Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 13
FOSTUDAGUR 9. FEBRUAR 1990. 13 Lesendur Loðskinn og flíkur úr þeim virðast síður en svo vera á undanhaldi hjá tísku- frömuðum. NÁ TTÚRULÆKNINQABÚÐIN, LAUGAVEGI 26, íslenski flárhundurinn: Dýrmætur arf ur að glatast? Monica D. Karlsdóttir skrifar: Mér sýnist sem þjóðin sé að kasta frá sér einni af sínum dýrmætustu eignum - kannski vegna vanþekk- ingar, misskilnings eða erlendra áhrifa. - Erum við ef til vill ekki nógu upplýst um verðmæti þessa sérstaka hundakyns? - Það er arfur sem okkur var gefinn til að hlúa að og varðveita. Við eigum kunnáttumenn í rækt- un, færa dýralækna, hiýðniþjálfara og sérunninn mat fyrir hunda. Þaö er því engin ástæða fyrir því að hundahald geti ekki orðið skemmti- leg lífsreynsla fyrir alla. Hundar eru ómissandi í uppeldi barna, að mínu mati, þeir styrkja ónæmiskerfið og gefa ábyrgðartilfinningu. - Væri ekki gaman ef sjónvarpið gerði heimildar- mynd um íslenska fjárhundinn, þjóð- inni til uppörvunar? Margir hafa eflaust fengið ranga hugmynd um kynið en örugglega hafa eán fleiri aldrei kynnst íslenska hundinum neitt. Ég tel það vera byggt á misskilningi. Þeir sem t.d. hafa kynnst tíkinni minni vilja eign- ast einn slíkan hund, og er þetta þó flest fólk sem ég hefi aldrei til þessa talið vera sérstaka hundavini. - Ég tel íslenska hundinn hafa t.d. ómót- stæðilegt bros, sem getur brætt harð- asta hjarta. Það er bara einn af kost- um hans. - Læt fylgja með mynd af tíkinni minni, Hólmfríði, sem er ósköp venjuleg tík af íslenskum stofni. Englendingar og Norðurlandabúar hafa svo sannarlega kunnað að meta þennan skemmtilega hund. Þar eru hundaaðdáendur sem eru komnir miklu lengra en við og kunna sitt m Tíkin Hólmfríður, í eigu bréfritara. fag. Samt velja þeir okkar hund, þótt mörg hundruð tegunda séu fáanleg. Hvernig stendur á því? - íslenski hundurinn, líkt og hesturinn okkar, þróaðist til að þola aðstæður hér. Myndum við láta okkur detta í hug að útrýma íslenska hestinum? Lok- um við kannski augunum fyrir því að við erum smám saman að útrýma íslenska hundinum hérléndis? - Það eru til fleiri íslenskir fjárhundar er- lendis og eftirspurnin eykst stöðugt. Ef við gæfum okkur tíma til að kynnast þessum vel uppöldu hund- um af íslensku kyni held ég aö fleiri myndu finna sér tíma í lífi sínu til að taka að sér einn eða fleiri af þessu kyni áður en við þurfum að sjá á bak því. - Þaö væri skömm ef íslenskur hundur fengist ekki lengur á íslandi. í lokin vil ég þakka Hundaræktar- félaginu og sérstaklega Sigríði Pét- ursdóttur á Ólafsvöllum fyrir grein í blaði Hundaræktarfélagsins. Sú grein opnaði augu mín og fékk mig til að fá mér íslenskan fjárhund þrátt fyrir það óorð sem á hann var kom- ið. Ég mun aldrei sjá eftir þeirri ákvörðun. Vonandi getum við öll unnið saman við aö viðhalda glamp- anum af þessari þjóðargersemi. - Verið stolt af einni af elstu hundateg- undum heims. Höldum kyninu hreinu, það er vel þesá virði. Loðkápurnar syndsamlegri? Margrét Hjálmtýsdóttir hringdi: í sjónvarpi nýlega var sýnt og sagt frá mótmælum einhverra dýra- verndunarsamtaka gegn loðskinns- kápum vegna þess að slíkar kápur væru gerðar úr feldi dýra sem alin eru í loðdýrabúum. Veit þetta fólk ekki að dýr sem alin eru í loðdýrabúum njóta sérstakrar umhyggju því annars verður feldur þeirra ekki fallegur og því ekki góð söluvara? - Dýrin eru deydd á mildan hátt. En hvað finnst þessu mótmælafólki um skinnflíkur úr skinnum sem há- rið hefur verið fjarlægt af og eru nú mikil tískuvara - t.d. skinnjakkar, kápur, buxur, pils, húfur, einnig skó- fatnaður, töskur o.fl? Að ógleymdum leðurhúsgögnunum? Auðvitað er leðrið af dauðum dýrum. - Hvers vegna eru loðkápumar syndsam- legri? Frá aldaöðh hafa menn deytt dýr sér til fæðis og klæðis, enda ekki getað lifað af án þess, t.d. á kaldari svæðum jarðarinnar. Og trúlega er langt í land að það breytist. Til eru lög um dýravernd, og dýra- verndunarfélög ber að efla. Mönnum ber að þakka og virða þau. - Þeim sem fara iha með dýr ber að hegna. í okkar helgu bók er skrifað, að mað- urinn hafi sál - og dýrin einnig. 681511 - LUKKULÍNA 991002 UPPLYSINGAR: SIMSVARI NÆRFOT -100% ULL AF MER1N0-FE FYRIR ALLA FJÖLSKVLDUNA HVERS VEGNA ER NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN AÐ FLYTJA INN ULLARVÖRUR? Er (slenska ullin akki nógu góS7 Jú íalanska ullln er frábær, an hún hefur einn ókost fyrir okkur sem erum aó veslast upp í slómennlngunnl. Hún er ( grófara lagi og vifl sem erum mefl érófiur uppi um þafl afl allir eigi afl vernda húflina og Kkamann fyrir kulda heyrum þau svör að hún stingi. Vifl ( Náttúrulækningabúðinni höfum þá skoðun að allir þeir sem unna útiveru skull eiga góö ullarnærföt. Þvl viljum við bjóða landsmönnum öllum, kornabörnum, bömum og fólki á öllum aldri, ullarnaerföt úr merinoull sem er flngerðarl og mýkri en nokkur önnur fjárull. Merlnoull fyrir: Ungbamiö i kerru og vagni, barnið í lelk og útiveru, skíðafólk, göngufólk, hestafólk, rjúpna- veiðlmenn, sjómann, iðnaðarmenn og alla þá sem starfa slnna vegna þurfa að vinna I kulda og vosbuð. Þafl ar hverjum nauflayn afl kunna og gata klætt alg ráttum fatnefli. Stundum bómull, stundum allkl og stundum ull.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.