Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Síða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990.
UtLönd
Nýjar skattatillögur í Bretlandi:
Gætu reynst stjórn
Thatcher skeinuhættar
Nefskatturinn svokallaði gæti reynst stjórn Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, skeinuhættur og sumir teija
jafnvel að hann geti ógnað leiðtogastöðu ráðherrans. Simamynd Reuter
Síðast þegar nefskattur var lagð-
ur á Breta gerðu bændurnir upp-
reisn og fjármálaráðherrann var
tekinn af lífi. Nú, sex hundruð
árum síðar, leggur Margaret
Thatcher forsætisráðherra svipaö-
an skatt á þegna breska konung-
dæmisins til að greiða fyrir þjón-
ustu við almenning. Viðbrögðin við
„samfélagsálögunum" eða nef-
skattinum, eins og þessi gjöld eru
kölluð í daglegu tali, eru harkaleg
þó ekki séu þau eins blóðug og fyr-
ir sex öldum.
Aðeins er mánuður þar til skatt-
urinn tekur gildi í Englandi og
Wales en þegar hafa blossað upp
harðorðar deilur milli ríkisstjórn-
arinnar og staðaryfirvalda víðs
vegar um land sem eiga að sjá til
þess að nýju lögunum um álögurn-
ar verði framfylgt. Átján bæjar- og
borgarfulltrúar í einu kjördæmi
sögðu sig úr íhaldsflokknum til að
mótmæla skattinum.
Jafnvel fulltrúar flokksins í suð-
urhluta Englands, þar sem ríkis-
stjómin hefur hingaö til getað
treyst á að fá stuðning, hafa gagn-
rýnt stjómina vegna skattsins. Og
samkvæmt niðurstöðum skoðana-
kannanna er nefskatturinn helsta
hitamál meðal breskra kjósenda í
dag.
„Stríð á hendur almenningi“
Nokkrir félagar í íhaldsflokknum
hittu Thatcher að máh í síðustu
viku til að gera henni ljósa reiði
sína vegna skattsins sem þeir óttast
að kunni að valda því að flokkurinn
tapi næstu kosningum sem fyrir-
hugaðar em fyrir mitt ár 1992. Hinn
hægri sinnaði þingmaður Tony
Marlowe kallaði skattinn „póli-
tíska eiturpillu" og sagði að stjóm-
völd hefðu „lýst yfir stríði á hendur
almenningi". Hann varaði við því
að kjósendur kynnu að leita
hefnda. Og dagblaðið Times, sem
að öllu jöfnu er hallt undir íhalds-
flokkinn, sagði að skatturinn gæti
reynst stjórninni skeinuhættur í
næstu kosningum.
Á þingi hefur Thatcher mátt sæta
gagnrýni bæði félaga í eigin flokki,
sem óttast að missa þingsæti sín,
sem og stjórnarandstæðinga. Einn-
ig má heyra hvískur um að skattur-
inn kunni að kpsta Thatchr leið-
togaembættið í íhaldsflokknum ef
andstaðan eykst mikið frá því sem
nú er. Fastlega er búist við að í
fyrirhuguðum sveitarstjómar-
kosningum í maímánuði næstkom-
andi þurfi flokkurinn að sætta sig
við ósigur.
Leggst á fjörutíu og
tvær milljónir Breta
Thatcher hefur lengi viljað
stokka upp núgildandi skattakerfi,
þar sem bæjar- eða borgarstjómir
leggja skatt á íbúana á grundvelli
eigna, og koma þess í stað á víð-
tækara kerfi sem myndi leiða til
hærri tekna ríkissjóðs. í kosninga-
baráttunni árið 1987 lagði hún til
að svokallaðar „samfélagsálögur“
yrðu lagðar á alla fullorðna Breta.
Þessi tillaga forsætisráðherrans
var samþykkt á þingi í janúar þrátt
fyrir andstöðu margra. Samkvæmt
tillögum Thatcher er gert ráð fyrir
að allir átján ára og eldri greiði
„ákveðið gjald fyrir þjónustu“ í
sinni heimasveit. Samfélagsálögur
forsætisráðherrans fengu fljótlega
uppnefnið „nefskattur“. Skattur
þessi mun ná til um fjörutíu og
tveggja milljóna Breta.
Thatcher réttlætir þessa gjald-
töku á þeim forsendum að fleiri
muni nú greiða fyrir þjónustu sem
stendur öllum til boða. Hún hefur
neitað að falla frá eöa breyta tillög-
um sínum þó að gagnrýnin hafi oft
verið hörð. Þeir sem eru andvígir
skattinum segja að hann sé órétt-
látur. „Hinir fátæku tapa mest þar
sem álögurnar eru ekki lagðar á í
samræmi við greiðslugetu,“ sagði
talsmaður Verkamannaflokksins
sem er í stjórnarandstöðu.
278 pund á mann
Hver bæjar- og borgarstjórn setur
skattamörk innan síns svæðis, rétt
eins og var raunin með fyrri skatta-
lög. Stjómvöld hafa sett meðaltals-
mörk sem nema 278 pundum á
hvern mann. Margir telja þetta
meðaltal alltof lágt og vilja hafa það
370 pund. Svo háar upphæðir munu
koma illa við pyngju milljóna kjós-
enda og hefur stjórn Thatcer vísað
slíkum hugmyndum alfarið á bug.
Það sem eykur enn á gremju al-
mennings er að í sumum auðug-
ustu kjördaémum Bretlands verður
skatturinn í lægra lagi. í West-
minster í London, þar sem heimili
forsætisráðherra, Downingstræti
10, er meðal annars, nema álögurn-
ar 195 pundum. í Lambeth, hinum
megin við ána Thames, nemur upp-
hæðin hvorki meira né minna en
650 pundum.
Skatturinn kemur til fram-
kvæmda þann 1. næsta mánaðar í
Englandi og Wales. í Skotlandi er
þegar farið að framfylgja honum
en þar nýtur hann fádæma lítillar
hylli. Tíundi hver maður þar hefur
enn neitað að greiða gjöld sín.
Reuter
I kjölfar þíðu austurs og vesturs:
Hernaðarsérfræðingar ðttast framtíðina
Sumir hernaðarsérfræðingar óttast að mikil fækkun í hefðbundnum herafla ríkja austurs og vesturs kunni
að hafa í för með sér óæskilegar afleiðingar. Þeir óttast að hernaðartæki kunni aö verða seld til þróunar-
landa lágu verði. Á þessari mynd má sjá B-2 sprengjuflugvél Bandaríkjanna, svokallaða torséða flugvél, en
hún er mjög tæknilega fullkomin. Sérfræðingar telja næsta víst að framlög til framleiðslu á slikum vélum
verði skorin niður bæði í sparnaðarskyni sem og í Ijósi minnkandi spennu i samskiptum Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna. Simamynd Reuter
Hemaðarsérfræðingar óttast að
mikil fækkun í hefðbundnum her-
afla ríkja austurs og vesturs, sem
nú er til umræðu í afvopnunarvið-
ræðunum í Vínarborg, kunni að
hafa í for með sér óæskilegar afleið-
ingar fyrir staðbundin ágreinings-
efni víðs vegar um heim. Þeir ótt-
ast að hemaðartæki og tól ýmiss
konar kunni að verða seld til þró-
unarlanda lágu verði, þá ýmist lög-
lega eða ólöglega, eða þá að
óánægðir atvinnuhermenn noti
tækifærið og hreinlega komi af stað
átökum í heimshlutum þar sem
óstöðugleiki ríkir fyrir.
Ian McGregor, breskur vopnasér-
fræðingur sem sérhæfir sig í vopn-
um Varsjárbandalagsríkjanna,
sagði að flestir hemaðarsérfræð-
ingar sætu nú á sér og biðu þess
hvað framtíðin bæri í skauti sér.
„Margir í vopnasöluiðnaðinum bú-
ast við aö verðlag lækki töluvert,"
sagði hann.
Aukinn þrýstingur
á vopnaiðnaöinn
Slík verðþróun myndi hafa í fór
með sér aukinn þrýsting á fyrir-
tæki í vopnaiðnaöinum sem þegar
horfast í augu við hugsanlega
þurrð í gróðavænlegum kaup- og
sölusamningum vopna. Kæmi mik-
ið magn notaðra vopna á markað-
inn kynni það að verða til þess að
margir kaupendur hugsuðu sig
tvisvar um áður en þeir legðu í að
kaupa ný tæki.
Aðildarríki Nato, Atlantshafs-
bandalagsins, og Varsjárbanda-
lagsins hafa samþykkt aö eyði-
leggja þúsundir skriðdreka, her-
bíla, byssna og flugvéla. En sér-
fræðingar Nato segja að enn hafi
ekki náðst samkomulag um ná-
kvæma skilgreiningu orðsins
„eyðilegging“ og að gloppur gætu
myndast sem ríkisstjórnir og
vopnasalar gætu nýtt sér.
Jafnvel þó að samkomulag
næðist um að gereyðfleggja skrið-
dreka, vopn, flugvélar og stór-
skotaliðstæki telja sumir sérfræð-
ingar að það kunni enn að vera
möguleiki fyrir hina harðsvíruð-
ustu vopnasala að komast yfir her-
tæki og -tól áður en þau eru eyði-
lögð.
„Hvorugur aðili getur staðfest
fullkomlega að þetta afvopnunar-
samkomulag verði haldið, það er
einfaldlega of mikið af tækjum tU,“
sagði einn embættismaður hjá
Nato. „Því miður verður ætíð til
fólk sem er reiðubúið að nota sér
það.“
Þrjátíu og fimm milljarða
dollara árleg viðskipti
Talið er að vopnasala og -kaup
nemi alls þrjátíu og fimm milljörö-
um dollara á ári hverju. „Enginn
veit hversu mikið af því er ólögleg
sala en sumir giska á að hún nemi
fimm til tíu prósentum af heildar-
fjárhæðinni," sagði Ian Anthony,
vopnasérfræðingurt hjá SIPRI-
stofnuninni í Stokkhólmi.
Reuter