Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990. 7 Sandkom Fjarlogin HjáLandhelg- isgæslunnier • mikiöaðgera viöundirbún- ingNATO- hátiöarinnar fyrirvestanhaf barsemvarð- skip okkar mun sigla í fararbroddi herskipa frá bandalagslöndunum. Því var fleygt að til að gera varðskip- ið ógurlegra ásýndum yrðu settar tvær puðurbyssur upp á dekk. Þá hefur einnig heyrst að hérlendis séu til tvær loflvarnabyssur, gey mdar bak við lás og slá. Það er sagt um þessar byssur að þær séu mjög neyslufrekar á skotfærin, svo frekar að ef skotið yrði duglega úr þeim báðum fyrir hádegi ætu þær fjárlög íslenska ríkisins og meira til. Það hlýtur að vera eiegant sýningaratriði áNATO-hátíð aðsjá íslenskufjárlög- unumskotiðí. markaður Fvrirhuguð ■ jarðgangagerð á Vestijörðum hefUrverið nokkuðtilum- ra-ðusíöustu daga.ekki sist þarsemkomið hafa fram áætlanir um að leggja sér- stakt bensingjald á íbua kjálkans til að flýta framkvæmdunum. Þetta holugjald hefur orðið tilefni skoðana- skípta. Þykir mörgum að verið sé að mismuna landshlutum í skattheimtu meðan öðrum finnst sjálfsagt að Vestfirðingar sjálfir beri kostnað af þviað flýta framkvæmdum. í Jwssari umræðu hafa komið fram ýmis rök fyrir að flýtajarðgangagerðinni. Framkvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Vestfjaröa segir í spjalli við ungan blaðamann Vestfirska frétta- biaðsins: „... Fyrir fólk á þínum aldrí hlýtur þaö að vera kappsmál að fá göngin sem allra fyrst vegna þess að við þessar samgöngubætur mun hjú- skaparmarkaðurinn hér fyrir vestan stækka til mikilla muna. Eg átti nú heima á Þingeyri á sínum tíma og man glöggt eftir þeim þrönga mark- aðisemþarvar." Heitir í Bandarikjun- umrnunsú klausafylgja : leiöbeiningum fyrireigendur örbylgjuofna aðbannaöséað ________ hitakettiíofn- unum. Það er í lagi með heita hunda (hot dqgs) en ekki heita ketti (hot cats). Ástæðan fýrir þessu mun vera súað maður nokkur þar vestra setti eitt sinn kött í örbylgjuofninn sinn. Þegar hann áttaði sig á ódæöi þ vi sem hann hafði framiö kærði hann fram- leiðandann fyrir að láta þess ekki getið í leiðbeiningunum að ekki mætti setja kettí í ofnana þar sem það væri hættulegt heilsu þeirra. Ör- by lgj uofnaframleiðandinn hefur greinílega ekki farið vel út úr þessu máli, frekar enn kattargreyið, og því sett viövörun í bæklinginn. Vitlaust veður Keflavíkurflug- velli var lokað vegna veöurs fyrirhádegiá fimmtudag. Til- kynntvarað riifafæri „upp- _________________eflir" klukkan hálfeitt. Það var leiðindaveðim snemma um morguninn en ura níu- leytið var víst komið indælasta veður viö Völlinn og því ekki nein ástæða til að hafa hann lokaðan. Þótti mörg- um vallarstarfsmannínum emkenni- legt að hangsa heima hjá sér, þar sem Vefiinum var lokað vegna veöurs, í ágætis vcðri. Er Sandkornsritara fjáð að það skilji þetta enginn þar sem komið hefði fyrir, oftar en einu sinni og ofiar eft tvisvar, að Völlurinn væri opinn og fólk látið vinna þrátt fyrir glórulaust veður. Umsjón: Haukur L. Hauksson Fréttir Framboðsmál óháðra á Fáskrúðsfirði: Fór í leikferðalag og missti sæti sitt „Ég er hættur að styðja þennan lista enda getur maður ekki liðið svona vinnubrögð,“ sagði Vignir Hjelm á Fáskrúðsfirði í samtali við DV en hann hefur verið einn af stuðningsmönnum samtaka óháðra á Fáskrúðsfirði. Vignir sagði að það hefði verið búið að stilla upp lista yfir frambjóðendur óháðra í síðustu viku og hefði hann verið þar í 2. sæti. Sá listi var auglýst- ur í Ríkisútvarpinu og Svæðisút- varpi Austurlands. „Síðan gerðist það að ég fór í leik- ferðalag með leikfélaginu og á meðan var farið að krukka eitthvað í list- ann. Var síðan hringt í mig að nóttu til og mér sagt að ég væri kominn í 5. sæti. Ég sætti mig ekki við það og er hættur,“ sagði Vignir. Óháðir buðu í fyrsta skipti fram í síðustu kosningum og fengu þá einn mann kjörinn í sveitarstjórn en þar eru sjö fulltrúar. Að sögn Magnúsar Stefánssonar, fulltrúa óháðra, hefur enginn lisf;i verið lagður fram og því sagðist hann ekkert vilja tjá sig um þetta mál. -SMJ Sjö ára gömul stúlka slasaðist er hún varð fyrir bil í Þverbrekku á móts við Hlaðbrekku í Kópavogi síðdegis á sunnudag. Meiðsl hennar voru ekki talin alvarleg en hún var flutt á slysadeild í sjúkrabíl. DV-mynd S Mokafli af þorski á karfaslóð Reynlr Traustason, DV, Flateyri: Mokveiði hefur verið á þorski undanfarna daga suðvestur af Reykjanesi. Um 70 togarar hafa verið á veiðum í Skerjadýpi á hefðbundinni karfaslóð. Skipin hafa aflað vel og allt upp í að fá svo stór höl að varpan hefur sprungið. Almennt hefur sólarhrings- aflinn hjá einstökum skipum tvo síðustu sólarhringana verið á bilinu 40-70 tonn þannig.að reikna má með því að flotinn hafi veitt um fjögur þúsund tonn af þorski undanfarna sól- arhringa. Margir eru langt komnir með kvóta sína og eru dæmi um togara sem eiga að- eins 150-200 tonn eftir af kvóta sínum. Mikil ásókn 1 gámaútflutninginn: Þriðjungur þess NÝR ÁSTRALSKUR ÚRVALS- MYNDAFLOKKUR Á TVEIMUR SPÓL- UM TIL DREIFINGAR Á MYND- BANDALEIGUR í DAG sem sótt var um verður fluttur út - sótt um fyiir 218 skip en 146 fengu leyfi Gríðarleg ásókn er nú í ísfiskút- flutning í gámum. Hin nýja aflamiðl- un leyfir útflutning á samtals 818 lestum af ísfiski í þessari viku en sótt var um leyfi til útflutnings á 2.488 lestum. Sótt var um leyfi fyrir 218 skip en aðeins 146 fengu útflutn- ingsleyfi á gámafiski. Til Bretlands verður leyft að selja 610 lestir af þorski og ýsu í gámum. Þar fyrir utan munu tvö skip sigla og selja ytra í vikunni, Gyllir og Eld- eyjar-Hjalti, samtals 250 lestir. Veitt var leyfi til að flytja út 163 lestir af karfa og ufsa til Þýskalands í gámum. Auk þess fengu Vigri, Gjaf- ar, Guðbjörg, Kolbeinsey, Hegranes, Ólafur Jónsson og Rán að selja í Þýskalandi karfa og ufsa í vikunni, samtals 1300 lestir. Þá var leyft að selja samtals 45 lest- ir af ísfiski til annarra landa í Evr- ópu. Mjög gott verð er fyrir ísfisk á mörkuðum í Evrópu um þessar mundir og því eðlilegt að ásókn í að selja þar afla sé mikil. Þaö er greini- legt á þeim lista yfir umsóknir og úthlutun, sem aflamiðlun sendir frá 'r, að það er ekki auðvelt að skammta það sem óhætt er talið að flytja út án þess að ofgera mörkuðun- um og fá yfir sig verðlækkun. Mjög algengt er, samkvæmt listanum, að skipin sæki um að flytja út þetta 5 til 15 lestir hvert. Nær undantekn- ingarlaust fá skipin, sem á annað borð fá leyfi, um eða innan við helm- ing þess sem þau sækja um. I öllum tilfellum eru það fyrirtæki sem sækja um fyrir ákveðinn fjölda báta sem eru í viðskiptum við þau. Þannig sækja Gámavinir í Vest- mannaeyjum um útflutningsleyfi fyrir 26 báta í Vestmannaeyjum og af þeim fengu 19 leyfi. Ef þannig stendur á geta þeir bátar, sem fengu útflutningsleyfi, framselt leyfið til báta innan þessa hóps sem ekki fékk útflutningsleyfi. Það er alveg nýtt að birtur sé listi yfir þá sem sækja um og þá sem fá leyfi til útflutnings í gámum. Meðan úthlutunin var í höndum viðskipta- deildar utanríkisráðuneytisins gat enginn utan þess fengið að vita um hverjir sóttu um og hverjir fengu úthlutun. -S.dór ALLTFRAM STREYMIR II „ALL THE RIVERS RUN II ISLT5NSKURTEXTI Myndaflokkurinn hefur hvarvetna notið mikilla vinsælda og var hann vinsæl- asti framhaldmyndaflokkurinn i Ástraliu 1989. Allt fram streymir I var sýnd- ur i Sjónvarpinu 1985 og naut þá mikilla vinsælda. Hér er um aó ræóa sjálfstætt framhald þess myndaflokks. Aströlsk stórmynd sem fjallar um ástir. átök ogJaatur. Mynd sem allir ættu aó sjá. Einkaréttur og dreifing: ARNARSEL H/F SÍMI 82128

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.