Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Síða 11
) ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990. DV 11 Útlönd Likud-flokkurinn í ísrael: Setur fram nýjar kröfur Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels og leiðtogi Likud-flokksins, fyrir miðju, á leið á fund flokksfélaga sem haldinn var í gærkvöldi. Á þeim fundi samþykktu Likud-menn að leggja fram frekari kröfur fyrir samþykkt sinni á tiliögum Bandaríkjanna um viðræður ísralesmanna og Palestínumanna i Kaíró. Lengst til hægri á myndinni er samgönguráðherrann, Moshe Katsav. Símamynd Reuter Likud-jlokkurinn í Israel, annar stjórnarflokkanna, hefur lagt fram nýjar kröfur fyrir samþykkt sinni á tillögum Bandaríkj astj órnar um viö- ræður fulltrúa Israelsstjórnar og Palestínumanna um fyrirhugaðar kosningar á herteknu svæðunum. Meðal þess sem flokkurinn fer fram á er að arabar, búsettir í austurhluta Jerúsalem fái ekki að taka þátt í fyr- irhuguðum kosningum til viðræðu- nefndar Palestínumanna í friðarvið- ræðum við ísraelsstjóm. í morgun höfnuðu flokksfélagar í Verkamannaflokknum, sem er hinn stjórnarflokkurinn, þessum kröfum Likud. Peres, leiðtogi Verkamanna- flokksins, hefur boðað til fundar for- ystu flokksins í dag þar sem tekið verður til umfjöllunar hvort slíta eigi stjómarsamstarfinu að því er fram kom í fréttum útvarpsins í ísrael. Likud-flokkurinn, sem er flokkur Shamirs forsætisráðherra, sam- þykkti á fundi sínum í gærkvöldi að krefjast þess að Verkamannaflokk- urinn falhst á ströng skilyrði fyrir samþykkt ísraelsstjómar á tillögum Bandaríkjanna. Meðal þeirra skil- yrða, sem flokkurinn setur, er að fuhtrúar Palestínumanna í Jerúsal- em fái ekki að taka þátt í kosningum á herteknu svæðunu og að fulltrúum PLO, Frelsissamtaka Palestínu, sem og þeim Palestínumönnum sem sendir hafa verið í útlegð veröi mein- að að taka þátt í öllum friðarviöræð- um sem og framkvæmd friðartil- lagna. I tillögum Bandaríkjamanna, sem Likud setur nú skilyrði fyrir sam- þykkt á, er gert ráð fyrir aö fyrstu undirbúningsviðræður fulltrúa Pa- lestínumanna og ísraela fari fram í Kaíró í Egyptalandi. I þeim viðræð- um eiga fulltrúarnir að vinna að því að ná samkomulagi um kosningar á vesturbakkanum og Gazasvæðinu um fulltrúa Palestínumanna í fyrir- huguðum friðarviöræðum við ísrael. Þær viðræður snúast svo áftur um takmarkaða sjálfsstjórn Palestínu- manna á herteknu svæðunum. Verkamannaflokkurinn er hlynnt- ur því aö arabar í austurhluta Jerú- salem verði þáttakendur í Kaíróvið- ræðunum. Þá styður flokkurinn einnig þær kröfur araba að þeir fái að taka þátt í kosningunum. I morg-1 un sagði Peres að Verkamannaflokk- urinn gæti ekki fallist á að meina Palestínumönnum í Jerúslalem þátt- töku í friðarumleitunum. Flokkur- inn hefur oft hótað því að slíta sam- starfmu við Likud-flokkinn náist ekki árangur í friðarumleitunum á herteknu svæðunum. Reuter Óeirðir í kjölfar uppreisnar I kjölfar uppreisnarinnar í Ciskei létu margir greipar sópa um verslanir i bænum Mdatsantsane. Kveikt var í tugum verksmiðja, skrifstofa og verslana. Simamynd ReutJU Suður-afrísk yfirvöld sendu her- menn til heimalandsins Ciskei í gær til að bæla niður óeirðirnar þar sem fylgdu í kjölfar uppreisnar hersins á sunnudaginn. Yfirvöld gáfu í skyn að þau myndu viðurkenna stjóm uppreisnarmanna sem steyptu hin- um óvinsæla forseta, Lennox Sebe, af stóli. Sebe hafði verið við völd í átján ár. Leiðtogi uppreisnarmanna, Oupa Gqozo, sagði að fyrsta hlutverk nýju stjórnarinnar yrði að koma á lögum og reglu í kjölfar uppreisnarinnar. En loforð uppreisnarleiðtogans um að reyna að innhma Ciskei, eitt af tiu suður-afrísku heimalöndunum, í Suður-Afríku gengur þvert á ákvæði kynþáttaaðskilnaðarstefnu suður- afrískra yfirvalda um búsetu blökku- manna á sérstökum svæöum. Umbætur Suður-Afríkustjórnar- innar og frelsi Nelsons Mandela hafa virkaö sem kveikja á íbúa heima- landanna sem nú fara fram á að fá full borgararéttindi í stað þess að vera annars flokks borgarar sem vís- að er til sérstakra svæöa. Gqozo sagði á fundi með frétta- mönnum í gær að hann hefði hafið viðræður við leiðtoga andstæðinga kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar og væri það fyrsta skrefið í áttina að því að ryðja braut fyrir innhmun heima- landsins í Suður-Afríku. Uppreisnarleiðtoginn kvaðst hafa fengið fregnir um að fjórir hefðu beð- ið bana í óeirðunum sem brutust út í kjölfar uppreisnarinnar þegar tugir þúsunda þyrptust út á götur og torg til að fagna falli forsetans. Reuter Eiginkona Noriegas hershöföingja, Feiicidad Sieiro, á tati við aöstoöarut- anrikisróðherra Kúbu, Miguel Brugueras, á laugardaginn. Frá Kúbu fór hún ásamt dæirum sínum og dóttursyni til Dóminíska lýóveldisins. Simamynd Reuter Eiginkona Noriegas hershöfðingja, þrjár dætur þeirra hjóna og dóttur- sonur komu til Dóminíska lýðveldisins á sunnudaginn. Tengdasonur Noriega er frá Dómíníska lýðveldinu og er hann sonur fyrrverandi varnar- málaráðherra landsins. Fjölskyldu Noriega var leyft að fara frá Panama á fóstudaginn. Á laugar- daginn kom fiölskyldan til Kúbu þar sem vel var tekið á móti henni. Fjöl- skyldan var í hópi Panamabúa sem leituðu skjóls í sendiráði Kúbu í Pa- namaborg stuttu eftir innrás Bandaríkjamanna í Panama 20. desember síðasthðinn. Fundust í snjóhúsi Tveir franskir skíðamenn, sem saknað haföi verið í Ölpunum í sex daga, fundust á laugardaginn í snjóhúsi sem þeir höfðu byggt. Skíðamenn- irnir, sem eru hjón, höföu verið að renna sér í ómerktri brekku í hlíöum Mont Blanc þegar óveður skall á. Veöurofsinn hamlaði leitarstarfi en þegar rofa tók til á laugardaginn fundust hjónin. Þau voru flutt á sjúkra- hús vegna ofkælingar. „Kitnrásarjarðgöng“ Suóur-kóreskir hermenn rannsaka jarðgöngin írá Norður-Kóreu sem Suður-Kóreumenn segja að hali verlð gerð til að hægt væri að gera skyndiárás á Suður-Kóreu. Simamynd Reuter Suður-kóresk yfirvöld tilkynntu um helgina fund jarðgaitga á hlut- lausa svæðinu milh Norður og Suður-Kóreu. Segja suöur-kóresk yfirvöld að göngin hafi náð 1,2 kílómetra suöur fyrir hlutlausa svæðið. Eru þetta fióröu göngin sem finnast á svæðinu. Er rarmsaka átti göngin sprakk jarösprengja. Nnkkrar jarösprengjur höfðu þó verið fiarlægðar sem og aðrar hindranir. Yfirvöld í Suður-Kóreu fullyrtu að Norður-Kóreumenn heföu getað sent þrjátiu þúsund hermenn og fiölda herbíla gegnum göngin á innan við klukkustund. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi gert um tuttugu göng undir landamærin. Bannað að borga Kausnargjald Patriziu Tacchella, sem er átta ára, var rænt í janúar síðastliðnum ná- lægt Verona á ítalfu. SímamyndReuter Með nýrri tilskipun ítalskra yfirvalda hefur foreldrum Patriziu Tacc- hella, átta ára italskrar telpu, verið meinað að greiða lausnargjald eða hefia samníngaviöræöur um frelsi hcnnar. Telpunni var rænt fyrir rúm- um mánuði en að sögn föður hennar hafa mannræningjarnir enn ekki krafist neins lausnargjalds. Patrizia er einn yngsti gísl í haldi mannræn- ingja á Ítalíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.