Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Síða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990.
Afmæli
Kristján Jónsson
Kristján Jónsson, bóksali og fyrr-
verandi stöðvarstjóri Pósts og síma
á Hólmavík, er sjötíu og fimm ára í
dag.
Kristján fæddist í Aratungu í
Hrófbergshreppi í Strandasýslu en
ólst upp frá þriggja ára aldri hjá
kjörforeldrum sínum, Jóni Finns-
syni, verslunarstjóra á Hólmavík,
og konu hans, Guðnýju Oddsdóttur.
Kristján brautskráðist frá VÍ1934,
var kaupmaöur á Hólmavík 1940-52,
starfaöi hjá síldarmati ríkisins
1953-59, var kennari við barna- og
unglingaskólann á Hólmavík
1960-68, var stöövarstjóri Pósts og
síma á Hólmavík 1968-85 og hefur
rekið bókaverslun þar frá 1962.
Kristján hefur verið umboðsmaður
Bóksalafélags íslands frá 1963 og
umboðsmaður Almennra trygginga
frásama ári.
Kristján sat í hreppsnefnd Hólma-
víkurhrepps 1950-74 og var oddviti
hans 1950-53. Hann hefur átt sæti í
stjórnum Ungmennafélagsins Geisl-
ans, Verkalýðsfélags Hólmavíkur,
slysavarnafélagsins Dagrenningar,
Sjálfstæðisfélags Strandasýslu og
fleiri félaga. Þá hefur Kristján setið
í skattanefnd, hafnarnefnd, sóknar-
nefnd og fleiri nefndum. Hann var
formaður Byggingafélags verka-
manna í fjögur ár, varaþingmaður
í Vestfjarðarkjördæmi 1963-67 og
satþááþingi.
Kristján kvæntist 20.6.1944, Önnu,
f. 26.4.1924, dóttur Jóns Lýðssonar,
b. og hreppstjóra á Skriðinsenni í
Bitrufirði í Strandasýslu, og konu
hans, Steinunnar Guðmundsdóttur,
sem varð hundrað ára í nóvember
sl.
Kristján og Anna eiga sjö börn.
Þau eru Jón G. Kristjánsson, f. 29.6.
1944, lögfræðingur og starfsmanna-
stjóri Reykjavíkurborgar, kvæntur
Steinunni Bjarnadóttur yfirbókara
en hann á þrjú börn; Steinunn J.
Kristjánsdóttir, f. 29.6.1944, flug-
freyja hjá Flugleiðum, gift Helmout
Kreidler, sjóntækjasérfræðingi,
gleraugnasmið og kaupmanni, en
þau eiga einn son; Anna Kristín
Kristjánsdóttir, f. 2.8.1949, sjúkra-
þjálfari við geðdeild Landspítalans,
gift Hjálmtý Heiðdal, kvikmynda-
gerðarmanni og framkvæmdastjóra
Sýnar hf„ og eiga þau tvær dætur;
Svanhildur Kristjánsdóttir, f. 12.4.
1952, flugfreyja og nemi við KHÍ,
gift Valtý Sigurðsyni borgarfógeta
og eiga þau þrjár dætur; Helga Ólöf
Kristjánsdóttir, f. 23.11.1954, hjúkr-
unarfræðingur í Osló, gift Finn
Guttormsson rekstrarfræðingi og
eiga þau tvo syni; Valborg Huld
Kristjánsdóttir, f. 13.9.1961, iðju-
þjálfi hjá Grensásdeild Borgarspít-
alans, og Reynir Kristjánsson, f.
29.8.1965, nemi i efnafræði við HÍ.
Kristján er níundi í röð fimmtán
systkina. Þrjú þeirra dóu í barn-
æsku en af þeim tólf sem komust til
fullorðinsára lifa nú níu. Systkini
Kristjáns: Guðbjörg, f. 10.9.1905,
húsmóðir í Reykjavík, gift Marinó
L. Stefánssynikennara; Bergsveinn,
f. 7.10. vélstjóri í Reykjavík en hann
er látinn, var kvæntur Valgeröi
Jónsdóttur; Sveinn, f. 23.10.1907, d.
1988, prófessor í Austur-Berlín; Jó-
hannes, f. 20.10.1908, d. 1989, verk-
stjóri í Reykjavík, var kvæntur
Haukur Hjaltason
Haukur Hjaltason forstjóri, Reykja-
hlíð 12, Reykjavík, er fimmtugur í
dag.
Haukur fæddist í Reykjavík og
ólst upp á Eiðstöðum á Bræðraborg-
arstígnum. Haukur er matreiðslu-
meistari. Hann var yfirmatreiðslu-
maður á Hótel KEA á Akureyri
1964-65, aðstoðar yfirmatreiðslu-
meistari á Hótel Loftleiðum 1965-66,
stofnaði og rak síðan eigin veitinga-
rekstur 1966-74, hefur rekið inn-
flutningsfyrirtæki frá 1969, var meö-
eigandi veitingahúsa Asks 1979-82
og stjórnarformaður þeirra. Þá rak
hann tilraunabú í nautgriparækt
1982-85.
Haukur sat í stjórn Hafskips
1979-83, í stjórn Junior Chamber í
Reykjavík 1974-75 og var senator
Junior Chamber, í stjórn knatt-
spyrnudeildar KR1978-82, sat í
stjórn Heimdallar 1971-73 og í stjóm
SUS1973-75. Haukur hefur skrifað
greinar í blöð og tímarit um efna-
hagsmál, stjórnmál og fagleg mál-
efni.
Haukur kvæntist 6.3.1971, Þórdísi
Jónsdóttur skrifstofustjóra, f. 11.12.
1938, dóttur Sigurlaugar Davíðs-
dóttur, verslunarkonu og síldarsölt-
unarstúlku, og Jóns Þorkelssonar,
skipstjóra og síldarmatsmanns, en
þau bjuggu á Siglufirði til ársins
1956 er fjöldskyldan flutti til Reykja-
víkur.
Dóttir Hauks og Þórdísar er Charl-
otta María Hauksdóttir, f. 31.5.1972,
nemi í VÍ. Sonur Þórdísar er Jón
Daði Ólafsson, f. 20.4.1964, fram-
kvæmdastjóra hjá Avis. Böm
Hauks era Guðjón Heiðar Hauks-
son, f. 30.7.1969, nemi í HÍ, og Ragn-
heiður Maria Hauksdottir, f. 21.8.
1958, starfsmaður hjá Landsbanka
íslands.
Systkini Hauks: Charlotta María
Hjaítadóttir, f. 24.8.1953, sendiráðs-
ritari í París; Hafsteinn Hjaltason,
f. 28.1.1935, vélstjóri hjá Eimskipafé-
lagi íslands, kvæntur Guðrúnu
Björnsdóttur og eiga þau þrjú böm,
og JónHjaltason, f. 2.5.1941, for-
stjóri Öskjuhlíöar hf„ kvæntur
Guðnýju Guðjónsdóttur en hann á
fimm börn frá fyrra hjónabandi og
frá því fyrir hjónaband.
Foreldrar Hauks: Hjalti Jónsson,
f. 30.8.1903, d. 18.5.1971, verksmiðju-
stjóri Ó. Johnson & Kaaber, og Jó-
hanna G. Baldvinsdóttir, f. 19.11.
1911.
Systir Hjalta var Ásta, móðir
Garöars Þorsteinssonar hjá Sjó-
mannadagsráði og móðuramma
Þorsteins Pálssonar, formanns
Sjálfstæöisflokksins. Hjalti var son-
ur Jóns, sjómanns á Eiðstöðum,
bróöur Ólafs, langafa Ólafs Reynis-
sonar, bryta á Hótel ísland. Jón var
sonur Guðmundar, b. í Ánanaust-
um, Gíslasonar, b. í Ánanaustum,
Guðmundssonar, b. í Ánanaustum,
Gíslasonar í Breiðholti við Öskju-
hlíð. Móðir Gísla í Ánanaustum var
Hólmfríður Eyleifsdóttir „stóra“, b.
í Skildinganeskoti.
Móðir Jóns var Margrét Ás-
mundsdóttir, b. á Bjargi á Kjalar-
nesi, Gissurarsonar. Móðir Margr-
étar var Guðrún Þórðardóttir, systir
Runólfs, afa Björns Þórðarsonar
forsætisráðherra. Móöir Guðrúnar
var Sigríður Þórólfsdóttir, b. í Engey
Þorbjarnarsonar, bróður Guðlaug-
ar, langömmu Guðrúnar,
Haukur Hjaltason.
langömmu Bjarna Benediktssonar
forsætisráðherra. Móðir Hjalta var
Þórunn Einarsdóttir frá Skólabæn-
um á Hólavöllum í Reykjavík.
Jóhanna, móðir Hauks er dóttir
Baldvins, sjómanns í Færeyjum,
bróður Margrétar, kaupkonu í
Reykjavík og síðar í New York.
Baldvin var sonur Einars, skipa-
smiðs á Eyrarbakka. Móðir Jó-
hönnu var Lilja, dóttir Guðmundar
Halldórssonar, skipstjóra í Stykkis-
hólmi og Charlottu Maríu Jóns-
dóttur.
Haukur er að heiman á afmælis-
daginn.
Kristínu Jónsdóttur; Hjálmfríður
Lilja, f. 1.2.1910, ljósmóðir í Kópa-
vogi; Guðlaugur Margreir, f. 8.2.
1911, dó ungur; Kristján, f. 4.6.1912,
dó einnig ungur; Pétur Einar, f.
25.10.1913, fyrrv. hótelstjóri á
Hólmavík, kvæntur Björgu Aradótt-
ur; Ólafur, f. 7.6.1916, fyrrv. for-
stjóri í Reykjavík; Friðrik, f. 1.9.
1917, dó ungur; Anna Stefanía, f.
17.1.1919, húsmóðir, gift Magnúsi
Guðmundssyni, b. á Blesastöðum á
Skeiðum; Ananías, f. 4.6.1920, vél-
stjóri á Akureyri en hann er látinn,
var kvæntur Brynhildi Þorláks-
dóttur; Ragnar Guðmundur, f. 15.7.
1922, fyrrv. aðalvarðstjóri í Reykja-
vík, kvæntur Gyðu Jónsdóttur;
Guðný, f. 5.5.1924, deildarstjóri á
Ólafsfirði, var gift Amgrími Guð-
björnssyni sem er látinn.
Foreldrar Kristjáns voru Berg-
sveinn Sveinsson, f. 21.9.1876, d.
13.7.1967, kennari, ogkona hans,
Sigríður Guðrún Friðriksdóttir, f.
10.10.1879, d. 13.7.1967.
Foreldrar Bergsveins vom
Sveinn, b. í Sunnudal, Kristjánsson,
Kristján Jónsson.
b. á Dunki í Hörðudal, Ólafssonar,
og kona Sveins, Björg Ólafsdóttir,
b. á Hellu á Selströnd við Stein-
grímsfiörð, Bjarnasonar.
Foreldrar Sigríðar Guðrúnar voru
Friðrik, b. í Drangavík í Árnes-
hreppi, Jóhannesson, og kona hans,
Guðbjörg Bjömsdóttir.
Kristján verður ekki heima á af-
mælisdaginn.
Til hamingju með
afmælið 6. mars
75 ára
Hólmfríður Magnúsdóttir,
Hlif, Torfunesi, Isafirði.
70 ára
Jón A. Gestsson,
Naustahlein3, Garðabæ.
Jónroundur Jónsson,
Möðruvöllum 2, Kjósarhreppi.
Sigurbjörn Árnason,
Grenimel 9, Reykjavík.
50ára
Bjarni Jón O. Ágústsson,
Þykkvabæ 19, Reykjavík.
Elín Esmat Paimani,
Raftahlíð 77, Sauðárkróki.
Paul Ragnar Smith,
Heiðvangi 5, Hafnarfirði.
Sigriður Jónsdóttir,
Grýtubakka 28, Reykjavík.
Snæbjörn Árnason,
Dalbraut 24, Suðureyri við Súg-
andafjörð.
Valur Guðmundsson,
Klapparstíg 10, Njarðvík.
60 ára
Ásta Hermannsdóttir,
Víkurbraut 14, Vík í Mýrdal.
Haukur Óskar Ársælsson,
Lóurima 7, Selfossi. Hann og kona
hans, Unnur S. Jónsdóttir, taka á
móti gestum á heimili sínu nk.
laugardag, 10. mars, eftirkl. 15.
Hjördís Unnur Guðlaugsdóttir,
Háaleitisbraut 111, Reykíavík.
Lillý Erla Guðjónsdóttir,
Vesturbergi 10, Reykjavík.
Stefán Jónsson,
Prestbakka 11, Reykjavik.
V aldís Ármannsdóttir,
Æsufelli 6, Reykjavík.
40ára
.VI I ljlildi nMJII,
Hæli 2, Gnúpverjahreppi.
Elín Tryggvadóttir,
Selási 22, Egilsstöðum.
Hulda Guðmundsdóttir,
Mávabraut 4B, Keflavik.
Jóhannes Benediktsson,
Brekkuhvammi 10, Búðardal.
Ragnheiður Jónsdóttir,
Vallholti30, Selfossi.
Þóra Bjamveig Jónsdóttir,.
Jófríöarstaðavegi 10, Hafnarfirði.
Páll A. Jónasson
Páll Andrés Jónasson múrari,
Kleppsvegi 132, Reykjavík, er sjö-
tugurídag.
Páll fæddist í Súðavík í Norður-
ísatjarðarsýslu og ólst þar upp.
Hann flutti til Reykjavíkur tuttugu
og sjö ára að aldri og hefur búið
þar síðan. Páll hóf nám í múrverki
hjá Halldóri Halldórssyni múrara-
meistara og lauk sveinsprófi í iðn-
inni 1961. Hann starfaði síðan
lengst af við múrverk í Reykjavík
en síðustu fjórtán starfsárin vann
hann við múrverk og flísalagnir
hjá Reykjavíkurborg. Páll lét af
störfum fyrir rúmu ári. Hann hefur
verið félagi í Múrarafélagi Reykja-
víkurfrál961.
Kona Páls er Kristrún Magnús-
dóttir, f. 4.11.1923, dóttir Magnúsar
Jónssonar, sjómanns í Súðavík, og
Gyðu Kristjánsdóttur.
Páll og Kristrún eiga þrjú börn.
Þau eru Edda Bergrós, f. 13.9.1945,
Sigurður Karl, f. 16.8.1950 og Gylfi,
f. 23.5.1954.
Foreldrar Páls: Jónas Sigurðs-
son, f. að Saurum, 11.11.1889, d.
9.2.1957, sjómaður í Tröð í Álfta-
firði, og Karitas Elísabet Kristjáns-
dóttir, f. 10.8.1893, húsmóðir.
Jónas var sonur Sigurðar Jó-
hannessonar. Karitas var dóttir
Kristjáns, b. í Kambsnesi og síðar
í Súðavík, Björnssonar í Keflavík,
Helgasonar. Móðir Karitasar var
Guörún Ásgeirsdóttir, b. í Kambs-
nesi, Pálssonar, b. í Kambsnesi,
Ásgeirssonar, b. og hreppstjóra á
Rauðamýri. Móðir Páls var María
Pálsdóttir, b. í Neðri-Amardal,
Halldórssonar. Móðir Maríu var
Margrét Guðmundsdóttir, hrepp-
stjóra í Eyrarhreppi, Bárðarsonar,
b. í Amardal Illugasonar, ættfóður
Amardalsættarinnar.
Páll verður aö heiman á afmælis-
daginn.
Páll A. Jónasson.
ÚRVAL
alltaf
betra
og betra
Úrval
tímarit fyrir alla