Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Síða 9
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990. Hrói höttur (Eiríkur Smári Sigurðarson) og Marion (Svafa Arnardóttir) bregða hér boga á loft áður en þau ákveða að giftast í nýju barnaleikriti í Hafnarfirði. Nýtt bamaleikrit í Bæjarbíói: Hrói höttur berst við óvini í Hafnarfirði „Hrói höttur er alltaf nokkuð skemmtilegur náungi þótt hann sé stöðluö týpa í gegnum árin. Hann æðir um og rænir þá ríku til að gefa þeim fátæku," segir Eiríkur Smári Sigurðarson, 22ja ára áhugaleikari, sem fer með hlutverk Hróa hattar í samnefndu barna- og unghngaleik- riti sem frumsýnt verður í dag í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þetta er í fyrsta skipti serii Hrói höttur er á leiksviði hérlendis.1 Að sögn Erlends Pálssonar, sem fer með hlutverk foringjans í verkinu, eru það extán áhugaleikarar á aldr- inum 14-25 ára sem fara með hlut- verk í leikritinu. Hins vegar eru hundrað og fimmtíu manns meðlimir í leikfélaginu í Hafnarflrði og það eru ekki bara Gaflarar. Leikstjóri Hróa hattar er Guðjón Sigvaldason. „Mér finnst Hrói vera dálítið prakkaralegur en ég var eins og aðr- ir krakkar alltaf mikill aðdáanda hans,“ segir Eiríkur Smári. „Leikri- tið er byggt upp á spennu og söng og ég er viss um að allir eiga eftir að hafa gaman af því, jafnt stelpur sem strákar. Eiríkur Smári er Gaílari og hefur verið í leikfélaginu undanfarin fjög- ur ár. „Ætli maður sé ekki í þessu vegna félagsskaparins. Annars stunda ég heimspekinám og þar sem það tekur langan tíma að færa upp leikrit reyni ég að velja og hafna varðandi hlutverk," segir hann. „Þetta freistaði mín.“ Æfingar og undirbúningur hefur staðið yfir í tvo mánuði en í tengslum við leikritið var efnt til teiknimynda- samkeppni í grunnskólum landsins. Mjög mikil þátttaka var í keppninni en fimm krakkar voru verðlaunaðir og fá þeir verðlaunin afhent á frum- sýningunni í dag. Fyrstu verðlaun hlaut Klara Rún, 9 ára, en hún er nemandi i Snælandsskóla. Hún fær ferð til Akureyrar í verðlaun, auk Legokubba. Sagan af Hróa hetti er líklegast orðin hálfrar aldar gömul og hefur Hróa í tímans rás verið lýst margvís- lega. í fyrstunni var honum lýst sem glæpamanni. í Walt Disney teikni- mynd er hann gerður að ref og aðrar persónur urðu þar einnig að dýrum. Hrói höttur og ævintýri hans hafa fremur verið talin fyrir börn og ungl- inga en sögurnar voru þó í upphafi Efnt var til teiknimyndasamkeppni meðal barna í grunnskólum lands- ins í tengslum við leikritið og er anddyri Bæjarbíós veggfóðrað þeim myndum sem bárust. Fyrstu verð- laun hlaut Klara Rún, níu ára, fyrir þessa mynd af Hróa hetti sem nú prýðir auglýsingaplakat. ætlaðar fullorðnum. Leikritið í Bæj- arbíói ætti því að henta öllum aldurs- hópum. Leikfélagið í Hafnarfirði er eitt öflugasta áhugaleikfélag á landinu en það hefur sett upp þrjár sýningar á hverjum vetri. Mikil aðsókn hefur veriö á sýningarnar og áhorfendur koma hvaðanæva af landinu. Leik- félagið ætlar að bjóða skólum lands- ins á sýningar á virkum dögum enda hafa krakkarnir tekiö virkan þátt í undirbúningnum með því að senda inn myndir. Anddyri Bæjarbíós hef- ur veriö véggfóðrað með þeim mynd- um, eigendum og öðrum til ánægju. Eiríkur Smári segir að þótt Hrói höttur og félagar skylmist svolítið og skjóti örvum sé ekki um neitt ofbeldi aö ræða. Leiksviðið er byggt upp um allan sahnn þannig að áhorfendur komast í nálægð við leikarana sem hlaupa um á palli sem komið hefur verið fyrir yfir sæti í miðjum salnum. Þótt mikið sé um að vera í Skíris- skógi á meðan á leikritinu stendur endar allt vel eins og í sönnum ævin- týrum. -ELA Á í myrkri gildir að sjást Notaöu endurskinsmerki! 9 Tvær borgir Sá á kvölina sem á völina og þaö er þitt að velja hvort þú vilt fara til AMSTERDAM eöa HAMBORGAR. Það er hins vegar ekkert kvalræði aó dveljast í þessum borgum. Þær eru báðar, hvor á sinn hátt, einstaklega líflegar og skemmti- legar. Veitingastaðir, verslanir, listasöfn og tónleikahallir keppast um að hafa ofan af fyrir feröamönnum. Allt sem þú þarft Flug til þessara borga kostar kr. 22.900. Þaö veró miðast vió að verið sé mest fjórar gistinætur og um helgi. Tilboðió gildir fyrirfebrúar og mars en aðeins er selt á þessu verói í febrúar. Ef þig vantar hótel eða bílaleigubíl, tengi- flug eða lest, sjáum við um það líka. AMSTERDAM EÐA HAMBORG? Síðustu forvöð að panta á þessu verði ARNARFLUG Lágmúla 7, sími: 84477, Leifsstöð, sími 50300. FLUGLEIÐIR /BT Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtu- daginn 22. mars 1990 í Höfða, Hótel Lofleiðum, og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og breyting á 4. gr. samþykkta því til samræmis. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum ffyrir aðal- fund. Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæð, frá og með 15. mars nk. frá kl. 9.00 til 17.00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12.00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.