Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Page 30
38
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990.
LífsstOI
Flúðir:
Heitir pottar, hesta-
leiga og golfvöilur
Fagurt landslag, prýðis hótel og
veitingaaðstaða, 9 holu golfvöllur,
sundlaug og gufubað, sérstaett lítið
minjasafn, hestaleiga, fagrar göngu-
leiöir og ýmislegt fleira er það sem
Flúðir bjóða ferðalöngum upp á. Auk
þess eru Flúðir góð miðstöð ferða-
manna sem vilja skoða uppsveitir
Ámessýslu því þaöan er stutt á ýmsa
þekkta ferðamannastaði svo sem til
Gulifoss og Geysis og inn í Þjórsár-
dal.
Það hvíhr mikil friðsæld yfir Flúð-
um. Þar voru ýmsir dýrgripir Lands-
bókasafns íslands og Þjóðskjalasafns
geymdir í síðari heimsstyrjöidinni
svona í öryggisskyni ef til þess kæmi
að Reykjavík yrði fyrir loftárás eða
í heitu pottunum hafa menn það dægilegt.
Veðrið í útlöndum
HITASTIG ISRÁÐUM
-10 e&a Isgra sssssssss IIÉ otn-5 : Itiis 11 tms 1E1II20 2011125
áveöurfréttumVeöurstolulslandskLiajihádegUöstudag^
Halla Siguróardóttir í Hvitárholti á Skolla en á bænum er rekin hestaleiga
og reiðskóli.
ef svo illa vildi til að Reykjavík yrði
að vígvelh. Þá ríkti friður á Flúöum
og er svo enn.
Yfir sumartímann leggur mikill
fjöldi ferðamanna leið sína til Flúða
en yfir vetrartímann eru þeir færri
sem sækja staðinn heim sem er raun-
ar synd því það er ekki síðra að koma
á Flúðir á þeim árstíma. Þegar hvítur
snjórinn umvefur staöinn og sólin
gyllir nálægar hæðir og fjöll eru fáir
staðir sem státa af jafnmikilh nátt-
úrufegurð og Flúðir.
Jaróhiti
Mikill jarðhiti er á þessum slóðum
og er hann í landi jarðanna Grafar,
Grafarbakka og Hellisholta, báðum
megin Litlu-Laxár.
Mikil gróðurhúsarækt er í tengsl-
um við jarðhitann á Flúðum og mik-
ið af því grænmeti, sem við snæðum
yfir sumartímann á uppruna sinn að
rekja þangað, þar er einnig ein mesta
svepparækt landsins. Hver kannast
ekki við hina frægu Flúðasveppi?
Stuttfrá Reykjavík
Það er ekki nema 100 kílómetra
akstur frá Reykjavík að Flúðum og
er öll leiðin maibikuð nema síðustu
kílómetrárnir.
Raunar eru Flúöir byggðahverfi í
Hrunamannahreppi og heitir þaö
Grafarhverfi, en Flúðir er nafnið á
grunnskólanum á staðnum sem
starfræktur hefur veriö síðan 1929
og félagsheimihnu sem var vígt 1952.
Golfvöllur
Tær bergvatnsá, Litla-Laxá rennur
í gegn um Flúðir í fallegum farvegi.
Á bökkum hennar skammt neðan
þorpsins hefur nú verðið gerður
myndarlegur 9 holu golfvöllur í landi
bæjarins Efra-Sels. Golfáhugamenn
á staðnum hafa á undanförnum mán-
uöum verið að byggja skála við völl-
inn og er hann nú vel á veg kominn.
Næsta sumar ætti því að vera komin
ákjósanleg aðstaða fyrir golffikla að
spila golf á Flúðum.
Hótel Skjólborg
Hótel Skjólborg er rekið í tengslum
við Hótel Flúðir og er það opið allt
árið. Skjólborg er í tveimur bygging-
um og eru tíu herbergi í hvorri fyrir
sig. Þar er hægt að hýsa um 40
manns. Herbergin eru rúmgóð,
smekklega innréttuð og hverju her-
bergi fylgir lítill ísskápur, sér bað og
heitur pottur og eru þeir raunar stolt
hótelsins. Að dagslokum er fátt in-
dæha en drífa sig í heitu pottana og
sitja þar og dorma. Ef veður eru vá-
lynd er það skrýtin tilfinning að
hggja í pottunum, hríðin iðar aht í
kring og veöurhljóöin skella á hljóð-
himnunum. í pottinum er hins vegar
hlýtt og notalegt og ef fólk er kjarkað
er fátt meira hressandi en aö fá sér
snjóbað á eftir - það er að segja ef
einhver snjór er.
Ferðamannamióstöð
Um helgar er veitingasala í félags-
heimihnu en í miðri viku verða
ferðalangar að panta sér mat með
fyrirvara ef þeir vilja snæða. í eldri
byggingunni í Skjólborg er lítið her-
bergi þar sem hægt er að elda sér og
þar er að finna öll þau áhöld sem
þarf til matargerðar.
Um helgar er það einkar vinsælt
að hópar haldi fundi, árshátíðir eða
samkomur á Flúðum og eru margar
helgar upppantaðar í vetur. í miðri
viku er ihns vegar yfirleitt nóg af
lausum herbergjum í Skjólborg og
því upplagt að taka sér frí og skreppa
þangað til að njóta hvíldar og hress-
ingar frá amstri hversdagsins. Auk
þess er á Flúðum rekin ferðamanna-
miðstöð og í tengslum við hana er
leigð út gisting í fimm smáhýsum. í
hverju húsi er góð eldunaraðstaöa,
tvö svefnherbergi og setkrókur. Hús-
in eru leigð út árið um kring. Ekki
langt þar frá er svo sundlaug staðar-
ins. Sundlaugin, sem er útisundlaug,
er nýlega uppgerð og ágætis laug á
ýmsan hátt. Þegar sundlaugin var
gerð upp var bætt þar við gufubaði
og ljósalömpum.
Litla minjasafniö
Maöur var nefndur Emil Ásgeirs-
son og bjó í Gröf. Um 1960 hóf hann
söfnun á gömlum munum og er nú
í Gröf sérstætt minjasafn sem ber
stórhug og natni þessa bónda fagurt
vitni. Safnið er til húsa í sambyggðu
gömlu fjósi, hlöðu og mjólkurhúsi. í
hlöðunni eru varðveitt ýmiss konar
landbúnaðartæki og tól frá fyrstu
áratugum þessar aldar. Þar eru göm-
ul heyvinnutæki, gamall mykjudreif-
ari, þúfnabanar og fleira. Þegar Emil
fékk þessi tæki í hendur voru þau
mörg hver í slæmu ásigkomulagi en
hann gerði þau upp, pússaði af þeim
ryö og málaði þau í upphaflegum lit-
Það má sjá gömul landbúnaðartæki úti fyrir minjasafninu í Gröf.