Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990.
11
Utlönd
Líbanon:
Vopnahléð valt
Vopnahléð í austurhluta Beirút, höf-
uðborg Líbanons, riðar nú til falls.
Hinar stríðandi fylkingar kristinna,
sem þar heyja blóðugt stríð, virðast
ákveðnar í að knýja fram uppgjöf
hvor annarrar. Skelfingu lostnir íbú-
arnir veija nú hverri nóttunni á fæt-
ur annarri í neðanjarðarbyrgjum til
að forðast sprengjuregnið. Sjónar-
vottar segja að á götum borgarinnar
liggi rotnandi lík og að þrátt fyrir hlé
á bardögum hafi björgunarmenn
ekki getað náð þeim burtu vegna
leyniskyttna. Að minnsta kosti þrjú
hundruð og fimmtíu hafa týnt lífi í
þessum bardögum síðustu daga og
þrettán hundruð særst. Þetta eru
blóðugustu átök sem íbúar þessarar
stríðshrjáöu borgar hafa orðið vitni
að.
Hermenn hliðhollir Aoun og líb-
anska þjóðvarðliðið hafa átt í bardög-
um í viku en átökin hófust þann 31.
janúar síðastliðinn þegar Aoun
krafðist þess að líbanska þjóðvarðlið-
ið, sem er undir stjórn Samir Ge-
agea, leggi niður vopn. Átök hófust
svo að nýju þegar Aoun lýsti því yfir
að hermenn sínir myndu berjast þar
til Geagea og hð hans afneitaði frið-
aráætlun þeirri sem friðarfulltrúar
Arababandalagsins reyna nú að
koma í framkvæmd í Líbanon. Aoun
hefur hafnað áætluninni á þeim for-
sendum að hún kveði ekki á um hve-
nær hermenn Sýrlendinga í landinu
hverfi þaðan á brott. Borgarastyijöld
hefur ríkt í landinu í ijórtán
ár.
Heimildir herma að fulltrúar Ao-
Skipt á austur-þýskum og vestur-þýskum mörkum fyrir framan Branden-
borgarhliðið. Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, hefur hvatt til samræmingar
gjaldmiðla þýsku ríkjanna. Símamynd Reuter
Umræðan um sameinað peningakerfi:
Tillaga Kohls samþykkt
Vestur-þýska stjórnin samþykkti í
gær tillögu Kohls kanslara um við-
ræður við austur-þýsk yfirvöld um
sameiginlegan efnahag og samræm-
ingu gjaldmiðla ríkjanna. Aukinn
þrýstingur er á stjómvöld um að
finna leiðir til að stöðva straum Aust-
ur-Þjóðverja til Vestur-Þýskalands.
Þaö sem af er árinu hafa sjötíu þús-
und flutt til Vestur-Þýskalands.
Yfirvöld í Vestur-Þýskalandi von-
ast til að Austur-Þjóðverjar verði um
kyrrt heima hjá sér þegar þeir fá
áhrifamikinn gjaldeyri í vasana.
Hans Modrow, forsætisráðherra
Austur-Þýskalands, mun koma til
Vestur-Þýskalands í næstu viku til
viðræðna við Kohl kanslara. Hingað
til hafa austur-þýsk yfirvöld ekki
gengið jafnlangt og vestur-þýsk í
umræðunum um samræmingu hag-
kerfa ríkjanna.
Seðlabankastjóri Vestur-Þýska-
lands, Karl Otto Pöhl, sem áður var
mótfallinn samræmingu gjaldmiðl-
anna, kom fram í sjónvarpi í gær og
hrósaði „sögulegri ákvörðun Kohls
sem taka þyrfti fóstum tökum.“
„Spurningin er hins vegar hvort
Austur-Þjóðveijar eru fúsir til að
taka þetta skref sem myndi þýða að
þeir þyrftu að láta af hendi peninga-
stjórn," sagði Pöhl. Hann sagði jafn-
framt að þetta gæti kostað Austur-
Þjóðveija störf þeirra. Hingað til
heföu Austur-Þjóðveijar ekki undir-
búið jarðveginn nægilega til að lokka
til sín erlenda íjárfestingaraðila.
Mörgum þeirra verksmiðja sem
væru illa staddar gæti þurft að loka.
En ný fyrirtæki myndu reyndar sjá
dagsins ljós.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
gerð var í síðustu viku í Austur-
Þýskalandi, vildu 76 prósent aö-
spurðra að þýsku ríkin sameinuðust.
Niðurstaða könnunarinnar var einn-
ig sú að þeir flokkar sem hafa sam-
einingu á stefnuskrá sinni myndu
hljóta yfirburðasigur í kosningunum
í næsta mánuði.
Reuter
uns hershöfðinja hafi látið Geagea í
té hsta með þeim skilyrðum sem
Aoun setur fyrir því að binda enda
á blóðbaðið. Fulltrúar beggja aðila
komu saman til fundar á þriðjudags-
kvöld þegar óformlegt vopnahlé náð-
ist. Segja heimildarmenn að í raun
hafi Aoun farið fram á að Geagea
láti af hendi völd sín og áhrif. Geagea
hefur ekki brugðist við skilyrðum
Aouns.
Reuter
Geysiharðir bardagar hafa staðið í Beirút i viku. Þrjú hundruð og fimmtíu
hafa týnt lífi í þessum bardögum. Símamynd Reuter
Snarsala!
fimmtudag.föstudag og laugardag til kl.4
\j\de°
Njefö'-
25°/'
\®VSÓ»'
\\QV^&
;\20
.407« s"a,v
30°/o
. ^20.0°°
\jetf^a
\Q\W
• 2.700
-^pUHKt
JWVW"
,307os"a<
c,e(S»W'
s»We
<jt
BWV''0
,hnQiiteW’ . eV^'
t^"e'aU^e'v.
Snarsala!
fimmtudag,föstudag og laugardag til kl.4
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780