Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990. íþróttir Sport- stúfar Þórhallur Ásmundas., DV, Sauöárkroki Flest 4. deíldar liðin í knattspyrnu á Norður- landi vestra hafa ráðið sér þjálfara fyrir sura- arið. Hermann Arason veröur áfram með Hvöt á Blönduósi en Öm Gunnarsson, leikmaður Hvatar í fyrra, hefur hins vegar verið ráðinn tii Kormáks á Hvammstanga. Ingvar Magnús- son, sem lék með Tindastóli í fyrra, þjálfar Neista á Hofsósi, en Alfreð Guðmundsson, sem var með Neistann í fyrra, er tekinn viö nýstofnuðu liði á Sauðárkróki sem nefnist Þrymur. Fram á Skagaströnd verður einnig í 4. deild í fyrsta skipti í sumar og er á höttunum á eftir þjálfara. Þessi lið verða væntanlega i Norðvest- urlandsriðlí 4. deildar í sumar ásamt Geislanum á Hólmavík. Garðar þjálfar Sindra Sindri á Hornafirði hefur ráðið til sín Garðar Jónsson sem mun jafnframt leika meö liðinu 14, deildinni í sumar. Garðar lék með Leiftri í 2. deildinni í fyrra en var áður leikmaður og þjálfari hjá Dalvík og Hvöt og hefur jafnan skorað mikið af mörktun. ÍR-ingar i Lokeren um páskana ÍR-ingar, sem ætla sér stóra hluti í 2. deildinni í sumar, fara i æfing- arferð til Belgiu um páskana og munu dvelja í Lokeren. Þeir verða þar dagana 7.-17. apríl og leika 3-4 leiki í ferðinni, auk þess sero æft verður einu sinni til tvisvar á dag. Mikið er um að vera hjá ÍR-ingum, sem hafa end- urvakið kvennaknattspymuna innan félagsins, og einnig 2. flokk karla, og munu jafnframt vígja í sumar nýtt 23 þúsund fermetra grassvæði í Suður-Mjódd, en svæðið mun rúma þrjá vellL Boston tapaði en Spurs á sigurgöngu Boston Celtics tapaöi á heimavelh fyrir Mil- waukee Bucks í banda- ríska körfuknattleikn- um i fyrrinótt. San AntonioSpurs hélt hins vegar sigurgöngu sinni áfram með því að sigra Atianta Hawks öragglega á heimavelh. Tvo leikí þurfti að íramlengja, annars vegar leik Indiana Pacers og Denver Nuggets og hins vegar leik Los Angeles Lakers og Port- land Traii Blazers. Úrsht leikj- ■ anna í fyrrinótt urðu annars sem hér segir: Boston-Milwaukee.......106-119 Orlando-New York.......110-117 Miami-Washington.......100-118 Detroit-Cleveland......105-96 Houston-Minnesota..........108-101 SA Spurs-Atlanta.......105-94 Denver-Indiana........130-138 Sacramento-Dallas......90-100 Portland-Lakers........110-121 Zico kvaddi að viðstöddum 100 þúsund áhorfendum Brasilíski knatt- spymusnihingurinn Zico hefur lagt skóna á hilluna. Zico iék kveðjuleik sinn á Maracana leik- vanginum í Rio De Janeiro í fyrr- kvöld í'rammi fyrir 100 þúsund áhorfendum. Margir af fyrrum bestu knattspymumönnum heimsins voru samankomnir 1 þessu ieik til að kveðja Zico þar á me§al Karl Heinz Rummenigge, Paul Breitner og Mario Kempes svo einhverjir séu nefiidir.Zico lék 89 landsleiki fyrir Brasihu og skoraði 66 mörk. • Alfreð Gíslason, Bidasoa. • Kristján Arason, Teka. Nú eru ekki nema um þijár vikur þar til heims- meistarakeppni a-þjóða í handknattleik hefst í Tékkóslóvakíu. Margir landshðs- þjálfarar hafa þegar tilkynnt hvaða leikmenn þeir æth að nota í a-keppn- inni en enn bólar ekkert á vah Bog- dans Kowalczyk, landshðsþjálfara íslands. Eöa hvað? Hann hefur til- kynnt 20 manna landsliðshóp hér innanlands en samkvæmt upplýsing- um sem DV hefur aflað sér hefur HSÍ þegar tilkynnt nöfn 17 leikmanna fyrir HM til alþjóða handknattleiks- sambandsins, IHF. Það var þann 29. janúar sl. sem HSÍ tilkynnti 17 manna hópinn til IHF. Þegar hefur verið ákveðið að landshð íslands verði skipað 16 leikmönnum. Einn af þessum 17 leikmönnum mun því veröa eftir heima er landshðið heldur til Tékkóslóvakíu síðar íþers- um mánuði. Samkvæmt þeim upplýsingum sem IHF lét DV í té í gær hefur HSÍ til- kynnt eftirtalda leikmenn til sam- bandsins: Markverðir Einar Þorvarðarson...........Val Guðmundur Hrafnkelsson........FH Leifur Dagfinnsson......‘...KR Línumenn Þorgils Óttar Mathiesen......FH Geir Sveinsson.......Granollers Hornamenn Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Jakob Sigurðsson............Val Bjarki Sigurðsson.......Víkingi Valdimar Grímsson...........Val Bíll I verðlaun fyrir að hitta frá miðlínu Körfuknattleikssamband íslands í samvinnu við Samtök íþróttafrétta- manna standa fyrir körfuknattleiks- hátíð í íþróttahúsi Keflavíkur á fóstudaginn kemur. Hátíðin hefst kl. 19 með undankeppni í troðslu og þriggja stiga skotum. Leikurinn verður fjórir leikhlutar, 12 mínútur hver leikhluti. í leik- hléum verður ýmislegt til skemmt- unar. í fyrsta leikhléi leikur stjórn KKÍ gegn íþróttafréttamönnum en stjómarmenn KKI hafa samanlagt 193 landsleiki að baki. í öðra leikhléi verða úrsht í troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni. í þriðja leik- hléi verður glæsileg uppákoma. Tveir heppnir áhorfendur fá tæk- ifæri til að vinna Nissan Micra bíl frá Ingvari Helgasvni að verðmæti 700 þúsund krónur ef þeir hitta tveimur skotum af þremur í körfuna frá miðl- ínu vallarins. Samtök íþróttafréttamanna hafa vahð hð landsins og Suðurnesja og veröa hðin skipuð eftirtöldum leik- mönnum: Chris Behrends, Val, Axel Nikulásson, KR, James Bow, Haukum, Anatoh Kovtoun, KR, Valur Ingimundarson, UMFT, Guðni Guðnason, KR, Dan Kenn- ard, Þór, Pálmar Sigurðsson, Haukum, Páll Kolbeinsson, KR, og Bjöm Steffensen, ÍR. Stjórnandi hðsins verður Torfi Magnússon. Lið Suðurnesja: Guðmundur Braga- son, UMFG, Magnús Guðfinnsson, ÍBK, David Grissom, Reyni, Sandy Anderson, ÍBK, Teitur Örlygsson, UMFN, Patrick Releford, UMFN, Guðjón Skúlason, ÍBK, Friðrik Ragn- arsson, UMFN, ísak Tómasson, UMFN, og Hjálmar Hahgrímsson, UMFG. Stjómandi hðsins verður Dennis Matika. -JKS RUUd GullÍt sést hértaka við viði ins AC Milan á dögunum en liðið var útr er Rinus Michel, fyrrverandi landsliðsþjáll in. Þess má geta að i gær fór fram einn Milan tók þá á móti Verona sem er í nei markalausu jafntefli. Það er mikil spenna 36 stig, AC Milan 34, Sampdoria og Inte Ekki vill það batna - Bryan Robson, fyrirliði Manchester United, 1 uppskurð ið lengi yfir þegar Robson þurfti að hætta vegna verkja í náranum og er ljóst að hann verður frá knatt- spymuiðkun næstu tvo mánuði. Robson fór í vikunni til Lundúna og fékk úr því skoriö hjá mjög fær- um sérfræðingi að hann þyrfti að gangast undir aðgerðina. Ekki vih það batna, ástandið hjá Manchest- er hðinu. Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, sagði í Nú er Ijóst aö Bryan Robson, fyr- irhði enska landshðsins í knatt- s lyrnu og fyrirhði Manchester United, þarf að gangast undir aö- gerð vegna langvarandi meiðsla í nára. Robson meiddist í leik með Manc- hester United gegn Liverpool 23. desember síðsthðinn og hefur ekk- ert geta leikið síðan. Á þriðjudag mætti hann á sína fyrstu æfingu eftir meiðslin. Hún hafði ekki stað- gær: „Þetta era mikil vonbrigði en við vitum þó hvar við stöndum núna og það er ljóst að hann verður ekki meö hðinu fyrr en eftir minnst 6-7 vikur.“ Ferguson hefur verið undir mikihi pressu undanfamar vikur vegna slaks árangurs Manc- hester United á keppnistímabilinu og áhangendur hðsins vilja hann í burtu hið fyrsta. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.