Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 24. FUBKÚAR 1990, Skák Yngsti skákmeistari Akureyrar frá upphafi Skákþing Akureyrar á sér 90 ára sögu en aldr.ei fyrr hefur sigurveg- arinn veriö svo ungur að árum. A mótinu í ár, sem lauk í vikunni, varð Rúnar Sigurpálsson hlut- skarpastur en hann er aðeins 17 ára gamall. Rúnar deildi efsta sæti með Magnúsi Pálma Örnólfssyni frá Bolungarvík en hann tefldi sem gestur á mótinu. Rúnar hreppti því sæmdarheitið „skákmeistari Ak- ureyrar 1990“. Slagurinn um titilinn stóð milli Rúnars og Boga Pálssonar, sem vann þrjár fyrstu skákir sínar, þar á meðal gegn tveimur stigahæstu mönnum mótsins, Magnúsi Pálma og Gylfa Þórhallssyni. Rúnar fór hins vegar mun hægar af stað; gerði tvö jafntefli í fyrstu skákun- um og tapaði fyrir Gylfa. En hann vann þrjár síðustu skákirnar, þá mikilvægustu í 8. umferð er hann náöi að setja Boga á kné og komast upp fyrir hann. Rúnar vann sér rétt til að tefla í landsliðsflokki á Skákþingi ís- lands, sem fram fór sl. haust. Þar hlaut hann sína eldskírn í „alvöru skákmóti" og mátti þar þola mörg bylmingshöggin áöur en hann komst upp í næstu flugvél norður. En mótið var honum greinilega dýrmæt reynsla sem nú er að skila sér. Rúnar er einn fjölmargra ungra og efnilegra skákmanna sem fram hafa komið í öflugu unglingastarfi Skákfélags Akureyrar hin síðari ár. Hann varð skólaskákmeistari Akureyrar og Norðurlands eystra í yngri flokki 1985 og siðan í eldri flokki 1988. Þaö ár varð hann jafn- framt unglingameistari Akur- eyrar. Þá vakti Rúnar athygli er hann tefldi með Gagnfræðiskóla Akureyrar á íslandsmóti grunn- skólasveita í maí 1988 og fékk 7,5 v. af 9 mögulegum á fyrsta borði. Hann tapaði ekki skák en vann t.a.m. Hannes Hlífar og gerði jafn- tefli við Sigurð Daöa, þekkta skák- kappa úr höfuöborginni. Síðan hef- ur Rúnari stöðugt farið fram og er sjálfsagt skammt að bíða nýrra af- reka. Skoðum lokastöðuna í A-flokki á Skákþingi Akureyrar. Keppendur voru 10 og tefldu 9 umferðir: 1. - 2. Magnús Pálmi Örnólfsson og Rúnar Sigurpálsson 6,5 v. 3. Bogi Pálsson 6 v. 4. Gylfi Þórhallsson 5,5 v. 5. -6. Reimar Pétursson og Jakob Kristinsson 4,5 v. 7. Þór Valtýsson 4 v. 8. Jón Ámi Jónsson 3,5 v. 9. Skafti Ingimundarson 2,5 v. 10. Friðgeir Kristjánsson 1,5 v. í B-flokki voru einnig tíu kepp- endur og tefldu allir við alla. Þar varð Stefán Andrésson, Bolungar- vík, hlutskarpastur, hlaut 7 v. Örv- ar Arngrímsson hlaut 6,5 v. og 2. sæti, Þórleifur Karlsson og Smári Gestsson fengu 6 v. og Júlíus Björnsson 5 v. í unglingaflokki, 13-15 ára, sigr- aði Þórleifur Karlsson, sem fékk 6,5 v. af 7 mögulegum. í flokki 12 ára og yngri varð Páll Þórsson efst- ur eftir aukakeppni við Magnús Ásbjörnsson og Einar Jón Gunn- arsson en allir fengu þeir 10,5 v. af 13 mögulegum. Þess má geta að nú um helgina stendur yfir 55. Skákþing Norð- lendinga, sem fram fer á Sauðár- króki. Tuttugu manna hópur frá Akureyri er þar meðal þátttak- enda, m.a. Rúnar, nýkrýndur Ak- ureyrarmeistari, og Þór Valtýsson, sem freistar þess að verja Norður- landsmeistaratitilinn. Davið Bronstein, sovéski stórmeistarinn kunni, kemur á 14. Reykjavíkurskákmótið sem verður 60 ára af- mælismót Búnaðarbankans. En hér er skák frá þinginu á Akureyri. í gömlum kennslubók- um segir að riddari á sjöttu röð, valdaður af peði, sé gulls ígildi. I skákinni nær hvítur vinnandi sókn með fulltingi riddara á e6 en svarti riddarinn, sem einnig á sinn óska- reit, má sín lítils. Hvítt: Jón Árni Jónsson Svart: Skafti Ingimarsson Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. 0 0 Bg7 5. c3 d6 6. d4 Bd7 7. Bg5 Rge7 Traustari leikmáti er 7. - f6 8. Be3 Rh6 og síðan Rf7 og stutt hrókun. 8. Dd2!? Ætlar bersýnilega að skipta upp á svartreita biskupum. Fleiri hefðu eflaust hugaö að því að koma drottningarriddaranum á fram- færi. 8. - a6 9. Be2 Bg4?! Skák Jón L. Árnason Missir marks þar eð hvítur sneri kóngsbiskupnum heim í síðasta leik. Svörtum er enginn hagur í því að láta „betri biskupinn“ af hendi. 10. d5 Rb8 11. Bh6 0-0 12. c4 a5 13. Rc3 Ra6? Þetta er slakur leikur. Frá d7 tek- ur riddarinn virkari þátt í barátt- unni og þaðan kemst hann einnig til c5, ef hann svo kýs. Því var hvorttveggja betra, 13. - Rd7 og áfram t.d. 14. Bxg7 Kxg7 15. Rel Bxe2 16. Dxe2 Rg8! 17. Rd3 De7; eða 13. - Bxf314. Bxf3 Rd7 þó með þægi- legri stöðu á hvítt í báöum tilvik- um. 14. Bxg7 Kxg7 15. Rel! Bxe2 Hann gat reynt aö halda biskupn- um til haga en eftir 15. - Bd7 16. Rd3 b6 17. f4 f6 18. Hf2 og næst 19. Hafl á hvítur vænlegri færi. 16. Dxe2 Rc5 17. f4 exf4 Skárra er, úr því sem komiö er, 17. - f6 og reyna að halda sér fast. Eftir leikinn í skákinni á svartur sér ekki viðreisnar von. 18. Hxf4 f6 19. Rd3 Rxd3 20. Dxd3 g5 21. Hf2 Rg6 Riddarinn á e7 var vandræða- gripur en nú kemst hann þó á góö- an reit á e5. En hvíti riddarinn eyg- ir einnig reit í herbúðum svarts - sýnu hættulegri! 22. Rb5! Re5 23. Dc3 Hf7 Eða 23. - c5 24. dxc6 fr.hl. bxc6 25. Rd4 Dd7 26. Rf5+ Kg8 27. Hadl með vinningsstööu. 24. Rd4 Dd7 25. Re6+ Kg6 26. Hafl He8 27. Dh3! h6 - Og svartur gafst upp um leið, áður en hvítur léki 28. DÍ5+ Kh5 29. Rf4+ Kh4 30. g3 mát! Aðrir leikir hefðu heldur ekki bjargað taflinu. T.d. 27. - g4 28. Hxf6+! Hxf6 29. Hxf6+ Kxf6 30. Dh4+ Kf7 31. Dxh7+ Kf6 32. Df5+ Ke7 33. Dg5+ Kf7 34. Dg7 mát; eða 27. - h5 28. Hxf6 + ! Hxf6 29. Hxf6+ Kxf6 30. Df5+ o.s.frv.; eða 27. - De7 28. g4 h6 29. Dh5+ Kh7 30. Rxg5 + ! og vinnur. Bronstein og Kamsky koma Útlit er fyrir að 14. Reykjavíkur- skákmótið, sem verður 60 ára af- mælismót Búnaðarbankans, verði betur skipað en mörg undanfarin ár. Fjölmargir erlendir skákmeist- arar hafa tilkynnt þátttöku, þar á meðal þrettán sovéskir stórmeist- arar! Mótið hefst 17. mars, strax eftir stóveldaslag VISA og IBM. Margir keppendanna þar munu dvelja áfram í höfuðborginni. Allt sovéska landsliðið hefur t.a.m. sýnt áhuga á þátttöku, að liðsstjórunum Geller og Razuvajev meðtöldum, en þó ekki Jusupov og Dolmatov. Þá hafa Bandaríkjamennirnir Gulko, Seirawan, de Firmian, Kudrin, Fedorowicz, Christiansen, Browne, Dzindzihashvili og Benjamin til- kynnt þátttöku og enski stórmeist- arinn Speelman. Aðrir kunnir skákmeistarar sem hafa skráð sig eru Mortensen (Danmörku), Hell- ers, Ernst, Wedberg og Schússler (Svíþjóð), Tisdall, Gausel, Djur- huus og Östendstad (Noregi) að ógleymdum fastagestinum Karl Burger, frá Bandaríkjunum. Nýjustu nöfnin á þátttandalistan- um eru heldur ekki af verri endan- um. Það eru þeir Davíð Bronstein, sovéski stórmeistarinn kunni, sem tefldi einvígi um heimsmeistaratit- ilinn við Botvinnik 1951 en tapaöi á jöfnu, og Gata Kamsky, sem komst á forsíðu New York Times um páskana í fyrra, er hann flúði Sovétríkin ásamt föður sínum á skákmótinu í New York. Kamsky þykir sérlega efnilegur og margir spá honum heimsmeistaratign. Á opna mótinu í Palma á Mallorca í desember varð hann í 2.-3. sæti ásamt Miles. Ef hann teflir eins og þar þurfa íslenskir skákunnendur engu að kvíða. í Palma gerði Kam- sky ekkert jafntefli en vann sjö skákir og tapaöi tveimur. Þeir sem lögðu kappann voru sovéski stór- meistarinn Oleg Romanishin og Margeir Pétursson. -JLÁ X iif £ i 1 4A X # 1 A * á A A A A S A A ______ ABCDEFGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.