Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Side 22
22
Veiðihomið ________________p^v
Ég er alveg hættur
að veiða...
Árshátið Veiöifélagsins Strauma var haldin fyrir fáum dögum og við vorum á staðnum. Hér fá þeir félagarnir
Helgi Eyjólfsson og Gunnar Sveinbjörnsson sér góðan sopa af hvitvini úr bikar Helga. Þeir félagar veiddu jafn-
stóra laxa en Helgi vann á hlutkesti. DV-myndir G.Bender
Veiðimenn eru margir hverjir
farnir að huga að veiöileyfakaupum
fyrir sumarið og svo virðist sem ekk-
ert eigi aö slá af. Enda búast veiöi-
menn sem betur fer ekki við miklum
hækkunum á veiðileyfum næstu
sumur. Það má reyndar ekki hækka
hluti mikið vegna aðgerða ríkis-
stjórnar og verkalýðshreyfingar. Það
hlýtur að koma veiðimönnum til
góða með tíö og tíma. Annað væri
hið versta mál. En þó margir hverjir
séu búnir að tryggja sér „nokkra“
daga í sumar tala þeir ekki hátt um
það. Einn veiðimann hitti ég um dag-
inn og spurði hvort hann hefði keypt
eitthvað af veiðileyfum. „Nei, það
verða fá veiðileyfi í sumar, hálfur
dagur í Elhðánum, nokkrir dagar í
Leirvogsá, tvær vikur víða í Hvítá
fyrir austan, nokkir dagar í Korpu
og einhverjir dagar í veiðivötnum
víða um land í sumar. Maður er eig-
inlega hættur þessu,“ bætti hann við
í lokin. Þetta þýðir mánuö í veiði
Garðar Sigurðsson flytur eina af sín-
um mörgu stökum á árshátíð
Strauma við góðar undirtekir gesta.
víða um land og svo er maöurinn
eiginlega hættur. Hvernig er það þeg-
ar maöur er að byrja í veiðinni, ef
þetta er að hætta?
Ármenn fræðast um
Þverá og Kjarrá
Gunnar Sveinbjörnsson, sérfræð-
ingur um Þverá og Kjarrá í Borgar-
firði, var fyrir fáum dögum hjá Ár-
mönnum og sagði frá ánum. Margir
skemmtilegir fluguhyljir eru víða í
þessum ám og Ármenn ætla þangað
seinnipartinn í ágúst til veiða. En
enginn er fróðari um ámar en Gunn-
ar.
Bugða tekin í gegn
Bugða, áin sem rennur í Laxá í
Kjós og fáir vilja fá sem sitt veiði-
svæði snemma sumars, gæti orðið
eftirsótt næstu sumur því aö veiðifé-
lagið Lax-á hefur heldur betur látið
taka ána í gegn og laga hylji hennar.
Hafa þeir verið dýpaðir mikið og sett-
ir í þá steinar víða til að laxinn stoppi
meira í henni en það hefur hann lítið
gert nema þá helst í fossinum.
Eflaust vilja margir komast í Bugðu
næsta sumur. Svona framkvæmdir
mætti eflaust gera víða í veiðiám.
Skemmtilegum görðum var ýtt út í
Breiðdalsá í Breiðdal á sínum tíma.
Þeir hafa gefiö góða raun og laxinn
stoppar við þá.
-G.Bender
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990.
Þjóðarspaug DV
Kominn að Dóru
Unglíngspiltur einn á Borgar-
firði eystra var eitt sinn að leita
að símanúmeri vinar sins i
Reykjavik er hér Sigurjón. Eftir
að Borgfiröingurinn hafði setið
dágóða stund og blaðað í síma-
skránni kallaði móðir hans í hann
og bað hann aö skreppa út með
rusliö. Um leið og pilturmn tók
viö ruslapokanum úr hendi móð-
ur sinnar, rétti hann henni síma-
skránna og bað hana að hjálpa sér
að finna símanúmerið hans Sigur-
jóns. Og áður en hann snaraöíst
út úr dyrunum kaliaöi hann:
„Ég er kominn út að Ðóru í
skránni."
Nafnaskipti
Happasæll skipstjóri tók upp á
þvi á efri árum að kvænasL Eftir
þann atburö spuröu gárungamir
hann að því hvort hann ætlaði nú
ekki að láta nafn konunnar á bát-
inn í stað þess sem á honum væri.
„Nei, það kemur ekki til mála,“
svaraöi skipstjórinn, „en vera má
að ég kaili konuna hins vegar eft-
ir bátnum ef hún reynist jafhvel
og fleytan."
Frekar iauslát
Kona eín, Jóna að nafni, þótti
frekar lauslát. Er hún var komin
yfir fertugt tók hún upp á því að
flytja til Færeyja. Komst þá einn
nágranni hennar svo að orði:
„Að hún Jóna skuli flytja til
Færeyja, eins og þetta er fámenn
þjóð.“
Hvað gerðist þá?
Tíu ára gamall strákur, sem
ekki þótti stiga í vitið, var eitt
sinn spuröur að þvi, af kennara
sínum í kristnum fræðum, hvað
gerst hefði á jólunum. Strákur
tók sér ágætis umhugsunartima
en svaraði því næst;
„Ja, þá fengu nú alhr jóla-
pakka."
Aumingja móðirin
Maöur eínn, sem heitir því
ágæta nafni Ólafur Als, ætlaöi sér
eitt sinn aö taka til máls á fundi.
En ekki var nú fundarstjórinn
meö nafn hans alveg á hreinu því
er kom að honurn á mælenda-
skrá, kynnti hann Ólaf með þess-
um orðum:
„Og næstur tekur til máls Ólaf-
ur Allsson."
Finnur þú fimm breytingar? 43
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur er
að gáð kemur í ljós að á hægri
myndinni hefur fimm atriðum
verið breytt. Finnir þú þessi fimm
atriði skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og senda
okkur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurveg-
ara.
Vinningar fyrir 43. getraun.
1. Hitateppi fyrir bak og hnakka
kr. 3.900.
2. Svissneska heilsupannan kr.
2.990.
Vinningarnir koma frá Póstversl-
uninni Príma, Hafnarfirði.
Vinningar fyrir 41. getraun
1. Vasadiskó með bassamögnun,
að verðmæti kr. 5.900,-
2. Vekjaraklukka, að verðmæti kr.
1.900,-
Vinningarnir koma frá Ópus,
Skipholti 7, Reykjavík
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 43
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir fertu-
gustu og aðra getraun
reyndust vera:
1. Rannveig Ragnarsdóttir,
Munkaþverárstræti 34, 600
Akureyri
2. Orri Stefánsson,
Lokastíg 2, 620 Dalvík.
Heimilisfang:
Vinningarnir verða sendir
heim.