Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990. Útlönd Ákærður fyrir fjöldamorð Ástsjúkur kúbanskur flóttamað- ur var í gær ákærður fyrir stærsta fjöldamorðið í sögu Bandaríkj- anna. Að sögn lögreglu hafði hinn ákærði drukkið tvo bjóra, keypt bensín fyrir um það bil dollara, kveikt í næturklúbbnum og síðan farið að hátta. Áttatíu og sjö manns létu lífið í eldsvoðanum. Að sögn lögreglunnar kvaðst Kúbumaðurinn ekki hafa ætlað að skaða neinn. Hann hefði misst stjórn á sér eftir að vinkona hans hefði liafhað honum en hún vann á næturklúbbnum. Hún var ein þeirra fimm sem komust lífs af. Nágxannar hins ákærða bera hon- uro vel söguna, hann hafi verið rólegur og alltaf kurteis við ókunn- uga. Kúbumaðurinn Jutio Gonzales sem viöurkennt hefur að hafa kveikt i næturklúbb í New York. Simamynd Reuter Ráðherra segir af sér Innanríkisráðherra Kólumbíu, Carlos Lemos Simmonds, hefur sagt af sér vegna ágreinings um stefnu stjórnarinnar í baráttunni gegn eiturlyíja- sölum. Sagði hann afsögn sina vera sigur fyrir hina valdamiklu kókaín- sala landsins. Lemos, sem sagður var sá ráðherra sem haröast baröist gegn kókainsölunum, sagði einnig að Barco forseti heföi ekki varið hann gegn fullyrðlngum um að hann heföi átt þátt f að forsetaframbjóðandi vinstri manna, Bemardo Jaramillo, var myrtur á fimmtudaginn. i tveggja síöna bréfi til Bareo kvaðst Lemos ekki geta gegnt áfram embætti sínu án stuðnings forsetans og stjórnarinnar. Jaramillo var skotinn til bana af sextán ára byssumanni á flugvellinum í Bogota. Stuttu fyrir morðið hafði Lemos sakað bandalag vinstri manna um náin samskipti við ein af þrennum helstu skæruliðasamtökum Kól- umbiu. Bandalagið og aörir stjórnarandstöðuflokkar sögðu að ásakanir Lemos hefðu kallaö dauðadóm yfir Jaramillo. Ivaita vill helming Trump-auðsins Donatd og Ivana Trump á meöan allt lék I lyndl Ivana Trump, eiginkona milljónamæringsins Donald Trump, hefur farið fram á viö dómara aö hann lýsi yfir að hún eigi rétt á helmingi auðæfa manns síns en talið er aö eignir hans nemí alls fimm milljörðum dollara. Þrátt fyrir þessa ósk hennar segir lögfræðingur Ivönu að hún sé ekki aö sækja um skilnað frá manni sínum. Hjónabandsmál þeirra Trump-hjóna hafa verið mikið í fjölmiðlum síö- ustu vikur en sagt er aö skiinaöur sé yfirvofandi vegna meints sambands hans við unga fegurðardís. Hvorugt hjónanna hefur þó sótt um skilnaö. Tugir látast í flóðum Sextíu og niu manns hafa látist í flóðum i Kasmir-héraöi á Indlandi síðustu daga, aö því er fram kom h)á lögreglu í héraöinu. Miklar rigning- ar á sunnudag höföu í fór með sér aur- og gijótskriður. Nokkur fórnar- lambanna létust þegar þau uröu fyrir skriðunum en önnur þegar flóðin báru þau með sér. Rúmlega tvö hundruð manns hafa látist i flóðum og rigningum f Kasmir- og Jammu-héruðum á Indlandi síðustu tvo mánuði. Sláandi svipur Hollenski leikarinn og fyrirsætan Donald Bonnema við mynd af hínum fræga hollenska listmólara Vincent van Gogh í Amsterdam. %. Símamynd Reuter Þaö þykir undrum sæta hversu mikill svipur er með hollenska leikar- anum Bonnema og hollenska listmálaranum Vincent van Gogh, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þann 30. mars næstkomandi verður opnuö viðamikii sýning i Van Gogh safninum í Amsterdam i tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá andláti hans. Van Gogh fyrirfór sér í Frakklandi 37 ára að aldri. Hann seldi aðeins eina mynd á listamannsferli sínum. Leikarinn Bonnema er 36 ára. Rcutcr A-Þýskaland: Draugar úr fortíðinni Aðeins átta dögum eftir kosning- arnar i Austur-Þýskalandi tilkynnti Ibratúm Böhme, leiðtogi jafnaðar- manna, aö hann tæki ekki sæti á þingi fyrr en hann hefði verið hreins- aður af ásökunum um njósnir á veg- um öryggislögreglunnar. Samtímis tilkynnti ríkissaksóknari að ákæra um landráð á hendur Erich Honec- ker, fyrrum leiðtoga Austur-Þýska- Ibrahim Böhme, leiðtogi austur-þýskra jafnaðarmanna, ætlar að vikja úr embætti þar til hann hefur verið hreinsaður af ásökunum um samvinnu við öryggislögregluna. Simamynd Reuter lands, og þriggja aðstoðarmanna hans yrði látin falla niður og að einn þeirra yrði látinn laus. Rannsóknum á öðrum meintum glæpum félaganna verður haldið áfram. Enn er sem sagt eftir að gera upp viö drauga for- tíðarinnar. Fyrir kosningarnar játaði Wolf- gang Schnur, leiðtogi Lýöræðisvakn- ingar, á sig samvinnu við öryggislög- regluna og sagði af sér embætti. Böh- me neitar samvinnu við öryggislög- regluna. Hann kvaðst í gær myndu víkja úr embætti leiðtoga Jafnaðar- mannaflokksins, sem hlaut næstflest atkvæði í kosningúnum, og ekki taka sæti á nýkjörnu þingi fyrr en hann hefði verið hreinsaður af ásökunun- um. Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, sagöi í gær að tilraunum til stjórnar- myndunar í Austur-Þýskalandi myndi ekki seinka vegna ásakana um samvinnu nýkjörinna þing- manna við öryggislögregluna. Lot- har de Maiziere, leiðtogi kristilegra demókrata í Austur-Þýskalandi, sem sigruöu í kosningunum, hefur einnig verið sakaður um njósnir fyrir ör- yggislögregluna. Hann segir ásakan- irnar þvætting. De Maiziere er talinn líklegur forsætisráðherra hvernig svo sem stjómin kemur til meö að líta út. Telur hann að stjórnarmynd- un takist innan tveggja vikna. Reuter Ungverjaland: Afgerandi forysta hægri manna Lokaniðurstöður þingkosning- anna í Ungverjalandi liggja ekki fyrir fyrr en í næsta mánuði. Þrátt fyrir það er ljóst hvert stefnir í þessum fyrstu frjálsu kosningum í landinu í nærfellt fimmtíu ár; ósig- ur fyrir kommúnista og haröa bar- áttu milli tveggja atkvæðamestu flokkanna. Þegar búið var að telja um áttatíu prósent atkvæða í kosningu um stjórnmálaflokka - kosiö er milli einstakra frambjóðenda í hátt í tvö hundruð einmenningskjördæmum - var ljóst að Lýðræðislegur vett- vangur hafði hlotið 24,50 prósent fylgi en Bandalag frjálsra demó- krata 21,18. Báðar eru þessar stjórnmálahreyfingar taldar til hægri eöa miðjuflokka. Valdhaf- arnir, sem nú kalla sig Ungverska jafnaðarmannaflokkinn, höfðu hlotiö 10,65 prósent í gær en Bændaflokkurinn 12,16 prósent. Stærstu flokkarnir hafa útilokað samvinnu við jafnaðarmanna- flokkinn í komandi stjórn en sá flokkur var settur á laggirnar þeg- ar kommúnistaflokkurinn var leystur upp. Nú þegar hafa hafist stjórnarmyndunarþreifmgar en líklegast er talið að samsteypu- stjórn taki við völdum í Ungverja- landi. Kosningaþátttaka í kosningun- um á sunnudag var um sextíu og fjögur prósent. Kosið var til þrjú hundruö áttatíu og sex sæta á þingi, þar af eitt hundrað sjöíu og sex í einmenningskjördæmum. Kosn- ingar hafa ekki verið frjálsar í Ung- verjalandi síðan í nóvembermán- uði árið 1947. Síðari umferð kosn- inganna þann 8. næsta mánaöar mun skera endanlega úr um hver verður sigurvegari. Reuter Suður-Afríka: Skotið á mótmælendur Átta manns létu lífið í blökku- mannahverfi suður af Jóhannesar- borg í gær og hundruð særðust er lögregla skaut á mótmælendur sem kröfðust lægri leigu og að endi yrði bundinn á kynþáttaaðskilnaðar- stefnu stjórnvalda. Hverfiö varð að vígvelli í nokkra klukkutíma er mótmælendur kveiktu í vegatálmum til að stöðva lögreglumenn á eftirlitsferð. Lög- reglumenn svöruðu með því að beita táragasi og skotvopnum til að dreifa þúsundum mótmælenda en yfirvöld á staðnum höfðu sagt göngu þeirra ólöglega. Margir mótmælendanna voru skotnir í bakið. Ráðherra dóms og laga í Suður- Afríku sagði í gær að lögreglan myndi ekki hika við að grípa til að- gerða gegn þeim sem brytu gegn neyðarástandslögunum. í Natalhéraði biðu aö minnsta kosti fimmtán manns bana í innbyrðis átökum stríðandi hópa blökku- Mótmælendur í Suður-Afriku með félaga sinn sem varð fyrir skoti lögreglu- manna’ Símamynd Reutei manna, að því er lögregluyfirvöld til- kynntu. Frá því að blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela var látinn laus í síð- asta mánuöi hafa yfir tvö hundruð og tuttugu manns látið lífið í pólitísk- um óeirðum í Suður-Afríku. Taliö er líklegt að árangur samningavið- ræöna Mandela og samtaka hans, Afríska þjóðarráðsins, við de Klerk forseta sé kominn undir því hversu vel samtökunum tekst að hafa hemil á ofbeldinu í hverfum blökkumanna og hversu fús yfirvöld eru til að draga úr valdbeitingu lögreglunnar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.