Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990.
Fréttir
Stærsta Reiðhallarmótið
Fulltrúar Fáks með verðlaun fyrir sigur i bikarmóti í Reiðhöllinni.
DV-mynd EJ
íþróttadeildir hestamannafélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu og í
Keflavík héldu sameiginlegt bikar-
mót í hestaíþróttum í Reiðhöllinni
17. og 18. mars. Þeir keppendur, sem
voru í flmm efstu sætunum á bikar-
mótinu, kepptu svo til úrslita sín í
milli 24. mars.
Keppt var í þremur greinum í fjór-
um flokkum á bikarmótinu. Kepp-
endafjöldi var mikill því skráningar
voru um það bil 220. Hvert félag
mátti senda fimm keppendur í hveija
grein en þrír efstu knaparnir frá
hverju félagi voru gjaldgengir til
stigasöfnunar. Fákur í Reykjavík
fékk flest stig, 1.656, Gustur í Kópa-
vogi fékk 1.459 stig, Máni í Keflavík
fékk 1.338 stig, Hörður í Kjósarsýslu
fékk 1.225 stig, Sörli í Hafnarfirði
fékk 1.221 stig og Andvari í Garðabæ
fékk 757 stig. Fáksmenn höfðu tölu-
verða yfirburði og unnu alla fjóra
flokkana.
Tilraun hefur áður veriö gerö tii
að halda bikarmót í hestaíþróttum
en vegna fjölda hestamóta á vorin
hefur verið erfitt að koma öllum
þessum sex hestamannafélögum fyr-
ir á einni helgi. Nú hefur verið
ákveðið að halda bikarmótin alltaf í
Reiöhöllinni snemma ársins eins og
nú.
Fimm Fáksmenn í tölti
og fjórgangi
Fimm efstu knapamir í hverri
grein á bikarmótinu kepptu til úr-
slita laugardaginn 24. mars. Fáks-
menn áttu þar flesta fulltrúa, til
dæmis alla fimm keppendur í tölti
og fjórgangi.
Þóra Brynjarsdóttir (Mána) á
Gammi sigraði í fjórgangi og tölti
barna. Maríanna Gunnarsdóttir
(Fáki) á Kolskegg sigraði í fjórgangi
unglinga en Elín Rós Sveinsdóttir
(Fáki) í tölti. í ungmennaflokki sigr-
aði Þorgerður Guðmundsdóttir
(Mána) á Sóta í fjórgangi, Sigrún
Erhngsdóttir (Gusti) sigraði í fimm-
gangi og Halldór Victorsson (Gusti)
sigraði í tölti.
Sævar Haraldsson sigraði bæði í
tölti og fjórgangi á Kjarna en Ath
Guðmundsson (Sörla) sigraði í fimm-
gangi á Kol í flokki fullorðinna.
Sókron sigraði í snjótölti
Fáksmenn héldu vetraruppákomu
laugardaginn 24. mars síðastliðinn.
Þar kepptu rúmlega níutíu keppend-
ur. Keppt var í fjórum flokkum í tölti
og einnig opnum flokki í gæðinga-
skeiði. Davíö Jónsson sigraði í
barnaflokki á Vini, Edda Rún Ragn-
arsdóttir sigraði í unglingaflokki á
Sörla og Gunnar Gunnarsson sigraði
í karlaflokki á Stíganda. Þórdís Sig-
urðardóttir sigraði í kvennaflokki á
Sókron. Það er orðiö töluvert langt
um Uðið síðan Sókron sigraði í A-
flokki gæðinga hjá Fáki en hann
virðist ekki hafað tapað hæfileikun-
um og er aUt eins líklegur til að keppa
á landsmótinu. í gæðingaskeiði sigr-
aði Sigurbjöm Bárðarson á Snarfara.
Þriðja vetrarmóti
Geysismanna lokið
Geysismenn héldu þriðja vetrar-
mót sitt laugardaginn 24. mars. Geys-
ismenn ætla sér að halda fimm mót
og er folald í verðlaun fyrir efsta
sætið eftir stigasöfnun úr þessum
fimm mótum. Stóðhesturinn Gustur
frá Vindási sigraði og er efstur eftir
þijú vetrarmót með 28 stig. Silfur-
blesa er í ööm sæti með 27 stig og
Sverta með 18 stig.
í tölti barna sigraði Halldor Guö-
jónsson á Rauöskegg og í skeiði sigr-
aði Sigurður Sæmundsson á Dagfara.
Næsta stigamót Geysis er áætlað
laugardaginn 19. apríl.
Enn óráðið um
Evrópumótið
Frakkar hafa boðist til að halda
næsta Evrópumót áriö 1991 í Metz
sem er skammt frá Luxemburg.
Nefnd frá Félagi eigenda íslenskra
hesta hefur kannað svæöiö sem
Frakkar buðu sem keppnisstað og
var ekki nógu ánægð með staðinn.
Frakkar fá frest til 1. apríl til að skila
svæðinu af sér í fullnægjandi
ástandi, annars munu Svíar taka að
sér að halda mótið.
Næsta Norðurlandamót í hesta-
íþróttum verður haldið í Wilhelms-
burg í Danmörku dagana 2.-5. ágúst
næstkomandi. Það er vonandi aö
mótssvæðið sé í betra ástandi en í
fyrrasumar er Evrópumótiö var
haldið þar. Forsvarsmenn Hesta-
íþróttasambands íslands (HÍS) hafa
hug á að senda sveit á mótið. Noröur-
landamót hafa verið að eflast ár frá
ári og hafa íslenskir knapar staðið
sig með prýði é, þessum mótum. Nú
þegar HIS hefur verið stofnaö er öll
aðstaöa fyrir hendi að senda landslið
hestaíþróttamanna á sem flest mót í
Evrópu.
-EJ
I dag mælir Dagfari
Fyrir nokkrum árum kom á mark-
aðinn björgunarnet sem kennt var
við uppfinningmanninn, Markús,
og kallað Markúsamet. Þetta
björgunamet hefur verið lögskipað
í öll fiskiskip landsmanna og hefur
bjargað mörgu mannslífinu.
Nú hefur annar Markús komið
fram í sviðsljósið og er hagfræðing-
ur sem heitir Markús Möller.
Markús er líka uppfinningamaður
að því leyti að hann hefur gert
merkar uppfinningar í hagfræð-
inni sem vekja athygli. Markús
þessi hefur bent á eftirfarandi: Ef
útgerðarmenn fá óskertan og
ótímabundinn kvóta, þýðir það að
minna er veitt af fiski og færri
vinna við fiskvinnslu. Fyrir það
fæst minna fé og peningaflæðið
verður þar af leiðandi minna. Út-
gerðarmennimir sem eiga kvótann
græða að vísu meira, en þeir ráö-
stafa gróðanum með því að kaupa
erlend verðbréf, sigla sjálfir til sól-
arlanda og gróðinn verður ekki
lengur til skiptanna. Þessi þróun
mun draga úr hagvexti og almenn-
um lífsKjörum og þjóðarbúið mun
sennilega tapa tíu til fimmtán millj-
röðum króna, segir Markús.
Þetta em áreiðanlega laukréttar
kenningar hjá Markúsi. Hagfræðin
Markúsarnet
segir ef og þá segir hagfræðin að
ef eitthvað gerist þá muni annað
gerast, sem mundi svo hafa áhrif
til þess að eitthvað annað gæti
gerst, ef forsendur breytast ekki frá
því sem mundi verða ef allt gengi
eftir sem hagfræðin segir til um.
Svona röksemdafærslu getur eng-
inn venjulegur maður mótmælt og
þess vegna era kenningar Markús-
ar alvarleg tíðindi fyrir íslenskan
þjóðarbúskap.
Ef kvótinn minnkar og ef það
leiðir til þess að færri komast í fisk-
vinnslu, ef útgerðarmaðurinn
ákveður að fjárfesta erlendis og ef
hann fer sjálfur í sólarlandafrí í
stað þess að hjálpa fiskvinnslufólk-
inu til að komast í sólarlandafrí,
þá er voðinn vís. Þá dragast þjóðar-
tekjur saman. Þetta liggur alveg á
borðinu og maður er eiginlega
undrandi á þvi að aðrir skuli ekki
hafa komiö auga á þetta. En þá er
þess að geta að það þarf hámennt-
aða hagfræðinga til að finna þetta
út, vegna þess að hagfræöin er flók-
in og hún er háð svo mörgum for-
sendum að það er ekki hægt fyrir
ómenntaðan almúgann að gera sér
grein fyrir hvaö mundi gerast ef
eitthvað gerist, sem heíði þau áhrif
að eitthvað allt annað mundi ger-
ast, sem hagfræðin sér fyrir en
aðrir ekki.
Það sem Markús er að segja er
að stjórnmálamenn eru vísvitandi
að skerða lífskjörin í landinu með
því að láta útgerðarmenn græða á
kvótanum og það sé miklu betra
að láta engan græða á kvótanum
til að halda lífskjörunum uppi. í
þessu máli er þess vegna aukaatriöi
hvort hægt er aö veiða upp í kvó-
tann og líka hitt hvort fiskvinnslu-
fólk fær vinnu við að gera að fiski
sem ekki veiðist, því þá getur hag-
fræðin allténd sagt að það sé ekki
kvótanum að kenna heldur þorsk-
inum, sem hagfræðin getur auðvit-
að ekki reiknað út í lífskjörum eða
kvótum.
Niðurstaðan er því sú að það er
betra að láta útgerðarmenn tapa á
fiskveiöum og láta þá alla þjóöina
taka þátt í þvi tapi, vegna þess að
fiskvinnslufólkið hefur tapið á
milh handanna og getur notað það
í sólarlandaferðir en ekki bara út-
gerðarmennirnir. Samkvæmt
kenningum hagfræðinnar er það
stórháskalegt ef útgerðarmennirn-
ir græða á kvótanum og græöa á
útgerðinni og var kominn tími til
að sannleikurinn væri sagður um
þau mál. Hér hafa útgerðarmenn
verið að tapa og barma sér í ára-
tugi en einhvern veginn hefur bæði
þjóðin og þeir sjálfir lifað þær
hörmungar af. Lifað í voninni um
að einhvern timann kæmi að því
aö íslendingar gætu grætt á útgerð
og fiskvinnslu.
Nú er hins vegar búið að kippa
fótunum undan þessari framtíðar-
von og nú er búið að sýna fram á
nýtt Markúsarnet, sem er í því fólg-
iö að útgerðin haldi áfram að tapa
og kvótinn sé helst tekinn af út-
gerðinni til að komast hjá því að
lífskjörin fari niður í ekki neitt.
Hagfræðin er búin að sanna það.
Markús Möller hefur sýnt fram á
að ef útgeröin græðir muni þjóðin
tapa. Þaö liggur alveg á borðinu að
það er betra að leyfa fiskvinnslu-
fólkinu að halda í sólarlandaferðir
fyrir tap frekar en hleypa útgerðar-
mönnunum í sólina fyrir gróðann.
Dagfari