: Sigur Oskars Lafontaines „Kenningar Lafontaines hlutu mjög breiðan hljómgrunn meðal íslenskra vinstrimanna og var það enn ein sönn- un þeirrar samleiðar sem þeir eiga.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.