Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990. 23 Menning Astandið Leiklistarfélagiö Aristofanes í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti tímasetti frumsýningu sína á leikritinu Hlaupvídd sex eftir Sigurð Pálsson einkar vel. Einmitt þegar kynning á frumuppfærslu Borgarleikhússins á nýju leikriti Sigurðar stóð sem hæst í fjölmiðlum fleyttu FB-ingar sýningum af stað og njóta væntanlega góðs af umfjölluninni um Hótel Þingvelli, svona í og með. Hlaupvídd sex er eitt af fyrstu verkum Sig- urðar, samið á sínum tíma fyrir Nemenda- leikhúsið og sýnt þar árið 1978. Þetta er stríðsárakróníka með tónlistarívafl og seinna hafa verk eins og Land míns fóður (um stríðsárin) eftir Kjartan Ragnarsson og Síldin kemur og síldin fer (um síldarárin) eftir þær Kristínu og Iðunni Steinsdætur verið byggð upp á svipaðan hátt. Leikritið byrjar reyndar fyrir stríð, í sól- inni á Siglufirði. Þar er sælt að vera fátækur og salta síld myrkranna á milli. Síldarstúlk- urnar eru viðs vegar að og þarna eru kynnt- ar til sögu nokkrar persónur, bæði heima- fólk og aðkomnir. Síðan er fylgst með þeim og afdrifum þeirra í hringiðu borgarlífsins þar sem hernám og von um skjótfenginn stríðsgróða byltir við hefðbundnu gildismati og ruglar alla í ríminu. Það eru fyrst og fremst ungu stúlkumar og örlög þeirra sem höfundi eru hugstæðar, karlarnir em yfirleitt ósköp aumlegir og lít- ils virði. En það er líka verðugt viðfangsefni að skoða hvemig staða kvenna breyttist á þessum árum. í Hlaupvídd sex er að vísu tekið heldur létt á efninu og skemmtanagildi verksins er alltaf í fyrirrúmi þó að undirtónninn sé í hæsta máta alvarlegur. Pétur Eggerz, sem sjálfur lék á sínum tíma í skólasýningum í FB, er leikstjóri. Hann ofætlar óvönum leikendum ekki og leggur mest upp úr því að ná góðum og samfelldum heildarsvip. Leikmyndin er unnin í sam- vinnu nokkurra nemenda og hentar vel þannig að umhverfisbreytingar á milli stuttra atriða ganga greiðlega. Búningarnir eru í stíl stríðsáranna og töluvert í þá borið. Athyglin beinist fyrst og fremst að stúlkun- um, eins og fyrr sagði. Ein þeirra er Katrín. Hún stefnir hátt og Leiklist Auður Eydal ætlar sér frægð og frama sem söngkona og skemmtikraftur en kemst að vísu aldrei lengra en að skemmta hermönnum í annars flokks kátínuhúsi í Reykjavík. Eva Heiða Önnudóttir var röggsöm í hlutverkinu og sýndi ágæta takta. Vinkona hennar er Vil- borg, dóttir Brímdalshjóna, sem teljast til „betri borgara" í bænum. En Vilborg á lítið athvarf hjá þeim þegar á reynir og lendir í stússi í krihgum hermenn eins og fleiri. Ás- dís Björk Jónsdóttir var sæt og pen en fulllit- laus í hlutverkinu. Karen Bárudóttir leikur frú Brímdal, erfitt hlutverk þar sem frúin er kófdrukkin alla. daga og auðvelt að ofleika. Gervið var fyrir- taksgott og Karen fór langt með að koma til skila lífsleiða og sársauka konunnar. Og söngur Kötlu var reglulega vel fluttur. Eiginmaðurinn Ketill er afspyrnu ógeð- felldur til orðs og æðis. Stefán Árni Þorgeirs- son náði ekki til fullnustu að gera úr honum mikið meira en heldur aumkunarverðan lít- inn kall. . Svava Helga Carlsen náði eftirtektarverð- um tökum á hlutverki Ellu en þaö hlutverk Höfundurinn: Sigurður Pálsson. ber í sér meira inntak en mörg hinna. Og Jóhann G. Jóhannsson skopgerði Hitler með ágætum. Þær Áslaug Skúladóttir og Stein- unn Stefánsdóttir leika tvær af stúlkunum sem lenda í ástandinu og margir fleiri koma við sögu. Tónlist Sigurðar Bjólu er flutt af hljómsveit á sviðinu og lífgar mikið upp á þessa laufléttu stríðsáraúttekt þeirra Breið- hyltinga og Sigurðar Pálssonar. Leiklistarfélagið Aristofanes, Fjölbrautaskólanum i Breiöholti, sýnir: HLAUPVÍDD SEX Höfundur: Siguröur Pálsson Leikstjóri: Pétur Eggerz Leikmynd: Anna Bryndis Óskarsdóttir, Rannveig Kristjánsdóttir, Sigriður Erna Guðmundsdóttir og Katrin Þórey Þórðardóttir Um búninga sjá: Anna Sigrún Baldursdóttir, Ragn- heiður Magnúsdóttir og Vala Karen Guðmunds- dóttir Tónlist: Sigurður Bjóla Útsetning: Hörður Bragason Lýsing: Páll Ólafsson -AE Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna Samtök um Nýjan vettvang í Reykjavík Lyðræði gegn flokksræði! OPIÐ PRÓFKJÖR Samtök um Nýjan vettvang og fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík hafa gert með sér samkomulag um að efna til opins prófkjörs vegna borgarstjórnarkosninganna 26. maí n.k. Prófkjörið mun fara fram dagana 7.-8. apríl n.k. og verður nánar auglýst síðar. ____Athygli skal vakin á því að önnur samtökf stjórnmálaflokkar og einstaklingar_ ________sem samþykkja fyrirliggjandi málefnagrundvöll og prófkjörsreglur_________ geta gerst aðilar að framboðinu. Prófkjörsreglur Þau samtök, sem að framboði þessu standa skulu skipa sjö manns í kjörstjórn og velur hún sér formann. Kjörstjórn ákveður framboðsfrest og kjördag og annast útvegun kjörgagna og fram- kvæmd prófkjörsins samkvaemt prófkjörsreglum þessum og almennum kosninga- lögum. Kjörgengir til prófkjörs eru allir sem kosningarétt hafa til borgarstjórnarkosninganna 1990 og undirrita yfirlýsingu um að þeir styðji málefnagrundvöll framboðsins. Kosningarétt íprófkjörinu hafa allir sem kosningarétt hafa til borgarstjórnar 1990 og styðja framboðið. Hverju framboði skulu fylgja meðmæli minnst 30 og mest GO þeirra, sem kosninga- rétt hafa til borgarstjórnarkosninga 1990. Kjörstjórn skal útbúa meðmælendalista og afhenda þá frambjóðendum, eftir að þeir hafa undirritað yfirlýsingu um stuðning við verkefnaskrá og ákvæði um ákvarðana- töku og pólitískt sjálfstæði framboðsins. Á meðmælendalistum skal vera nafn fram- Framboðsfrestur vegna prófkjörs rennur út 31. mars 1990. Gögn og nánari upp lýsingar um prófkjörið fást á skrif- stofu Samtaka um Nýjan vettvang, Hafnarstrœti 5, 3. hæð, 101 Reykjavík. Sími 625237, 625239. Pósthólf 444, 121 Reykjavík, og á skrifstofu fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna, Hverfisgötu 8—10, sími 15020. Samtök um Nýjan vettvang „ ., Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna Kjorstjorn , Reykjavík bjóðandans og viljayfirlýsing meðmælenda um að þeir séu reiðubúnir að styðja framboðið. Á prófkjörsseðli skal frambjóðanda heimilt að nota titil. Kjósa á með númerum í átta sæti (1.—8). Atkvæðaseðill er ógildur sé kosið i færri en fimm sæti. Frambjóðendur hafa heimild til að ákveða hvað ofarlega þeir vilja taka sæti á fram- boðslistanum, t.d. 1—8. sæti, 2., 3., 4.-8. sæti o.s.frv. Telja skal atkvæði greidd iefri sæti með atkvæðum frambjóðenda í neðri sæti. Sé frambjóðanda greitt atkvæði í sæti ofar en það, sem hann hefur boðið sig fram til, þá skal telja það með atkvæðum i efsta sæti hans. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður röðun í átta efstu sæti listans. Á tta efstu frambjóðendur, sem kjörnir eru samkvæmt ofanspgðu, mynda síðan upp- stillingarnefnd fyrir listann ásamt þremur fulltrúum frá þeim samtökum sem að framboðinu munu standa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.