Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990. 15 Smjaðrað fyrir Mandela Nelson Mandela. „Mun væntanlega fagna fordæmingu hins sovéska forseta á sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa," segir greinarhöf. m.a. Svíþjóðarferð Nelsons Mandela og fundur hans með utanríkisráð- herrum Norðurlanda hefur verið í fréttum fjölmiðla að undanförnu. Eftir þeim að dæma óskaði Mand- ela eftir þessum fundi fyrst og fremst til að krefjast þess að Norð- urlönd slökuðu í engu á viðskipta- banni á Suður-Afríku. Ennfremur vildi Mandela aö Norðurlönd shtu stjórnmálasambandi við Suður- Afríku og hann sagðist ekkert vilja með Norðurland hafa ef þau sendu nefnd til landsins sem aflaði upp- lýsinga með þeim hætti að ræða við sem flesta aðila. Norðurlöndum ber sem sagt að lúta vilja Afríska þjóðarráðsins (ANC). Ætla mætti að maður eins og Mandela, sem leitar stuðnings ríkja við frelsisbaráttu blökumanna í Suður-Afríku, gripi hvert tækifæri til að lýsa stuðningi við frelsis- baráttu annarra þjóða eða þjóðar- brota. En á fundi með fréttamönn- um í Stokkhólmi neitaði Mandela að tjá sig um breytingarnar í Aust- ur-Evrópu. Hins vegar hrósaði hann Gor- batsjov í hástert og taldi engan leið- toga á Vesturlöndum komast í hálf- kvisti við Gorbatsjov. Nelson Mandela mun því væntanlega fagna fordæmingu hins sovéska forseta á sjálfstæðisyfirlýsingu Lit- háa. Hvers vegna Suður-Afríka? Við íslendingar fylgdum fordæmi margra annarra þjóða og settum viðskiptabann á Suður-Afríku áriö 1988 vegna skilnaðarstefnu stjórn- valda þar. Raunar var ekki um mikil viðskipti að ræða og svona í leiðinni settum við líka viðskipta- bann á Namibíu þótt við heföum engin viðskipti við það land. Kjallarmn Sæmundur Guðvinsson blaðamaður Auðvitað er það eðlilegt að lýð- ræðisríki styðji kröfur um mann- réttindi í þeim löndum þar sem þegnum er stórlega mismunað og einræði ríkir. En það væri þá heið- arlegast að láta eitt yfir alla ganga í þeim efnum. Ég minnist þess ekki að krafa hafi komið fram um viðskiptabann á Sovétríkin og leppríki þeirra alla þá áratugi sem ógnarstjórnir hafa haldið þjóðum í helgreipum og fót- um troðið flest almenn mannrétt- indi. - Þvert á móti höfum við sóst eftir sem mestum viðskiptum við þessi lönd. Síðan hvenær höfum við meiri skyldur gagnvart baráttu Afríska þjóðarráðsins fyrir lýðréttindum en íbúum Rúmeníu og Eystrasalts- ríkja, svo að dæmi sé tekið? Ekki allt sem sýnist Þaö hefur lítið farið fyrir hlut- lausum upplýsingum um ástandið í Suður-Afríku hér á landi. Fjöldi fólks stendur því í þeirri trú að blökkumenn suður þar séu af stjórnvöldum meðhöndlaðir eins og skynlausar skepnur. Vissulega ber að fordæma skilnað kynþátta og önnur mannréttindabrot. Staðreyndin er engu að síður sú að blökkumenn í Suður-Afríku búa við betri kjör en þeir sem búa í nágrannalöndunum undir stjórn svartra. Suður-Afríka er auðugt og gjöfult land og stjórnvöld hafa á margan hátt náð mjög góðum ár- angri í efnahagsstjórnun sem hefur ekki bara komið hvítum til góða heldur blökkumönnum einnig. De Klerk, forseti Suður-Afríku, vinnur nú ötullega að breyttum stjómarháttum í landinu með það fyrir augum að tryggja jafnrétti hvítra og svartra og frjálsar kosn- ingar. Það væri því eðlilegt að þjóð- ir heims styddu þá viðleitni með því að aflétta viðskiptabanni á Suð- ur-Afríku fyrr en seinna. - Þar á heilbrigð skynsemi að ráða, en ekki hávaði Afríska þjóðarráðsins. Sporin hræða Það er ljóst að innan örfárra ára munu fara fram almennar kosn- ingar í Suður-Afríku með þátttöku svartra sem hvitra íbúa. Þær kosn- ingar kunna hins vegar að verða upphaf og endir lýðræðis í landinu. Afríska þjóðarráðið er síður en svo fulltrúi allra blökkumanna í landinu. í þeirra hópi eru miklir fiokkadrættir og togstreita þar sem barist er um völd og áhrif af slikum dugnaði að tugir manna liggja í valnum í viku hverri. í nær öllum ef ekki öllum Afríkuríkjum, sem hafa öðlast sjálfstæði á liðnum árum og áratugum, hafa svartir einræðisherrar tekið völdin í sínar h'mdur og afnumið lýðræði um leið og það var sett á stofn. Þeir hafa reynst meiri harðstjór- ar en nýlenduherrarnir áður. Því er barnalegt að ætla að lýðræði verði tryggt í Suður-Afríku með því einu að svartir setjist í þá valda- stóla sem nú eru setnir af hvítum. Þegar „frelsisöflin“ hafa tekið völdin lýkur áhuga Vesturlanda og heimspressunnar á mannréttind- um í Suður-Afríku. Alveg eins og áhuginn hvarf eftir sigur „frels- isafla“ í Víetnam, íran og Rhódes- íu, svo örfá dæmi séu nefnd. Harð- stjórn einræðis kemur okkur ekki við eftir að „réttir“ aðilar fá völdin í sínar hendur. Sæmundur Guðvinsson „Ég minnist þess ekki að krafa hafi komið fram um viðskiptabann á Sovét- ríkin og leppríki þeirra alla þá áratugi sem ógnarstjórnir hafa haldið þjóðum í helgreipum og fótum troðið flest al- menn mannréttindi.“ Alþingi styður friðaráætlun PLO Þann 18. maí sl. gerðist tíroa- mótaatburður á Alþingi íslendinga. Þann dag samþykkti Alþingi sam- hljóma ályktun um defiu Isráels- og PaleStínumanna. Þar með skip- aði ísland sér með þeim yfirgnæf- andi meirihluta aöildarríkja Sam- einuðu þjóðanna sem styður frið- aráætlun Frelsissamtaka Palest- ínumanna, PLO. Ályktunin er birt hér á síðunni. Öll efnisatriðin í ályktun Alþing- is, sem lúta að réttindum palest- ínsku þjóðarinnar, eru áréttuð ár- lega af yfirgnæfandi meirihluta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Flest ríki styðja friðaráætlun PLO sem miðar við að haldin verði alþjóðleg ráðstefna um Austurlönd nær á vegum Sameinuðu þjóðanna. í áætluninni er m.a. gert ráð fyrir að ísrael dragi herlið sitt frá her- teknu svæðunum og aö sjálfsá- kvörðunarréttur palestínsku þjóð- arinnar verði virtur. Viðurkennd- ur er tilveruréttur ísraelsríkis inn- an viðurkenndra og öruggra landa- mæra. PLO á uppleið Það er einsdæmi í nútímasögu að samtök, sem hafa umdeilda forsögu og ráða ekki yfir kjarnavopnum, auðlindum eða voldugum herjum, skuli njóta jafnvíðtækrar viður- kenningar og PLO. Þetta er að verulegu leyti Jassir Arafat, for- seta Palestinuríkisins, að þakka. Með góðan málstað í veganesi, óvenjulega stjórnmálahæfileika og óbifandi trú á þjóð sinni hefur hon- um tekist að sannfæra tvístraða landsmenn sína um að þeir geti sameinaðir undir forystu PLO náð árangri í baráttu fyrir réttindum sínum. Með því að byggja málflutning samtakanna á alþjóðarétti og sam- þykktum Sameinuðu þjóðanna tókst honum að sannfæra flestallar ríkisstjórnir um að palestínska KjaUaiirm Elías Davíðsson skólastjóri Israelsríki gætir ekki hagsmuna gyðinga Samúð íslendinga með Ísraelsríki er að renna sitt skeið á enda. Stjórnir ísraels hafa með framferði sínu fyrirgert þessari samúð. Jafn- framt sjá æ fleiri að stuðningur við réttmætar kröfur Palestínumanna er leiðin að friði og öryggi í Austur- löndum nær. Það er misskilningur margra Vesturlandabúa að Palestínumenn berjist gegn gyðingum. Barátta þeirra er ekki gegn gyðingum held- ur gegn ranglætinu. Þess vegna styðja margir gyðingar, bæði í ísra- el og utan, réttlætisbaráttu Palest- ínumanna. Þetta gera þeir ekki aðeins Palestinumannanna vegna heldur einnig sjálfra sín vegna. Þeir vita að hvorki byssur ísra- „Meö því að telja að „ísland eigi að hafa vinsamleg samskipti við PLO“ viðurkennir Alþingi í reynd forystu- hlutverk samtakanna sem málsvara palestínsku þjóðarinnar.“ þjóðin væri verðugur meðlimur í •fjölskyldu þjóðanna. Nú sitja full- trúar Palestínuríkis í öllum stofn- unum Sameinuðu þjóðanna. Pa- lestínuríki er fullgildur aðili að ýrnsum' fjölþjóða samtökum, s.s. Samtökum óháðra ríkja og Araba- bandalaginu. Hvern hefði órað fyrir því fyrir 20 árum að Frelsissamtök Palest- ínumanna myndu njóta meiri al- þjóðlegs stuðnings en nokkur önn- ur þjóðfrelsishreyfing fyrr eða síð- ar? Eða að fleiri ríki hefðu stjórn- málasamband við Frelsissamtök Palestínumanna (og nú við Palest- ínuríki) en við Ísraelsríki? Þingsályktun um deilur ísraels og Palestínumanna. Alþingi ályktar aö lýsa áhyggjum sínum yfir því ástandi sem ríkir fyrir botni Miöjarðar- hafs og telur það stöðuga ógnun við heimsfriðinn. Alþingi skorar á fsraelsk stjórnvöld að koma í veg fyrir manndráp á varnarlausum borgurum og leggur áherslu á að þau virði maonréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og 4. Genfarsáttmálann um vernd óbreyttra borgara á stríðstfmum. Nauðsynlegt er að báðir aðilar forðist ofbcldisvcrk. Alþingi styður kröfuna um að tafarlaust vcrði haldin alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna með þátttöku allra deiluaðila. Nauðsynlcgt er að báðir aðilar sýni raunvcrulcgan samkomulagsvilja og viðurkenni rétt hvor annars í samrxmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 181 frá 29. nóvember 1947 sem ásamt ályktunum öryggisráðsins nr. 242 frá 1967 og nr. 338 frá 1973 eru sá grundvöllur er skapað getur varanlcgan frið og öryggi í Austurlöndum nær. Alþingi leggur áherslu á að viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestfnsku þjóðarinnar og tilverurétt Israelsríkis. Einnig ber að viðurkenna rétt palestfnskra flóttamanna til að snúa L aftur til fyrri heimkynna sinna í samra-mi við margftrckaðar ályktanir Samcinuðu þjóðanna.| Alþingi telur að ísland eigi að hafa vinsamleg samskipti við Frelsissamtök Palestínul PLO. Samþykkt á Alþingi 18. maí 1989. Hinn 18. mai sl. samþykkti Alþingi samhljóma ályktun um deilu ísraels og Palestínumanna, segir greinarhöfundur. elskra hermanna né samningar sem sniðganga réttmætar kröfur palestínsku þjóðarinnar, né svo- nefnd örugg landamæri, geta tryggt til frambúðar frið og öryggi. Aðeins varanlegar sættir milli Palestínumanna og ísraela geta tryggt öryggi beggja aðila. Þessar sættir verða að byggjast á því að ísraelsmenn bæti palestínsku þjóð- inni upp margra áratuga ranglæti sem þeir hafa beitt hana. Mikilvæg og ófrávíkjanleg krafa Palestinu- manna, sem ísraelsmenn verða að mæta af skilningi, er að palest- ínskir flóttamenn geti snúið aftur til síns heimalands í samræmi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Verðugt framlag Alþingis í þágu friðar Alþingi íslands hefur tekiö af skarið og lýst eindregnum stuðn- ingi við þjóðarréttindi Palestínu- manna. Með því að vísa sérstaklega til ályktunar Sameinuðu þjóðanna nr. 181 um stofnun tveggja ríkja í Palestínu undirstrikar Alþingi að Palestínumenn eigi rétt á að eign- ast sitt ríki, eins og þeim var lofað alla tíð frá byrjun þessarar aldar. Fram að þessum degi hafa 92 rík- isstjórnir, þar á meðal Austurríki, sem aðild á að EFTA, þegar viður- kennt Palestínuríki. Sendiráð Pal- estínu eru komin upp í mörgum löndum. Með því að telja að „ísland eigi að hafa vinsamleg samskipti við PLO“ viðurkennir Alþingi í reynd forystuhlutverk samtak- anna sem málsvara palestínsku þjóðarinnar. Utanríkisráðherra hefur hingað til neitað að framfylgja ósk Al- þingis um vinsamleg samskipti við PLO og neitað að fylgja eftir áskor- un allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem ísland hefur þó stutt, t.d. um aukinn stuðning við palestínsku þjóðina. Það er að þessu leyti misræmi milli þess sem hann lætur greiða atkvæði með á erlendri grund og athafna hans á heimavelli. Undirritaður vonar að Alþingi hafi vilja ‘il að krefjast af stjóm- völdum au þau framfylgi marg- nefndri ályktun svo ekki verði sagt um íslendinga að þeir hafi verið síðasta þjóð í heiminum til að styðja réttlæti og friö í Palestínu. Elías Davíðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.