Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1990.
Fréttir
Lítil bílaleiga á Hvolsvelli, sem á engan bíl, gjaldþrota:
Kröfur Landsbankans
eru nærri 40 milljónir
- óvíst að bankinn fái meira en 10 milljónir út úr skiptunum
Bflaleiga Hvolsvallar er nú til
gjaldþrotaskipta. Kröfur í búið eru
nú, með öllum kostnaði, vel á fjórða
tug milljóna króna. Landsbankinn
er nánast eini kröfuhafinn.
Tveir eigendur eru að fyrirtækinu.
íbúðarhús beggja eru tekin í skiptin
og eins verkstæðishús bflaleigunnar.
„Það eru ekki mikfl verðmæti i hús-
unum. Verðið er ekki það hátt í
eymdinni hér,“ sagði viðmælandi á
Hvolsvelli. Bílaleigan á engan bfl en
átti einn í vor sem var seldur og and-
virði hans, innan við 200 þúsund
krónur, fór til skiptanna. Ekki er
talið að bankinn fái nema um tíu
milljónir út úr gjaldþrotaskiptunum
þar sem fasteignaverð er lágt á
Hvolsvelli.
Útibússtjóri Landsbankans á
Hvolsvelli var færður til í starfi
vegna þessa máls.
„Hann var kominn á tíma. Hann
var búinn að vera lengur hér en úti-
bússtjórar eru venjulegast á hverjum
stað. Ég held að hann hafi ekki verið
færður tfl vegna þessa máls. Hitt er
víst að þetta hefur ekki aukið á orðst-
ír hans innan bankans," sagði heim-
ildarmaður DV á Hvolsvelli.
Reinhold Kristjánsson, yfirlög-
fræðingur Landsbankans, sagðist
ekki þekkja tfl þessa gjaldþrotamáls
og þess sem því hefur fylgt.
Þrotabúið hefur hafið málarekstur
vegna gjaldþrotsins. Það snýst um
innstæðu föður annars eigandans á
bankareikningi hjá Landsbankanum
á Hvolsvelii. Á reikningi hans eru
um tvær milljónir króna. Deilt er um
hvort peningarnir séu hans eign eða
þrotabúsins. Um það verður tekist á
í málarekstrinum. Það er ljóst að
þetta mál er ekki nærri tfl lykta leitt
og með öllu óvíst hvenær skiptunum
muni ljúka.
„Landsbankanum var boðið, á vor-
dögum, að fá um 80 prósent af kröf-
unni eins og hún var þá, í formi veða
og ábyrgða. Því var hafnað og nú
bendir allt til þess aö Landsbankinn
geti tahst heppinn ef hann fær 20 til
30 prósent. Með því að hafna tflboð-
inu í vor er bankinn að tapa tugum
milljóna. Þeir vildu frekar gjaldþrot-
ið án þess að nokkur hagnist á því,“
sagði heimildarmaður DV á Hvols-
vefli.
„Það er hægt að kalla þetta hvað
sem menn vilja. Ég tel að það sé mjög
vafasamt, vægt tfl orða tekið, að með
því tflboði sem boðið var upp á hefði
bankinn getað fengið 80 prósent af
kröfunum greidd," sagði Helgi Birg-
isson, bústjóri þrotabús Bílaleigu
Hvolsvallar. .
-sme
Björgunarbátnum af Dodda SH komið fyrir í lögreglubílnum. Sveitarstjórinn á Hellissandi, Gunnar Már Kristó-
fersson er lengst til vinstri á myndinni. Hann er bróðir skipstjórans á Dodda. Eins og kunnugt er bjargaðist þriggja
manna áhöfn Dodda eftir að báturinn sökk skammt frá Rifi. DV-mynd Stefán Þór Sigurðsson
Fiskverðsákvörðun:
lausn bak við tjöldin
Unnið að
Samkvæmt heimildum DV er nú
unnið að því á bak við tjöldin aö finna
lausn á deilunni í Verðlagsráði sjáv-
arútvegsins um nýtt fiskverð. Það
eru fiskkaupendur og útvegsmenn
sem reyna nú aö finna einhverja þá
lausn sem hugsanlegt er að sjómenn
geti fellt sig við. Allir vilja forðast,
ef hægt er, að vísa fiskverðsákvörð-
uninni tfl yfimefndar Verðlagsráðs.
Ef það gerist springur ráðið því sjó-
menn munu þá draga fufltrúa sína
út úr því.
Sveinn Hjörtur Hjartarson, for-
maður Verðlagsráðs, sagði í samtali
við DV að það gæti orðið erfitt að
komast hjá því vísa málinu til yfir-
nefndar, ef ekki næst samkomulag,
því það beri að gera samkvæmt lög-
um.
Þá hefur DV heimildir fyrir því að
sjómenn víða úti um land séu orðnir
þreyttir á að bíða eftir lausn deflunn-
ar í Verðlagsráði og vilji fara að grípa
til aðgerða svipuðum þeim sem tog-
arasjómenn á Austfiöröum gerðu um
áramótin.
Búist er við að fundur í ráðinu
veröi boðaður um eða strax eftir
helgina.
Mál þetta er svo viðkvæmt aö eng-
inn fulltrúi í Verölagsráði vill segja
neittumþaðopinberlega. -S.dór
Varaflugvöllur:
Forkönnun verður heimiluð
- segir utanríkisráðherra
Utanríkisráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson, sagði á Alþingi í gær
að ástæða væri tfl að tengja saman
nýjan varaflugvöll og þær breytingar
sem væru nú að eiga sér stað í víg-
búnaðarmálum. Slíkur flugvöllur
gæti því fengið merkflegt eftirlits-
hlutverk við að framfylgja afvopnun-
arsamningum.
Jón Baldvin sagöi að möguleikar
íslendinga á að fá þennan flugvöll
hefðu ekkert breyst og fullyrti hann
aö ákvörðun um flugvölhnn yrði tek-
in áður en hann léti af embætti utan-
ríkisráðherra.
-SMJ
Guðmundur Ágústsson þingmaður:
Vil vita hvort mynd-
böndunum verði
skilað eða ekki
„Það er fáránlegt að lögregla ráðist
inn á 40-50 myndbandaleigur og leggi
hald á um 15 þúsund myndbönd án
þess að málunum sé fylgt eftir í
dómskerfinu. Á sínum tíma var um
umdeildar aögerðir að ræða og ekki
ljóst hvort þær stæðust samkvæmt
lögum. Nú er orðið ljóst að sektarr-
efsing er fyrnd samkvæmt hegning-
arlögum. Þess vegna lagði ég fram
fyrirspum til dómsmálaráðherra um
hvað ráðuneytið, sem hóf þessar að-
gerðir, mmii aðhafast. Ekki er hægt
að geyma þessi myndbönd endalaust
án þess að skorið sé úr um það hvort
menn eru yfir höfuð sekir eða ekki,“
sagði Guðmundur Ágústsson þing-
maður í samtali við DV.
Guðmundur sagði að með fyrir-
spum sinni vildi hann fá að vita
hvort myndböndunum yrði skilað og
hvaö aðhafst yröi í málum fiölda
manna sem áttu í hlut á sínum tfma
Eins og fram kom í DV í gær þá
hefur sektarrefsing fyrnst vegna
þeirra myndbanda sem voru gerð
upptæk í rassíu lögreglunnar í
Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og
í Keflavík þann 22. desember 1986.
Miklum tíma var varið í rannsókn
þessa umfagnsmikla máls. Nú er
hins vegar ljóst að sektarrefsing hef-
ur fyrnst og ekki ljóst hvort eigend-
urnir eru sekir eða ekki. Krafa um
eignaupptöku fymist hins vegar á
fimm árum.
„Meginhluti myndbandanna sem
var lagt hald á á sínum tíma var
ótextað efni sem var flutt inn til
landsins á löglegan hátt,“ sagöi Guð-
mundur. „í dag væri fyrirsláttur að
fara í mál við alla þessa aðila og
ákæra eingöngu tfl þess að krefjast
eignaupptöku. Ég minnist þess ekki
að ríkissaksóknari hafi eingöngu
ákært fyrir eignaupptöku í sams
konar málum. Eg bíð því eftir svari
ráðherra um hvaða viðbrögð verða
af hálfu ráðuneytisins og þeirra aðila
í dómskerfinu sem hafa með þetta
umfangsmikla mál að gera,“ sagði
GuðmundurÁgústsson. -ÓTT
Alit Ríkisendurskoðunar á Samvinnubankakaupunum:
Bankinn var 200 milljónum of dýr
- kaupin tilgangslítil nema bankamir sameinist
í álitsgerð Ríkisendurskoðunar á
kaupum Landsbanka íslands á Sam-
vinnúbankanum kemur fram að Rík-
isendurskoðun telur að borgað hafi
verið 200 milljón krónum of mikið
fyrir hlutabréfin.
í skýrslu viöskiptaráöherra til Al-
þingis um þessi kaup koma fram álit
bankaeftirlits Seðlabankans og Rík-
isendurskoðunar. Þar segir Ríkis-
endurskoðun að hefldarverð allra
hlutabréfa Samvinnubankans sé um
1.100 milljónir króna samkvæmt
kaupsamningnum. Hins vegar telur
Ríkisendurskoðun að verð alls hluta-
fiár Samvinnubankans, þegar það sé
komið í hendur Landsbankans, sé
aðeins 900 milljónir króna. Þarna
munar því 200 milljónum króna. Rík-
isendurskoðun slær þó þann var-
nagla að segja að nákvæmt mat bygg-
ist á því hvaða hagnað Landsbankinn
geti haft af sameiginlegum rekstri
bankanna og hvort Landsbankanum
takist að halda meginhluta innlán-
sviðskipta Samvinnubankans.
Þá telur Ríkisendurskoöun að kaup
Landsbankans á 52% hlut Sambands
íslenskra samvinnufélaga í Sam-
vinnubankanum þjóni ekki tilgangi
nema til komi frekari hlutafiárkaup,
þannig að Landsbankinn fái at-
kvæðamagn sem nægi til þess að
sameina bankarekstur Samvinnu-
bankans að fullu rekstri Lands-
bankans með yfirtöku eða samruna.
Þá vitnar Ríkisendurskoðun í
hlutafiárlögin og kemst að því að
hæpið sé að ákvarðanir nýrrar
stjómar Samvinnubankans um sam-
drátt í starfsemi hans til að auka
hagnaðarvon eða efla á annan hátt
Landsbankann fái staðist.
Þá kemst Ríkisendurskoðun að því
að upphaflega tilboð Landsbankans
í Samvinnubankann, sem Sverrir
Hermannsson og Guðjón B. Ólafsson
undirrituðu, hafi í raun þýtt að Sam-
vinnubankinn hafi þá verið metinn
á 1.600 milljónir króna.
Þá má geta þess að í álitsgerð
bankaeftirlits Seðlabankans kom
fram að eigið fé Landsbankans nam
samkvæmt bráðabirgðauppgjöri 31.
desember síðastliðinn 5.300 milljón-
um króna. Eigið fé Samvinnubank-
ans nam á sama tíma 780 mflljónum
króna.
-SMJ