Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Page 15
15
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1990.
Fkamhaldsskóli fyrir alla
„I kjölfar grunnskólans risu nýir framhaldsskólar - flestir svokallaöir
fjölbrautaskólar með anna- og áfangakerfi", segir m.a. i greininni.
Með lögum frá 1988 voru íslensk-
ir framhaldsskólar formlega opn-
aðir öllum sem lokið hafa grunn-
skólaprófi. Skiptir þá ekki máh
hvaða einkunnir nemendur fá, allir
§iga lögum samkvæmt rétt á skóla-
vist í framhaldsskóla. Þar með varð
að veruleika lángþráður draumur
margra um nýjan framhaldsskóla
- skóla íyrir alla.
Vissuiega er það fögur hugsjón
að veita skólavist öllum þeim ungl-
ingum sem vilja stunda nám í fram-
haldsskóla en eins og sakir standa
virðast margir endar enn vera
lausir hvað varðar framkvæmd
umræddra laga og möguleika
þeirra sem í skólana fara á að
„komast þar til nokkurs þroska"
en það hlýtur að vera sígilt mark
og mið hverrar lagasetningar um
skóla- og fræðslumál.
Nýr skóli
Hugmyndir um opinn framhalds-
skóla - skóla fyrir alla - viröast
reistar á sömu eða svipaðri hug-
myndafræði og býr að baki grunn-
skólalögunum frá 1974 og þeirri
skólagerð á íslandi sem fylgdi í
kjölfarið. íslénski grunnskóhnn -
eða „nýi skólinn" sem ég kalla svo
- reis á rústum gamla barna- og
unglingaskólans sem stóð fostum
fótum í fornri, íslenskri menning-
arhefð og lögfestur var fyrst árið
1907 og endurbættur verulega árið
1946.
Að dómi margra góðra skóla-
manna voru íslensk fræðslulög þá
með þeim bestu og framfarasinn-
uðustu í gjörvallri Evrópu og
landsprófið ein mesta réttarbót í
menntamálum sem íslenskur al-
menningar hafði hlotið. Með tíl-
komu þess voru úr sögunni inn-
tökupróf í menntaskólana sem
sumum var mikh eftirsjá að en
voru flestum unghngum úr al-
þýðustétt heldur meiri þrándur í
götu en þeim sem komu úr fjöl-
Kjallariim
Helga Sigurjónsdóttir
námsráðgjafi
skyldum þar sem löng menntahefð
var ríkjandi.
Með fræðslulögunum frá 1946 var
skólaskylda lengd um eitt ár og
lauk með unglingaprófi úr 2. bekk
gagnfræöa- eða unglingaskóla sem
samsvarar nú 8. bekk grunnskóla.
Að unghngaprófi loknu var um
þijár leiðir að velja fyrir þá sem
vhdu halda áfram námi. Þessar
leiðir voru verknámsdeildir gagn-
fræðaskólanna og lauk prófi úr
þeim með gagnfræðaprófi, bók-
námsdehdir gagnfræðaskólanna
en tveggja ára námi úr þeim lauk
einnig með gagnfræðaprófi og svo-
kallaðar landsprófsdehdir mið-
skóla.
Landspróf var samræmt í öllum
námsgreinum og veitti inngöngu í
menntaskóla. Gagnfræðapróf tók
tvö ár eftir unghngapróf en lands-
próf eitt ár. Það var því eins konar
hraðferð og veitti meiri réttindi en
gagnfræðaprófið hvort heldur sem
var úr verknámi eða bóknámi. Með
lögum um grunnskóla 1974 var
skólaskylda enn lengd (þó ekki
strax) um eitt ár, gagnfræðaskólar
og gagnfræðapróf lagt af smám
saman og skólastigum fækkað úr
fjórum í þrjú; grunnskólastig,
framhaldsskólastig og háskólastig.
Grunnskólapróf með framhalds-
einkunn varð aðgöngumiði að
framhaldsskólum í stað landsprófs
áður.
í kjölfar grunnskólans risu hýir
framhaldsskólar - flestir svokall-
aðir fiölbrautaskólar með anna- og
áfangakerfi. Krafa tímans var:
Mennt er máttur og menntun er
best fiárfesting. Hvort tveggja
óyggjandi sannindi á framfara- og
tækniöld þegar hver ný kynslóð
hlýtur að þurfa bæði lengri og betri
skólamenntun en foreldrarnir
fengu. Þetta hefur gengið eftir jafnt
á íslandi sem í öðrum vestrænum
ríkjum eftir síðari heimsstyijöld.
Skólaganga og formleg skóla-
menntun hefur hvort tveggja
lengst og aukist að mun og er enn
ekki séð fyrir endann á þeirri
, ,menntasprengingunni‘ ‘.
Brautin breið o
Allt er þetta gott og blessað og
eðhlegt að menntun aukist og batni
og mikið réttlætismál fyrir al-
menning að sem greiðastur að-
gangur sé að menntun fyrir öh
börn og unghriga í landinu. Opinn
framhaldsskóh er hugsaður sem
liður í því alveg eins og grunnskól-
inn var hugsaður sem réttarbót
fyrir íslensk börn og unghnga fyrir
bráðum tveimur áratugum.
Margir hugmyndasmiðir þá álitu
rétt að taka sem flestar hindranir
úr vegi bama og unghnga á náms-
brautinni, m.a. að fækka sam-
ræmdum prófum og prófum yfir:
leitt, afnema fall eða aðrar formleg-
ar hindranir á mihi bekkja og
greiða nemendum þannig leið th
framhaldsnáms. Aht saman í nafni
jöfnuðar, jafnréttis og réttlætis.
Svokölluð blöndun í bekki er af
sömu rótum runnin. Skólamenn
vildu afnema „tossabekkina"
gömlu sem ekki var vanþörf á og
hefur svo vel tekist th að orðið
„tossi“ mun svo gott sem horfið úr
máhnu.
Að því er ég best veit var ein-
hugur um framhaldsskólalögin
nýju á Alþingi loks þegar tókst að
koma lögum yfir framhaldsmennt-
un á íslandi. Aftur á móti er ég
ekki viss um að allir sem hlut áttu
að máh hafi gert sér fulla grein
fyrir því hvað framhaldsnám fyrir
aha raunverulega þýðir. Réttara
væri sjálfsagt að tala um nám fyrir
alla í framhaldsskóla þar sem und-
irbúningur nemenda undir frekara
nám mun verða enn misjafnari en
hann er í dag og er hann æði mis-
jafn þó.
Hver er reynslan?
En væri kannski ástæða th þess
að staldra ögn við og athuga hvern-
ig „nýi skólinn" hefur reynst?
Hvernig stendur t.d. á því að árlega
koma úr grunnskólanum heh-
brigðir nemendur th sálar og hk-
ama með lágmarksfærni og lág-
marksþekkingu í þeim greinum
sem kenndar eru í skólanum? Get-
ur veriö að góðar hugmyndir og
skynsamlegar kenningar hafi ekki
dugaö sem skyldi th að skapa þann
jöfnuð og réttlæti meðal bama og
unglinga sem að var stefnt með
lagasetningunni 1974?
Ef alvarlegar brotalamir kunna
að reynast í hugmyndafræðinni er
þá ekki varhugavert að halda
áfram á sömu braut. í „nýjum
framhaldsskóla"? þarf ekki fyrst
aö gera rækilega úttekt á grunn-
skólanum og athuga hvað af öhum
nýjungunum forðum daga hefur
reynst nýthegt og gott og hvað mið-
ur?
Ég læt hér staðar numið að sinni
en mun á næstu vikum skrifa fleiri
stuttar greinar um skólamál og
taka næst fyrir hugmyndafræði ís-
lenska grunnskólans.
Helga Siguijónsdóttir
„Skólamenn vildu afnema „tossabekk-
ina“ gömlu sem ekki var vanþörf á og
hefur svo vel tekist til að orðið „tossi“
mun svo gott sem horfið úr málinu.“
Nýr kjarasamningur
Með samningnum er verkalýðsforustan ásamt vinnuveitendum að taka
völdin af ráðamönnum og lýsa yfir vantrausti á stjórnun peninga og
verðlagsmála í landinu, segir hér m.a.
Nú hefur verið undirritaður stór
og mikhl kjarasamningur sem að
sögn þeirra aðila sem að standa
markar tímamót í samningagerð
og sé með honum verið að boða
nýja tíma í gerð kjarasamninga á
íslandi.
Aö hluta er þetta rétt og sennilega
er samningur með því sniði, sem
nú var verið að undirrita, sú leið
sem helst er fær út úr þeirri kreppu
sem við búum við og þess vegna
réttlætanlegur miðað við þær for-
sendur að með samningnum er
verkalýösforustan ásamt vinnu-
veitendum að lýsa yfir vantrausti
á stjómun peninga- og verðlags-
mála í landinu og að vissu leyti að
taka völdin af ráðamönnum, sem
má segja aö hafi verið löngu tíma-
bært.
Þó að hægt sé að réttlæta thurð
samningsins, þá er sú fullyrðing
um að verið sé að fara nýjar leiðir
með gerð hans ahs ekki rétt, því
hér sem svo oft áður er verið að
ganga beint að þeim sem hafa
lægstu launin og þeim ætlað að
standa undir framkvæmd hans og
kreppunni viðhaldið á fiölda heim-
ha í landinu.
Fyrir hvern er samið?
Hvað gagnar það manneskju sem
er með laun t.d. á bhinu 40-50 þús-
und á mánuöi þó að hún fái 9%
launahækkun á 16 mánuðum? Það
breytir í raun og vem engu og það
sem meira er, þarna breytir það
heldur engu þótt vextir lækki því
á þessum launum er hvort sem er
ekkert svigrúm til að greiða vexti.
Kjallarinn
Magnús Guðmundsson
form. Sleipnis, félags
langferðabílstjóra
Það breytir heldur ekki neinu fyrir
þessa sömu manneskju þótt verð á
kindakjöti standi í stað.
Launin leyfa ekki kaup á shkum
munaði nema til komi verðlækkun,
sem kemur ekki. Frekar skal gefa
umframkjöt th Rúmeníu heldur en
að lækka verðið almenningi th
góða á íslandi.
Það er th fátækt á íslandi árið
1990 og þessi samningur stuðlar að
því að viöhalda henni og má einna
helst finna honum það th foráttu.
Raunveruleikatengsl
ráðamanna
Alvarlegust eru þó viðbrögð
stjórnmálamanna og umsögn
þeirra um samninginn og sýna þær
umsagnir hvað kjörnir fulltrúar
fólksins í landinu eru í raun lítið
meðvitaðir um kjör þess fólks sem
kaus þá th að gæta hagsmuna
sinna. Aðeins fulltrúar eins flokks
virðast gera sér grein fyrir ástand-
inu og það eru fulltrúar Kvenna-
hstans sem hafa lýst yfir áhyggjum
vegna kjara hinna lægstlaunuðu
við þessa samningagerð.
Ahir aðrir hafa kepp'st við að lof-
syngja samninginn og sjá ekki van-
traustið sem í gerð hans er fahö.
Fjármálaráðherra telur einn helsta
kost samningsins vera að hann
stuðh að því að skerpa verðskyn
fólks.
Það þurfti ekki þennan samning
th því töluvert er síðan sú staða
var komin upp að fólk þurfti að
skoða verð og gera upp hug sinn
um hvað það gæti verið án th þess
að endar næðu saman. En þessi
yfirlýsing fuhtrúa flokks, sem gef-
ur sig út fyrir að vera málsvari
fólksins í landinu, segir kannski
aht sem þarf að segja um tengsl
stjórnmálamanna og almennings.
Undirtektir og freisi
til samningagerðar
Ég trúi því ekki að óreyndu að
þessi kjarasamningur eigi eftir að
verða samþykktur af verkalýðs-
félögunum í landinu, nema því að-
eins að búið sé að hræða fólk svo
mikið með atvinnuleysisgrýlunni
að það hreinlega þori ekki annað
en samþykkja þessa framlengingu
kreppunnar sér th handa af ótta
við atvinnumissi, því kannski má
segja að betra sé að gefa vinnuna
sína heldur en að hafa ekkert að
gera.
Nú hefur okkur, sem eigum eftir
að semja, verið hótað lagaboði sem
taki af okkur rétt til fijálsra samn-
inga sem segir nokkuð um þá sem
hafa látið þær hótanir frá sér fara
áður en ljóst er um fylgi við samn-
ingana innan verkalýðsfélaganna.
Mér þætti fróðlegt að sjá réttlæt-
ingu þeirra laga sem meinuðu okk-
ur bhstjórum að semja um hærri
laun okkur th handa með fijálsum
samningum. Ein forsendan fyrir
kröfugerð okkar er að við teljum
að öryggis vegna verðum við að fá
hærri laun, þar sem við verðum th
að geta framfleytt okkur að vinna
meiri aukavinnu en við teljum for-
svaranlegt.
Magnús Guðmundsson
„Hvað gagnar það manneskju sem er
með laun t.d. á bilinu 40-50 þúsund á
mánuði þó að hún fái 9% launahækkun
á 16 mánuðum?“