Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990. Spumingin Hræðistu jarðskjáirta? Adam Smári Halldórsson sjómaður: Já, ég geri það. Sigurður Benediktsson nemi: Nei, engan veginn. Reynir Ólafsson verslunarmaður: Nei, það geri ég.ekki. Maður er vanur aö hristast af og til á Norðurlandinu. Þórarinn Traustason líffræðinemi: Nei, aUs ekki. Við uröum varir við þennan í gær en enginn stökk upp á borð af hræðslu. Guðni Ægisson líffræðinemi: Nei, ég hef ekki fundið fyrir slíkri hræðslu. Sigríður Sigþórsdóttir fiskvinnslu- kona: Nei, yfirleitt ekki en ef hann yrði mjög mikill yrði ég sennilega skelkuð. Lesendur DV Skítt með skuldirnar ■ ^ --- „Eflaust getum við fengiö meiri lán erlendis en þá gegn afarkostum segir hér m.a. Yrkja - með góðum hug Sigrún skrifar: Mig langar til að þakka því fólki sem með góðum hug stendur fyrir fjársöfnun til að rækta landið okkar á komandi árum með hjálp íslenskra skólabama. Ég vona sannarlega aö menn sýni framsýni með því að taka þessu vel. - Þarna á ég við söfnunina sem tengd er afmælisriti forsetans, Yrkju. Það er vel til fundið að menn taki sig saman um að minnast afmælis Vigdísar forseta með þessum hætti því hún hefur alltaf minnt okkur á skyldumar sem við höfum viö landið og æskuna. Annað sem mér dettur í hug, þegar rætt er um svona mál, er að við heyr- um alltaf fleiri og fleiri sögur af of- beldi unglinga og núna síðast er meira að segja fariö aö tala um sex eða sjö ára börn sem vandamál af því að þau liggja yfir ofbeldismynd- um af öllu tagi og apa eftir þeim. Það væri mjög gleðilegt ef tækist með þessu Yrkju-átaki og öðrum jákvæð- um aðgerðum að auðvelda næstu kynslóðum að komast út úr þessum vítahring ofbeldis. Barnauppeldi og landrækt fara fallega saman og þess vegna endur- tek ég ánægju mína með Yrkju og skora á alla að gleyma nú allri geð- vonsku og taka höndum saman mót hækkandi sól. „Mannréttindi“ kvenna? Guðmundur Gíslason hringdi: Ég vil taka undir hvert orð í les- endabréfi Magnúsar Guðmundsson- ar í DV föstud. 16. þ.m. undir fyrir- sögninni „íslendingum útrýmt?“. Varla er von á skilningi kirkjunnar við aö vernda líf ófæddra barna því að þar viröist vera fyrir hópur kven- presta sem tekið hafa upp merki rauðsokka og telja það vera „mann- réttindi" kvenna, að ráða yfir líkama sínum og hvernig með hann sé farið. Ennfremur telja þær það hneyksl- anlegt að tala um „guð föður“ en ekki „guð móður“, og heimta ein- hvers konar „kvennaguöfræði" - Það gengur ekki lengur að hafa sömu guðfræði fyrir bæði kynin! Hvenær skyldi þetta veslings fólk krefjast þess réttar að losna við gamla ættingja eða aðra sem því finnst vera til byrði, bæði sér og þjóð- félaginu? Valgeir skrifar: Það er nú loksins búið aö tosa þær upplýsingar upp úr, ja, Þjóðhags- stofnun væntanlega, að við íslend- ingar skuldum nú um 170 milljarða króna og aö árlegar vaxtagreiðslur séu í kringum 13 milljarðar! Frétt um þetta heyrðist í einum ljósvakamiöl- inum (man ekki hverjum) fyrir svo sem 10 dögum. Enginn sagði neitt. Engin viðbrögð. Síðan hefur komist skriður á umræðuna eftir að ljóst varð að hér var um að ræða eina óhugnanlegustu fréttina úr okkar efnahagslífi. Sennilega eru það þó ekki margir sem gera sér grein fyrir því hvað þetta þýðir fyrir okkur sem þjóö. Það þýðir einfaldlega að við erum orðin ein skuldugasta þjóð heims og nálg- ast skuldirnar nú milli 90 og 100% af landsframleiðslu! Hvað þýðir það svo aftur? Jú, það þýðir til viðbótar að bráðlega náum við ekki jöfnuði í þessu máli og þá erum við búin að vera, líkt og mörg fyrirtækin okkar sem hafa verið að fara yfir um á síð- ustu mánuöum. Allra síst gera íslenskir stjóm- málamenn sér grein fyrir þessu, a.m.k. ekki obbinn af þeim. Og alls ekki þeir sem enn standa streittir við og krefjast frekari fjárútláta til mannvirkjagerðar úti um allt land, óarðbærra framkvæmda eins og t.d. jarðganga milli fámennustu byggð- arlaga. Heldur ekki þeir sem ekki tala um annaö en stuðning við hsta- menn og menntakerfiö sem er allt að sliga. Og sá „stuðningur" er feng- inn með erlendum lántökum! Eflaust getum við fengiö meiri lán erlendis en það verður þá með þeim afarkostum sem oftast nær bjóðast þeim sem taldir eru komnir að fótum fram hvort eð er og tímaspursmál hvenær að þeim verður gengið. Og þetta ætlum við aö notfæra okkur, að því er virðist! Lántökur eru nú ráðgerðar hjá helstu og stærstu fyrir- tækjum landsins eins og t.d. Lands- virkjun og þar er ekki um neinar smáfúlgur að ræða. Það munar um minna en milli 40 og 50 milljarða króna á einu bretti! Líklega hugsa einhverjir stjórn- málamanna sem svo; Skítt með skuldirnar, þetta verður allt gert upp með því að „slá pennastriki" yfir þær þegar við göngum í Efnahagsbanda- lagið. Að mínu mati er það þó jafn- víst og tvisvar tveir eru fjórir að það er ætlun og vilji yfirgnæfandi meiri- hluta íslenskra stjórnmálamanna í dag. Vonandi verður þeim aö ósk sinni. En ekki heldur velsæld, hag- vöxtur eða betri afkoma landsmanna innreið sína hér þangað til. Svo mik- ið er víst. Um lengingu skólaskyldu: Er ekki nóg að gert? Bjarni Kristjánsson hringdi: Nú er lagt fram á Alþingi frumvarp um ný lög um grunnskóla og á að hespa því af fyrir vorið að fá það samþykkt. Eitt nýmæliö í þessu frumvarpi er að fá skólaskylduna lengda um eitt ár! Ég spyr: Er ekki nóg að gert? Er þörf á 10 ára skóla- skyldu? Setjum frekar á þegnskyldu- vinnu unga fólksins, rétt eins og tíðk- ast annars staðar. Og svo er stefnt að því að stofna eitt „ráðiö“ enn, svokallað „grunn- skólaráð", reyndar ekki eitt heldur mörg, sennilega eitt á hveriu byggðu bóh landsins. Svo á að flytja valdið til skólanna. En þaö er nú sennilega þaö skásta af þessu öllu. Það minnk- ar þá um leið eitthvað miðstýringin frá menntamálaráðuneytinu. Það er dýrt menntakerfið okkar. Það skal þó ekki lastað að kosta ein- hverju til endurbóta, t.d. ef um er að ræða endurbætur á skólum sem þeg- ar eru byggðir en ég held að ekki sé eins brýn þörf á að byggja við skól- ana eða stækka þá til þess eins að hafa þá einsetna. Það er bara í ætt við eyðslustefnu þá sem alltof lengi hefur veriö hér við lýði. Hvað er að því t.d. að fleiri en einn bekkur sé um hveria stofu. Þetta tíðkast víöa um lönd og lengst af hér á landi og samt fengum við öll okkar fræðslu og vel það. - Tökum okkur nú saman í andlitinu og stöðvum frekari eyðslu í sambandi við lengingu skólaskyld- unnar. Hún er alveg nógu löng. Fimmkall og skiptimiði H.G. skrifar. Ég er nemandi í íjölbrautaskóla og var að taka strætisvagn nr. 12 (eins og ég geri alltaf) þann 14. mars sl. og kom vagninn kl. 17.35. Þar sem ég var aðeins með fimmtíu krónur á mér bað ég bílstjórann með auð- mjúkri röddu að lána mér þær fimm krónur sem upp á fargjaldið vantaði. Eftir langt og jafnframt leiðinlegt samtal við vagnstjórann ákveður hann að lána mér þessar fimm krón- ur. En aðeins í þetta eina skipti! Ég þakka fyrir og bið svo, með sömu auðmjúku og góðlegu röddinni, um skiptimiða. En hann hélt nú ekki! Ég baö manninn a.m.k. þrisvar sinn- um en hann virti mig ekki viðlits. Mér finnst því næg ástæða til að kvarta undan þessu, þ.e. framkom- unni við mig, aö leyfa mér ekki að fá skiptimiða. Ég var lengi að ná mér eftir þetta litla atvik. Ég skora enn- fremur á þennan bílstjóra að bæta samskipti sín viö farþega framvegis. Það kostar svo lítið þegar allt kemur til alls. Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.