Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Side 2
2 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990. Fréttir_________________________________________________________________________________________pv Hluti rafmagnstöflu í aðaltöfluherbergi Seðlababkans brann: Starfsemi bankanna raskaðist verulega „Þaö var allt kolsvart af ótrúlega þéttum reyk þegar viö opnuöum töfluherbergiö. Síðan barst reykur- inrt um húsiö. Hluti af aöalrafmagns- töílu hússins brann yfir en þetta slokknaði aö mestu þegar aðalrofa var slegið út,“ sagöi Erlingur Lúö- víksson, varðstjóri í slökkviliöinu, í samtali við DV. Slökkviliöið var kallað út í Seöla- banka íslands klukkan rúmlega^ex í gærmorgun þegar kviknaö haföi í út frá rafmagni í aöaltöíluherbergi. Slökkvilið vann viö aö .reykblása í byggingunni fram eftir morgni. Þeg- ar DV fór í prentun í gærkvöldi var rafmagn ekki komið á aftur í bygg- ingunni. Ekki var hægt að skrá nýtt gengi í Seðlabankanum í gær og varð að styðjast viö skráningu fimmtudags- ins. Bankar gátu heldur ekki stuðst - bankastarfsmenn nokkurra útibúa þurfa að vinna í dag við upplýsingar í tölvukerfi Reikni- stofu bankanna og urðu því talsverö- ar tafir vegna afgreiðslu. Starfsmenn Seðlabankans fengu flestir frí frá vinnu í gær. Bankastarfsemi í öðrum bönkum fór verulega úr skorðum í gær vegna brunans þar sem tölvukerfi Reikni- stofu bankanna, sem er í Seðla- bankahúsinu, fór úr sambandi. Þurftu bankastarfsmenn að leita upplýsinga í skriflegum pappírs- gögnum. Helgi Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs Lands- bankans, sagði í samtali við DV aö tölvubókanir heföu gengið eðlilega fyrir sig í útibúum Landsbankans í gær. Gert var ráð fyrir að tölvubók- anir yrðu sendar til Reiknistofunnar í dag ef kerfið kæmist í lag. í nokkrum bankaútibúum var ekki Starfsmenn Seðlabankans mættu slökkviliðsmönnum er þeir komu til vinnu í gærmorgun. Rafmagnslaust var í byggingunni í allan gærdag og fengu starfsmenn frí. DV-mynd S hægt að bóka innlegg og úttektir á tölvur - þó var tekið viö peningum eða borgað út samkvæmt eyðublöð- um. Afgreiðsla tafðist verulega af þessum sökum. Starfsfólk í nokkrum útibúum þarf því að mæta til vinnu í dag til þess að færa bókanir í tölvu og senda Reiknistofu bankanna þeg- ar kerfið kemst í lag. Þegar DV menn skoðuðu verksum- merki i aðaltöfluherbergi í kjallara Seðlabankabyggingarinnar síðdegis í gær voru rafvirkjar í óða önn við að þrífa sót af veggjum og tækjum. Ekki er ljóst hve tjón af völdum brunans var mikið, né heldur hve alvarlegar afleiöingar hann hefur í fór með sér fyrir tölvukerfið og aöra starfsemi. -ÓTT Ríkisráðsfundur var haldinn einni klukkustund eftir að hin nýju lög um umhverfisráðuneyti voru samþykkt á Al- þingi. Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar skipar forseti íslands nýja ráðherra og var Július Sólnes skipaður umhverfisráðherra og Steingrímur Hermannsson tók að nýju við Hagstofu íslands. DV-mynd Brynjar Gauti Umhverfisráðuneytið orðið staðreynd: Fjölmennur fundur motmælir skerðingu sóknargjalda: Fé sem ríkið getur ekki ráðstafað að eigin geðþótta - var afgreitt fyrir þremur mánuðum, segir dármálaráðherra Fjölmennur safnaðarráðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis mót- mælti harðlega í vikunni skerðingu á sóknar- og kirkjugarðsgjöldum sem stjórnvöld ákváðu með lánsfjárlög- um í lok síöasfiiöins árs. Fjárlaganefnd Reykjavíkurpró- fastsdæmis lagði fram tiilögu sem samþykkt var einróma á fundinum. „Telur fundurinn skerðinguna vera grófa atlögu að kirkjunni og starfi safnaðanna - ráðstöfunin kemur auk þess hlutaðeigandi í opna skjöldu þar sem ekki var gert ráð fyrir slíkum tekjumissi við gerð fjárhagsáætlana þeirra. Áhersla er lögð á að margir söfnuðir þoli alls ekki þessa tekju- skerðingu sem bitna muni mjög á safnaðarstarfi," segir í ályktun fund- arins. Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra vildi ekki tjá sig um sam- þykkt fundarins er DV bar hana undir hann. Hann sagði þó aö mál þetta hefði verið afgreitt fyrir þrem- ur mánuðum. Fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um ummæli séra Gísla Jónassonar í Breiðholtssókn en hann lét svo um mælt í DV vik- unni að hann liti svo á að með skerð- ingunni væri verið að leggja skemmtanaskatt á kirkjusókn. I ályktun fundarins segir ennfrem- ur að sóknargjöld séu framlög sókn- arbarna tii kirkna sinna og að ríkið sé aðeins innheimtuaðili gjaldanna. „Því skal lögð áhersla á að framlag ríkisins til kirkna og safnaða eru ekki íjármunir sem ríkiö getur ráð- stafað. að eigin geöþótta," segir í ályktuninni. Fundurinn væntir þess að leiðrétt- ing verði gerö hið fyrsta og að fram- vegis verði ekki gengið á lögmætar eignir kirkjunnar. -ÓTT „Sakna Hagstofunnar“ - segir Júhus Sólnes umhverfisráðherra Stækkun Búrfellsvirkj unar: Tilboð Á Aiþingi í gær voru samþykkt lög um Stjórnarráð íslands sem staðfesta stofnun umhverfisráðuneytis. Þar með tekur Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokksins, við hinu nýja um- hverfisráðuneyti sem fyrsti ráðherra umhverfismála á íslandi eins og varð að samkomulagi við myndun síðustu ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar. Frumvarp þar um var sam- þykkt með 11 atkvæðum stjórnar- liða. Fimm þingmenn Sjálfstæðis- flokks greiddu atkvæði gegn frum- varpinu en kvennalistakonur sátu hjá. Þrír þingmenn voru fjarstaddir. Um leið lætur Júlíus af embætti sem ráðherra Hagstofu íslands og tekur forsætisráðherra við því emb- ætti aftur eins og reyndar hafði ávallt tíðkast fram aö því að Júlíus tók við embættinu. „Eg veit að ég kem til aö sakna starfsins sem hag- stofuráðherra - mér var farið að líka það mjög vel,“ sagði Júlíus. „Auðvitað er ég mjög ánægöur með að þetta skuli vera frá. Þetta er búið að vera leiðinleg umræöa og löng. Satt best að segja hef ég ekki skiliö andstöðu við þetta mál á þinginu. Ég hélt að það væri hagsmunamál allra fylkinga að koma á ráðuneyti um- hverfismála og skapa festu í þeim efnum,“ sagöi Júlíus. Hinn nýi umhverfisráðherra sagöi að á næstu vikum tæki við starf við að undirbúa starfsemi hins nýja ráðuneytis og ráða starfsfólk til starfa. Landsvirkjun opnaði í gær þrettán tilboð í þrjá verkhluta véla- og raf- búnaðar vegna stækkunar Búrfells- virkjunar. Fjögur 'tilboð bárust í hverfla, rafala og fylgibúnað, sjö í aflspénna og tvö í rofabúnað. Lægsta tilboö í hverfla, rafala og fylgibúnað átti kínverska fyrirtækið CMEC. Tilboð þess er 598,8 milljónir króna eöa rúmlega 61 prósent af kostnaöaráætlun. Næsta boð átti opnuð ABB frá Svíþjóö sem er 980,8 milljón- ir króna eða rétt rúmlega kostnað- aráætlun. Lægsta tilboð í aflspenna var frá EFACEC frá Portúgal, rúmlega 58 milljónir króna. Vestur-þýska fyrir- tækið Siemens átti lægsta tilboðið í rofabúnaöinn, 187,7 milljónir króna. Tilboöin verða nú könnuö með til- iiti til útboðsgagna og þau borin sam- an. -JH -SMJ Norðurlandaráð: Körfubolti: Fowlks til Grindavíkur Carlsson kemur ekki Á milh 800 og 900 erlendir gestir koma vegna Norðurlandaráðsþings sem hefst í Reykjavík næstkomandi þriðjudag. Á fundinn koma margir af helstu stjómmálamönnum Norð- urlanda en þó er ljóst að vegna stjórnmálaástandsins í Svíþjóð kem- ur forsætisráðherra þeirra, Ingvar Carlsson, ekki. Flestir annarra full- trúa þeirra koma þó. Fráfarandi for- seti Norðurlandaráðs, Karin Söder, mætir en þaö er Páll Pétursson sem skipar forsæti Noröurlandaráðs aö þessu sinni. Á þinginu veröa um 860 þátttak- endur og má meöal annars nefna að um 180 til 190 fréttamenn mæta til leiks. 140 manns munu stjórna skrif- stofu ráðsins en þingið verður í sal- arkynnum Háskólabíós og Hótel Sögu. Þingið mun standa frá þriöju- degi til fóstudags og kosta um 20 milljónir króna sem deilt verður milliþátttökuþjóðanna. -SMJ Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; Bandaríski körfuknattleiksmaður- inn Darren Fowlks er kominn til landsins og leikur með Grindvíking- um í úrvalsdeildinni út keppnistíma- bilið. Hann kemur í staðinn fyrir Ron Davis, sem Grindvíkingar létu fara fyrr í vikunni, og er þriðji erlendi leikmaðurinn sem leikur með þeim á tímabilinu. Fowlks er blökkumaður, tveir metrar á hæð, og samkvæmt þeim upplýsingum sem Grindvíkingar hafa aflað sér er hann mjög fjölhæfur leikmaður. Hann lék síðast með Butl- erháskólanum í Bandaríkjunum og skoraði þá um 20 stig að meðaltali í leik. Grindvíkingar eru þegar búnir aö fá leyfi fyrir Fowlks þannig að hann leikur meö þeim gegn íslandsmeist- urum Keflvíkinga í úrvalsdeildinni annaö kvöld, sunnudagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.