Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990.
Fréttir
Skaðabótakröfur vegna áratugagamalla sorphauga bandaríska hersins á HeiðarflaHl:
Geta valdið PCB-mengun
á miðum fyrir Austurlandi
Eigendur jaröarinnar Eiðis á Langa-
nesi hyggjast krefja bandaríska her-
inn um háar flárhæðir í skaðabætur
vegna fyrirséðrar mengunar frá
sorphaugum efst á Heiðaríjalli innan
fárra ára. Sorphaugamir sem notað-
ir voru á meðan ratsjárstöð var starf-
rækt þar frá 1956 til 1970.
Að sögn íslenskra starfsmanna við
ratsjárstöðina var allur úrgangur frá
um 130 manna byggð urðuð í sorp-
gryfjum á íjallinu sjálfu. í gryfjunum
eru rafgeymar og rafspennar, sem
að öllum líkindum innihalda eitur-
efniö PCB, auk fjölmargra annarra
hættulegra efna.
Mengar grunnvatn eftir nokk-
ur ár
Samkvæmt könnun verkfræðistof-
Mikil ófærð á
Flestir vegir á Vestfiörðum eru
ófærir og mokstur liggur niöri
sökum veðurs. Fært er frá
Reylýavik austur á firði og eins
er sæmilega fært á Austfjörðura.
Fært er frá Reykjavík í Borgar-
fiörð og vestur á Snæfellsnes.
Fróðárheiði og Kerlingarskarð
eru fær og eins eru vegir á norö-
anverðu Snæfellsnesi færir.
Holtavöröuheiöi er einungis
fær jeþpum og stórum bfium.
Fært er í Skagafiröi. Ófært er tfi
Siglufiarðar og Öxnadalsheiði er
ófær, Beðið er átekta með mokst-
ur sökum veðurs. -sme
. Ófærðin:
Farþegar sel-
H„n;r „|;r
Tiunir yiir
Öxnadalsheiði
GyB KrisíáMSOn, DV, Akuxeyri;
„Þaö var aldrei neitt stórveöur
á feröinni en talsvert kóf og því
erfitt yfirferðar á bakaleiðinni,“
sagði Gunnar Guðmundsson hjá
Sérleyfisbifreiðum Akureyrar í
morgun en hann var einn fiög-
urra bifreiöarstjóra sem fóru upp
á Öxnadalsheiði f gærkvöldi og
sóttu þangaö fólk sem ekki komst
yfir heiðina.
Farþegar í 6 rútum, sem fóru
frá Reykjavík í gærmorgun, alls
um 150 manns, voru fluttir vestur
‘yfir Öxnadalsheíðina með trukk-
um sem komu frá Akureyri. Um
var að ræða íþrótta- og skólafólk
og voru allir komnir til Akur-
eyrar um klukkan eitt í nótt.
Páll Pálsson ÍS:
Tók niðri í
innsiglingunni
Togarinn Páll Pálsson tók niöri
í innsiglingunni til ísafiarðar í
gærkvöldi. Togarinn var aö koma
til Iands 1 mjög slæmu veöri þegar
stýrið bilaði. Stefhi togarans tók
niðri.
Hálfdán í Búð ÍS og hafnsögu-
báturtnn á í safiröi fóru áhöfn tog-
arans til aöstoðar. Fljótlega tókst
að koma stýrinu í lag. Eftir það
var Páli Pálssyni siglt til hafnar.
Engar skemmdir urðu á skipinu.
Botninn í innsiglingunni er
mjúkur leirbotn. -sme
unnar Vatnaskila er það svæði sem
þegar er mengað í fiallinu gífurlega
stórt eða allt að 5 milljónir rúm-
metra. Búast má við að mengunin
nái til grunnvatnsins um miðjan
þennan áratug.
Eigendumir hafa nú fengið til liðs
við sig bandaríska lögmannastofu;
Lindsay, Hart, Neil and Weigler, en
hún sérhæfir sig í skaðabótamálum.
Jafnframt hefur belgísk rannsóknar-
stofa, SGS-Environment Services í
Antverpen, boðist til að draga fram
sannanir um mengun frá sorpgryfi-
unum gegn hlut í væntanlegum
skaðabótum.
Bandaríski herinn veitir nú tugum
milljarða árlega í að hreinsa upp
mengun frá sorphaugum, sem hann
hefur skilið eftir. Nýlega greiddi
hann um 30 milljarða íslenskra
króna í skaðabætur vegna mengunar
Sigurður Ágústsson, aðalvarðstjóri f Grindavík, heidur á hníf og plastpoka
með fíkniefnunum sem lagt var hald á við húsleitina. í vinstri hönd heldur
Sigurður á stórri hasspípu. Á myndinni er einnig tunna með áttatíu lítrum
af gambra i ásamt bruggtækjum. Ætlunin var að láta bruggstarfsemina fjár-
magna frekari fikniefnakaup. DV-mynd Ægir Már
Sjö fíkniefnaneytendur handteknir 1 Grindavlk:
Amfetamín, hass, brugg-
tæki og vopn fundust
Sjö fíkniefnaneytendur, sex karlar
og ein kona, voru handteknir í um-
fangsmikilli húsleit í Grindavík um
helgina. Nokkurt magn af hassi,
amfetamíni og vínanda til bruggunar
fannst einnig á staðnum. Hjá sjö-
menningumun fundust líka eggvopn.
Þau sem voru handtekin hafa öll
játað að hafa neytt fíkniefna og átt
ýmis tæki til fíkniefnaneyslu sem
fundust í fórum þeirra. Einn af
mönnunum játaði að hafa átt brugg-
tækin - ætlun hans var aö brugga
og selja vínandann til þess að geta
fiármagnað innkaup á fíkniefnum.
Við húsleit lögreglunnar um helg-
ina fundust ýmis tæki og tól til fíkni-
efnaneyslu auk nokkurs magns af
amfetamíni og hassi. Á staðnum
voru einnig eimingartæki og stór
tunna með um áttatíu lítrum af svo-
kölluðum gambra. Auk þess var lagt
hald á um eitt hundrað kíló af sykri
sem nota átti til bruggstarfseminnar.
Hjá húsráðanda fundust nokkrir lítr-
ar af tilbúnum spíra á flöskum -
hann sagðist hafa ætlað að selja
bruggið til þess að geta keypt sér
fíkniefhi.
-ÓTT
í grunnvatni sem rekja mátti til sorp-
hauga hersins í Texas.
Þó eigendur jarðarinnar kunni að
fá skaðabætur í sinn hlut er ljóst að
lítið sem ekkert er hægt að gera
vegna fyrirséðrar mengunar. Hún
mun berast út í grunnvatnið undir
fiallinu, síðan í vatnslindir og þaðan
út í lífríkið. Hætta er á að mengunin
muni síðan berast í hafið. Dean Abra-
hamson, prófessor við Minnesota-
háskóla og sérfræðingur í mengun-
armálum, telur að mengun frá sorp-
haugunum geti haft áhrif á lífríki
hafsins og þar með fiskimiö undan
Austurlandi, ef PCB úr tólf stórum
rafspennum, sem urðaðir voru í
sorpgryfjunum, leki út í umhverfið.
Hann benti jafnframt á að PCB
mengun í hafinu í kringum ísland
geti haft ófyrirsjánlegar afleiðingar
fyrir markaði fyrir íslenskan fisk.
Gífurlegur kostnaður
Engar líkur eru taldar á að hægt
sé aö hreinsa sorphaugana og það
svæði undir þeim sem þegar er
mengað. Áætlaður kostnaður við
slíka framkvæmd er stjarnfræðileg-
ur eða allt að 2.500 milljarðar (tutt-
ugu og áttaföld fiárlög íslenska ríkis-
ins). Mögulegt er að draga úr meng-
unarhraðanum með því að þekja
sorpgryfiunar með vatnsheldu efni
og draga þar með úr áhrifum hrip-
vatns. Þetta myndi ekki hindra
mengun heldur einungis leiða til þess
að hún bærist hægar út í lífríkið.
-gse
Ratsjárstöðin á HeiðarQalli:
Enginn úrgangur
var fluttur á
burt af fjallinu
- að sögn verkstjóra íslenskra aðalverktaka
Miðað við frásögn verkstjóra sem
starfaði hjá íslenskum aðalverktök-
um á Heiðarfialli frá 1956 til 1969, var
ekkert gert til þess að koma í veg
fyrir mengun frá úrgangi frá ratsjár-
stöðinni. Þegar menn létu í ljós álit
sitt á að óvarlegt væri að grafa allan
úrgang á fjallinu hafi þeim verið gert
ljóst að það væri vilji hemaðaryfir-
valda að allt yrði urðað á staðnum
enda allt brottnám á hvers kyns úr-
gangi úr gryfiunum stranglega bann-
að.
í greinargerð um málið lýsir verk-
stjórinn því að allur úrgangur frá
stöðinni hafi verið urðaður í sorp-
gryfium og ekkert rusl veriö fiarlægt
af ávæðinu til fórgunar annars stað-
ar. Gryfiumar vom hver um sig um
5 metrar á dýpt, 4,5 metrar á breidd
og um 60 metra langar. Að meðaltah
var um ein slík gryfia fyllt á ári.
Ekkert þétt undirlag var undir gryfi-
unum né yfirlag til að hindra að hrip-
vatn færi niður í gegnum þær.
„Fyrstu ár stöðvarinnar var sæmi-
leg reiða á því að reynt væri að
brenna rusl í gryfiunum en eftir það
var minna hugsað út í það,“ segir í
greinargerðinni.
Að hans sögn var mjög ört skipt
um rafgeyma og þeir urðaðir í sorp-
gryfiunum sem og annað rasl. Tólf
olíukældir rafspennar vora á svæð-
inu og næsta víst er að þeir hafi ver-
ið urðaðir í sorpgryfiunum þegar
stöðin var lögð niður. A þessum tíma
var algengt að PCB væri í rafgeym-
um og -spennum.
Bensínstöð var á fiallinu en ekkert
þétt undirlag undir henni og sömu
sögu er að segja um olíutanka á
svæðinu. Allt skolp frá stöðinni fór
í rotmalargryfiur á fiallstoppnum.
I greinargerðinni kemur fram að
allir hlutir úr jámi og stáli hafi ryðg-
aö fljótt vegna seltu af særoki. Því
má búast við að urðaðir geymar
ryðgi tiltölulega fljótt í gryfiunum.
-gse
Davíö Egilsson hjá Náttúrvemdarráði:
Þéttilag verði
lagt yfir
allar gryfjumar
- til aö hindra að hripvatn leki um haugana
Eftir könnun á sorpgryfiunum eft-
ir ratsjárstöð bandaríska hersins á
Heiðaríjalli á Langanesi leggur Dav-
íð Egilsson hjá Náttúraverndarráöi
tíl þær verði þaktar með vatnsheldu
efni til að hindra að rigningarvatn
geti lekið í gegnum haugana, borið
eiturefni niður eftir fiallinu og í
grunnvatnið undir því.
Davíð leggur til að haugamir verði
afmarkaðir með rafsegulmælingum.
Þá verði skurðir grafnir umhverfis
þá og þéttilag lagt ofan á þá og ofan
í skurðina. Því næst veröi allt svæðiö
þakið. Þetta mun þó ekki hindra
mengun í framtíöinni heldur einung-
is draga úr hættunni á enn frekari
mengun en þegar er orðin.
Davíð leggur auk þessa til að kann-
að verði gaumgæfilega í eldri gögn-
um og með viðtölum við fyrrverandi
starfsmenn hvað hafi nákvæmlega
farið ofan í haugana. Þá verði fylgst
með mengun í framtíðinni með
reglulegum mælingum.
-gse