Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Page 15
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990. 15 í fyrstu urðu allir glaöir og sigur- reifir. Kommúnisminn var fallinn af stalli og fólkið í austri, fólkið í fangabúöunum sá langþráð frelsi innan seilingar. Þetta voru auðvit- að meiri háttar tíðindi fyrir hina frelsuðu og líka fyrir okkur hin sem erum að ýmsu leyti frelsuð um leið. Við höfum verið lítil peð í víg- búnaðarkapphlaupinu, kalda stríð- inu og stórveldadraumunum. Við höfum mátt þola ógnina úr austri, áróðurinn um sæluna, hina póli- tisku glímu við innlenda sem er- lenda trúbadora sem hafa slegið trumbur og boðað stóra sannleik. Skyndilega fellur tjaldið og þá kem- ur í ljós að skýjaborgirnar eru hrunin spilaborg og loftkastalarnir ein ægileg eyðimörk. Þaö þarf ekki frekar vitnanna við þótt það merki- lega gerist að nú koma sanntrúaðir sósíalistar og gamlir spámenn og segja okkur að kerfið hafi fyrir löngu verið í rúst. Hjalti Kristgeirs- son lætur hafa við sig fróðlegt og að mörgu leyti skynsamlegt viðtal í Þjóðviljanum þar sem hann rekur raunir sósíalismans og Svavar Gestsson segir meö einlægum englasvip að Alþýðubandalagið hafi fyrir löngu áttað sig á skip- broti kommúnismans. Nytsamir sakleysingjar á borð við mig spyrja náttúrlega í fávisku: Af hverju sögðu mennirnir þetta ekki fyrr? Af hverju tóku þeir ekki undir meö okkur hinum sem for- ögtuöum ástandið fyrir austan járntjald? Hvað dvaldi orminn langa? í kjölfar frelsisins og endurhæf- ingarinnar í kommúnistaríkjunum fyrrverandi eru þeir að handtaka gömlu foringjana og kommissar- ana og vilja að þeir svari til saka um meintar sakir sínar. Þeir eru að vísu ekki skotnir á staðnum eins og Ceausescu og hans ástkæra eig- inkona en þetta verða ný Núrnberg-réttarhöld þar sem sak- borningarnir verða hafðir til sýnis og syndaselirnir fá makleg mála- gjöld. Lýöurinn heimtar hefnd. Hann heimtar sökudólga. Böðlun- um verður slátrað af fómarlömb- unum. Rannsóknarréttur En það er ekki nóg með að komm- arnir, sem voru staðnir að verki austur þar, verði gerðir ábyrgir gerða sinna. Nú ætlar hin pólitíska réttvísi vestan megin tjaldsins að draga sína eigin sökudólga fyrir dómstól samviskunnar. Við heimt- um líka hefnd. Engum skal hlíft, refsivöndurinn er kominn á loft. Hér uppi á íslandi finnast nefnilega meintir skúrkar og skrattakollar sem hafa lengi legið undir grun um að vera hallir undir almættið í austri. Og þá fer að kárna gamanið. Frelsið verður ekki lengur þægilegt þegar rannsóknarrétturinn fer of- an í saumana á fortíðinni og flettir hana klæðum. Þá kemst upp um syndirnar. Frelsi eins verða fiötrar annars. Innan Alþýðubandalagsins heimta menn uppgjör og þá aðal- lega þeir sem eru svo heppnir að fæðast ekki inn í pólitíska sögu ís- lenskra sósíahsta fyrr en eftir að kalda stríðinu var lokið. Fólkið sem lifði hvorki Stalín, finnska galdur- inn né heldur Ungó og Tékkó ber ekki ábyrgð á þeim gerningum og vill kasta öllum slíkum syndum á bak við sig. Það vill uppgjör við gömlu kommana. Það vfil þvo hendur sínar. Og Mogginn heimtar líka rann- sóknarrétt. Mogginn heimtar staö- reyndirnar upp á borðið og sjálf- sagt margir fleiri af því sauðahús- inu sem hafa löngum predikað umburðarlyndi í stað einræðis, manngæsku í stað morða, húman- isma í stað kommúnisma. Þeir sem afneituðu harðræðinu, dómsmorð- unum og aftökum gerska ævintýr- sins ætla sér nú sjálfir að setjast í dómarasætið og skilja á milli hafr- anna og sauðanna. Nú skal kné fylgja kviði. Þarna er hún sem sagt komin, miskunnsemin, sem sífellt var boðuð og beðið fyrir af þeim samverjum sem skrifuðu og töluðu gegn miskunnarleysinu. Blettur á mannorðið Það setur að manni hálfgerðan hroll. Ekki þar fyrir að ég hafi eitt- hvað á minni pólitísku samvisku eöa sé undir þá sök seldur að vera laumukommi heldur hitt að ef póli- tískt eða mannlegt sakleysi felst í því aö hafa hreint sakavottorð um alla sína ævi þá getur orðið erfitt að lifa í henni veröld, jafnvel fyrir þá sannkristnu. Hvað nú ef einhverjum dytti í hug að rannsaka feril minn og heimta iðrun og yfirbót vegna axarskafta sem hafa orðið á leið minni í gegn- um lífið? Já, hvað þá? Hverjir voru æskuvinimir? Leynist þar kannski einhver slúbertinn og seinni tíma syndaselur sem getur komið svört- um bletti á mannorð mitt? Ég man ekki betur en aö ég hafi á mínum ungdómsárum lagst upp á rauð- hæröan strák í Högunum sem seinna gerðist framúrstefnumaður í póhtík og uppþotum og heimtaði byltingu á hveiju kröfuspjaldi. Við skröfuðum margt í þá daga og með- al annars um pólitík og völd og lögðum á ráðin um frama okkar. Sömdum meira að segja heilu stefnuskrárnar! Hann þvældist síðar til útlanda og maður veit ekki nema hann hafi gerst njósnari eða hermdarverka- maöur í undirheimunum og gæti hugsanlega kjaftað frá vinskap okkar ef hann finnst! Hvað þá ef stefnuskrárnar eru enn í fórum hans. Þá er úti um veslings mig. Ég hef ferðast um marga ókunna og dularfulla staði og einu sinni skrifaöi ég grein um mannkosti austur-þýskra íþróttaforystu- manna. Nú hafa þeir játað á sig sök um að hafa gefið íþróttafólki sínu örvandi lyf og gagnbyltingin hefur rekið þá alla frá völdum og hver veit nema ég verði kannski dreginn til ábyrgðar um að hafa verið sam- sekur þeim í dópinu? Eða spurður hvað ég hafi verið að gera í útlönd- um án þess að gefa um það skýrsl- ur til hins opinbera? Var þetta póli- tísk sendiför, kurteisisheimsókn eða forvitni ferðamannsins sem rak mig á þennan stað? Maður veit aldrei og ég kann engin svör viö áleitnum spurningum hins sögu- lega uppgjörs. Samviska þjóðarinnar Og ég er áreiðanlega ekki einn um vafasama fortíð þegar kemur að skírlífinu í pólitíkinni. Grand- vörustu menn hafa verið teknir tah af vafasömum karakterum og hver er sá stjórnmálamaðurinn sem þolir gegnumlýsingu á athöfn- um sínum og viðmælendum langt aftur í timann? Vill Kiddi Finnboga segja okkur hvað hann hefur verið að gera í Búlgaríu í öh þessi ár? Hvað tafði for Jóns Baldvins þegar hann hvarf bak viö jámtjaldið samkvæmt frá- sögn Bryndísar á blaösíöu 99 í lífs- sögu hennar og gaf sig ekki fram fyrr en eftir margra vikna útivist í löndum hinna forboðnu? Eigum við aö draga nóbelsskáldiö fyrir rannsóknarrétt af því Laxness dró það í þrjátíu ár að segja okkur frá lyginni um sæluna í Sovét? Er Hjalti Kristgeirsson orðinn stikkfrí af því að hann hefur afneitað trúnni í síðbúnu viðtali við Þjóð- viljann? Allir muna eftir fiaðrafokinu þeg- ar norskur sagnfræöingur, Tangen að nafni, þóttist hafa uppgötvað að Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrum forsætisráðherra, hefði veriö hálf- gerður landráðamaður. Það varð hvorki Tangen né sögumönnum til mikils framdráttar. Og ekki til að varpa neinu ljósi á hlut Stefáns Jóhanns. Sagnfræði Tangens varð að sögufólsun en eftir stóð að mannorð hans var flekkað, án þess að Stefán Jóhann gæti borið hönd fyrir höfuð sér. Þolir yfirleitt nokkur aö draga líf sitt og syndir fram í dagsljósið? Sá kasti fyrsta steininum sem synd- laus er. Ef samviska þjóðarinnar kæmist í hlutverk þess píslarvættis mundum við sennhega hafa hér einn samhljóma grátkór iðrandi sökudólga. Og hver yrði bættari? Hver er sekur og hver er saklaus í ljósi sögunnar? Sagan er tími og tíminn er þróun. Öll erum við að þroskast frá skoðunum og afstöðu og það sem er rétt í dag getur verið rangt á morgun. Við lærum af mis- tökum og vöxum frá misgeröum. Það er heimskur maður sem heldur að hann sé alvitur í upphafi. Stóri sannleikur vestan megin er ekkert betri en stóri sannleikur austan megin. Það geta allir verið vitrir eftir á. Uppgjör við nútíðina Við skulum alveg hafa það á hreinu að gömlu kommarnir á ís- landi trúðu á Sovét ísland og það er líka alveg á hreinu að núverandi Alþýðubandalag hefur verið nyt- samur sakleysingi kommúnismans með því að bera blak af ástandinu, halda uppi opinberu sambandi við suma skúrkana og telja sig eiga pólitíska samleið með öllum þeim sem predikað hafa sósíalisma í heiminum. Þar með er ekki sagt að þeir beri ábyrgð á glæpaverkun- um eða hafi verið í samneyti með haröstjórunum. Gorbatsjov er dáður og virtur um víða veröld fyrir glasnost og pere- strojku. En Gorbatsjov komst tíl valda í skjóh flokksins og hann var að því leyti samsekur kúguninni að hann sat í miðstjóm og æðsta ráði þegar Bresnev og fleiri einræö- isherrar deildu og drottnuðu. Vhl einhver draga Gorbatsjov fyrir rannsóknarrétt og dæma hann sek- an vegna fortíðarinnar? Á hann ekki að njóta verka sinna í nútím- anum í stað þess að. afhjúpast af fortíðinni? Alþýðubandalagið má mín vegna engjast sundur og saman í sam- viskubiti og Mogginn má mín vegna heimta söguskýringar og játningar. Sjálfsagt munu skjala- söfnin í Kreml verða opnuð al- menningi og sagnfræðingum einn góðan veðurdag og þá mun eflaust ýmislegt óþægilegt koma í ljós um samskipti íslenskra sósíalista við Kremlverja. En það verða skýrslur um menn og málefni á öðrum tím- um og við aðrar aðstæður. Það mun verða saga en ekki dómur. Það mun leiða í ljós hvaö Alþýðubandalagið vildi þá en ekki hvað það gerir nú. Alþýðubandalagið á að gera upp samvisku sína í nútíðinni og kjós- endur eiga að dæma flokkinn af verkum hans. í stað þess að grafa gamla forystumenn upp úr gröfum sínum á Alþýðubandalagið að end- urmeta stefnu sína. Gera upþ við nútíðina. Vinstri menn á íslandi hafa verið nytsamir sakleysingjar frekar en forhertir meðreiöarsveinar. Þeir hafa haft samúð með sósíalisman- um án þess að játa bresti hans. Þeir hafa afneitaö kommúnisman- um án þess að viðurkenna ósigur hans. Sagan mun ekki dæma þá heldur sálarkreppan sem heltekur þá þegar fyrirheitna landið og fyr- irheitna kerfið hefur gufað upp fyr- ir augum þeirra og mannkynsins. íslendingar þurfa ekki á neinum rannsóknarrétti að halda um synd- ir forfeöranna. Póhtískt uppgjör fer fram í kjörklefunum en ekki í rétt- arsalnum. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.