Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990. 9 Útlönd Gorbatsjov: Hótanir gegn Litháen Gorbatsjov Sovétforseti sagöi í yfir- lýsingu sem lesin var upp í sjón- varpsfréttum í Sovétríkjunum í gær- kvöldi aö hann heföi gefið stjórninni fyrirmæli um aö grípa til aðgerða gegn Litháum vegna sjálfstæðisyfir- lýsingar þeirra. Oljóst var hvort átt var við efnahagslegar aðgerðir. Sov- étstjórnin hefur ítrekað það að ekki verði gripið til hernaðarlegra að- gerða en sérstök yfirlýsing, undirrit- uð af Ryzhkov forsætisráðherra, gaf í skyn að hermenn yrðu hafðir á mikilvægum stööum. Tilkynning þessi var birt sólar- hring eftir að fréttir bárust af flutn- ingum skriðdreka og hermanna í suðurhluta Litháens. Herflugvélar voru á sveimi yfir Vilnius, höfuðborg Litháens, og öðrum borgum, þar á meðal Kaunas, gömlu höfuðborginni. Vegna heræfinganna í Litháen um helgina átti Landsbergis, forseti Lit- háens, fund með sovéskum herfor- ingjum sem sannfærðu hann um að þær væru ekki í neinum tengslum við fullveldisyfirlýsinguna. Tass-fréttastofan sovéska sagði yfirlýsingu sovéskra yfirvalda hafa borist eftir að Gorbatsjov tók við bréfi frá Landsbergis þar sem álykt- un sovéska þingsins um að fullveld- isyfirlýsing Litháa væri ómerk var vísað á bug. Bréf Landsbergis var lesið í sovéska sjónvarpinu í gær- kvöldi og á eftir fylgdi yfirlýsing Sov- étstjórnarinnar þar sem því var mót- mælt að sovéskar eignir yrðu gerðar upptækar í Litháen. Landsbergis sagði við fréttamenn í gærkvöldi að hann væri ánægður með viðvaranirnar frá Moskvu. „Ég held að þetta sé upphaf samningavið- ræðna. Sumar staðhæfingarnar í yfirlýsingunni eru í samræmi við afstöðu okkar,“ sagði hann og átti þá við yfirlýst markmið Ryzhkovs um að halda fullum efnahagslegum tengslum við Litháen. Sex manna sendinefnd Litháa, sem er í Mosvku, gerir ekki ráð fyrir samningaviðræðum strax fremur en eistlenskir leiðtogar sem komu í gær til Moskvu til að reyna að ná fundi Gorbatsjovs Sovétforseta. Eistlend- ingar hafa ekki lýst yfir sjálfstæði ennþá en niðurstöður kosninganna í Eistlandi á sunnudaginn benda til þess að þeir sem vilja sjálfstæði fái þann meirihluta sem þeir þurfa. Rcuter og FNB Vinningstölur laugardaginn 17. mars ?90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 I 2 1.158.402 4af5^fM 3 134.253 3. 4af5 101 6.878 4. 3af 5 3.427 473 Landsbergis, forseti Litháens, er ánægður með viðvaranirnar frá Moskvu. Símamynd Reuter Kosningarnar í Sovétríkjunum: Umbótasinnar sigurstranglegir Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.035.212 kr. Umbótasinnar virðast líklegir til að bera sigurorð af harðlínumönnum kommúnista í þremur stærstu borg- um Sovétríkjanna að þvi er bráða- birgðaniðurstöður kosninganna frá því á sunnudag benda til. í Izvestia, dagblaði sovésku stjórnarinnar, í gær sagði að frambjóðendur sem nytu stuðnings umbótasamtakanna „Lýðræði í Rússlandi" hefðu unnið hreinan meirihluta í borgarráði Moskvu, En ljóst þykir þó að helstu kommúnistar í borginni, s.s. Valery Saikin borgarstjóri og Júrí Prokofy- ev, leiðtogi kommúnistaflokks Moskvu, fá einnig inni í borgarráði. Um helgina var önnur umferð kosninga til borgar- og sveitarstjóma auk þings í þremur lýðveldum Sovét- ríkjanna, Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu. Þá var einnig kosið í tveimur af þremur Eystrasaltslýð- veldunum, Lettlandi og Eistlandi. Kosningar hafa þegar farið fram í því þriðja, Litháen. í Leningrad, annarri stærstu borg Sovétríkjanna, unnu frambjóðendur á vegum samtakanna „Lýðræðisleg- ar kosningar ’90“ fimmtíu og fjögur prósent sæta í borgarráði í kosning- unum og áttatíu prósent þeirra sæta til þings lýðveldisins Rússlands sem barist var um í borginni. í Kíev unnu umbótasinnar einnig sigur í borgar- kosningum en frambjóðendur Rukh, samtaka umbótasinna, fengu meira en helming sæta í borgarráði og íimmtán af tuttugu og tveimur sæt- um Kíev á þingi í Úkraínu. í Hvíta- Rússlandi máttu borgarstjóri Minsk, höfuðborgar lýðveldisins, sem og leiðtogi kommúnistaflokksins þar í borg sætta sig við ósigur. í Eistlandi og Lettlandi gekk um- bótasinnum mjög vel í kosningunum um helgina eins og við var að búast. í Lettlandi unnu frambjóðendur á vegum Alþýðufylkingar lýðveldisins 109 af 210 sætum á þingi, að því er fram kom í fréttum Tass, hinnar op- inberu fréttastofu Sovétríkjanna. í líkur benda til að íbúar beggja þess- Eistlandi sögðu talsmenn Alþýðu- ara lýðvelda munu feta í fótspor ná- hreyfingar Eistlands aö frambjóð- grannanna, Litháa, og kjósa á þing endum hennar hefði gengið vel en frambjóðendur sem styðja sjálfstæði að úrslit lægju ekki fyrir. En allar Eystrasaltslýðveldanna. Reuter UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Frádráttarbær virðisauki Samkvæmt reglugerð um virðisaukaskatt fæst innskattur frádregiim af innkaupsverði nýrra sendibifreiða sé bifreiðin notuð vegna skattskyldrar starfsemi. Jöfur hf. býður nú tvo góða valkosti á frábæru verði: ..ii I, ii ' .' ' i.i—.. i .'. i '' '.'" "i' Sá ódýrasti á markaðnum. Favorit 136L, árgerð 1990, kr. 458.800,- Vsk. kr. 90.300,- Staðgrverð án vsk. kr. 368.500,- Peugeot 205, árgerð 1990, kr. 589.900,- Vsk. kr. 116.100,- Staðgrverð án vsk. kr. 473.800,- JÖFUR HF NYBYLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.