Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Síða 4
4
FÖSTUpAGURJ. FEBjiÚAJ^im
Fréttir
Nær flörutíu stórmeistarar beijast á íslandi:
Stórveldaslagur í skák
- sex íslendingar í sveit Noröurlanda
Hátt í 40 stórmeistarar í skák
munu þyrpast til landsins í byrjun
mars en daganna 9. til 15. mars verð-
ur haldinn stórveldaslagur í skák.
Þá mætast skáklandslið Sovétríkj-
anna, Bandaríkjanna, Englands og
Norðurlanda þannig að ljóst er að
hér er á ferðinni einstæöur skákvið-
burður. Verður teílt á 10 borðum -
tvöfold umferð. Stöð 2 mun sjón-
varpa frá skákmótinu en teílt verður
í hinni nýju skákmiðstöð í Faxafeni.
í Norðurlandaliðinu tefla 6 íslend-
ingar: Helgi Ólafsson, Margeir Pét-
ursson, Jóhann Hjartarson, Jón L.
Árnason og þá eru þeir Friörik Ólafs-
son og Karl Þorsteins varamenn.
Sveitimar hafa gefið upp nafnalista
sem á reyndar eftir aö fá endanlega
staðfestingu •
Það er Norðmaðurinn Simen Agde-
stein (2600 elo-stig) sem teflir á 1.
borði Noröurlanda en stigahæsti
Norðurlandabúinn, Ulf Andersson
frá Sviþjóð, gefur ekki kost á sér.
Helgi Ólafsson (2575) er á 2. borði,
Margeir Pétursson (2555) er á 3.
borði, F. Hellers (2545) er á 4. borði,
Jóhann Hjartarson (2505) er á 5.
borði, Jón L. Ámason (2500) er á 6.
borði, H. Schiissler (2490) er á 7.
borði, J. Yijola (2495) er á 8. borði,
Mortensen (2480) er á 9. borði og
Wessman (2505) á 10. borði.
Helgi Olafsson stórmeistari teflir á
öðru borði skáksveitar Norðurlanda.
Þeir Friðrik og Karl eru síðan vara-
menn.
Kasparov og Karpov ekki með
Þeir Kasparov og Karpov verða lík-
lega ekki með í 1 sovésku sveitinni
en enn er ekki útilokað að heims-
meistarinn komi. Þrátt fyrir það er
sovéska sveitin ótrúlega sterk enda
15 af 30 stigahæstu skákmönnum
heims frá Sovétríkjunum (fyrir utan
þá sem hafa flúið).
í sovésku sveitinni em (elo-stig
innan sviga): Ivanchuk (2665), Salov
(2645), Beljavsky (2640), Dolmatov
(2620), Ehlvest (2620), Gelfand (2615),
Yusupov (2615), Ázmayparashvili
(2610), Polugaevsky (2610), Vaganjan
(2605), Tukmakov (2570), GeÚer
(2515).
Enska sveitin er einnig feikisterk
en þar tefla: Short (2635), Speelman
(2610), Nunn (2600), Chandler (2585),
Hodgson (2540), Adams (2555), King
(2515), Suba (2500), Mestel (2525),
Norwood (2520), Kosten (2485).
Þá er sveit Bandaríkjanna þannig
skipuð: Gulko (2610), Seirawan
(2595), DeFirmian (2565), Kudrin
(2565), Federowicz (2560), Christian-
sen (2560), Browne (2560), Dzindzic-
hasvili (2545), Benjamin (2530), Dlugy
(2525) ogRohde (2500). -SMJ
Óvenjugott fiskverð
á eriendum mörkuðum
- slæmt veðurfar og lítiö framboð ræður því
Óvenjugott fiskverð hefur verið
erlendis að undanfömu. Þar hefur
ráðið aö mestu slæmt veðurfar og
lítið framboð af fiski.
í janúar vora seld alls 3.272,062
tonn fyrir 521,5 milljónir króna. Með-
alverð var 138,24 kr. kg. Seldur fiskur
úr gámum í Bretlandi var í janúar-
mánuði alls 2.914.362 kg. Meðalverð
140,90 kr. kg. Af þeim þrjú þúsund
tonnum, sem seld vom í Bretiandi,
var seldur afli frá skipum 957 tonn
og seldist fyrir 125 mflljónir króna.
Meðalverð var 131,31 kr. kg. Seldur
fiskur úr gámum 5. febrúar var alls
642 lestir er seldust fyrir 97.955.472,77
kr. Meðalverð 152,39 kr. kg. Þriðju-
daginn 6. febrúar var fiskur seldur
úr gámum afls 401,5 tonn sem seld-
ust fyrir 58,2 mifljónir króna.
Bv. Sólborg seldi afla sinn í Bret-
landi, alls 139 lestir, fyrir 19 milljónir
króna. Bv. Bylgjan seldi í Hull 6. fe-
brúar, alls 84 lestir, fyrir 11 mflljónir
króna. Þetta var eina skipið sem seldi
í Bretlandi síðastliðna \dku.
Þýskaland
Alls var seldur fiskur úr gámum í
janúar í Þýskalandi 3.072.629 kg.
Aflaverðmæti var 336 mflljónir
króna. Meðalverð 109,44 kr. kg. Meg-
inhluti aflans var ufsi. Fiskur, seldur
úr gámum, var 964 tonn sem seldust
fyrir 97 mifljónir króna, meðalverð
100,78 kr. kg. Fiskur, seldur úr skip-
um, var alls 2 þúsund tonn sem seld-
ust fyrir 239 milljónir króna. Eftirtal-
in skip seldu afla sinn í Þýskalandi
síðustu viku: Bv. Breki seldi í Brem-
erhaven 2. febrúar, alls 294 lestir,
fyrir 29,7 milljónir kr„ meðalverö var
104,61 kr. kg.
Bv. Vigri seldi í Bremerhaven alls
236 lestir fyrir 27,7 milljónir króna,
meðalverð 117,32. Bv. Skafti seldi í
Bremerhaven alls 151 lest fyrir 15,7
milljónir króna, meðalverð 103,52 kr.
kg.
París
Um mánaðamótin janúar-febrúar
var verðið á þorski hærra en á laxi.
Mikil vöntun hefur verið á svoköll-
uðum hvítum fiski, s.s. þorski og
ýsu. Reyndar var lítið af flestum teg-
undum fisks um þetta leyti, svo sem
túnfiski, sem seldist á 45 franka kfló-
ið eða um 479 krónur. Ufsaveiðin
hefur dregist mikiö saman síðustu
árin, t.d. var veiðin á ufsanum áriö
1986 alls 57.000 tonn en var 31.000
tonn áriö 1988 sem er 31% minna en
árið 1986.
Framleiðandi fiskafóðurs, France
Piche, segir að þessi minnkun aflans
sé dæmigerð ofveiöi. Mjölframleið-
endur hafa miklar áhyggjur af þess-
ari minnkun veiðanna og telja að
þeir verði að snúa sér að því að fá
fisk annars staðar frá til að vinnsla
verksmiöjanna geti haldið áfram.
Þeir em famir að huga að kaupum
á alaskaufsa og lýsu frá Suður-
Ameríku. Þrátt fyrir vöntun á ufsa
hefur verðið á honum nánast staðið
í stað og er þaö vegna minnkandi
neyslu almennings á ufsa, þó fisk-
neysla hafi aukist almennt.
Vegna vöntunar á ufsa er búist við
að verðið fari hækkandi ef fer sem
horfir og þá geti ufsinn nálgast lax-
verðið. En búist er við að verðið á
laxinum muni falla vegna ofiram-
boðs á honum.
Það hefur færst í vöxt að fiskkaup-
menn séu með kæliborð á Rungis-
markaðnum. Þar geta menn keypt
tilbúna rétti og er talið aö mikil
aukning veröi á sölu tilbúnu rétt-
anna. Fólk gefur sér ekki tíma tfl
matseldar og kaupir þá tflbúna rétti
sem aðeins þarf að hita.
Boulogne:
Verð á nokkrum tegundum
6.2. 1990
Tegund Þorskur Kr. kr. 147
Meðalstór þorskur 115,50
Smáþorskur 105
Keilá 105/115,50
Steinbítur 126/157
Ufsi, stór 73,50
Meðalstór ufsi 94,50
Smáufsi 126,50
Karfi 112/126
Hlýri 126/136,50
Fiskmarkaður
Ingólfur Stefánsson
London
Eins og annars staöar á fiskmörk-
uðunum í Evrópu hefur verð á fiski
hækkað verulega og þó að einstaka
sala hafi verið lakari hefur verðið
verið gott. Á Billingsgate var skortur
á ferskmn fiski eins og annars staö-
ar. Verðið rauk upp og var hæst 500
kr. kg af þorskflökum en hefur nú
farið niður í 340 kr. kg.
Allt frá haustmánuöum hafa Norð-
menn og Skotar sakað hvorir aðra
um undirboð og hafa það aöallega
verið Skotar sem bám það á Norð-
menn að undirbjóöa verðið á laxin-
um. En svo gerðist þaö á Billings-
gate-markaðnum að Skotar vom með
undirboð frá 5-10 pence á lb. Nú hef-
ur orðið samkomulag milli samtaka
seljenda í Skotlandi og Noregi um
að ræða málin helst vikulega svo
ekki upphefjist algjört stríðsástand á
mörkuðunum.
Verðið á laxinum hefur verið frá
1,30 £ - 2,20 £ eða sem svarar í íslensk-
um krónum 286 kr. til 460 kr. kg.
Verð á stórlúðu hefur verið allt aö
67,50 £ í 77 £, smálúðu 31,50 £ tfl 56 £
lb„ frosnum laxi 1,70 £ lb„ kola 14 £
lb„ kolaflökum 19,50 £ lb.
Tekið úr Fishing News.
Viðtal við formann Norsk fiskarlag,
Kjell Hastad
Fiskaren, blaðam. Torfll Munte
Nokkur hækkun hefur verið
ákveðin á stórþorski og ýsu. Verðið
var hækkað úr 14 n. kr. í 17 n. kr.
kflóið og segir formaðurinn að sú
hækkun ríði flestum framleiðendum
að fullu.
Menn leggja mikla áherslu á að
framleiða þurrfisk fyrir Ítalíumark-
aö og segir formaðurinn að verðið
hafi ekki hækkað á Ítalíuskreið frá
fyrra ári og þess vegna sé ekki rétt
að hækka verðið á blautfiskinum.
Gert er ráð fyrir að framleiða 2300
tonn og tfl þess þurfi 10.000 tonn af
blautfiski.
Ennfremur segir formaðurinn að
samkeppnin sé hörð þvi íslendingar
framleiði mfltið af skreið og séu með
undirboð á markaðnum.
Lauslega þýtt og endursagt.
Hágæðakavíar framleiddur í
Tromsö
Ný tegund af kavíar er að koma á
markaðinn frá fyrirtækinu Biotec í
Tromsö. í þennan kavíar fara hrogn
úr eftirtöldum tegundum: laxi, sil-
ungi, steinbít og hrognkelsum. Til-
raunir hafa staðið yfir í þrjú ár og
hafa kostað 4 milljónir norskra
króna. Fiskaren
Landanir á fiski í nokkrum höfnum í Frakklandi:
1986 1987 1988 1989
Boulogne 24.298 18.486 16.021 15.630 tonn
Loreient 24.169 18.606 15.802 11.472 tonn
Douarnenez 2.796 2.813 2.750 2.296 tonn
Concarneau 3.516 3.620 3.490 3.084 tonn
Fiskmarkaðurinn í Bremerhaven. Þar seldi Vigri 236 tonn fyrir 27,7 milljón
ir króna.
Hafnarbúar skilvísir
Júlía Imsland, DV, Höfiv
Innheimta fasteignagjalda á Höfn
fyrir sl. ár hefur gengið nokkuð vel
og hafa 96,8% greitt sín gjöld. Hall-
grímur Guömundsson bæjarstjóri
segir að síðasta ár hafi komið vel
út fjárhagslega, þó hafi togara-
kaupin verið nokkur baggi.
Veriö er að gera fjárhagsáætlun
fyrir árið og er þar stefnan aö
greiða nokkuð niður skuldir.
Álagning gjalda er sama og sl. ár,
7,2%, og reiknað er með að álagr
ing og fasteignagjöld verði 1 _í
fallslega svipuð og sl. ár.
Þessa dagana er verið að ljúka
viö síðustu kaupleiguíbúðimar
sem verið hafa í byggingu og verða
þær afhentar 15. febrúar. Fljótlega
verður hafin bygging 10 kaupleigu-
íbúða í viðbót og munu vera komn-
ar um 35 umsóknir um þær frá fólki
sem er í miklum húsnæðisvanda.