Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 24
 ■ Joan Collins: Vill halda í nomahlutverk Joan Collins lætur ekki aö sér hæða. Loksins þegar hún hætti að leika hina rætnu Alexis í Ættarveld- inu, Dynasti, tók hún strax tilboði um að leika í kvikmynd um ógurlegt skass. Mun hún leika leikkonuna Joan Crawford í kvikmynd. Sú kvik- mynd er gerð eftir nýrri bók sem fjallar um hatrið sem ríkti á milli Bette Davis og Joan Crawford. Sú síðastnefnda var ekki aðeins vond og sjálfselsk móðir heldur lagði hún keppinauta sína í hatursfuilt einelti. Joan Collins þykist hafa nú fengið óskahlutverkið og er hin ánægðasta. í einkalífinu er Joan hins vegar ekkí eins illskeytt og nafna hennar, Craw- ford, þar sem hún mun hafa gott samband við börnin sín. Konunglegar skyldur eru misskemmtilegar. Díana prisessa heilsar hér upp á sundlaugargesti í sundlaug í Ipswich í Bretlandi. Þaö er ekki annað að sjá en kóngafólkið geti verið alþýðlegt. Símamynd Reuter Joan Collins ásamt dóttur sinni. Þær eru perluvinir en Christina, dóttir Joan Crawford, hataði hina frægu og sjálfselsku móður sína. Sviðsljós Fyrirmyndar faðirinn ásamt „dótt- urinni“ úr sjónvarps- þáttunum en þareruekki vandamál á ferðinni. Bill Cosby 1 uppeldisvandræðum: Bill Cosby, sem þekktur er sem fyrirmyndarfaðirinn Huxtable, hefur þurft aö tæma þann beiska bíkar að sjá eigið uppeldisstarf mis- takast. 23 ára dóttir hans, Erinn, hefur ánefjast eiturlyfjum. Cosby gekk reyndar fljótt fram fyrir skjöldu og sagðist ætla að gera allt sem í hans valdi stæði til að hjálpa henni út úr vandanum. Nú hefur hann hins vegar gefist upp og út- hýst dótturinni fyrir fullt og allt, „Það er ekki hægt að treysta henni lengur þannig aö hún kemur ekki lengur inn fyrir mínar dyr,“ segir Cosby. „Ég held að hún verði að fara alveg í ræsið til að skilja að þaö er hún sjálf sem verður að taka af skarið og gera eitthvaö í sínum málum.“ Dottn-m lauk ekki skóla og tollir ekki i neinu starfl. Cosby segir hana notfæra sér alla sem hún þekkir og hugsa einungis um sjálfa sig. Það sé hræðilegt að sjá barnið sitt fara í hundana en það sé ekki hægt að ausa í hana meiri pening- um sem aðeins fari til kókaín- kaupa ■ Hinum fimm ára gamla Bobby Roberts finnst fátt skemmtilegra en láta leikfélaga sinn, fílinn Mary, sveifla sér með rananum. Mary er engin smásmíði en hún er þriggja tonna sirkusfíll i Bretlandi. Faðir Bobbys er fílatemjari og hann sér um að ekkert fari úrskeiðis þegar fillinn og barnið leika sér saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.