Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 4
FIMMTUpAGUR 8. FEBRÚAR 1990.. Fréttir FíkniefnadeiM lögreglunnar: Kókaínneysla hefur stóraukist á íslandi - minni tími fyrir hassmál vegna rannsókna á kókaínmálum Mikil aukning varð á innflutningi og neyslu kókaíns á landinu árið 1989 miðað við síðustu tíu ár á und- an. Miðað viö þau rúmu níu kíló af hassi, sem fíkniefnadeild lögregl- unnar lagði hald á í fyrra, virðist hassneysla hins vegar hafa minnk- að töluvert miðað við þrjú undan- gengin ár. Þess ber þó að gæta að mun meiri vinnu var varið í það hjá deildinni að rannsaka mál sem tengjast kókaínmálum, meðal annars svo- kölluðu stóra kókaínmáli. Fjöldi manns var handtekinn og var í yfirheyrslum vegna þess máls. Því má ætia að kókaínmálin séu skýr- ingin á því að lagt var hald á minna magn af hassi en árin á undan. Rúmt kíló af kannabisfræjum var gert upptækt á árinu. Skýringin á þessari háu tölu miðað við önnur efni er sú að allt það magn tengist einni og sömu vörusendingunni. 746 grömm af kókaíni voru gerö upptæk á síðasta ári, meira en sjö- falt það magn sem var tekið árið áður. Að sögn Reynis Kjartansson- ar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar var lagt hald á mest af þessu efni eftir að það kom til landsins - í samkvæmum, heimahúsum og annars staðar. „Það hefur sýnt sig að nú er mik- ið framboð af kókaíni í Evrópu og sú þróun nær til íslands. Framleið- endur hafa því stefnt á nýja mark- aði,“ sagði Reynir í samtah við DV. Reynir ságði að lagt hefði verið hald á heldur minna af amfetamíni en árið á undan. Virðist því kókaín- neysla vera að ryðja sér til rúms á kostnað annarra efna. Fjöldi þeirra sem komu við sögu fikniefnadeildar lögreglunnar í fyrra var 439 manns, 348 karlar og 91 kona. Rúmur helmingur hafði áður verið viðriðinn fikniefni. Yfir- heyrslur vegna þessara mála voru rösklega sjö hundruð. Atvinnulausir og verkamenn eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem koma við sögu fikniefna á Is- landi, eða 64 prósent samanlagt. Af þeim sem voru viðriðnir fikni- efni á síðasta ári voru flestir á aldr- inum 22-25 ára eða 100. 88 voru 26-29 ára, 79 voru 30-33 ára og 76 voru 18-21 árs. Fjölda mála til meðferðar hjá fikniefnadeildinni fækkaði lítillega á síðasta ári. Ástæðan er vafalaust allur sá tími sem fór í rannsókn viðameiri kókaínmála. -ÓTT Ummæli Guðrúnar Helgadóttur um flárhag Þjóðviljans: Fullyrðing um gjaldþrot mjög slæm fyrir blaðið - segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra „Það er mjög slæmt fyrir Þjóðvilj- ann að Guðrún Helgadóttir skyldi fullyrða aö blaöið væri gjaldþrota. Ég gerði grein fyrir stöðu blaðsins á þingflokksfundi en þar kom ekki fram að blaðið væri gjaldþrota. Ég get ekki svarað því hvernig Guðrún hefur misskilið þetta," sagði Svavar Gestsson, menntamálaráðherra og einn af blaðstjórnarmönnum Þjóð- viljans, í samtali við DV. „Það er enn möguleiki að bjarga blaðinu en það er of snemmt að segja hver niðurstaðan verður. Vandi blaðsins nú er fyrst og fremst vandi Blaðaprents. Skuldir þaðan féllu á Þjóðviljann nú um áramótin." Svavar sagði að reynt yrði að selja eignir upp í skuldimar. Þegar er búið að selja hús Þjóðviljans við Síðumúla og starfsemi blaðsins verið flutt í leiguhúsnæði við sömu götu. Svavar sagði að bróðurparturinn af því sem fékkst fyrir Þjóðviljahúsið hefði farið í að greiða hlut Þjóðviljans í nýbyggingu hans og Alþýðublaðs- ins og Tímans á Ártúnshöfða. Þjóð- viljinn hefur þó engin not af nýbygg- ingunni á næstunni. Hallur Páll Jónsson, framkvæmda- stjóri Þjóðviljans, sagöist í samtali við DV ekki skilja hvaö Guðrúnu Helgadóttur gengi til með fullyrð- ingu um gjaldþrot blaðsins. „Við leysum vanda blaðsins en fuUyrðing- ar af þessu tagi hjálpa okkur ekki. Þeim fylgir dvínandi viðskiptavild og valda áhyggjum hjá starfsfólki. Þetta eru því mjög alvarleg ummæli hjá einum af alþingismönnum flokksins,“ sagði Hallur Páll. Hallur sagði ennfremur að fullyrð- ing Guðrúnar um að Þjóðviljinn skuldaði. 50 milljónir væri röng, skuldimar væru ekki svo miklar. „Þjóðviljinn hefur mörg líf og kemur út eftir helgi þótt Guörún Helgadóttir haldi annað," sagði Hallur Páll Jóns- son. -GK : Fíkniefni tekin 1989 Hass ímmmmmmmmmmmm \932Jg Hassnlía u| Jg Marijuma Q| ffrg Kaiwahfr. r~~~ Súlun er rofin 1 roi4g Kannabpl. 0 j/J g Amfetanán L——Ji /Alfr Knkain LSD c iJÉ^i Aldur brotamanna Atvinna brotamanna 16ára 16ára 17ára 18-21 éra 22-25 óra 26-29 ára 30-33 ára 34-37 ára Yfir 37 óra 2 8 Atvinnulaus Verkamaður Sjómaöur Iðnaðarmaður Verslunarmaöur Op. starfsmaöur Eigin rekstur Nemi Húsmóöir Annaö r i 26 m io 29 1 7 m 13 I dag mælir Dagfari á að skera? Ríkisstjórnin er í klípu. Aðilar vinnumarkaðarins tóku af henni völdin og sömdu sín í milli um kaupin á eyrinni og sendu ríkis- stjóminni reikninginn. Þetta em sagðir tímamótasamningar og þeir rifust um það niðri á þingi í fyrra- dag hverjir ættu heiðurinn af þess- ari samningagerö. Samninga- mennimir sjálfir komu hvergi nærri þeirri umræðu, enda famir heim eftir langar og strangar vök- unætur. En eftir því sem lengra líöur frá þessum samningum era ráðherr- amir að uppgötva aö þaö er skíta- lykt af málinu. Þeir era búnir að sjá að þeir hafa verið plataðir. Vinnuveitendur þurfa ekkert að borga, launþegar halda óbreyttum launum, bændur fá það sama fyrir framleiösluna og þeir einu sem þurfa að leggja eitthvað út era ráð- herramir sjálfir. Og svo vora þeir að tala um núfllausn, eins og allir slyppu með núllið! Þaö getur vel verið að íjárlögin séu upp á níutíu milljaröa. Það get- ur vel verið að ráöherrar aki um á dýrum bílum og opinberir starfs- menn séu alltof margir. Það getur vel verið að menntakerfið sé dýrt og heilbrigðiskerfið sé okkur ofviöa Hvar og þaö getur vel verið að þeir í þjóð- arsálinni haldi að ríkið geti sparað. En ráðherramir vita betur. Þeir vita að það er hvergi krónu að hafa í ríkisrekstrinum og ef einhvers staðar er hægt að skera niður þá er það að minnsta kosti ekki í þeirra eigin ráðuneytum. Vilja menn kannske að spítulun- um sé lokað og sjúklingamir látnir drepast af því að ríkið hefur ekki efni á að lækna þá? Vill almenning- ur að vegasamgöngur verði ekki bættar og fólk einangrist í vega- lausum landshlutum? Ætlar þjóðin að láta bjóða forseta sínum að búa í hripleku og niðumíddu forseta- setri af því að almenningur tímir ekki að borga viðhald á Bessastöð- um? Ætiar menningarforystan í landinu að láta bjóða sér þá skömm að efri svalimar í Þjóðleikhúsinu verði látnar standa óhreyfðar og g istir leikhússins búi áfram viö þá lífshættu að gólfið undir salnum fuðri upp með mýs og menn? Hvar eiga ráðherramir að taka peningana til borga kjarasamning- ana? Ekki má leggja á skatta segja kjósendur. Ekki má lækka launin hjá opinberum starfsmönnum seg- ir Ögmundur hjá BSRB. Ekki er hægt að fækka ráðherram segja stj ómarflokkamir. Hvar á þá aö skera niður? Það er alveg ljóst að ríkið er ekki aflögufært og þessum kjarasamningum var smyglað inn um bakdymar og ríkisstjómin blekkt til að samþykkja þá. Senni- lega er það rétt sem Mogginn segir að þaö var Sjálfstæðisflokkurinn sem gerði þessa kjarasamninga og það var Þorsteinn Pálsson sem stóð fyrir þeim með því að vera ekki á móti þeim. Þetta eru launráð stjómarandstöðunnar. Einar Odd- ur var trójuhesturinn í þessu ráða- braggi til aö koma höggi á ríkis- stjórnina og láta hana bera kostn- aðinn af lífskjöranum fyrir pen- inga sem ekki eru til. Fjármálaráðherra er í þykjus- tunni að leggja fram einhveijar sparnaðartillögur en samráðherr- ar hans hafa sagt honum eins og er aö þaö sé af engu að taka. Þeir geta ekki fært fómir þegar engu er að fóma. Á þessu hefur almenn- ingur áreiðanlega skilning og þjóð- in mun áreiðanlega standa fast við bak ráðherranna sinna sem eru að vernda ríkissjóð fyrir fólskulegum árásum ábyrgðarlausra manna úti í bæ, sem gera kjarasamninga sem ríkið hefur ekki efni á að greiða. Ef ráðhemamir safna hði og beita póhtísku valdi sínu væri réttast aö hafna þessum kjarasamningum og heimta að aöilar vinnumarkaðar- ins byrji upp á nýtt. Þaö á að senda reikninginn til þeirra sem hafa efni á að borga hann. Vinnuveitendur eiga að greiða hærri laun, launþeg- ar verða að bera vextina og verð- bólguna og stjómarandstaðan á ekki að komast upp með laumusph gagnvart skítblankri ríkisstjóm. Það hefur sem sagt komið í ljós að þessir kjarasamningar era afar slæmir og ráðherramir ætla að sameinast í því að vera á móti þeim. Þeir hafa engin efni á svoköhuðum tímamótasamningum sem ein- hverjir menn úti í bæ vhja aö ríkis- stjórnin borgi. Burt með þessa kjarasamninga. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.