Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 14
fQ&i’íu]|WpM%% bbííKí^R wson Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Málefnalisti Tilraun minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykja- víkur til sameiginlegs framboös er farin út um þúfur. Hver flokkur býöur fram sinn eigin lista og fleiri listar kunna að bætast í hópinn. Borgaraflokkurinn hyggur á framboð og Frjálslyndir hægri menn eru formlegur flokkur sem sjálfsagt telur sig þurfa aö hafa afskipti af borgarmálum. Þannig munu fimm eöa sex framboðslist- ar leggja til atlögu við hsta Sjálfstæðisflokksins. Þarf varla að spyija að þeim leikslokum. Raunar hafa minnihlutaflokkarnir játað sig sigraða áður en kosningabaráttan er hafin. Upphlaupin að und- anfornu, árangurslausar tilraunir þessara flokka til ein- hvers konar sameiningar hafa orðið þeim sjálfum til athlægis. Ef einhver kjósandi hefði haft fyrirfram trú á því að minnihlutaflokkarnir gætu komið sér saman um andstöðu gegn meirihlutanum og samstöðu að kosning- um loknum, þá hlýtur sá hinn sami kjósandi að hafa glatað þeirri trú á undanfömum dögum. Hver getur ímyndað sér farsælt samstarf og trausta stjórn á borg- inni af hálfu þeirra manna sem ekki geta einu sinni komið sér saman um að tala saman af viti? Strax og Kvennalistinn lýsti sig andvígan sameigin- legu framboði var máhð dautt. Sameiginlegt framboð A-flokkanna og Framsóknar átti enga möguleika, ekki síst ef þeir hefðu skipt með sér efstu sætunum í ein- hvers konar hræðslubandalagi. Er þá ekki minnst á stöðu rikisstjómarinnar sem þessir flokkar standa að. Sporin hræða. Það er út af fyrir sig undrunarefni aö Kvennahstinn skyldi afheita samstarfi svo afdráttarlaust, sér 1 lagi efdr að flokksforingjamir vom búnir að gera tihögu um að borgarstjóraefni kæmi úr kvennaröðum. Hver er tilgangur kvennaframboðs í borgarstjóm nema sá að stjórna borginni og geta reykvískar konur náð lengra í áhrifum sínum en að eignast borgarstjóra? Kvennahstakonur hafa sannarlega sett mark sitt á stjómmálalífið og þær hafa unnið þarft verk í réttinda- baráttu kvenna. Varla verður séð að þær komist mikið lengra nema með virkari þátttöku og samstarfi við aðra flokka og þær skáka sjálfum sér úr leik ef þær vhja aftur og aftur vera stikkfrí og róa einar á báti. Kvenþjóð- inni er enginn greiði gerður með þeirri einangrun- arpóhtík. Þegar aht kemur til ahs verður körlunum seint ýtt th hhðar. Möguleikar minnihlutaflokkanna í Reykjavík lágu í því að tefla fram eða styðja óháð og almennt framboð gegn meirihluta sjálfstæðismanna. Þá hefði Davíð feng- ið verðugan andstæðing. Þá hefði verið brotið blað í póhtíkinni og ferskir vindar blásið í kosningabarátt- unni. Alþýðuflokkurinn virtist vera skilningsríkastur á þennan valkost. Flokkurinn hefur jafnvel gengið svo langt að kynna sérstakan Málefnahsta sem á að vera opinn öhum. Þetta er djörf thraun og virðingarverð enda verður ekki séð af þessum málefnahsta annað en hann ýti flokkspóhtískum sjónarmiðum th hhðar. Hahn er í ætt við þá hugsun að sameina andstæðinga meiri- hlutans undir eitt merki og bjóða fram nýja menn og óflokksbundna. Eftir að aðrir minnihlutaflokkar höfnuðu formlegu samstarfi og nú síðast Birting, hefur þessi Málefnahsti þeirra alþýðuflokksmanna einangrast og misst vægi. En það er ekki við Alþýðuflokkinn að sakast. Flokks- böndin urðu málefninu yfirsterkari. Ehert B. Schram Þau umskipti, sem orðiö hafa í Sov- étríkjunum í stjórnartíð Gor- batsjovs, hafa ekki aðeins gjör- breytt stöðunni í Austur-Evrópu og í samskiptum risaveldanna, þau munu líka hafa þær óvæntu afleið- ingar að spilla stórlega horfum á lausn deilu ísraelsmanna og araba. Nú hefur hömlum á brottflutn- ingi gyðinga frá Sovétríkjunum að mestu verið aflétt og afleiðingin er að 750 þúsund sovéskir gyðingar eru væntanlegir til búsetu í ísrael á næstu flmm til sex árum. Þetta verða mestu fólksflutningar til ísraels síðan á fyrstu árum Israels- ríkis og munu raska öllum hlut- föllum milli araba og gyðinga og einnig milli gyöinga í Israel inn- byrðis. Bandaríkjamenn standa á bak við þetta. Á síðustu árum og áratugum hafa þeir hamrað á því að sovéskir gyðingar fái að flytja úr landi en hafa jafnframt í seinni tíð gert þeim illmögulegt að koma til Bandaríkj- anna, sem hefur veriö endanlegur áfangastaöur flestra sovéskra gyð- inga til þessa. Innan landamæra ísraels eru nú um þrjár milljónir gyðinga auk rúmlega milljónar araba sem eru ísraelskir ríkis- borgarar svo að þetta flóð innflytj- enda mun hafa víðtæk áhrif. Stór-ísrael Þá eru ekki taldar þær tæplega tvær milljónir araba sem byggja hemámssvæðin en þessi innflutn- ingur boðar ekkert gott fyrir þá. Shamir forsætisráðherra og fylgis- menn hans hafa nú fengið enn eina röksemd í hendur gegn því að veita Palestínumönnum sjálfstjóm. Þeir hafa á bak við eyrað að láta hina nýju innflytjendur nema það land sem Palestínumenn byggja nú og innlima það endanlega í Israel Upprifjun Palestína er landið frá ánni Jórd- an og Negev auöninni í austri að sjónum í vestri, frá hlíðum Herm- onfjalls í noröri að Sinaieyðimörk- inni í suðri. Bretar tóku þetta land af Tyrkjum í fyrri heimsstyijöld- inni og stjómuðu því í nafni Þjóða- bandalagsins og síðar Sameinuðu þjóðanna þar til Sameinuðu þjóð- imar ákváöu 1947 að skipta Palest- ínu milli gyðinga og araba. Þegar landinu var skipt 1948 feng- u gyðingar aðeins hluta Palestínu og stofnuðu þar Ísraelsríki. Sam- einuöu þjóðimar hafa aldrei viður- kennt önnur landamæri en þau upphafleg'j, þótt síðar hafi komið til viðurkenning á minni háttar lagfæringum á þeim. I stríðinu 1956 var Gazasvæðið í Sinai tekið af Egyptum en umskipt- in urðu 1%7 þegar ísraelsmenn hertóku alla Palestínu allt að ánni Jórdan og Golanhæðimar í undir- hlíðum Hermonfjalls í Sýrlandi einnig. Síðan hefur arabíski hlut- inn af Palestínu verið ísraelskt hernámssvæði. Jórdaniukonungur innhmaði arabíska hlutann af pa- lestínu eftir stríðiö 1948 þegar öll arabaríkin ætluöu að ógilda skipt- ingu Palestínu og hinn svokallaði vesturbakki hefur verið jórdanskt land að nafninu til allt til 1988 aö Hussein konungur afsalaði sér til- kalli til þess og gaf þar með Palest- ínumönnum færi á að gera þann hluta Palestínu að sínu föðurlandi. Síðan hafa íbúar þar verið form- lega ríkisfangslausir þótt þeir eigi kost á jórdönskum vegabréfum. Á fyrstu ámnum eftir 1%7 vildu ísra- elsmenn nota hemámssvæðin sem tromp í friðarsamningum við ara- baríkin en arabar vildu ekki semja þá frekar en síðar, enda höfnuðu öll arabaríkin skiptingu Palestínu á sínum tíma. 1973 hertóku ísraels- menn svo allan Sínaískaga og enn meira af Golan í Jom Kippur stríð- inu en létu Sinaiskagan aftur eftir friðarsamningana við Egypta 1979. Öll önnur arabaríki eiga enn form- lega í styrjöld viö ísrael. Málþóf Síðan 1979 hefur þeim ísraels- Sjálfstjóm, aö ekki sé minnst á sjálfstæði Palestínumanna, er fjar- stæða í hans augum, þeir eiga ekk- ert tilkall til landsins sem Jahve gaf börnum ísraels í árdaga. Það er ekki viö öðra að búast en að „friðarsamningar" sem hann tekur þátt í séu málamyndamálþóf sem hann lætur sér lynda aðeins til að friöa Bandaríkjamenn og vinna meiri tíma. Þar fylgir enginn hugur máli. Shepardim Þessi flaumur innflytjenda frá Sovétríkjunum mun ekíti aðeins torvelda sættir við Palestínumenn heldur einnig breyta ísraelsku þjóðfélagi. Innflytjendur þangað frá Evrópulöndum hafa verið fáir síðustu ár og sá meirihluti austur- „Nú kemur það sem himnasending fyr- ir Shamir og Stór-ísraelsmenn að von sé á 750 þúsund gyðingum til Israels á næstu árum. Hvar væri betra að koma þeim fyrir en einmitt á vesturbakkan- um?“ KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaöur mönnum stöðugt aukist fylgi sem hafna tilslökunum og tala um Stór-ísrael. Fyrir flesta, svo sem Shamir, þýöir það að hemáms- svæðin séu óaöskiljanlegur hluti af ísrael en til em þeir sem gera meiri kröfur og tala um landsvæði í Biblíunni svo sem Moab, sem nú er innan Jórdaníu og Sýrlands. Vesturbakkinn heitir í Biblíunni Samveijaland og Júdea og því leng- ur sem þessi svæði em hemumin því meiri tegða er á því innan ísra- els að sleppa hendi af þeim. Shamir er fremstur í flokki þeirra sem segjast aldrei láta það land af hendi. Þvert á móti hefur hann framfylgt landnámsstefnu á hemámssvæðinu sem aftur varð helsta kveikjan að uppreisninni 1%7. Intifadan hefur staðið síðan. Nú kemur það sem himnasending fyrir Shamir og Stór-ísraelsmenn að von sé á 750 þúsund gyðingum til ísraels á næstu ámm. Hvar væri betra að koma þeim fyrir en einmitt á vesturbakkanum? Þar er landrými, arabar verða einfaldlega aö sætta sig við að Pa- lestína er ísrael og ísrael er land gyðinga, ef þeir eru ekki ánægðir geta þeir flutt til Jórdaníu. Þetta er í stuttu máli stefna Shamirs og hann er svo ósveigjanlegur aö eng- inn utanaökomandi þrýstingur fær haggað honum. evrópskra gyðinga hinna svoköll- uöu askenasim, sem stóð að stofn- un ísraels, hefur stöðugt verið að minnka en áhrif afrískra gyðinga og gyðinga frá arabalöndum, hinna svokölluöu shepardim, hafa vaxið að sama skapi. Shepardim gyðingar em miklum mun harðskeyttari í garð Palest- ínumanna en aðrir ísraelsmenn og harkan í afstöðu ísraelsmanna endurspeglar minnkandi áhrif hinnar evrópsku gyðingamenning- ar sem askenasim-gyðingamir fluttu með sér til ísraels. Það kann að breytast með flutningi 700 til 800 þúsunda askenasim frá Sovétríkj- unum. Hvort það verður til góðs á eftir að koma í ljós en horfur eru ekki bjartar fyrir Palestínumenn. Svo kann að fara aö Bandaríkjamenn gefist upp á virkri þátttöku í friðar- umleitunum vegna ósveigjanleika Shamirs og þá munu Shamir og hans menn telja sig hafa fijálsar hendur. Hvað sem því líður er nú ná- kvæmlega engin hreyfing í friðar- viðræðum meðan ísraelsmenn búa sig undir að veita viðtöku þessum óvænta liðsauka frá Sovétríkjun- um. Gunnar Eyþórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.