Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Side 9
Svíþjóð:
Stjórnin f er frá verði tillög
urnar ekki samþykktar
„Efnahagstillögurnar verður að
samþykkja í heild sinni. Ef þingið
fellir tíllögurnar getur stjórnin ekki
setíð lengur," sagði Ingvar Carlsson,
forsætísráöherra Svíþjóðar, á fundi
með fréttamönnum í gær.
Stjórnarkreppa í Svíþjóð gætí orðið
að veruleika þegar í næstu viku. Til-
lögur ríkisstjórnarinnar um al-
menna verðlags- og launastöðvun og
bann við verkföllum og verkbönnum
næstu tvö árin, sem Kjell-Olof Feldt
fjármálaráðherra kynnti í gær mælt-
ust afar illa fyrir meðal þingmanna.
Stjórnin kveður tíllögurnar nauð-
synlegar með tilliti til þess að verð-
bólgan nálgaðist 7 prósent. Launakr-
öfur stéttarfélaga eru sumar langt
yfir verðbólgustíginu.
Margir fréttamanna á fundinum í
gær héldu því fram að stjórnin í Sví-
þjóð heföi gengið lengra en íhalds-
stjórn Thatcher sem aldrei hefði sett
á bann við verkfollum.
Minnst þijátíu og fimrn daga þarf
til að undirbúa kosningar ef forsætís-
ráðherrannboðarþær. TT
Viðræður um opna lofthelgi:
Bjartsýni ríkir um samkomulag
Utanríkisráðherrar Atlantshafs-
bandalagsins, Nato, og Varsjár-
bandalagsins koma saman til sex
vikna langrar ráðstefnu í Kanada í
næstu viku til að ræða samning sem
myndi heimila óvopnuðum herflug-
vélum bandalaganna að fljúga yfir
yfirráðasvæði hvort annars, þar á
meðal ísland. Hér er um að ræða til-
lögur Georges Bush Bandaríkjafor-
seta, svokallaða „open skies“ hug-
mynd eða „opna lofthelgi“. Töluverð
bjartsýni ríkir um að samkomulag
náist fljótlega og að það verði jafnvel
undirritað samkomulag á síðari
hluta viöræðnanna sem fram fara í
Ungverjalandi, að öllum líkindum í
apríl.
„Við búumst við að aukinn hraði
færist í samningaumræðurnar í
Ottawa og þegar þeim fundi lýkur, í
Búdapest,“ sagði John Hawes á fundi
með blaðamönnum í gær en Hawes
verður helsti samningamaður
Bandaríkjanna í fyrirhuguðum við-
ræðum. „Ég held að takmark margra
ríkja sé að ljúka þessum viðræðum
fyrir sumarið ... svo þau getí snúið
sér að lokaþrepi Vínarviðræðn-
anna,“ sagði Michael Krepon, sér-
fræðingur við Henry L. Stímson
stofnunina í Bandaríkjunum. Vínar-
viðræðurnar snúast um fækkun í
hefðbundnum herafla í Evrópu.
Samkvæmt tillögum Nato sem
verða til umfjöllunar í Kanada
myndu aðildarríkin heimila óvopn-
uðum eftírlitsflugvélum að fljúga yfir
lofthelgi sína að uppfylltum sérstök-
um skilyrðum. Eftirlitsvélarnar yrðu
búnar sérstökum infrarauðum bún-
aði og myndatökuvélum sem gerði
þeim kleift að grannskoða landsvæði
í allt að 40-80 kílómetra fjarlægð.
Engin formleg tengsl eru milli mögu-
legs samnings um fækkun hefð-
bundinna vopna í Evrópu og samn-
ings um opna lofthelgi. Þrátt fyrir
það sagði Hawes á blaðamannafund-
inum í gær að allar upplýsingar sem
safnast kynnu í Ijósi samnings um
opna lofthelgi gætu nýst til staðfest-
ingar hugsanlegs samkomulags um
fækkun hefðbundinna vopna.
í Kanada fá ráðherrarnir, sem nú
funda í fyrsta sinn síðan umrótíð í
Austur-Evrópu hófst, einnig tæki-
færi til að ræða mögulega samein-
ingu þýsku ríkjanna sem og stöðu
Vínarviðræönanna. Reuter
Útlönd
Afvopnunarviðræður:
Tilslakanir
stórveldanna
að með þessu hafi sovésk stjórnvöld
rutt tíl hliðar einni hindrun í vegin-
um fyrir samningum um verulega
fækkun í kjarnorkuvopnabúri stór-
veldanna. Moskvustjórnin hefur
hingað til krafist þess að Bandaríkin
falhst fyrirfram á rétt Sovétríkjanna
tíl að segja upp samningi um fækkun
langdrægra kjarnorkuvopna, svo-
kölluðum Start-samningi, hvenær
sem er telji þeir að Stjörnustríðsáætl-
un Bandaríkjanna brjóti gegn ABM-
sáttmálanum. Einn bandarískur
embættismaður sagði í gær að Sovét-
menn hetðu skýrt afstöðu sína og að
þótt þeir vildu að slíkt samkomulag
lægi fyrir væri það ekki skilyrði fyr-
ir undirritun og framkvæmd samn-
ings um fækkun langdrægra kjarn-
orkuvopna. Deilur stórveldanna
várðandi þessi mál snúast um hvort
ABM-sáttmálinn heimili prófanir á
geimvörnum en slíkar tilraunir vilja
Bandaríkjamenn gera sem hluta
stjörnustríðsáætlunarinnar.
í gær kynnti Baker nýjar tíllögur
Bandaríkjanna um fækkun hefð-
bundinna vopna en umræður um það
fara nú fram í Vínarborg. Þessar til-
lögur, sem aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins féllust á á mánudags-
kvöld, voru formlega lagðar fyrir
samninganefndirnar í Vín í gær.
Sérfæðingar segja að þessar tillög-
ur virðist minnka þann mun sem er
milli afstöðu Atlantshafsbandalags-
ins annars vegar og Varsjárbanda-
lagsins hins vegar til fækkunar orr-
ustuflugvélum, þyrlum og skrið-
drekum. í þessum tíllögum er m.a.
gert ráð fyrir að hámarksfjöldi orr-
ustuflugvéla verði 4.700 sem er eitt
þúsund færri en Atlantshafsbanda-
lagið haföi áöur lagt tíl.
Reuter
Stórveldin kynntu í gær verulegar
tilslakanir í afstöðu sinni til afvopn-
unarviðræðna og segja fréttaskýr-
endur að þessar tilslakanir hafi rutt
veginn fyrir framför í afvopnunar-
viðræðum milli ríkjanna á meðan á
heimsókn James Bakers, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, standi í
Sovétríkjunum.
Sovétríkin hafa fallið frá kröfu
sinni um að hugsanlegur samningur
um fækkun langdrægra kjarnorku-
vopna yrði tengdur ABM-sáttmálan-
um frá árinu 1972 en hann kveður á
um takmarkanir gagneldflauga-
kerfa. Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem bandarískir embættís-
menn í fylgd með Baker í Sovétríkj-
unum skýrðu frá í gær.1
Baker átti níu klukkustunda fund
með Eduard Sévardnadze, sovéska
utanríkisráðherranum, í Moskvu í
gær. Að loknum þeim fundi var ljóst
að bæði stórveldin höfðu gefiö eftír
og þar með glætt vonir um að samn-
ingar um afvopnun næðust fljótlega.
Bandarískir embættismenn sögðu
í gær að svo virtist sem Sovétmenn
hefðu slakað verulega á í kröfum sín-
um varðandi geimvarnaáætlun
Bandaríkjanna, svokallaða Stjörnu-
stríðsáætlun. Telja fréttaskýrendur
Eduard Sévardnadze, utanrikisráðherra Sovétrikjanna, til vinstri, og hinn
bandaríski kollegi hans, James Baker. Simamynd Reuter
Ausiur-Þjóðverjar vilja bíða
Austur-þýska stjórnin hefúr tjáö
vestur-þýskum yflrvöldum að sam-
ræmingar gjaldmiðla þýsku ríkj-
anna verði að bíða aö minnsta kostí
þar til eftir kosningarnar í Austur-
Þýskalandi í næsta mánuði. Sagði
íjármálaráðherra Austur-Þýska-
lands, Christa Luft, í gær aö stjórn
hennar hefði ekki umboð tíl að láta
af hendi svo stóran hluta yflrráð-
anna yfir efhahagskerfinu meö til-
liti til hversu stutt væri til kosn-
inga.
Hans Modrow, forsætisráðherra
Austur-Þýskalatids, sagði í gær að
sér hefði ekki verið tilkynnt for-
mlega frá tíllögum vestur-þýsku
stjórnarinnar um samræmingu
gjaldroiðlanna heldur hefði hann
heyrt um tillöguna í fjölmiðlum.
Hans Modrow, forsætisráðherra
Austur-Þýskalands.
Simamynd Reuter
sextíu námumenn
Ættingjar nokkurra þeirra rúmlega sextíu verkamanna sem talið er að
hafi látlst i námuslysi i Tyrklandi safnast saman fyrir framan námuopíð
þar sem slysið átti Sér Stað. Símamynd Reuter
Óttast er að sextíu og sex tyrkneskir námumenn hafi týnt lífi þegar
sprenging varð í neðanjarðarnámu á miðvikudagskvöld. Slysið áttí sér
stað í brúnkolsnámu í Jeniceltek nálægt Svartahafi. Embættismenn sögðu
í gær að þeir hefðu gefið upp nær alla von til þess að bjarga hátt í sextíu
námumönnum sem höfðu lokast inni í námunni, um 350 metrum fyrir
neðan yfirborð jarðar þegar gassprenging varð. Eldur kviknaði fljótlega
eftir sprenginguna og breiddist út. Síðdegis í gær aö íslenskum tíma var
ekki búið að slökkva eldinn.
Átta lík og tveir alvarlega slasaðir námumenn hafa þegar fundist. Þetta
er taliö versta námuslys á Tyrklandi síðan áriö 1983.
Rándýr kaffikanna
Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur keypt varahlutí og annan út-
búnað fyrir 30 milljarða dollara að óþörfu, samkvæmt niöurstööu rann-
sóknar sem demókratar hafa látið gera. Það samsvarar 1800 milljöröum
íslenskra króna. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins viðurkennir að tíl
séu á lager óþarfa birgöir upp á átta til níu milljarða dollara eða nær 500
milljarða íslenskra króna.
í skýrslu demókrata er taliö með það sem ekki er þörf á núna en sem
myndi kosta meira að losa sig við heldur en geyma. Eins og til dæmis
150 þúsund pör af íóðruðum vetrarbuxum frá dögum Kóreustríösins.
Heldur nýrri eru 3 milljónir af skyrtum sem voru sérsaumaðar á konur
i hernum. Höfðu heryfirvöld varið 3,5 milljónum dollara, um rúmum 200
milljónum íslenskra króna, í að iáta taka brjóstmál af konum og síðan
pantað skyrtur i 126 mismunandi stærðum. Seinna var svo valið nýtt
snið úr sterkara efni.
Heryfirvöld verja sig einnig með því að dregið hafi verið úr útgjöldum
i kjölfar mikillar gagnrýni á bruðl í byrjun níunda áratugarins. Það var
þá sem keyptur var hamar á 400 dollara, eða 24 þúsund krónur, klósett
á 600 dollara, 36 þúsund krónur, og kaffikanna á 7600 dollara eða nær
hálfa milljón. Síðan hefur varnarmálaráðuneytið keypt fjöldaframleidda
hluti í sparnaðarskyni.
Rannsóknarnefnd demókrata fann meðal arrnars birgðir tíl 13 þúsund
ára af verkfærum fyrir búnað í F-14 orrustuflugvólar.
Barist á ný
Striðandi fylkingar kristinna í
austurhluta Beirút í Líbanon gripu
til vopna á ný i morgun og rufu þar
mcð samkomulag loiðtoga sinna
um að binda enda á bardagana sem
staðið hafa yfir í tíu daga. Að
minnsta kosti ijögur hundruð og
tuttugu manns hafa látiö lífið í
átökunum og sextán hundruö
særst.
Stuttu áður en yfirlýsing var gef-
in út í gær um samkomulag um
vopnahlé sáust þúsund múha-
meðskir þjóðvarðliðar, sem njóta Þessi kristna kona Irá austurhlula
stuðnings Sýrlendinga, koma sér Beirút grætur er hún snýr aftur
fyrir með skriðdreka og eldflauga- hélm eftir að hafa skotist yfir i
vörpur meðfram austurhluta Belr- vesturhluta borgarinnar til matar-
út. Innkaupa þegar stutt hlé varð á
Samingamenn segja að leibtogar bardögunum I gær. Konan sagði
kristinna, Aoun og Geagea, hefðu Ijósmyndaranum fró því að tvö
komið sér saman um aö snúast til bama hennar væru horfln og að
varnar gegn íhlutun annarra á hún vissl ekkl hvort þau væru enn
svæði kristinna. álifi. simamynd neuter