Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Page 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Ofanstjórn tekst ekki
Nýjustu spár um hagvöxt í ríku löndunum, sem sitja
1 Efnahags- og þróunarstofnuninni, benda til, að ísland
sé komið í varanlegan vítahring og mundi dragast ört
aftur úr öðrum aðildarlöndum á síðasta áratug þessarar
aldar, jafnvel þótt hnni kreppunni, sem nú ríkir hér.
Spáð er, að hagvöxtur iðnríkjanna muni nema um
3% árlega til aldamóta. Hér er hins vegar samdráttur.
Ef hagvöxtur byrjar að nýju hér á landi, er reiknað
með, að hann verði um 1,6%. Á heilum áratug leiðir
þessi munur okkar og nágrannanna til breiðrar gjár.
Þetta er okkur sjálfum að kenna. Við höfum ekki lagt
traustan grunn að hfskjörum okkar, heldur byggjum á
tveimur nýfengnum auðhndum, sem við höfum þegar
nýtt. Önnur auðlindin er stækkun fiskveiðilögsögunnar
og hin er stóraukin atvinnuþátttaka íslenzkra kvenna.
Með stækkun fiskveiðilögsögunnar náðum við í okk-
ar hendur nokkurn veginn öllum afia á íslandsmiðum,
þar á meðal öllum hinum mikla afla, sem brezkir togar-
ar höfðu sótt hingað. Um leið náðum við tökum á að
skammta afla, svo að fiskistofnar hafa ekki hrunið.
Við vorum lengi eftirbátar nágranna okkar í þátttöku
kvenna í atvinnulífinu. Á skömmum tíma höfum við
náð svipaðri stöðu og aðrar auðþjóðir á því sviði. Þessu
hefur fylgt mikill hagvöxtur, sem stöðvast, þegar árang-
ur hefur náðst, alveg eins og við stækkun lögsögunnar.
Um leið höfum við látið undir höfuð leggjast að leggja
grundvöh að nýjum atriðum, sem geti tekið við af stækk-
un fiskveiðilögsögunnar og aukinni atvinnuþátttöku
kvenna sem burðarás í hagvexti næstu ára og áratuga.
í velsældinni höfum við einfaldlega sofið á verðinum.
Við höfum vanizt happdrættisvinningum á borð við
stærri fiskveiðilögsögu og atvinnuþátttöku kvenna. Við
teljum okkur hafa efni á alls konar lúxus, sem brennir
þjóðarauð. Við teljum okkur líka hafa efni á ofanstýrðu
þjóðfélagi í stíl fallkandídatanna í Austur-Evrópu.
Við verjum til dæmis árlega átta mhljörðum af skatt-
fé til hefðbundins landbúnaðar og sjö milljörðum af
neytendafé í bann við innflutningi búvöru. Við verjum
árlega mhljörðum af skattfé til að láta opinbera sjóði
fjármagna tímabær gjaldþrot og fresta þeim um sinn.
Við neitum okkur um markaðsfrjálsræði auðugra
þjóða á borð við Svisslendinga, Bandaríkjamenn og Jap-
ani. Við látum stjórnvöld og stofnanir um að skrá gengi
krónunnar og við látum þau um að banna innflutning
á sumum vörum og útflutning á öðrum vörum.
Um þessar mundir erum við að láta stjórnvöld og
stofnanir um að koma upp aflamiðlun, sem eykur mið-
stýringu sjávarútvegs ofan á fyrri miðstýringu kvóta-
kerfisins. Við höfum þegar látið stjórnvöld um að koma
upp harðskeyttu kvótakerfi í hefðbundnum landbúnaði.
Við stefnum óðfluga yfir í ofanstýringu og miðstýr-
ingu á sama tíma og Austur-Evrópa stefnir óðfluga frá
ofanstýringu og miðstýringu. Við höldum, eins og harð-
hnukommarnir í Austur-Evrópu, að unnt sé að reka
þjóðfélagið að ofan eins og hverja aðra fjölskyldu.
Ríkisvaldið og ríkissjóður eru að þenjast út hér á landi
á kostnað annarra þátta þjóðfélagsins á sama tíma og
allar þjóðir í austri og vestri eru að draga saman seglin
í ríkisvaldi og ríkissjóði. Við erum að missa af lestinni
sem Albanían í Efnahags- og þróunarstofnuninni.
Ekki má kenna stjórnmálamönnum einum um þessa
ógæfu. Það eru kjósendur sjálfir, sem imynda sér, að
hér sé unnt að reka ofanstjórn og ráðherraalræði.
Jónas Kristjánsson
FIMMTUUAGUK, 8..MARS 199Q.
Júlíus Sólnes umhverfismálaráðherra. - Lýsti því í blaðagrein fyrir kosningar 1987 að hann væri að hugsa
um að stofna flokk til hægri við Sjálfstæðisflokkinn, segir greinarhöfundur m.a.
Sjálfstæðis-
menn á öllum
listum?
Einhver sérkennilegasta hug-
myndin í stjórnmálunum um þess-
ar mundir er tilboð Alþýðuflokks-
ins til nokkurra þekktra sjálfstæð-
ismanna að taka sæti á framboðs-
lista flokksins við borgarstjórnar-
kosningarnar í vor.
Tvennt er einkum að athuga í
þessu sambandi. Annars vegar lýs-
ir þessi hugmynd næsta átakanleg-
um skorti á hæfum frambjóðend-
um úr röðum alþýðuflokksmanna.
Þarf það svo sem ekki að koma
neinum á óvart eftir hin frægu
ummæli Jóns Baldvins Hannibals-
sonar fyrr í vetur, að flokksmenn
myndu tæpast nenna að mæta á
kjörstað til að kjósa Bjarna P. (nú-
verandi borgarfulltrúa krata).
Hins vegar sýnir hugmyndin það
mikla traust sem sjálfstæðismenn
hafa áunnið sér meðal keppinauta
sinna á sviði borgarmála. Nú virð-
ast menn vera farnir að líta á sjálf-
stæðismenn sem einhvers konar
sérsveit, .borgarstj ómarfræðinga* ‘
sem hægt er kveðja á vettvang þeg-
ar mikið liggur við.
Sjálfstæðismenn
alls staðar?
Hitt er að sönnu skemmtilegt ef
niðurstaða margra mánaða við-
ræðna vinstri flokkanna í Reykja-
vík um sameiginlegt framboð gegn
Sjálfstæðisflokknum verður sú að
þeir bjóði hver fram sinn hsta en
með sjálfstæðismenn eða fyrrver-
andi sjálfstæðismenn í efstu sætun-
um. Hvílík vinstri fylking!
Þegar þetta er skrifað er ekki tai-
iö útilokað aö kunnur sjálfstæðis-
maður, sem þekktur er fyrir gagn-
rýni á Sjálfstæðisflokkinn frá
hægri, gangi til hðs viö Alþýðu-
flokkinn og skipi jafnvel efsta sæti
á hsta flokksins í komandi kosning-
um. Ekki þarf að fjölyrða um upp-
runa frambjóðenda Borgaraflokks-
ins. Kvennahstinn hefur einnig
verið svo vinsamlegur að setja fyrr-
verandi stuðningsmann Sjálfstæð-
isflokksins í efsta sæti á framboðs-
KjaUarinn
Guðmundur
Magnússon
sagnfræðingur
lista sínum.
Framsóknarflokkurinn hefur
kaupmann í efsta sæti og allir vita
hvar hjörtu þeirra slá þegar á reyn-
ir. Þá er Alþýðubandalagið eitt eft-
ir. Hvaða sjálfstæðismann skyldu
þeir grafa upp? Er Guörún Ágústs-
dóttir, borgarfulltrúi þeirra, ekki
af grónum íhaldsættum? - Nema
þeir geti boðið betur?
Varist eftirlíkingar
Hvernig ættu sjálfstæðismenn að
bregðast við ef það gengur eftir að
vinstri flokkarnir bjóða eingöngu
fram sjálfstæðismenn eða fyrrver-
andi sjálfstæðismenn í borgar-
stjórnarkosningunum í vor? Ein
leiðin er að segja: Varist óvandaöar
eftirhkingar! Þaö ætti að duga eitt-
hvaö, því öll höfum við áreiöanlega
brennt okkur á slíku.
Og sannleikurinn er því miður
sá að þegar gamhr og grónir sjálf-
stæðismenn eru komnir í aðra
flokka umbreytast þeir einhvern
veginn svo herfilega að enginn veg-
ur er að þekkja þá fyrir sömu
mennina. Þarf ég að nefna dæmi
þessu til stuðnings? Júlíus Sólnes
lýsti því yfir í blaðagrein nokkru
fyrir kosningarnar 1987 að hann
væri að hugsa um að stofna flokk
til hægri við Sjálfstæðisflokkinn.
Þá var hann að eigin mati mesti
fijálshyggjumaður á íslandi. Nú er
hann ráðherra í ráðuneyti án verk-
efna í gamaldags vinstri stjórn sem
sett hefur met í skattheimtu og
miðstýringu.
Af þessum sökum - í ljósi reynsl-
unnar - treysti ég mér að minnsta
kosti ekki til að mæla með fram-
boðslistum vinstri flokka, þótt
sjálfstæðismenn skipi þar efstu
sætin. Lái mér hver sem vill að ég
hef ekki mikið álit á mönnum sem
telja vinstri flokkana heppilegustu
tækin til að vinna aö framgangi
þeirrar frjálslyndu umbótastefnu
sem sjálfstæðisstefnan er. Höfum
við ekki orðið næghega óþyrmilega
fyrir barðinu á þessum flokkum á
undanfórnum misserum? Var ekki
vinstri tilraunin í Reykjavík á ár-
unum 1978-1982 nógu sársaukafull
og dýrkeypt?
Guðmundur Magnússon
„Lái mér hver sem vill aö ég hef ekki
mikið álit á mönnnm sem telja vinstri
flokkana heppilegustu tækin til að
vinna að framgangi þeirrar frjálslyndu
umbótastefnu sem sjálfstæðisstefnan
er.
<