Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Blaðsíða 9
FIMMTÚfcÍAGÍÍR ;á/ ÍÍ2K81 ÍÖÚÓ.
Gorbatsjov Sovétforseti á ekki sjö daga sæla nú að mati skopmyndateiknar-
ans Luries. Teikning Lurie
Sovéska lýðveldið Litháen:
Sjálfstæði gæti
reynst dýrt
Gorbatsjov Sovétforseti hefur sagt
Litháum að þeir þurfi að greiða fyrir
vörur og þjónustu frá Sovétríkjum í
aiþjóðlegum gjaldeyri ef þeir ákveði
að segja skilið við ríkjasambandið
og setja á laggirnar sjálfstætt ríki.
Þetta kom fram í ummælum hátt-
settra forystumanna lýðveldisins í
gær.
Algirdas Brazauskas, forseti lit-
háska þingsins, sagði ljóst að sjálf-
stæði lýðveldisins myndi reynast Lit-
háen þungt í skauti efnahagslega.
Sovétforseti gerði Litháum ljóst að
segði lýðveldið sig úr Sovétríkjunum
yrðu viðskipti þess við ríkjasam-
bandið, sem nema átta milljörðum
rúbla eða þrettán milijörðum dollara
á ári, í alþjóðlegum gjaldeyri en ekki
rúblum eins og hingað til hefur verið
vaninn. Þessi upphæð samsvarar
einum þriðja framleiðslu lýðveldis-
ins, sagði Brazauskas. Þá hefur Gor-
batsjov einnig gefið í skyn að segi
lýðveldið sig úr ríkjasambandinu
gæti farið svo að það þyrfti að greiða
upp skuld sína við Moskvu, alls 33
milljarða dollara.
En enginn bUbugur virðist vera á
Litháum. Samkvæmt heimildum í
lýðveldinu gæti vel farið svo að þing
fcátháen tæki enn eitt skref í átt að
fullu sjálfstæði á laugardag en þá
koma þingmenn saman til sérstaks
fundar.
Reuter
Ágreiningur er milli Likud-flokks Shamirs forsætisráðherra, sem hér sést,
og Verkamannaflokksins í ísrael. Simamynd Reuter
Ágremlngurinn í ísraelsstjóm:
Sættir líklegar
Verkamannaflokkurinn í ísrael
leitar nú málamiðlunar í deUu sinni
við Likud-flokkinn, samstarfsflokk
sinn í samsteypustjórninni. Að sögn
heimUdarmanna er talið líklegt að
sættir náist og takist að afstýra
stjómarslitum. Stjórnmálaflokkana
greinir á um afstöðuna tU tiUagna
Bandaríkjanna um friðarviðræður
við fuUtrúa Palestínumanna sem og
komandi kosningar á herteknu
svæöunum. Þær kosningar era til
samninganefndar Palestínumanna
sem munu ræða við ísraela um tak-
markaða sjálfsstjórn þeirra fyrr-
nefndu.
Þrátt fyrir að líkur bendi tU að
málamiðlun náist bar enn töluvert á
miUi hjá flokkunum á ríkisstjórnar-
fundi í gær. Likud-flokkurinn viU
m.a. að Palestínumenn, sem búa í
Austur-Jerúsalem, fái ekki að taka
þátt í kosningunum. Verkamanna-
flokkurinn hefur aftur á móti lýst því
yfir að hann sé hlynntur því að hinir
eitt hundrað og fjörutíu þúsund Pa-
lestínumenn í borginni hafi þátttöku-
rétt í kosningunum.
Ríkisstjórn ísraels hefur frestaö
ákvarðanatöku um tUlögur Banda-
ríkjanna sem miða að því aö koma á
viðræðum Palestínumanna og ísra-.
ela um fyrirhugaðar kosningar.
Harðlínumenn í Likud vUja hafna
þessum tiUögum en Verkamanna-
flokkurinn hefur lýst yfir stuðningi
við þær.
Reuter
'_____________________Útlönd
Óelrðir í heimalandi:
Yfirvöld í Suður-Afríku tilkynntu
í morgun að þau hefðu sent her-
menn tU heimalandsins Bophut-
hatswana eftir að forsetinn þar,
Lucas Mangope, bað um hjálp til
að kveða niður óeirðir mótmæl-
enda sem kröfðust afsagnar hans.
Forseti Suður-Afríku, F.W. de
Klerk, lýsti því yfir í gær að verið
gæti að neyðarástandslögin, sem
eru í gUdi í öUu landinu, yrðu ekki
afnumin vegna öngþveitisins sem
nú ríkir í heimalandinu Bophut-
hatswana. Afnám neyðarástands-
laganna er mikUvægt skilyrði Af-
ríska þjóðarráðsins fyrir viðræð-
um við stjómvöld í Suður-Afríku.
Fjórtán manns biðu bana í Bop-
huthatswana í gær er lögregla og
hermenn hófu skothríð á mótmæl-
endur og fimm hundrað slösuðust.
Forsetinn þar, Lucas Mangope,
lýsti yfir neyðarástandi í heima-
landinu þegar tugir þúsunda, sem
kröföust afsagnar hans, æddu um
og kveiku í skrifstofum, verksmiðj-
um og bílum í bæjunum Mabopane
og Garankuwa. Sjónarvottar segja
að mótmælendur hafi kastað grjóti
og reist sér vígi úr brennandi
dekkjum.
De Klerk forseti lýsti því yfir í
gær að hann væri reiðubúinn að
senda hermenn á vettvang ef hætta
væri á að óeirðirnar í Bophuthats-
wana breiddust út til hvíta minni-
hlutans í Suður-Afríku.
Talið er víst að kveikjan að óeirð-
unum í Bophuthatswana hafi verið
uppreisn herforingja í heimaland-
inu Ciskei á sunnudaginn. Herfor-
ingjarnir þar hafa heitið því að
berjast fyrir innlimun Ciskei í Suð-
ur-Afríku. Heimalöndin eru þau
svæði sem suður-afríska stjómin
hefur ætlað blökkumönnum til
búsetu. Alls eru þau tíu. Fjögur
þeirra hafa verið yfirlýst sjálfstæð
ríki af Suður-Afríkustjórn en sex
þeirra eru með sjálfsforræði.
Reuter
íbúar heimalandsins Bophuthatswana kröfðust í gær afsagnar forseta
sins og kveiktu í skrifstofum og verksmiðjum í mótmælaskyni.
Símamynd Reuter
HELGMTEBOÐ
KJÖTBORÐIÐ OKKAR ER HLAÐIÐ KRÆSINGUM
Opíð: Mánudaga - föstudaga kl. 8-19.
Laugardaga kl. 10-16.
KJÖTMIÐSTOÐIN
Laugalæk 2, Sími 686511.
DeKlerk
sendir hermenn