Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1990.
11
Japönsk börn á kosningafundi Frjálslynda lýðræðisflokksins, stjórnarflokks
Japans, i Yokohama fyrr í mánuðinum. Kosningar fara fram þann 18. febrúar.
Simamynd Reuter
Fyrirhugaöar kosningar í Japan:
Stjórnarflokkurinn
á erfitt uppdráttar
Framundan eru þingkosningar í
Japan og í fyrsta sinn í þijátíu og
fjögurra ára stjórnartíö á Frjálslyndi
lýöræðisflokkurinn á brattann aö
sækja. Sérfræöingar telja þó að
flokkurinn muni bera sigur úr být-
um í kosningunum til neðri deildar
þingsins sem fram fara þann 18. febr-
úar næstkomandi, en hljóta nauman
meirihluta.
íhaldsmenn hafa haldið um stjórn-
artaumana í Japan nær sleitulaust
frá lokum síðari heimsstyrjaldarinn-
ar og hefur Fijálslyndi lýðræðis-
flokkurinn verið við völd frá því í
nóvember áriö 1955. Það er sama ár
og flokkurinn var settur á laggirnar
þegar tveir flokkar, Lýöræðisflokk-
urinn og Fijálslyndi flokkurinn,
voru sameinaðir. Æ síðan hefur
Fijálsyndi lýðræðisflokkurinn haft
meirihluta í neðri deild þingsins. í
júlí síðasthðnum missti flokkurinn
aftur á móti meirihluta sinn í efri
deild og heldur aöeins rúmlega eitt
hundrað sætum af 252.
Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn
keppir að því að halda meirihluta
sínum í neðri deild í komandi kosn-
ingum og verður ekkert til sparað.
Að sögn fréttaskýrenda má búast viö
að flokkurinn veiji meira en tveimur
mflljónum dollara í kosningabaráttu
hvers frambjóðanda. Og það er ein-
ungis byrjunin. Búast má við að
margir frambjóðendur veiji mun
meiri íjármunum í baráttu sína.
Samkvæmt óstaðfestum fréttum ætl-
ar einn frambjóðandi í suðurhluta
landsins að eyða 21 milljón dollara í
baráttuna.
Það sem háir Frjálslynda lýðræðis-
flokknum helst eru hneykslismál
sem háttsettir félagar í flokknum
hafa verið bendlaðir við. Er þar fyrst
að nefna Recruit-málið en þaö varðar
meinta mútuþægni stjómmála-
manna. Það mál varð einum forsæt-
isráðherra að fafli. Að auki hafa kyn-
lífshneyksli fellt annan forsætisráð-
herra en sá var sagður hafa greitt
lagskonum fyrir ástaratlot.
Þessi hneyksli auk mjög óvinsæls,
þriggja prósenta söluskatts hafa
kostað flokkinn stuðning. Helsti and-
stæöingur hans, Sósíalistaflokkur
Japans, vonast til að græða á þessum
óvinsældum og ná meirihluta ásamt
bandalagsflokkum sínum í samtök-
um stjómarandstæðinga. Reuter
Jan P. Syse, forsætisráðherra Noregs.
Noregur:
Óánægja með stjórnina
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Markaðs- og fjölmiðlastofnunarinn-
ar í Noregi er stjóm landsins mjög
óvinsæl og ennþá óvinsæUi er for-
sætisráðherrann, Jan P. Syse.
Aöeins 35 prósent aðspurðra vilja
að stjórnin, sem er samsteypustjórn
Hægri flokksins, Kristflega þjóöar-
flokksins og Miðflokksins, sitji
áfram. Samkvæmt skoðanakönnun-
inni vUja 46 prósent heldur fá stjóm
Verkamannaflokksins, undir forystu
Gro Harlem Bmndtland.
Stofnunin hefur í tíu ár staðið fyrir
könnunum á vinsældum forsætis-
ráðherra Noregs. Aðeins 15 prósent-
um þykir Syse standa sig vel, 49 pró-
sentum þykir hann miðlungsgóður
og 20 prósentum þykir hann standa
sig iUa. Aldrei áður hafa svo margir
verið óánægðir með forsætisráð-
herra landsins. Fyrra metíð áttí Gro
þegar 21 prósent lýstí yfir óánægju
sinni með hana. Hún fékk einnig
hæstu einkunnina sem gefin hefur
verið þegar 52 prósent kváðust vera
ánægð með hana.
í Norður-Noregi var þaö varla
nokkur sem var ánægður með Syse.
Sá landshluti hefur reyndar aUtaf
verið „rauður" en deflan um þorsk-
veiðikvótann hefur einnig valdið
mikilh óánægju manna þar.
Útlönd
Fer Cuomo
til helvítis?
Mario S. Cuomo, fylkisstjóri New Yorkfylkis í Bandarikjunum.
Telkning Lurie
Birgir Þórisson, DV, New York:
SálarheiU Cuomos, fyUdsstjóra
New Yorkfylkis, er nú til umræðu
vestra eftir að einn biskupa kaþólsku
kirkjunnar lét svo ummælt að Cu-
omo ætti alvarlega á hættu að lenda
í neðra ef hann breytti ekki afstöðu
sinni til fóstureyöinga. Cuomo hefur
hingað tfl hagað seglum eftir vindi
eins og margir aðrir stjórnmála-
menn. Persónulega segist hann vera
sammála kirkju sinni að fóstureyð-
ingar séu bamamorð en það sé ekki
í hans verkahring að þvinga sínum
skpðunum upp á aðra.
Árum saman skákaði hann í því
skjólinu að hæstiréttur hefði skoriö
úr um að fóstureyðingar væru
vemdaöar af ákvæðum stjómar-
skrárinnar um friðhelgi einkalífsins.
En hann misstí þá afsökun eftir að
hæstíréttur í fyrra opnaði fyrir þann
möguleika að einstök fylki takmarki
fóstureyðingar. Cuomo hefur eftir
sem áður varið opinber framlög til
fóstureyðinga með þeim rökum að
annað sé eingöngu mismunun gagn-
vart fátækum konum. En hann, eins
og aðrir kaþólikkar, er undir miklum
þrýstíngi að framfylgja kennisetn-
ingum kirkjunnar. Hinir hörðustu
vflja setja þá hálfvolgu út af sakra-
mentinu ef þeir hlýða ekki.
Það rekst á aðra hefð, sem Banda-
ríkjamenn taka mjög alvarlega, um
strangan aðskflnað ríkis og kirkju.
MæUst það afar Ula fyrir ef lítur út
fyrir að trúarleiðtogar séu að segja
kjömum embættismönnum fyrir
verkum. Reyndar vom það lengi út-
breiddir hleypidómar gegn kaþólikk-
um vestra að þeim væri ekki treyst-
andi fyrir trúnaðarstöðum þar sem
þeir tækju viö fyrirmælum frá páfan-
um.
Biskupinn umræddi, Vaudhan að
nafni, var því brátt harðlega gagn-
rýndur fyrir ummælin sem hann lét
reyndar faUa meðan hann sat af sér
tíu daga fangelsisvist fyrir að reyna
að hindra aðgang að heilsugæslustöð
þar sem fóstureyðingar em fram-
kvæmdar. En máhð varð umfangs-
meira er æðstí maður kaþólsku
kirkjunnar á svæðinu, O’Connor
kardínáU, tók upp hanskann fyrir
Vaudhan. Hann gekk að vísu ekki
svo langt að hóta Cuomo fylkisstjóra
helvítí en sagði aðvörunina réttmæta
og kvaðst sjálfur frekar hafa sagt af
sér embætti en að þurfa aö ganga
gegn sannfæringu sinni.
Cuomo hefur látið sér fátt um
fmnast. Segir hann dómsvaldið vera
í hærri höndum en biskups eða kard-
ínála. Ekki er talið að málið eigi eftír
að skaða verulega möguleika Cuom-
os á endurkjöri í haust, þar sem and-
stæðingar hans, repúblikanar, séu
ólíklegir tíl að gera fóstureyðingar
að kosningamáli.
FRIMERKJASAFNARAR
Lars-Tore Eriksson uppboðshaldari
verður staddur hér á landi 9.-11. febrúar.
Ef einhverjir hafa áhuga á að koma
frímerkjum í verð geta þeir haft samband
við hann á Hótel Esju, sími 82200, og mælt
sér mót við hann.
Skíðin sem hafa
slegið í gegn
í neytendakönnunum,
gæði í hæsta flokki.
Nýir, glæsilegir litir.
SKIÐIN ERU KOMIN
Heimsmeistararnir i bruni 1989, Maria Walliser og Hansjörg Tansc-
her, keppa á Völkl.
Aðrir sölustaðir:
Skiðaþjónustan, Fjölnisgötu 4B, Akureyri.
Sportvik, Hafnarbraut 5, Dalvik.
Reióhjólaverkstæði M.J., Hafnargötu 55, Keflavík.
Kreditkortaþjónusta
Sendum i póstkröfu
Sími 35320
Ármúla 40
VM4RKIÐ
NTB