Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Page 4
LAUGARDAQUR 24. FEBRÚAR 1990. Fréttir Fengur EA, skip Þróunarsamvinnustofhunar íslands: Höfum ekki efni á að reka skipið - segir Bjöm Dagbjartsson framkvæmdastjóri „Fengur EA kom frá Grænhöföa- eyjum í september síðastliðnum og hefur legið bundinn við bryggju í Reykjavík síðan. Skipið þarf að fara í klössun, þar á meöal lögbundna klössun, en því miður höfum við ekki haft peninga til að láta það í slipp. Ég veit ekki hvað verður en eins og er höfum við’ engin efni á að reka skipið,“ sagöi Björn Dagbjarts- son, framkvæmdastjóri Þróunar- samvinnustofnunar Islands, í sam- tali við DV. Það hefur vakið athygli hafnar- aödáenda að Fengur hefur legið óhreyfður síðan í haust í Reykjavík- urhöfn og þykir lítið augnayndi eins og hann lítur út. Björn sagði að ætlunin væri að ís- lendingar og Norðmenn tækju að sér Fengur hefur legið bundinn við bryggju í Reykjavík frá því í september. DV-mynd S rannsóknir á veiðiþoli við strendur Suðvestur-Afríku en þar hefur átt sér stað mikil rányrkja árum saman. Ef af þessu verður mun Fengur EA verða notaður við rannsóknirnar. „Ef við eigum að standa við þetta loforð okkar verður að tryggja fé til að reka skipið. Sem stendur er það ekki fyrir hendi. Þaö er mjög vont fyrir okkur íslendinga að standa ekki viö gefin loforð í þessum efnum. Betra hefði þá verið að neita að taka þetta að sér en geta ekki staðið við loforðið," sagði Björn. Það kostar sitt að láta skipið liggja bundiö við bryggju, ekki undir 100 þúsund krónum á dag, að því er Björn Dagbjartsson sagði. -S.dór Fundur með hagstoíuráðherra á Ísaíirði um atvinnustefnu: „Júlíus Sólnes kom algeriega óundirbúinn“ - segir Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík Helga Guðrún Eiríksdóttir, DV, fsafirðL Ég tel aö Júlíus Sólnes hafi komiö algerlega óundirbúinn á þennan fund og vegna framtíöar atvinnu- lífs á Vestfjörðum vona ég sannar- lega að ríkisstjórnin hafi meira fram að færa heldur en fram kom í máli han8,“ sagði Ólafur Kristj- ánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, í samtali við DV. Um fátt er nú meira rætt á ísafirði en fund Júlíusar Sólnes hagstofu- ráðherra á þriöjudaginn um mótun atvinnustefnu á Vestfjörðum. Ráð- herra kom með föruneyti sínu í leiguflugvél þrátt fyrir þrjár ferðir í áaetlunarflugi til ísafiarðar þann dag. Heimamenn fjölmenntu á fund- inn en margir þeirra létu í ljósi vonbrigði aö honum loknum með að ráöherra virtist óundirbúinn og þekking hans á staðháttum vestra vakti aöhlátur. Nokkuð var um aö fundargestir færu af fundi. „Ég varð fyrir sárum vonbrigð- um með þennan fund. Ég haföi búist viö aö ráöherra flytti Vest- firöingum boðskap ríkisstjórnar- innar í atvinnumálum og við myndum eiga um þaö skoöana- skipti viö hann. En það er ekki hægt að tala um það sem ekkert er,“ sagði Ólafur Krístjánsson. Lausaganga sauðíjár: Verður stöðvuð eftir 10 ár - segir Óli H. Þórðarson „Við sáum að það yrði ekki unnt að stöðva lausagöngu sauðfjár um leið og lausagöngu stórgripa. Hana verður að stöðva í áfóngum og við gerum ráð fyrir að það verði á svona 5 til 10 árum,“ sagði Óli H. Þórðarson hjá Umferðarráði en hann er einn þeirra er sátu í nefnd er taka átti á lausagöngu búfjár. Það vakti athygli þegar nefndarálitið var kynnt að lausaganga sauðfjár var skilin eftir þó að í langflestum tilvikum sé keyrt á sauðfé. - Gafst nefndin upp fyrir rökum sauðkindarinnar? „Það voru að sjálfsögðu ágreinings- efni í nefndinni en við vorum að reyna að vera raunsæir í nefndará- liti og þar þurftum við að vera sam- mála. Þaö þyrfti að koma til meiri- háttar breyting á búskaparháttum ef koma ætti í veg fyrir lausagöngu sauðfjár," sagði Óli. í nefndinni mun hafa verið rætt um að koma upp sauðfj árræktarhólfum þar sem tryggja ætti að sauðfé heföi ekki að- gang að vegum. Ekki náðist samstaða um það. Þá lagöi nefndin einnig til breyting- ar á umferðarlögunum sem fela í sér að tjón af völdum árekstra við búfé verði deilt á báða aðila. Er ætlunin að skipta tjóni meira miðað við „sök“ viðkomandi. Ef til dæmis er girðing beggja vegna vegarins ætti ökumað- urinn aö sleppa við kostnaö af tjón- inu. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að skipa bæri aðra nefnd til aö fjalla áfram um lausagöngu búfjár. -SMJ Með sigurbros á vör. Verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins voru veitt í gær. Hér sjáum við sigurvegarana en veitt voru verðlaun í átta flokk- um auglýsinga. Athyglisverðasta auglýsingaherferðin var valin Láttu ekki vísa þér á dyr. Framleiðandi Hvita húsið. Auglýsandi Kreditkort. Athyglis- verðasta sjónvarpsauglýsingin var valin Hraðakstur (Liggur þér lífið á). Framleiðandi íslenska auglýsingastofan í samvinnu við Saga Film. Auglýsandi Sjóvá-Almennar hf. Athyglisverðasta dagblaðaauglýsingin var valin Breiddin er í Breiddinni. Framleiðandi Auk hf. Auglýsandi Bykó. Athyglisverðasta tímaritaauglýsingin var valin Síða (Fólk deyr af völdum alnæmis). Framleiðandi íslenska auglýsingastofan. Auglýsandi Landlæknisembættið. Athyglis- verðasta veggspjaldið var valið lcelandic woollen throws and blankets. Framleiðandi íslenska auglýsingastofan. Auglýsandi Álafoss. Athyglisverðasta dreifiritið var valið Grand skrifstofuhúsgögn. Framleiðandi Auglýsingastofa P&Ó. Auglýsandi EE-húsgögn. Athyglisverðasta útvarpsauglýsingin var valin Pepsí bítur fílinn. Framleiðandi Bylgjan. Auglýsandi Sanitas. Óvenjulegasta auglýsingin var vaiin Flóridana slim. Framleiðandi Auk hf. Auglýsandi Mjólk- ursamsalan. -JGH/DV-mynd Brynjar Gauti Kópavogur: Kvennafram- boð er í bígerð Konur í Kópavogi ætla að standa fyrir opnum fundi á næst- unni til að kanna viðbrögð við framboði þeirra. Verður fundur- inn á alþjóðlegum baráttudegi kvenna eða 8. mars. Að undanförnu hefur nefnd unnið að því að undirbúa fundinn og samkvæmt heimildum DV eru miklar likur á aö konur bjóði fram sérlista í Kópavogi. Þær hafa ekki boðið fram þar áður. Meðal þeirra kvenna sem fyrir framboðinu fara eru Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur og Guðbjörg Einarsdóttir kennari. Þegar hefur verið ákveöið að bjóða fram sérstaka kvennalista í Reykjavík og á Akureyri. Eins og áður sagði er framboð í undir- búningi i Kópavogi og svo mun einnig vera i Hafnarfirði. Ekki er enn ákveðið hvort konur bjóða aftur fram á Selfossi. Þá má geta þess að konur eru að huga að sameiginlegu framboði í Mos- fellsbæ - og þá með vinstri flokk- unum. -SMJ Alþýðuflokkurinn: Enn gæK við sameiginlegan framboðslista Ekki liggur fyrir með hvaða hætti framboði Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnar- kosningarnar verður háttað. Birgir Dýríjörð, formaður full- trúaráðs, segir að óháðir aðilar hafi beðið alþýðuflokksmenn að bíöa aðeins með ákvörðun um útfærslu á framboði. Þá líta kratar enn til Borgaraflokks um sameiginlegt framboð. „Ef ekkert verður af sameigin- legu framboði bjóöum við fram A-lista. Ef þaö verður munum við vera með opið prófkjör, þar sem þátttaka er ekki bundin flokks- skirteinum. Þetta á allt að liggja fýrir snemma í næsta mánuði. Stefhuskrá okkar liggur fyrir. Hún er sú sama og var kynnt með málefnalistanum/' sagði Birgir Dýrfiörð. -Sme Alþýðubandalagið: Viðhefur forval í Reykjavík Alþýðubandalagiö í Reykjavík ætlar að hafa forval við val á framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Tilnefningum í forval á að vera búið að skila fyrir 1. mars. Forvaliö fer síðan þannig fram að öllum félagsmönnum verður sendur kjörseðill í pósti. Áætlaö er að forvalinu verði lokið seint í marsmánuði. Einn þriggja borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins, Kristín Á. Ól- afsdóttir, hefur lýst því yfir að hún gefi ekki kost á sér í forval- inu. Sigurjón Pétursson, sem var í fyrsta sæti síðast, segist ekki til- kynna ákvörðun um framboð eða ekki framboð fyrr en síðar og þá fyrstmeðalfélagasinna. -sme Sjö fyrrum ráð- herrar mótmæla Sjö fyrrverandi menntamála- ráðherrar íslands eru meðal þeirra sem hafá skrifað undir ávarp til Norðurlandaráðs þar sem niðurskuröi til rannsókna á sviöi mennta og vísinda er mót- mælt. Undir þetfa ávarp skrifa einnig fjöldi fræðimanna og prófessora viö Háskólann. Mótmæla þeir þeim áformum að leggja niður allmargar stofhanir á sviði rann- sókna og einnig því að skerða framlag til annarra um 10%. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.