Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990.
5
Fréttir
Hörkuárekstur varð á milli tveggja fólksbila á mótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar á ellefta tímanum á laugardagskvöldið. Tækjabíll
slökkviliðsins var kvaddur á slysstað og þurfti að ná farþega úr aftursæti
Ford Sierra bifreiðar með bílaklippum. Var talið að hann hafi mjaðmargrind-
arbrotnað. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild en þeir voru ekki mikið
slasaðir.
Annar bíllinn kastaðist á götuvita sem skekktist töluvert mikið. Annar bíl-
anna ók suður Kringlumýrarbraut en hinn vestur Miklubrautina. Ökumenn
greindi á um hvor fór yfir á rauðu Ijósi en vitni tóku af skarið og gátu skorið
úr um vafaatriði. -ÓTT
DV-mynd Jón Stefánsson
Skattur af ráðherrabílum:
Getur dregist í nokk-
ur ár að ráðherr-
ar borgi skattmn
Staðgreiðsluskattur af afnotum af
ráðherrabílunum var ekki tekinn af
launum ráðherranna um þessi mán-
aðamót þrátt fyrir úrskurð ríkis-
skattstjóra um að það beri að gera.
Ríkisskattstjóri hefur lýst því yfir
að hann muni ekki aðhafast í málinu
þar sem launadeildinni og ráðuneyt-
unum sé fullkunnugt um afstöðu
hans og hafi verið í marga mánuði.
Launadeild fjármálaráðuneytisins
lítur hins vegar svo á að þar sem
hvert einstakt ráðuneyti hafi ekki
gefið upp afnot ráðherranna af bílun-
um með öðrum launakjörum beri
henni ekki að draga skattinn af laun-
um ráðherranna. Yfirmenn ráðu-
neytanna, ráðherramir, hafa hins
vegar rætt um þessi mál á nokkrum
ríkisstjórnarfundum en ekki komist
að neinni niðurstöðu. Það bendir því
flest til þess eins og staðan er í dag
að ráðherramir þurfi ekki að greiða
skattinn fyrr en með álagningu
gjalda í ágúst. Miðað við túlkun ríkis-
skattstjóra munu ráðherrarnir fá
bakreikning frá skattinum.
Samkvæmt heimildum DV töldu
sumir ráðherranna bifreiðahlunn-
indi sín ekki fram, aðrir töldu fram
hluta þeirra en enginn ráðherranna
hefur tahð þessi hlunnindi fram eins
og ætti gera samkvæmt túlkun ríkis-
skattstjóra. Það má því búast viö að
skattstjórar muni gera athugasemdir
við framtöl ráöherranna þegar farið
verður yfir þau í vor. Ef ráöherrarn-
ir sætta sig ekki við álagningu sem
byggð er á túlkun ríkisskattstjóra
geta þeir kært hana til ríkisskatta-
nefndar næsta haust. Það getur hðið
langur tími áður en ríkisskattanefnd
úrskurðar í máhnu þar sem nefndin
er þekkt fyrir að vera lengi með mál
til meðferðar. Það geta því jafnvel
hðið nokkur ár áður en endanleg
lausn á skattamáli ráðherranna hgg-
urfyrir. -gse
Dido og Aeneas í Langholtskirkju:
Frumflutningur á
þriggja alda óperu
íslenska hjómsveitin, söngsveitin
Hljómeyki, dansarar og einsöngvar-
ar frumflytja í Langholtskirkju í
kvöld óperuna Dido og Aeneas eftir
enska tónskáldið Henry Purcell.
Þessi ópera var samin árið 1689 og
hefur æ síðan verið tahn mesta ópera
eftir enskt tónskáld. Hún hefur þó
ekki áður hljómað á íslandi og gerir
það trúlega ekki aftur í bráö því sýn-
ingin í kvöld er sú pina sem boðið
verður upp á.
Það er Sigurður Pálsson skáld sem
leikstýrir verkinu en Guðmundur
Emilsson stjórnar hjómsveitinni. Og
það er meira en tónlist sem óperan
býður upp á því inn í hana eru ofin
mörg dansatriði. Höfundur dans-
anna með uppfærslunni hér er Hlíf
Svavarsdóttir.
Með titilhutverkin tvö fara Elín
Ósk Óskarsdóttir og Sigurður Braga-
son. Auk þeirra taka fimm aðrir ein-
söngvarar þátt í sýningunni og sex
dansarar.
Efni óperunnar er sótt í Aeneasar-
kviðu eftir Virgii, höfuðskáld Róm-
verja, og segir frá ástum Tróju-
mannsins Aeneasar og Dido drottn-
ingar af Karþagó. Þetta er því ástar-
saga með miklum átökum eins og
veraberíóperum. -GK
Verölagseftirlit verkalýðsfélaganna:
Margar ábendingar
reynast rangar
- allmargar kvartanir eru 1 skoðun
„Svona mál eru að sjálfsögðu ekki
afgreidd með neinu hraði. Það þarf
að skoða vel hverja kvörtun og við
höfum sent inn til Verðlagsstofnunar
lista með ábendingum frá fólki þar
sem það telur óeðlilega verðhækkan-
ir hafa átt sér stað,“ sagði Leifur
Guðjónsson sem veitir forstöðu verð-
lagseftirhti verkalýðsfélaganna.
Hann sagði að margir heildsalar
væru nú að taka upp vörur sem
hefðu verið pantaðar og greiddar í
lok síðasta árs eftir síðasta gengissig-
ið sem þá var framkvæmt. Þessar
vörur hækka að sjálfsögðu í verði en
margar ábendingar hefðu borist um
slíkar veröhækkanir.
Ýmsar aðrar ábendingar hefðu
reynst réttar og enn aðrar væru í
skoðun hjá Verðlagsstofnun. Þá eru
Neytendasamtökin að skoða hækkun
á iðgjöldum bifreiðatrygginga en
samvinna er með verðlagseftirhti
verkalýðsfélaganna og Neytenda-
samtökunum.
-S.dór
Akureyri:
Afsláttur af fasteigna-
gjöldum íbúðarhúsnæðis
Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri:
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar
verður til 2. umræöu og afgreiðslu á
fundi bæjarstjórnar í dag.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun-
arinnar hafa lækkað um 50 milljónir
frá fyrri umræðu. Launahður hefur
lækkað um 6,34% frá áætlun í des-
ember og reiknað er með 15% hækk-
un á almennu verðlagi.
Við umræðuna í dag leggur meiri-
hluti bæjarstjómar til að óráðstöfuð-
um tekjuafgangi Vatnsveitu Akur-
eyrar verði varið til þess að veita á
þessu ári afslátt af fasteignagjöldum
íbúöarhúsnæðis sem nemur 8,5%.
í áætluninni er gert fráð fyrir því
að íjórða árið í röð nemi greiðslur
lána hærri upphæð en nýjar lántök-
ur. Rekstri er haldiö í skefjum og
aldrei hefur meira fé verið varið til
framkvæmda. Til nýbygginga verður
varið 210 milljónum króna. 67 millj-
ónir króna fara til Verkmenntaskól-
ans, 33 milljónir til þjónustukjarna
við hús aldraða við Víðilund og 19,5
milljónir til dagvistunar við Holta-
vöh. Af öðmm stómm hðum má
nefna að 40 milljónum verður varið
til félagslegra íbúðarbygginga.
Rúmin frá Kalifomíu eru nú komin aftur
í 5 gerðum og tveimur litum - Ijósum og dökkum.
Margir hafa beðið lengi eftir þessum rúmum
og nú er best að koma strax
því magnið er ekki mikið sem við fengum
og tveir mánuðir þar til næsta sending kemur.
Húsgagna höllin
REYKJAVÍK
Bildshöfða 20
Sími 68-11-99