Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990. 3 Fréttir Fiskstuldur 1 Hull: Þjófarnir gripnir og þeim stungið í fangelsi I síðustu viku voru lausráðnir verkamenn við fiskmarkaöinn í Hull gripnir eftir að hafa stolið 300 kílóum af fiski frá íslandi. Þeir voru fangels- aðir og sátu enn inni í gær. Málið hefur vakið athygli vegna þess að talið var að hert eftirlit hefði komið að mestu í veg fyrir fiskþjófnað á mörkuðunum en það var umtalsvert áður fyrr. Pétur Bjömsson, framkvæmda- stjóri ísbergs Ltd í Hull, sagði í sam- tali við DV að það væri eilíf barátta viö að koma í veg fyrir fiskþjófnað og þannig væri það í raun á öllum fiskmörkuðum og þar sem verið væri að vinna fisk. Hann sagði að eftirlit með þessu væri mjög strangt en samt væri aldrei hægt að koma í veg fyrir fiskþjófnað. „Hættan er aö sjálfsögðu mest þeg- ar verðið er svona hátt eins og núna. Það er þá alveg sama hvar þaö er. Þetta er vandamál á öllum fiskmörk- uðum,“ sagði Pétur Björnsson. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstöðu- maður Aflamiðlunar, sagðist halda að minna væri um fiskþjófnaði nú- Loðnuveiðarnar: Lítil von um vestan- göngu í fjögurra daga loðnuleitar- leiðangri, sem Bjarni Sæ- mundsson fór í út af Vestfjörð- um, urðu raenn ekki varir við neinar loðnutorfur. Jakob Jakobsson, forstjóri Ilaírannsóknastofnunar, sagöi að vart hefðí orðið við loðnu i fiski sem veiðst hefði í Víkurál. Loðnubræðslurnar hefðu því óskað eftir að rannsóknaskip kannaði svæðið. Það var gert en án árangurs. Jakob sagðist ekkert þora að segja til um hvort vestanganga kæmi í ár eða ekki. Þær kæmu alltaf öðru hvoru en fyrst engar torfur fundust i leiðangrinum væru heldur litlar likur á vestan- göngu í ár. Vart hefur orðið loðnu fyrir austan land og sagði Ástráður Ingvarsson, hjá loðnunefnd, að sjómenn teldu þar vera á ferð- inni umtalsvert magn. Gallinn væri bara sá að loðnan stæði mjög djúpt og hyrfi alltaf öðru hvoru. Flestir bátanna eru með grunnar nætur um borð og því ganga veiðamar stirðlega. Búist er við að þegar loðnan kemur vestar verði.hún komin í veíðanlegar torfur. Nú eru komnar á land 650 þúsund lestir af loðnu en heild- arkvótinn í ár er 760 þúsund lestir. Ástráður sagðist sann- færður um að það magn myndi nást. Þrír bátar, Hákon, Pétur Jónsson og Rauðsey, eru búnir með kvóta sína og hættir veið- um. Mörg skípanna eru á síð- ustu tonnunum þessa dagana. -S.dór orðið en áður var. Hann sagði að fyr- ir þremur árum hefði verið komiö upp um stórfelldan fiskþjófnað á fiskmörkuðum í Bretlandi en sagðist ekki hafa heyrt um að umtalsverðu magni hefði verið stolið síðan. Vil- hjálmur sagði að við landanir báta og togara í Bretlandi væri strangt eftirlit. Hann sagði fiskþjófnað við löndun eða á fiskmörkuðunum í Þýskalandi nær óþekkt fyrirbæri. -S.dór SÆLUVIKA m&iMi-z mxoom -ssoí • onNffflðitt- 'trwwsiwr joepíscs * • • im na?o KQjmub KSSðftVS ■ ■ •sSgJftwratay 'J SÆLUTILBOÐ ^ SPÓLIJR Á :400 KR. SÆLUHÚSIÐ SMIDSBÚD 6 ■ s. 42633 • GARDABÆ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.