Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1990.
Útlönd
Varað við hryðjuverk-
um í Vestur-Evrópu
Bandaríkjastjóm greindi .frá því í
gær að hún óttaðist að hryðjuverka-
menn gerðu árás á Bandaríkjamenn
í vesturhluta Evrópu innan fárra
daga. Talsmaður utanríkisráðuneyt-
isins bandaríska sagöi að menn ótt-
uðust aö árásin yrði gerð í tilefni ell-
efu ára afmælis byltingarinnar í íran
sem er um helgina. í bækistöðvum
Sameinuðu þjóðanna í New York
sagði sendinefn írans að viðvörun
Bandaríkjanna ætti ekki við nein rök
aö styðjast.
Sérfræðingur í hryðjuverkamálum
sagði að viðvömn bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins benti til að menn
væm varkárari en áður eftir að
sprengja grandaði bandarískri far-
þegaþotu yfir Skotlandi í desember
1988 með þeim afleiðingum að tvö
hundmð og sjötíu manns biðu bana.
Bandarísk yfirvöld sættu þá mikilli
gagnrýni fyrir að hafa ekki varað
almenning við þar sem sendiráði
Bandaríkjanna í Finnlandi hafði bor-
ist viðvömn um að sprengju yrði
komið fyrir um borð í farþegaþotu
Pan American-ílugfélagsins, að því
er sagt er.
Þess vegna vari yfirvöld nú við
hryðjuverkum þegar hugsanlegt er
að íranir eða aörir múhameðskir
ofsatrúarmenn láti til skarar skríða.
Reuter
Jackson í Suður-Afríku
Pik Botha, utanríkisráðherra Suð-
ur-Afríku, sagði í sjónvarpsumræð-
um við fulltrúa Afríska þjóöarráðs-
ins í gær að suður-afrísk yfirvöld
hefðu átt aö senga við samtökin fyrir
mörgum ámm. Vöktu þessi ummæli
talsverða athygli svo og koma prests-
ins Jesses Jackson, bandaríska
mannréttindabaráttumannsins, til
Suður-Afríku. Hann skoðaði sig um
í blökkumannahverfinu Soweto í
Jóhannesarborg í gær og sagöi fólk-
inu þar aö nýtt tímabil væri að hefj-
ast. Hópur tötralegra kvenna og ber-
fættra barna elti Jackson er hann
skoðaði nokkur kofaræksnanna og
tjaldanna sem eru heimili sjö millj-
óna Suöur-Afríkubúa.
Jackson, sem var síðast í Suður-
Afríku 1979, lítur á sig sem milli-
göngumann milli stjórnarinnar og
stjórnarandstöðunnar. Andstæðing-
ar kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar
hafa ákaft fagnað komu Jacksons en
yfirvöld efast um hiutleysi hans og
hafa ekki svarað beiðni hans um
fund með embættismönnum.
Reuter
Bandariski presturinn Jesse Jackson ásamt Walter Sisulu, einum leiðtoga
Afríska þjóðarráðsins. Jarkson er i tíu daga ferð um Suður-Afríku.
Símamynd Reuter
Til átaka kom f gær milli andstæðinga kynþáttaaðskilnaöarstefnunnar í
Suöur-Afriku og lögreglumanna fyrir utan bresku ræöismannsskrifstofuna
í Jóhannesarborg. Kröföust mótmælendur þess aö bundinn yrði endir á
keppnisferð bresks krikketliös um Suður-Afriku. Simamynd Reuter
Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti átti í gær fund með forystumönnum sovéska kommúnistaflokksins.
Símamynd Reuter
í kjölfar miðstjórnarfundar sovéskra kommúnista:,
Björninn enn
ekki unninn
„ - segja fréttaskýrendur
Sovéskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því sem fram fór á miðstjórnarfundi so-
véska kommúnistaflokksins fyrr í vikunni. Simamynd Reuter
Fréttaskýrendur segja að þrátt fyr-
ir samþykkt miðstjórnar sovéska
kommúnistaflokksins frá því fyrr í
vikunni um að valdaeinræði flokks-
ins verði afnumið sé bjöminn ekki
unninn. Þá má nú þegar merkja
ágreining innan raða sovéskra
kommúnista aðeins tæpum sólar-
hring eftir að þeir samþykktu rót-
tækar tillögur Mikhails Gorbatsjovs
Sovétforseta sem miða að breyting-
um á stjórnkerfi Sovétríkjanna í átt
til íjölílokkalýðræðis og að fallið
verði frá valdaeinokun flokksins.
Gorbatsjov átti fund með forystu-
mönnum flokksdeilda úti á lands-
byggðinni í gær og skýrði þeim frá
niðurstöðum miðstjómarfundarins
sem lauk á miðvikudag. Eftir mikla
gagnrýni harðlínumanna á forset-
ann og líflegar umræður samþykkti
miðstjómin að feta skrefið í átt að
fjölflokkakerfi og binda þar með
enda á sjötíu ára einræði flokksins.
í fréttum Tass, hinnar opinberu
fréttastofu, var skýrt frá því að á
fundi forsetans og forystunnar í gær
hefðu átt sér stað „lífleg skoðana-
skipti". Sagði í fréttinni að þátttak-
endur á fundinum hefðu lagt áherslu
á nauösyn þess að koma í veg fyrir
hugsanlegan klofning milli forystu-
sveitar kommúnistaflokksins og al-
mennra félaga.
Á sama tíma og skýrt var frá fundi
Gorbatsjovs og flokksforystunnar
var sagt frá því í fjölmiðlum að for-
setinn hefði varað við því að engar
auöveldar lausnir við vandamálum
þjóðarinnar lægju fyrir. Forsetinn,
sem mátti sæta mikilli gagnrýni
harðlinumanna á miðstjómarfund-
inum fyrr í vikunni, viöurkenndi að
mistök hefðu átt sér staö, sérstaklega
hvaö varöaöi efnahagsumbætur.
Merkja má nú þegar ósætti milli
forystu flokksins og félaga í honum.
Til dæmis voru höfð í frammi mót-
mæli í borginni Donetsk í lýðveldinu
Úkraínu. Þar hótuðu námumenn að
leggja niður vinnu nema forysta
flokksins í lýðveldinu segöi af sér og
aö flokksdefldir í borgum og bæjum
yrðu lagðar niður.
Enn hefur samþykkt miösfjómar-
innar frá því fyrr í vikunni ekki ver-
iö birt í heild sinni opinberlega og
því er ekki ljóst hvaö í henni felst.
En helsti hugmyndafræðingur
flokksins, Vadim Medvedev, sem nú
er staddur í Bretlandi, sagði að þessi
samþykkt fæli í sér að kommúnista-
flokkurinn myndi gangast undir
stórfelldar umbætur og myndu
flokksdeildir fá mun meira sjálf-
stæði. Hann sagöi að flokkurinn
myndi til að mynda gjörbreyta því
hvernig gengið yrði frá kosningu í
æðstu stofnanir hans.
Fréttaskýrendur spá því að fram-
undan séu erfiðir tímar í Sovétríkj-
unum þrátt fyrir samþykkt mið-
stjórnarinnar. Róttækir umbóta-
sinnar í landinu segja að ekki sé enn
ljóst hvort kommúnistaflokkurinn sé
reiðubúinn til breytinga og hvort fé-
lagar í honum vilji láta af hendi þau
völd og áhrif sem þeir hafa haft.
Reuter