Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Side 6
6 FQSTLjDAQUJi 9. FEBHÚAK 1990. Viðskipti Fyrirtækin sem íhuguðu kaup á Stöð 2 stofna fyrirtæki - hið nýja fyrirtæki heitir Áramót hf. Fyrirtækin iimm, Hekla, Hagkaup, Vífílfell, Prentsmiðjan Oddi og Bíó- höllin, sem íhuguðu kaup á Stöð 2 í lok síðasta árs/hafa stofnað saman fyrirtækið Áramót hf. Þess má geta að það var einmitt um áramótin sem úrslit fengust í viðræðum hópsins um kaupin á meirihlutanum í Stöð 2. Samkvæmt upplýsingum Hlutafé- lagaskrár í gær var fyrirtækið stofn- að 29. desember síðastliöinn. Stjóm þess skipa Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu hf., Sigurður Gísli Pálmason, stjómarformaður Hag- kaups, og Ámi Samúelsson, eigandi Bíóhallarinnar og Bíóborgar. Þá segir ennfremur í bréfi hins nýja fyrirtækis til Hlutafélagaskrár að tilgangurinn með stofnun þess sé hvers konar verslun og viðskipti, rekstur fasteigna og lánastarfsemi og önnur skyld starfsemi. Hlutafé Áramóta hf. er 6 milljónir króna og er það að fullu greitt. Loks segir í bréfi fyrirtækisins til Hlutafélagaskrár að framkvæmda- stjóri Áramóta hf. sé Þorgeir Bald- ursson en hann er raunar forstjóri Prentsmiðjunnar Odda. Varamenn í stjórninni eru þeir Lýður Á. Frið- jónsson, forstjóri Vífilfells hf., og ÞorgeirBaldursson. -JGH Sögulegt 1.800 bíla uppboð á morgun: Þetta sýnir vanskilin Búast má við flöri að Smiðshöfða 1, Vökuportinu, klukkan hálftvö á morgun en þá fer þar fram opinbert uppboð á samtals um 1.850 bílum, samkvæmt auglýsingu frá uppboðs- haldaranum í Reykjavík sem birtist í DV síðastliðinn laugardag. Þetta er enginn smáfjöldi bíla á einu og sama uppboöinu. I raun sýnir þessi auglýs- ing býsna vel vanskilin í landinu. „Ég á nú ekki von á að allir þessir bílar verði seldir, ætli það fari ekki um 10 prósent þeirra,“ segir Brynjar Níelsson, uppboðshaldari í Reykja- vík. Brynjar annast uppboðið á morgun. Að sögn Brynjars eru bílamir Þessi auglýsing um nauðungaruppboð á bílum birtist í DV síðastliðinn laug- ardag. Lauslega talið er um rúmlega 1.830 bíla að ræða. Uppboðið verður klukkan hálftvö i Vökuportinu við Smiðshöfða á morgun og má búast við hamagangi á Hóli. boðnir upp vegna þess að fyrir liggur fjárnám í þeim eða að þeir hafi verið veðsettir vegna venjulegra skulda- bréfa. Þegar tekið er fjárnám í bílum er það vegna þess að eigandi hans skuldar einhverium eitthvað og borgar ekki. Sá sem á inni hjá mann- inum leitar þá réttar síns og fær dóm fyrir því að gera megi fjárnám. Fó- geti eöa fulltrúar hans mæta á vett- vang og taka fjárnám í eigulegustu hlutnunum. Síðan er hluturinn boð- inn upp hafi skuldin ekki verið greidd. -JGH Steypustöðin Ós í Garðabæ. Aðaleigandi stöðvarinnar, Ólafur Björnsson, á í viðræðum við fjóra aðila um kaup á hlutafé í stöðinni. í þeim viðræðum er gert ráð fyrir að Ólafur eigi áfram meirihlutann. Nýir hluthafar inn í Ós: Eg er aðræða viðfjóra Ólafur Bjömsson, forstjóri og aðal- eigandi steypustöövarinnar Ós í Garðabænum, segir að enn standi yfir viðræður á milli hans og nokk- urra aðila irni kaup þeirra á hlutafé í steypustöðinni og hann sé vongóður um framhaldið. „Þetta hefur tekið lengri tíma en menn ætluðu en ég er vongóöur um að samningar takist," segir Ólafur. Hann segir ennfremur að um sé að ræða fjóra aðila sem hann sé að ræða við um kaup á hlutafé í fyrirtækinu. í þessum viðræðum er gert ráð fyrir því að hann verði áfram með meiri- hlutaeign í steypustöðinni. Ólafur segist ekki vilja gefa upp nöfn þeirra fjögurra sem hann er að ræða við um hlutafjárkaupin. -JGH Júlíus að hætta hjá Skagfjörð Einn kunnasti forstjórinn í Reykjavík, Júlíus S. Ólafsson, for- stjóri Kristjáns Ó. Skagfjörð, hefur ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu í sumar. Ætlunin er að auglýsa eftir eftirmanni hans á næstunni. „Ég hef verið forstjóri Kristjáns Ó. Skagfjörð í tólf ár og átt hér mjög ánægjulegar og góðar stundir. En mig langar til að breyta til, spreyta mig á nýjum vettvangi, annað liggur nú ekki að baki þessari ákvörðun minni,“ segir Júlíus. Júlíus er 46 ára að aldri. Hann er viðskiptafræðingur að mennt. Áður en hann réðst til Kristjáns Ó. Skag- fjörð sem forstjóri vann hann hjá Iðnlánasjóði og Félagi íslenskra stór- kaupmanna. Að sögn Júlíusar hefur hann ekki ráðiö sig til annars fyrirtækis aö svo komnu máli. „Ég hætti nú raunar ekki hér fyrr en um mitt sumar þannig að það er enn nægur tími til stefnu." -JGH Júlíus Ólafsson, forstjóri Kristjáns Ó. Skagfjörð. „Langar til að breyta til og spreyta mig á nýjum vett- vangi." Dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri: Peningalegar hundakúnstir úr sögunni - taki íslendingar þátt í gengissamstarfi Evrópuríkja Dr. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri sagði á fundi Félags hagfræð- inga og viðskiptafræðinga að með auknu samstarfi í peningamálum í Evrópu gæti sá stöðugleiki, sem þýski seðlabankinn hefði skapað, veriö fyrir bí. Sameiginleg gengis- stefna Evrópuríkja þyrfti á miklu aöhaldi að halda en tækist það væri sjálfstæð peningastefna ríkjanna óþörf. Tækju íslendingar þátt í slíku samstarfi yrðu allar hundakúnstir í íslenskum peningamálum úr sög- unni. Hann benti á að traustur gjald- miðill stuðlaði að viðskiptum og þannig' hagvexti. Sjálfstæði seðla- banka væri mikilvægt af þessum sökum þótt til væru kenningar um að peningastjómunarkerfið væri betur komið annars staðar eða hlítti jafnvel alfarið fóstum reglum. Hag- stjómarstefnan almennt hefði mikil áhrif á stöðu seðlabankanna og sér- staklega hefði hið fljótandi gengi krafist mikils aðhalds í peningamál- um. Mikilvægt væri að markmið peningastefnunnar væra skýrt skil- greind og hefðu almennan stuðning. Ríkisvaldið á hveijum stað væri þó bara eitt og í ágreiningsmálum þyrfti að vera hægt að fá úrskurðaraðila, t.d. löggjafann. Framkvæmd í þess- um málum mótaðist þó mikið af hefð og ytri aöstæðum. Dr. Jóhannes sagði heiminn standa á gati yfir þróuninni í A-Evrópu og mikil verðbólgusprenging væri dulin í kerfmu þar. Vandamálið enn sem komið er væri aðallega pólitískt en jafnvel væri lausn á peningalegum vanda þeirra að skipta um gjaldmið- il. Samningana núna taldi hann merkilega tilraun og tók undir orð verkalýðsleiðtoga að þetta væri djörf tilraun. Verkalýðsleiðtogarnir vildu þó jafnan fá greiðslu fyrir svona samninga sem gæti komið í veg fyrir að aðrar hagstjómaraðgerðir í tengslum við þá gengju upp. Vextir hefðu hlutverk í þessu sambandi og kynnu að hækka sem þó væri skárra heldur en fjármagna ríkisgeirann með erlendum lánum og kalla þannig verðbólgu yfir samningana. Hann sagði lögin um seðlabankann frá 1986 mgla saman reytum ríkisvalds og seðlabanka í peningastefnunni. Þessi endurskoðun hefði ekki verið gerð á grundvelli fræðilegra athugana held- ur útlitsbreyting. Þau kynni, sem mynduðust á milli forráðamanna fyrirtækjanna fimm í viðræðunum um kaupin á Stöð 2, urðu til þess að fyrirtækið Áramót hf. varð til. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 4-7 LB.Bb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 5-7,5 Lb 6mán. uppsögn 5-8 Ib.Bb 12mán. uppsögn 8-9 lb 18mán. uppsögn 16 Ib Tékkareikningar, alm. 1-2 Sb Sértékkareikningar 4-7 Lb.Bb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb,Bb,- Sb Innlán meðsérkjörum 2,5-3,25 Sp Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,75-7,25 Sb Sterlingspund 13,75-14,25 Ib.Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,25 Sb Danskarkrónur 10,25-11,0 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 20-22 Sb.Sp Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 21,5-28 Ib Vióskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 25-26,5 Ib.Bb Utlan verðtryggð . Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 20,5-26,5 Ib SDR 10,75-11 Ib.Bb Bandarikjadalir 9,75-10 Bb Sterlingspund 16,75-17 Bb Vestur-þýsk mörk 9,75-10 Bb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 37,2 MEÐALVEXTIR Överðtr. feb. 90 37,2 Verðtr. feb. 90 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajan. 2771 stig Lánskjaravisitala feb. 2806 stig Byggingavísitala feb. 527 stig Byggingavísitala feb. 164,9 stig Húsaleiguvísitala 2,5% hækkaði 1. jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,652 Einingabréf 2 2,555 Einingabréf 3 3,061 Skammtímabréf 1,586 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,057 Kjarabréf 4,610 Markbréf 2,455 Tekjubréf 1,923 Skyndibréf 1,390 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 2,248 Sjóðsbréf 2 1,716 Sjóðsbréf 3 1,575 Sjóðsbréf 4 1,328 Vaxtasjóösbréf 1,5855 Valsjóðsbréf 1,4930 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 424 kr. Eimskip 424 kr. Flugleiðir 163 kr. Hampiðjan 174 kr. Hlutabréfasjóður 168 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr. Skagstrendingur hf. 320 kr. Islandsbanki hf. 158 kr. Eignfél. Verslunarb. 158 kr. Oliufélagið hf. 333 kr. Grandi hf. 157 kr. Tollvörugeymslan hf. 114 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánarl upplýsingar um penlngamarkað- inn birtast i DV á limmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.