Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990. Útlönd Uppreisnarforingja leitað Vestur-Þýskaland: Ágreiningur inn- an stjórnarinnar Stjórnarslit yfirvofandi? Sumir óttast aö stjóm Sambands- lýðveldisins kunni aö falla vegna ágreinings um mismunandi afstöðu stjórnarflokkanna til þessa máls. En heimildarmenn innan stjórnarinnar segja aö þrátt fyrir háværar deilur telji kanslarinn ekki aö frjálsir demókratar segi sig úr stjórninni en slíkt væri dauðadómur fyrir hana. Stuöningsmenn uppreisnarforingjans Aguinaido á Filippseyjum gripnir i gaer. Simamynd Reuter Corazon Aquino, forseti Filippseyja, fyrirskipaði í gær her sínum að beita öllum ráðum til að fmna fylkisstjórann Aguinaldo sem fór í felur eftir aö reynt var aö handtaka hann á sunnudaginn. Aguinaldo snerist tíl varnar og var einn herforingja Aquino, sem send- ur hafði verið til höfuðs Aguinaldo, myrtur. Handtaka átti fylkisstjórann vegna meintrar aðildar hans að uppreisninni í desember. Aguinaldo komst undan í sjúkrabíl. Hann er fyrrum yfirmaöur í leyniþjónustu hersins og vanur skæruhernaði. . Vilja beinar viðræður um gísla Bandaríkjastjórn hefur viöurkennt að unnið sé að því bak við tjöldin að reyna að fá vestræna gísla í Líbanon látna lausa. Hins vegar sé engin ástæða tíl að ætía aö lausn sé á næsta leití. Talsmaður Hvíta hússins, Marlin Fitzwater, sagði í gær að Bandaríkja- stjóm myndi vilja ræða beint við irönsk yíirvöld um gíslamálið en lagði jafnframt á það áherslu að slíkar viöræður væru ekki á dagskrá á næst- unni. Fitzwater útilokaði ekki að alls kyns óbeinar viðræöur færu fram bak viö tjöldin og væru margir viðriönir þær, þar á meðal kaupsýslumenn og stjómarerindrekar. Orðrómur hefur veriö á kreiki að undanförnu að lausn nokkurra gísl- anna væri í sjónmáli. Heimiidarmenn í Beirút tjáðu Reuterfréttastofunni á mánudaginn aö Terry Andersson, yfirmaður AP-fréttastofunnar í Miö- austurlöndum, yröi ef til viil látinn laus 16. mars en þá em liöin fimm ár frá því að jþonum var rænt. Steypt af stalli Eftir nokkurra daga árangurs- lausar tilraunir tókst verkamönn- um í Búkarest í Rúmeníu loks að taka niöur tíu metra háa styttu af Lenin í gær. Viðstaddir voru nokk- ur hundruð borgarar sem fögnuðu ákaft. Hin nýju yfirvöld í Búkarest köll- uðu rísastyttuna af forföður so- véska ríkisins tákn um kommún- íska fortíð Rúmeníu. Það reyndíst hins vegar erfiðara að losna við Lenín en kommúnismann, að sögn eins þingmanns. Borgarstjórinn í Búkarest vonast tíl að geta selt styttuna á uppboöi og yrði byriun- arverö ein milljón dollara. Lenin steypt Sftnamynd Reuter Kontrar útilokaðir Hinn nýkjömi forseti Nicaragua, Violeta Chamorro, sagði í gær að kontraskærulíðar fengju ekki aö sitja í stióm hennar né heldur fengju þeir atvinnu í hernum. Embættismenn sandínista hafa lýst yfir áhyggjum sínum um aö Cha- morro myndi veita kontraskæruliöum góð embætti þegar þeir legöu nið- ur vopn og snem heim aftur frá Honduras þar sem bækistöövar þeirra eru. Búist er við aö kontraskæruliðar verði ekki ánægöir með yfirlýsingu Chamorro frá því í gær. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, mun í dag eiga viðræður við utanríkisráðherra sinn, Hans- Dietrich Genscher, vegna mismun- andi afstöðu þeirra tíl landamæra Póllands. Þetta verður í annað sinn á jafnmörgum dögum sem Genscher og Kohl ræða sín á milli um landa- mærin við Pólland en í gær náðu þeir ekki samkomulagi. í ljósi mikillar gagnrýni á kanslar- ann, og deilna innan ríkisstjórnar Vestur-Þýskalands um þetta mál, hefur Kohl afráðiö annan fund í dag þar sem hann mun reyna að fá utan- ríkisráöherra sinn til að samþykkja afstöðu sína, nefnilega að Pólland eigi að falla alfarið frá kröfum um stríðsskaðabætur á hendur samein- uðu Þýskalandi vilji það aö Þjóðverj- ar afsali sér öllum kröfum um það landsvæði sem áður var undir yúr- ráðum Þýskalands en telst nú til Póllands. Klofningur í stjórninni Klofningur hefur komið upp í sam- steypustjórn kristilegra demókrata og frjálsra demókrata í Vestur- Þýskalandi vegna þessa mál. Frétta- skýrendur útiloka jafnvel ekki aö stjórnarsamstarfið kunni aö fara út um þúfur náist ekki samkomulag andstæðra fylkinga fljótlega. Kohl er leiðtogi kristílegra demókrata en Genscher er í forystusveit frjálsra demókrata. Kohl krefst þess að stjórnvöld í Póllandi lýsi því yfir að þau hyggist ekki gera kröfur um stríðsskaðabæt- ur á hendur Þjóðverium aö samein- ingu þýsku ríkjanna lokinni. Slík yfirlýsing er skilyrði fyrir því að Þýskaland viðurkenni að núverandi landamæri Þýskalands viö Pólland séu varanleg, segir kanslarinn. Afstaða Kohls hefur ekki eingöngu sætt gagnrýni heima fyrir heldur og erlendis, bæði bandamanna og ríkja Austur-Evrópu. Að loknum fundi sínum með Kohl í gær fór Genscher til viðræðna við utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópubandalagsins, EB. Ráðherrarnir hafa ekki viljað taka opinbera afstöðu í þessu máli en talið er að að Genscher hafi tekist að vinna sér stuðning þeirra í deilu Hans-Dietrich Genscher, vestur-þýski utanrikisráðherrann, er á öndverðum meiði við kanslara sinn varðandi málefni landamæra sameinaðs Þýska- lands. Simamynd Reuter Kohl virðist ekki munu gefa eftír í þessu máli. Hann segir að flokkur sinn verði að standa við afstöðu sína til þessa máls þrátt fyrir vaxandi gagnrýni. Kanslarinn segir að fiokk- ur kristilegra demókrata sé eina stjórnmálaaflið sem gæti staðið gegn hinum hægri sinnuðu Repúblikön- um í komandi kosningum í Vestur- Þýskalandi í desember. Auk þess telur kanslarinn að nýtt skeiö í samskiptum Póllands og Þýskalands getí ekki hafist fyrr en allar landamæradeilur hafa verið leystar. Reuter Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, sætt gagnrýni vegna afstöðu sinnar til landamæra Þýskalands og Pollands. Simamynd Reuter sinni við kanslarann. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, sagði á fundi með fréttamönnum í gær eftír fundinn með Genscher að afstaða vestur-þýska utanríkisráðherrans væri sú sama og sín. „Pólverjar eiga rétt á alþjóðlegum samningum," sagði Hurd. Þriðjungur pólsks landsvæðis Það landsvæði sem hér um ræðir er land sem Þjóðveriar réðu yfir austan ánna Oder og Neisse. Það land fengu Pólverjar tíl umráða í kjölfar síðari heimsstyrialdarinnar. Ef svo færi að sameinað Þýskaland fengi á ný allt það landsvæði sem það missti árið 1945 myndi það hafa í för með sér að Pólverjar misstu einn þriðja landsins. Enginn stjórnmálamaður í Vest- ur-Þýskalandi telur að slíkt muni nokkurn tíma gerast. Stjórnmála- menn í Austur-Þýskalandi vilja ekki einu sinni ljá máls á slíku. En þrátt fyrir það hefur landamæraágrein- ingur skotið upp kollinum á nýjan leik í Evrópu og fyrirhuguð samein- ing Þýskalands hefur vakið ótta í brjóstum Pólverja. * » ÐEUTSCHLAND eituq íít! KSABSTIHMUHC Leipzigbúar efndu til mótmæia í gær, Simamynd Reuter Þúsundir hægri sinna í Leipzig í Austur-Þýskalandi breyttu hefö- bundnum mánudagsmótmælum I borginni í kosningafund. Kröföust þeir skjótrar sameiningar þýsku ríkjanna og sökuðu vinstri flokka um sam- vinnu viö kommúnista. Fulltrúar allra stærri flokkanna ávörpuðu tíu þúsund manna hóp á aöaltorginu í suðurhluta borgarinnar. Hróp voru gerð aö ræðumönnum sem voru til vinstri við miöjuflokkana. Mótmæli í Leipzig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.