Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Page 4
4
ÞRIÐ.JUDAGUR 20. MARS 1990.
Fréttir
Staðsetning nýja álversins:
Landsbyggðarpólitíkin mun
á endanum vega þyngst
- sagði Árni Gunnarsson alþingismaður á opnum fundi um álversmálið á Akureyri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég hygg að sú landsbyggðarpólitík,
sem núverandi ríkisstjórn hefur í
orði haft í frammi, muni á endanum
vega þyngst í þessu máli. Menn geta
velt fyrir sér þeirri fnynd sem myndi
blasa við ef álverið færi í Straums-
vík. Menn geta velt fyrir sér hvað
fólk á allri landsbyggðinni myndi
segja ef núverandi ríkisstjórn yrði
að kyngja því að nýtt 200 þúsund
tonna álver risi í Straumsvík við hlið
álversins sem þar er fyrir. Ég tel að
af pólitískum ástæðum sé það nánast
ógjörlegt fyrir ríkisstjórnina að
standa frammi fyrir þeim veru-
leika,“ sagði Árni Gunnarsson al-
þingismaður á opnum fundi um ál-
versmáliö og fleira á Akureyri um
helgina.
Árni sagðist telja að brotthvarf
Alusuisse úr Atlantal-hópnum hefði
verið með þeim hætti að það vekti
ekki mikið traust á fyrirtækinu og
Alumax-menn hefðu ekki mikinn
áhuga á að vera i nábýli viö Alu-
suisse. Þar vægi þyngst það sem þeir
kalla að þurfa ekki að lenda í deilum
um það hver „eigi skítinn“ eins og
þeir orðuðu það; ef mengunarslys
ætti sér stað yrði erfitt að greina á
milli frá hvorri verksmiðjunni „skít-
urinn" kæmi.
„Ég hef þaö eftir áreiðanlegum
heimildum aö forstjóri Alumax telji
það hiklaust miklu vænlegri kost út
frá þjóðhagslegu sjónarmiði og vegna
sátta um málið að álverið rísi utan
höfuðborgarsvæðisins. Hann er
þeirrar skoðunar að ef álverið risi í
Straumsvík risu upp deilur og átök
sem engin veit hvaða áhrif hefðu á
allar framkvæmdir. Þetta er að
mörgu leyti klókt sjónarmið og þessi
maður gerir sér ljósa grein fyrir því
að það er viturlegra að reisa álverið
þar sem mest þjóðarsátt gæti orðið
um það. Hann gerir sér líka grein
fyrir því að atvinnuástandið á Eyja-
fjarðarsvæöinu er með þeim hætti
að það myndu takast hagstæðir
samningar. Og samningaviðræður
myndu hugsanlega ekki taka jafn-
langan tíma og ef álverið risi í
Straumsvík,“ sagði Árni. Árni ræddi
marga þætti þessa máls, baráttu milli
landshluta um álverið, framkomu
flokksbróður síns, Guðmundar Árna
Stefánssonar, bæjarstjóra í Hafnar-
firði, sem hann teldi ekki til fyrir-
myndar í þessu máli, virkjanamál,
raforkumál, kaup á landi, mengun-
arrannsóknir og fleira, og í lokin
sagði hann það sína skoðun að álver-
inu yrði valinn staður í Eyjafirði.
:
Ungir menn og kappsamir láta snjó ekki hindra sig. Hér leika þeir knatt-
spyrnu á Reykjavíkurtjörn. DV-mynd Brynjar Gauti
Eru allaballar að búa
sig undir kosningar?
- Hef það á tilfinningunni, segir Ami Gunnarsson alþingismaöur
færi úr ríkisstjórninni myndi Sjálf-
stæðisflokkurinn hlaupa undir
bagga, annaðhvort með minnihluta-
stjórn eða meirihlutastjórn út kjör-
tímabihð, og áherslan yrði lögð á
þrjá málaflokka, stóriöju, varaflug-
völl og fjármagnsbreytingar til sam-
ræmis við það sem verður eftir að
Evrópubandalagið verður orðið eitt
markaðssvæði árið 1992.
Árni sagði ennfremur að mikið
væri rætt um að fram undan væri
ný viðreisnarsfjórn, með þeim for-
merkjum að þeir flokkar, sem á sín-
um tíma mynduðu „viðreisn", Sjálf-
stæðisflokkur og Alþýðuflokkur,
gerðu þjóðinni grein fyrir því fyrir
kosningar hvemig stjórn yrði mynd-
uð eftir kosningar.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Samstarf núverandi stjórnarflokka
hefur um margt verið bæði sérkenni-
legt og óvenjulegt. Ég verð að segja
að ég get ekki annað en dáðst að
Steingrími Hermannssyni, hvernig
honum hefur ge'ngið að halda þessari
sundurleitu ríkisstjóm saman,“
sagði Árni Gunnarsson, þingmaður
Alþýðuflokksins, á almennum fundi
á Akureyri um helgina.
„Það hefur margt sérkennilegt
gerst á undanfornum vikum og þar
vil ég helst nefna mörg útgjaldafrum-
vörp Alþýðubandalagsins sem hafa
komið inn á borö Alþingis og eru
með ólíkindum. Ég verð að segja eins
og er að mér hefur fundist veruleg
kosningalykt af þessum frumvarps-
flutningi alþýðubandalagsmanna.
Þeir hafa komið með inn á þing frum-
vörp sem munu kosta ríkissjóð millj-
arða króna án þess að koma með
tekjufrumvörp á móti.
Ég var þeirrar skoðunar fyrir
tveimur vikum að Alþýðubandalagið
væri að fara út úr ríkisstjórninni og
ég hef það ennþá mjög á tilfinning-
unni að það sé að búa sig undir kosn-
ingar. Hvort það hefur hins vegar
stöðu til þess að fara í kosningar nú
dreg ég stórlega í efa og ugglaust
hafa stjórnarflokkarnir ekki sterka
stöðu til að fara út í kosningar.
Vafalítið meta ráðherrar stöðuna
þannig að þeir vilji fóma öllu til þess
að árangur vegna efnahagsaðgerða
komi fram áður en kosningar verða,“
sagði Ámi.
Árni sagði að þær umræður hefðu
verið uppi að ef Alþýðubandalagið
í dag mælir Dagfari
Landkynningin í nefnd
Forsætisráðherra hefur skipaö
fimm manna nefnd til að kynna
ísland á erlendum vettvangi. Aðal-
verkefni nefndarinnar er að kanna
hvort ísland geti orðið að ímynd
gæða, hreinleika og heilbrigðs um-
hverfis og mannlífs. Auk þess á
nefndin að undirbúa fimm ára
áætlun um kynningu íslands á er-
lendum vettvangi og meta á hvaða
lönd beri að leggja áherslu, hveijir
séu helstu markhóparnir, hverjir
eigi að vinna verkið hér heima og
erlendis og hvernig.
Formaður nefndarinnar er Bald-
vin Jónsson, auglýsingastjóri
Morgunblaðsins, en auk hans er
að finna valinkunna heiðursmenn
í nefndinni sinn úr hverri áttinni.
Má segja að sannarlega hafl veriö
kominn tími til að íslendingar
gerðu eitthvaö í kynningu landsins
og nefndarskipan hafi verið fyrir
löngu tímabær. Það er með hrein-
um ólíkindum hvað útlendingar
vita lítið um þetta gósenland og
raunar skömm að því hvað íslend-
ingar hafa kynnt landið illa fram
að þessu.
Hér verður úr að bæta, enda síð-
ustu forvöð áður en önnur lönd
eins og Bandaríkin og Sovétríkin
stela frá okkur senunni. Þessi tvö
lönd og mörg, mörg fleiri hafa á
undanförnum árum kynnt sig í út-
löndum langtum meir og betur en
ísland hefur gert og eru fyrir vikið
stórum þekktari meðal útlendinga
heldur en landið okkar. Hér verður
að sporna við fótum og það er ekki
seinna vænna en auglýsingastjóri
Morgunblaðsins geri eitthvað í
þessu.
Nýlega var gefin út skýrsla sem
bendir til þess aö fjörurnar í ná-
grenni bæja og byggðar séu allar
útbíaðar í úrgangi og óhreinindum.
Hollustuvemdin hefur margbent á
að matur er næstum því óætur hér
á landi vegna salmonellu og nú eru
þeir famir að matreiða óætan fisk
ef hann er nógu ljótur. íslendingar
eru og frægir fyrir að beita sauðk-
indinni á hálendið til að eyða því,
og nú er búið að skipa nýjan um-
hverfismálaráðherra til að menga
umhverfið í ráðuneytunum af deil-
um og átökum um það hver eigi
að annast umhverfið.
Allt er þetta sennilega gert til að
laða útlendinga til landsins og
skapa þá ímynd af þjóðinni að hér
geti allir lifað og hingað geti allir
ferðast, sem á annað borð eru til-
búnir til að éta óætan mat og spilla
náttúrunni. Útlenskir ferðamenn
hafa fariö frjálsir ferða sinna um
óbyggðirnar á tíu hjóla trukkum
og allir sem hingað koma eða hér
dveljast vita aö íslendingar eru
heimsins mestu sóðar. Því verður
ekki breytt meðan sauðkindin lifir
og meðan mávurinn flýgur á milli
öskuhauga með salmonelluna, en
það er þá líka alveg rétt að það
verður að skipa nefnd til að sann-
færa útlendinga um hreinleikann
og hiö fagra mannlíf sem þrífst hér
í sóðaskapnum.
Fagurt mannlíf birtist okkur svo
í næturlífinu í höfuðborginni og
fylliríunum í framhaldsskólunum
og niðri á alþingi, þar sem pólitíkin
er til algjörrar fyrirmyndar fyrir
aðrar þjóðir sem ekki kunna að
umgangast lýðræðið af neinu viti.
Það þarf að kynna menn eins og
Steingrím og Ólaf Ragnar miklu
betur fyrir umheiminum, sem ekki
eiga stjórnmálamenn sem komast
í hálfkvisti við okkar fremstu menn
í umgengni sinni við kjósendur.
Baldvin Jónsson hefur náð
heimsfrægð fyrir kynningu sína á
íslenskum fegurðardísum og hvers
vegna skyldi sá góði maður ekki
geta kynnt íslenska stjórnmála-
menn og komið þeim á verðlauna-
palla í útlöndum og trekkt ferða-
menn til að forvitnast frekar um
það mannlíf sem kýs svona menn
til forystu? Nú er um að gera að
hefja áróður í útlöndum og blekkja
saklausa ferijamenn til að koma og
skoða og sjá með eigin augum þá
ímynd hreinleika og heilbrigðs
umhverfis og mannlífs sem heima-
menn hafa sjálfir kynnst alit frá
landnámsöld. ímyndina verður að
auglýsa og hreinleikann verður að
kynna, hvað sem líður sóðaskapn-
um og pólitíkinni. Það getur vel
verið að sú ímynd breytist þegar
ferðamaðurinn er mættur á stað-
inn, en skítt veri með það. Þá verð-
ur hann búinn aö borga farið og
borga hótelið og sjá veruleikann í
stað ímyndarinnar.
Nefndin á eftir að gera ísland að
heimsfrægu ferðamannalandi þeg-
ar hún hefur kynnt sig í útiöndum.
Dagfari