Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Síða 23
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990. 23 Hitaveitur - vatnsveitur. Vestur-þýskir rennslismœlar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 91-671130 og 91-667418. ■ Verslun Bianca 2000 baðinnrétt. 30-40% afsl. Poulsen, Suðurlandsbraut 10, sími 686499. Útsölustaðir: Málningarþjón- ustan, Akranesi, Húsgagnaloftið, Isafirði, flest kaupfélög um land allt. Rossignol skiðapakkar. Skíði, skíða- skór, stafir, bindingar. Barnapakki, 80-120 cm, verð Visa/Euro 12.800, staðgr. 12.000. Unglingapakki 1, 130-170 cm, Visa/Euro 16.000, staðgr. 15.200. Unglingapakki 2, 130-170 cm, Visa/Euro 14.200, staðgr. 13.500. Full- orðinspakki, Visa/Euro 20.600, staðgr- verð 19.500. Vesturröst hf., Laugavegi 178, s. 16770, 84455. Póstsendum. Vélsleðakerrur - snjósleðakerrur. Ódýrar og vandaðar l-2ja sleða sturtukerrur, allar gerðir af kerrum og dráttarbeislum. Kerrusalurinn. Víkurvagnar, Dalbrekku, símar 91-43911, 45270. Kynþokkinn kemur frá botninum Úrval tímarit fyrir alla Smáauglýsingar ■ Húsgögn Skóskápurinn Maxi leysir vandann. Ný sending, takmarkað magn. 4 stærðir. í hvítu, furu, ljósri eik og dökkri eik. Verð kr. 6.985 til 12.990. Landsþjónusta. Nýborg hf., Skútuvogi 4 (sama hús og Álfaborg). S. 82470. ■ Bílar tíl sölu Chevrolet pickup '89 4x4, til sölu, Er á 38" Radial dekkjum, læstur að aftan soðinn að framan, hlutföll 5,38, sjálf- skiptur, skipti helst á ódýrari jeppa. Uppl. í síma 657444 og 985-25989. Kristján. Eagie ’81,4x4, vökvastýri, sjálfskiptur, aflbremsur, góður bíll, verð 310 þús., 200 þús. staðgreitt. Uppl. í síma 91-78964. Dodge Kings Road ’56, 8 cyl., takka- skiptur, nýlega sprautaður, tilboð óskast. Uppl. í síma 92-46622. Suzuki Fox '86, upphækkaður, 33" dekk, o.fl. Uppl. í síma 42627 eftir kl. 17. Öflugt félagslíf - betri tengsl nemenda Stúdentar eru almennt ekki með- vitaðir um hvað Stúdentaráð Há- skóla íslands (SHÍ) gerir fyrir þá á sviði félagsmála innan skólans. SHÍ starfrækir sjóð sem heitir Félags- málasjóður og er markmið hans að efla félags- og menningarstarfsemi deildar- og skorarfélaga. Verkefni Félagsmálasjóðs Innan Háskóla íslands eru starf- andi mörg deildar- og skorarfélög. Félög þessi eru af misjafnri stærð- argráðu, t.d. eru í félagi viðskipta- fræðinema um 800 félagsmenn en í félagi matvælafræðinema aðeins um 25 félagsmenn. Venjulega eru félögin fjármögn- uð með sölu félagsskírteina, það gefur augaleið að fyrir lítil félög er það lítil tekjuöflun svo hér kemur Félagsmálasjóður inn í myndina. Félög innan Háskólans geta sótt um styrkveitingu úr sjóðnum til að efla félagsstarfsemi sína. Á þessu sést hve mikilvægur þáttur Félagsmálasjóður er í félags- og menningarstarfsemi innan hverr- ar deildar og skorar í skólanum. Sláandi samanburður Undir stjóm Röskvu veturinn 1987-88 var framlag til Félagsmála- sjóðs skert um 40% frá árinu áður. Þá var tæp 1 milljón á núgildandi verðlagi tekin úr sjóðnum og var ætlunin aö hún myndi renna óskert í Byggingarsjóð stúdenta, en hvaö geröist? Jú, vinstrimenn misstu alla stjórn á fjármálun Stúdentaráðs. Stúdentablaðið var gefið út með tveggja milljón króna halla. En halli einkenndi alla þeirra stjómartíð, svo að á endanum gátu vinstrimenn ekki staðið við skuld- bindingar sínar við Byggingarsjóð- inn og notuðu íjármagnið, sem tek- ið var af deildar- og skorarfélögum, til að reyna að rétta úr kútnum. Þetta er lýsandi dæmi um getu- leysi Röskvu þegar Röskvumenn voru í stjórn. Eftir að Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta tók við stjóm SHÍ veturinn 1988-1989 voru framlög til Félagsmálasjóð aukin um 76% og í vetur gerði Vaka, f.l.s. enn betur og jók framlögin til sjóösins um 22% í viðbót að raunvirði. Slíka hluti er ekki hægt að framkvæma nema vel sé haldið á spöðunum og með góðri fjármálastjórn. KjaJlaiinn Bragi Þór Marinósson frambjóðandi Vöku til Stúdenta- ráðs og formaður Félagsmála- sjóðs HÍ 1986-87 1987-88 VAKA Rúskva * stigaodi FDS » FVM Framlög í Félagsmálasjóð stúdenta. Stefna Röskvu í félags málum Röskva hefur mjög óljósa stefnu hvað varðar félagslíf innan Há- skóla íslands. í stefnuskrá hennar kemur fram að Röskva vilji efla framlög til sérverkefnasjóðs vem- lega, sem er kyndug stefna, því í ljósi þess að þau fjárframlög, sem runnu í sjóðinn í ár, hafa alveg dugað til að styrkja þau málefni sem þangað sóttu. Þessi stefna Röskvu er hin mesta afturför til gömlu úthlutunaregln- anna þegar sjóðurinn skiptist jafnt milli allra félaga og ekkert tillit var tekið til fjölda félagsmanna. Sam- kvæmt gömlu úthlutunarreglun- um, sem voru afnumdar í stjórnar- tíð Vöku, f.l.s. veturinn 1988, fékk félag viðskiptafræðinema með um 800 félagsmenn sama framlag og félag matvælafræðinema sem hef- ur um 25 félagsmenn. Þetta þýðir að mjög óréttlát skipting framlaga væri milli deildar- og skorarfélaga og svo telja Röskvumenn sig félags- hyggjumenn. Öflug félagsstarfsemi Vöku, f.l.s. í stefnuskrá Vöku, f.l.s. er stefnt á að halda uppi öflugri félagsstarf- semi innan Háskólans og hlutverk Stúdentaráðs sé að vera milli- 1988-89 1989-90 VAKA VAKA gönguaðUi. Þessu hefur Vaka, f.l.s. unnið ótrauð að síðastliðin 2 ár og séð árangur sem erfiði, þ.e. aukið styrkveitingu Félagsmálasjóðs um 225% frá stjómartíð Röskvu- manna. Stefna Vöku, f.l.s. í málefnum deildar- og skorarfélaga er hnit- miðuð: Meiri áhrif félaganna - öflugra félagslíf sem stuðlar að betri tengslum nemenda. Bragi Þór Marinósson „Undir stjórn Röskvu veturinn 1987-88 var framlag til Félagsmálasjóðs skert um 40% frá árinu áður.“ Merming Hljómleikar Los Noveles frá Kúbu Salsan er upprannin á Kúbu upp úr 1940. Eins og djassinn og samban er kúbanska salsan orðin til við samruna evrópskrar og afrískrar tónlistarheíöar. Danshljómsveitir sem nefndust conjuntos léku tónlist þar sem söngvarar og trompetar „kölluðust" á og conga- og bongótrommur sáu um rytmann. Aðrar hljómsveitir léku svonefnda char- anga-tónlist sem dró dám af evrópskri dans- músík, danzón, og vora þar flautur og fiðlur í aðalhlutverki. Þessi tveir stílar blandast svo saman á árunum 1960-70 og salsan eins og hún þekkist nú á dögum verður til. Áður hafði þessi kúbanska tónhst lent í nánum gagnkvæmum kynnum við djass og er sá bræðingur enn fyrir hendi í mörgum salsa- hljómsveitum ásamt áhrifum frá Puerto Rico, Brasilíu, úr rokki og víðar að. Kúbanir (ekki „Kúbverjar”) notuðu að visu ekki þetta heiti - salsa - yfir tónhst sína fyrr en í seinni tíð. Fram að því sögðu þeir ætíð að salsa væri eitthvað til að nota út á mat en salsa merkir sósa. En nú er salsa n.k. samheiti yfir músík frá Vestur-Indíum, Venezúela, Mexíkó (Ruben Blades) og fleiri löndum og ekki síst New York þar sem fjöldi fólks býr sem ættað er frá þessum slóðum. í byijun þessa mánaðar áttu Reykvíkingar og nágrannar þess kost aö hlýöa á kúbönsku hljómsveitina Los Noveles sem ásamt söng- konunni Leonor Zayaz lét í sér heyra á tón- leikum og árshátíðum víða um bæinn. Er nokkuð víst að þeim sem mættu til leiks með þessum kúbönsku gestum hefur trúlega hitn- að veralega í hamsi við að kynnast afró/am- erískum dönsum eins og bolero, cha cha cha, merengue, rúmbu o.fl. góðgæti. Á laugardaginn var í F.Í.H. salnum í Rauðagerði barði snjóbylur á víðáttumiklar gluggarúður þessa fyrrum bílasýningarsal- Jass Ingvi Þór Kormáksson ar, þannig að ímyndunarafhnu tókst kannski ekki algerlega að bera mann í suðræna sól og hita. Músíkin hæfði fremur dansstað, enda Los Noveles greinilega dansleikja- hijómsveit og hreint ágæt sem slík. Hljóö- færaleikararnir ekki neinir jafnokar hinna þekktu landa sinna Paquito D’Rivera og Art- uro Sandoval, enda ekki hægt að ætlast til þess. Þeir léku áreynslulaust og af öryggi og sungu auk þess áheyrilega í hinum hefð- bundnu „montuno” köflum. Undirritaður þekkti aðeins tvö lög af efnisskránni; „Bes- ame Mucho“, sem trúlega er haft með til þess að áheyrendur heyri a.m.k. eitt lag sem þeir kannast við, var hér flutt með nokkram santana blæ, þ.e. með rokkgítar í sólóhlut- verki. Hitt lagiö var „Como se Fosse a Prima- vera“ eftir Pablo Milanés sem var sérdeihs vel flutt bæði af hljómsveitinni og söng- konunni, en hún hefur bæði mikla og prýði- lega rödd og hrífandi framkomu. - Cha cha cha lögin voru mjúk og fín og í hinum hraða merengue dansi var mikið stuð og hvergi feilnóta slegin. Það getur nefnilega veriö ótrúlega erfitt fyrir hina hljóðfæraleikarana að halda hljómfalhnu hreinu þegar slag- verksmenn bregða á leik í pólýrytmum sem stimdum virðast komnir út í hafsauga. Ég er viss um að margir eru ánægðir með að hafa fengið tækifæri til að kynnast salsa- tónhstinni svona í návígi og vona að það sé ekki frekja að biðja um meira af svo góðu einhvem tíma seinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.