Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990.
11
Utlönd
Kínverskir ráðamenn
uggandi um sinn hag
Þaö er fátt eitt sem almenningur
og yfirvöld í Kína óttast meira en að
borgarastyrjöld brjótist út. Síðustu
vikur hafa ráðamenn notfært sér
þennan beyg landa sinna og sáð ótta
um að blóðug átök hefjist í landinu
ákveði rúmur milljaröur íbúa Kína
að fara að dæmi Austur-Evrópubúa
og skilja við kenningar marxisma
fyrir vestrænt lýðræði.
Kröfur um lýðræði verða æ hávær-
ari í nágrannaríkjum Kína, s.s.
Mongólíu, og í Sovétríkjunum hefur
Gorbatsjov forseti tekið skref í átt
að fjölflokkakerfi. Leiðtogar Kína
óttast að þeir missi völd sín og áhrif
verði það sama upp á teningnum í
þessu fjölmenna landi.
Andófsmenn óttast framtíðina
í nýlegri forystugrein Dagblaðs al-
þýðunnar, málgagns kínverska
kommúnistaflokksins, var reynt að
réttlæta þörfina á valdaeinræði
flokksins. „Án styrkrar forystu
Kommúnistaílokksins myndu átök
og stríð án efa brjótast út í Kína, þjóð-
in myndi klofna og almenningur
þjást," sagði í greininni.
En sumir kínverskir andófsmenn
og menntamenn hafna öllu tali um
borgarastyrjöld og segja slíkt ein-
ungis örþrifaráð' stjórnmálaflokks
sem þegar hefur misst traust og trún-
að fólksins í landinu. En þeir eru
uggandi um framtíðina eftir að Deng
Xiaoping, æðsti leiðtogi landsins,
fellur frá. Þó að Deng sé ekki vinsæll
í Kína, sérstaklega í kjölfar þess að
hann skipaði kínverskum hermönn-
um að brjóta á bak aftur mótmæli
námsmanna á Torgi hins himneska
friðar í Peking í fyrra, nýtur hann
einhverrar virðingar landa sinna.
„Hann er sá eini í forystuliði þjóð-
arinnar sem Kínverjar virða ein-
hvers ... vegna þeirra efnahagslegu
umbóta sem hann kom á,“ sagði einn
andófsmaður. „Hver veit hvað getur
gerst eftir að Deng er fallinn frá?“
Staða hersins mikilvæg
Yfirmenn í kínverska hernum hafa
staðfastlega styrkt stöðu sína síðustu
mánuði, ekki síst í kjölfar atburð-
anna á Torgi hins himneska friðar í
fyrra þegar hundruð ef ekki þúsund-
ir mótmælenda létust þegar herinn
braut á bak aftur fjöldamótmæli. Eitt
helsta merki þess að áhrifamáttur
hersins hefur aukist er að fjárlög til
hans hafa farið hækkandi þrátt fyrir
að ríkisstjórnin hafi tilkynnt að Kín-
verjar þurfi að herða sultarólina.
Opinberar tölur um hækkun fjár-
framlaga til hersins liggja ekki fyrir
en að sögn heimildarmanna dag-
blaösins International Herald Tri-
bune er um sextán prósent hækkun
að ræða.
Sérfræðingar segja að hlutverk og
mikilvægi hersins fari síst minnk-
andi í Kína, heldur þvert á móti. Þeir
vilja ekki útiloka aö til borgarastyij-
aldar komi, eða jafnvel valdaráns
hersins, í kjölfar fráfalls Dengs.
Kínversk yfirvöld standa nú þegar
fyrir viðamiklum breytingum á
hernum og eru að setja á laggirnar
nýja öryggissveit sem hefur það hlut-
verk með höndum að bregðast við
óróa innan landamæra Kína, hvort
sem um er að ræða þjóöernissinnaöa
Tíbeta eða múhameðstrúarmenn eða
mótmæh kínverskra námsmanna.
„Ekki er lengur htið á Sovétríkin sem
helstu ógnun við kínverskt þjóöfé-
lag,“ sagði einn stjórnarerindreki.
„Nú er kröftum hersins beint að því
að viðhalda öryggi innan landamæra
Kína og hermönnunum líkar það
ekki.“
Nýleg uppstokkun innan Alþýðu-
lögreglunnar virðist í beinum tengsl-
um við þessar breytingar á hlutverki
hersins. Innan hinnar fimm hundruð
þúsund manna lögreglu var nýlega
gerö gagngerð uppstokkun í foryst-
unni og misstu margir háttsettir yfir-
menn stöðu sína.
Hver verður aftaki Dengs?
Miklar getgátur eru um hver verði
arftaki hins háaldraða Dengs Xiaop-
ing sem enn heldur fast um valda-
taumana þrátt fyrir að hann gegni
nú engum opinberum embættum.
Sjónir manna beinast einkum að
Jiang Zemin, leiðtoga kommúnista-
flokksins, og Yang Shangkun, hinum
rúmlega áttræða forseta.
Jiang, sem er ekki nema rúmlega
sextugur, klifraði hratt upp metorða-
stigann í flokknum í kjölfar þess aö
Irak:
í norðurhluta íraks yrkir enginn
frjósama jörðina og trén bera ávöxt
sem enginn tínir. Bæir hafa verið
jafnaðir við jörðu.
Kúrdarnir sem bjuggu þar hafa
verið fluttir nauðugir á brott, að sögn
nokkurra sænskra þingmanna sem
nýkomnir eru úr ferðalagi um írak.
Þeir benda á að viðbrögð umheims-
ins við þessum atburðum hafi engan
veginn verið j afn sterk og þegar frétt-
ir bárust af því að verið væri að jafna
bæi í Rúmeníu við jörðu.
Áætlað er aö um þrjú hundruð
þúsund íraskir Kúrdar hafi verið
neyddir th að yfirgefa svæði nálægt
landamærum Tyrklands og írans.
Af „öryggisástæðum", eins og stjóm-
völd orða það, til þess að þeir bíði
ekki tjón af stríðinu við íran en
vopnalúé hefur nú ríkt milli íraka
og írana í um eitt og hálft ár.
Saddam Hussein forseti hefur hins
vegar látiö byggja forsetahöll í aöeins
fimmtán kílómetra íjarlægð frá
landamærunum. Og þar hefur verið
reist hótel til aö styrkja ferðamanna-
iðnaðinn sem byggja á upp að sviss-
neskri fyrirmynd.
Á þurri og heitri sléttu lengra í
suður hafa verið reistir nýir bæir þar
sem Kúrdum er þjappað saman.
Sænsku þingmennirnir segja að um
Fréttaskýrendur segja að hlutverk og staða hersins mun! skipta miklu máli
í Kina þegar fram liða stundir. Símamynd Reuter
umbótasinnanum Zhao Ziyang var
. vikið úr embætti flokksleiðtoga fyrir
tæpu ári. Deng lét í fyrra af hendi
forystuna í herráði flokksins til
Jiangs og reyndi þannig að auka
áhrif hans yfir hemum.
En það er engan veginn ljóst hvort
Yang, sem er annar valdamesti mað-
ur herráðsins og sá sem stóð að baki
aðgerðum hersins í júní, styðji Jiang.
Margir andófsmenn í Kina óttast
hvað tekur við eftir að hinn aldraði
leiðtogi Deng Xiaoping fellur frá.
Simamynd Reuter
Ekki er heldur ljóst hvort herinn
muni standa sem einn maður að baki
Yang eða klofna í afstöðu sinni.
Málefnum hersins er haldið vand-
lega leyndum í Kína. Þrátt fyrir það
telja sumir fréttaskýrendur sig vita
til þess að klofningur hafi komið upp
meðal forystunnar. Það vakti mikla
óánægju meðal hermanna, bæði al-
mennra sem og yfirmanna, að hern-
um skyldi beitt gegn mótmælendun-
um í júní.
Þá eru nokkrir forystumenn her-
mála sagðir vera uggandi vegna auk-
inna valda fjölskyldu Yangs forseta.
Sumir óttast að við fráfall Dengs
kunni Yang-fjölskyldan að reyna að
hrifsa til sín völd.
Stjómarerindrekar vilja ekki úti-
loka viðamikla uppstokkun innan
forystuliðs hersins á næstu mánuð-
um. Verði sú raunin er aftur á móti
ekki ljóst hvaða valdafylking kemst
í áhrifamestu stöðumar.
Reuter
algjöra kúgun sé að ræða.
Þingmennirnir fóra til íraks í boði
stjórnvalda þar. í fyrra fóru þing-
mennirnir í heimsókn í flóttamanna-
búðir Kúrda í Tyrklandi. í írak fengu
þingmennimir að ferðast um eins og
þeir vildu. Hins vegar gengu yfirvöld
á bak orða sinna um að þeir fengju
að heimsækja tvö fangelsi. Þeir fengu
heldur ekki þær upplýsingar sem
þeir höfðu farið fram á um pólitíska
fanga og framkvæmd dauðarefsingar
sem samkvæmt upplýsingum mann-
réttindasamtaka er enn beitt í írak í
talsverðum mæli.
Sænsku þingmennirnir heimsóttu
héruðin Arbil, Dohok og Sulemaniya
þar sem borgin Halabja er. Það var
þar sem írakar beittu efnavopnum
gegn Kúrdum vorið 1988 á þeirri for-
sendu að íbúamir hefðu látið íranska
innrásarmenn taka borgina. Á milli
Qögur og fimm þúsund Kúrdar létu
lífið, allir óbreyttir borgárar. „Þar
blómstra blómin í rústunum. Enn
má finna þar fjölskyldumyndir og
aöra persónulega hluti,“ að því er
einn þingmannanna greindi frá.
Síðan hafa á milli sjötíu og áttatíu
þúsund Kúrdar flúið frá írak, fyrst
og fremst til Tyrklands og írans.
Aðeins nokkur þúsund þeirra hafa
þorað að snúa aftur til í raks. tt
5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUK
SERTILBODILCÁRMK
Skinka í sneiðum “| |T| 89.-
Kr. JL • md UlT) kg
M þarft ekki að leita lengra
Grundarkjör
Opið: Mánud.-fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud.
REYKJAVÍKURVEGI72, HAFNARFIRÐI.S. 53100 9-20 9-21 10-18 11-18
GARÐATORGM, GARÐABÆ, S. 656400 9-19 9-20 10-18 11-18
FURUGRUND 3, KÓPAVOGI.S. 46955 OG 42062 9-20 9-20 10-18 11-18
STAKKAHLÍÐ 17, REYKJAVÍK.S. 38121 9-20 9-20 10-16 Lokað
BRÆÐRABORGARSTÍG 43, REYKJAVÍK.S. 14879 9-20 9-20 10-16 Lokað
VERSLANIR FYRIR ÞIG