Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 27
l'.lJipjUDAG.VH 27. MARS. ÍSÍUO.
Lífsstni
Neytendakönnun á þvottavélum:
Fjórar með 100% meðmæli
NEYTENDUR INNTIR EFTIR REYNSLU SINNI AF ÞVOTTAVÉLUM
Aldurvélanna_________ _____________Bilað______ Hverniglíkarvélin? Þjónusta seljanda
Tegund Fjöldi 0-5 ára 6-15 ára 16ára eldri Aldrei Tvisvar eöa oftar Mjög ánægðir Sæmilega ánægölr Óánægöir Mæltu með vél Mjög ánægðir Óánægöir
AEG 256 45,1% 27,7% * 27,2% 60,9% 13,3% 97,5% 2,5% 98,0% 88,2% 2,2%
Philco 195 48,4% 47,9% 3,7% 57,4% 22,6% 79,5% 13,6% 6,9% 75,5% 66,7% 11,5%
Candy 170 32,7% 55,8% 11,5% 51,2% 22,4% 83,3% 12,8% 3,9% 80,0% 88,7% 1,4%
Siemens 78 75,0% 23,7% 1,7% 85,9% 3,8% 91,9% 5,4% 2,7% 92,0% 80,0% 10,0%
Völund 34 31,3% 65,6% 3,1% 55,9% 17,6% 93,3% 6,7% - 87,4% 81,3% -
Zerowatt 25 60,0% 36,0% 4,0% 64,0% 12,0% 62,5% 33,3% 4,2% 66,7% 55,6% -
Miele 23 87,0% 8,7% 4,3% 91,3% - 95,2% 4,8% - 95,2% 75,0% -
Gen.Electric 20 45,0% 45,0% 9,0% 80,0% 10,0% 88,2% 11,8% - 100,0% 100,0% -
Bára 14 76,9% 23,1% - 71,4% 7,1% 61,5% 30,8% 7,7% 78,6% 100,0% -
Philips 15 60,0% 40,0% - 53,3% 33,3% 85,8% 7,1% 7,1% 78,6% 60,0% -
ASEA 15 80,0% 20,0% - 80,0% - 93,3% 6,7% - 93,3% - -
Westinghouse 15 21,4% 35,7% 42,9% 60,0% 13,3% 92,3% 7,7% - 100,0% 71,4% 14,3%
Bauknecht 12 58,3% 41,7% - 75,0% - 72,7% 27,3% - 81,8% 100,0% -
Electrolux 12 33,3% 58,3% 8,4% 41,7% 8,3% 87,5% 12,5% - 90,9% 83,3% -
Ignis 11 - 54,5% 45,5% 18,2% 54,5% 80,0% - 20,0% 66,7% 20,0% 60,0%
Eumenia 11 80,0% 20,0% - 100,0% - 100,0% - - 100,0% - -
Zanussi 11 36,4% 63,6% - 63,6% - 90,9% 9,1% - 100,0% 100,0% -
Allarvélar 46,5% 39,9% 13,7% 59,9% 16,4% 87,5% 9,7% 2,8% 86,5% 79,2% 5,3%
Fjórar gerðir þvottavéla, General
Electric, Westinghouse, Zanussi og
Eumenia fá 100% meðmæli eigenda
í könnun sem Neytendasamtökin
gerðu á reynslu eigenda af þvottavél-
um og birt er í nýjasta hefti Neyt-
endablaðsins.
Fimm aðrar tegundir fara yflr með-
altalið í könnuninni en það eru AEG,
Miele, ASEA, Siemens og Wölund
sem allar fá meðmæli meira en
87-98% eigenda.
60% eigenda Ignis þvottavéla voru
óánægðir með þjónustu seljenda og
20% þeirra voru óánægðir með
þvottavélina en það var hæsta hlut-
fall sem mældist í könnuninni.
Könnunin náði til 1.174 heimila og
kom í ljós að AEG er algengasta
þvottavélin en hún var til á 256 heim-
Fjórar gerðir þvottavéla með 100%
meðmæli.
ilum. Philco var til á 195 heimilum
en Candy á 170.
59,9% vélanna höfðu' aldrei bilað
en 11 vörumerki voru yfir þessu
meðaltali og var Eumenia eina teg-
undin sem aldrei hafði bilað en næst
kom Miele með 91,3% sem aldrei
höfðu bilað. Næst kom Siemens með
85,9%, þá Asea með 80% og General
Electric með 80%.
Bilanir voru algengastar í Ignis en
54,5% þeirra höfðu bilað tvisvar eða
oftar en Ignis á hlutfallslega flestar
vélar í elsta hópnum. Næsthæsta bil-
anatíðni hafði Philips eða 33,3% en
aðrar vélar sem fara yfir meðaltalið
í þessum efnum eru Philco með
22,6%, Candy með 22,4% og Wölund
með 17,6%.
Nýrri þvottavélar eru flestar með
stiglausa hitastillingu eða alls 50,8%
af heildinni en 43,7% þeirra voru með
stillanlegan vinduhraða. 912 þvotta-
vélum eða 86,9% fylgdi islenskur
leiðarvísir. Fjórar tegundir skera sig
úr að þessu leyti þ.e. Electrolux, Gen-
eral Electric, Westinghouse og Zan-
ussi en meira en helmingi þeirra
fylgdi ekki íslenskur leiðarvísir.
Ekki er vitað hvort vélarnar voru
keyptar hér á landi eða erlendis.
-Pá
Saltfiskur er sælgæti:
Sérstök saltfiskvika
Sölusamband íslenskra fiskfram-
leiðenda gengst fyrir sérstakri salt-
fiskviku sem stendur til mánaða-
móta og hófst í gær. Þessa daga munu
margir færustu matreiðslumenn
þjóðarinnar á nokkrum þekktum
veitingahúsum bjóða fjölbreytta salt-
fiskrétti sem ekki hafa sést á íslensk-
um matseðlum áður. Kjörorð vik-
unnar er: Saltfiskur er sælgæti.
Sex veitingahús í Reykjavík taka
þátt í saltfiskvikunni. Þau eru: Þrír
frakkar, Naustið, Við Tjörnina, Hótel
Saga, Múlakaffi og Lauga-ás. Þá
kynnir veitingahúsið Fiðlarinn á
þakinu á Akureyri íslenska saltfisk-
inn þessa daga. Fjölbreytt úrval
girnilegra saltfiskrétta verður í boði.
Sömuleiðis verða vörukynningar í
Miklagarði við Sund, Hagkaupi í
Kringlunni og í Hagkaupi og KEA á
Akureyri. Þar gefst almenningi kost-
ur á að smakka á sýnishornum og
Neytendur
fá svör við spurningum um verkun,
vinnslu og matreiðslu á saltfiski.
Fjölmargar uppskriftir frá mörgum
löndum munu liggja frammi í versl-
ununum.
Á síðasta ári voru flutt úr 56 þús-
und tonn af saltfiski að verðmæti 10
milljarðar króna. Helstu markaðir
eru í Suður-Evrópu. Þróun innan
saltfiskiðnaðarins hefur verið ör á
undanförnum árum og söltunarað-
ferðir hafa breyst. Síðastliöið ár voru
flutt út um 700 tonn af fiskréttum í
neytendaumbúðum og standa vonir
til þess að á þessu ári verði 1.500 tonn
flutt út.
Samband íslenskra fiskframleið-
enda hvetur landsmenn til að láta
eftir sér að prófa nýjungar í matar-
gerð og velja um leið íslenskt hráefni
sem er þekkt að gæðum um allan
heim.
-Pá
Saltfiskur verður kynntur almenningi sérstaklega út vikuna sem hefur verið
útnefnd sérstök saltfiskvika.
Hitaveita Seltjamarness:
Mælar í
stað hemla
- vilja draga úr vatnsnotkun
Ákveðið hefur verið að setja upp
mæla í stað hemla áður í dreifi-
kerfl Hitaveitu Seltjarnarness. Haf-
ist verður handa við verkið á næst-
unni.
„Þetta er gert fyrst og fremst til
þess að reyna að draga úr heildar-
vatnsnotkun á svæðinu," sagði Sig-
urgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á
Seltjarnarnesi, í samtali við DV.
„Það hefur komið í ljós að heita
vatnið er ekki óþrjótandi eins og
menn hafa fram til þessa haldið.
Mjög miklu hefur verið dælt úr
holum Hitaveitunnar og dælingin
er dýr. Viö vonumst til þess að
notkunin jafnist út þannig að notk-
unin verði minni á sumrin en ef til
vill meiri á veturna."
Sigurgeir kvaðst reikna með að
breytingin yrði til þess að stórir
neytendur greiddu meira en áður
en heitir pottar við hús og upphit-
aðar gangstéttar eru algengar á
Seltjarnarnesi. Smærri neytendur
ættu hins vegar að greiða minna
eftir breytinguna en áður. Reiknað
væri með sömu heildartekjum
Hitaveitunnar þrátt fyrir minni
vatnsnotkun.
„Hitaveitan er vel stæð og það er
reiknað með að hún geti vel tekið
það á sig þó vatnsnotkun og þar
með tekjur hennar minnki eitt-
hvað.“
-Pó
Lýsi lækkar
blóðþrýsting
Samkvæmt rannsóknum nor-
skra lækna getur regluleg neysla
lýsis lækkað blóöþrýsting. Þetta
kemur fram í nýjasta hefti New
England Journal of Medicine.
Tilraunin fór þannig fram að 78
sjálfboðaliðum voru gefin 6 grömm
af lýsi, daglega í sex vikur. Blóð-
þrýstingur þátttakenda lækkaði að
meðaltali um þrjú stig.
Það kom einnig í ljós að inntaka
lýsisins hafði engin áhrif á blóð-
þrýsting þeirra sem neyttu að jafn-
aði þriggja fiskmáltíða í viku
hverri. Niðurstaðan varð því sú að
lýsið hefði jákvæð áhrif á blóð-
þrýsting þeirra sem ekki neyttu
mikils fisks fyrir. Þessar niðurstöð-
ur eru samhljóða niðurstöðum
danskra rannsóknaraðila sem birt-
ar voru á síðasta ári og sýndu já-
kvæö áhrif lýsis á blóöþrýsting
sykursýkisjúklinga.
-Pá