Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990. Menning Háskólasöngur Háskólakórinn undir stjóm Guðmundar Óla Gunnarssonar hélt tónleika í Langholts- kirkju síðastliðinn fostudag. Efnisskráin, sem var mjög fjölbreytt, hófst á lagi Emils Thoroddsen, Hver á sér fegra fóðurland? Lagið var vel flutt og kom á óvart i hve jafnvægi var gott í röddunum þegar haft er í huga að flestir núverandi kórfélagar hófu starf sitt í kómum á síðasta ári. Þjóðlög í útsetningu Hjálmars H. Ragnars- sonar, Stóðum tvö í túni, Út á djúpið hann Oddur dró og Grafskrift vom þvínæst flutt og hér skiluðu hnitmiðaðar hreyfingar stjómandans sér í fáguðum og smekklegum flutningi. Haust í útsetningu Jónasar Tómassonar eldrí, Ég veit... í úts. Atla Ingólfssonar, Móð- ir mín í kví, kví í úts. Jakobs Hallgrímssonar og Guð þeim launi í úts. Gunnars Reynis Sveinssonar voru einnig vel flutt utan upp- haf lagsins Ég veit... sem var óömggt og fálmandi. Trúarlegir söngvar Þá komu bæði fegurstu og efnismestu lögin sem flutt voru fyrir hlé, en það voru Gamalt vers eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Heyr, himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnson og Tónlist Áskell Másson O sacrum convivium! eftir franska tónskáld- ið Olivier Messiaen. Þessi fagra kirkjulega tónlist naut sín vel í mikilli hijóman kirkj- unnar. Geta má að hið erfiöa, en jafnframt magnaða lag Messiaen var hér flutt án stuðn- ings orgelsins sem telja verður kórnum til tekna. Síðasta verkið fyrir hlé var Vals fyrir tal- kór og slagverk eftir austurrrísk-ameríska tónskáldiö Ernst Toch. Eins og við mátti búast byggist verkið aðallega á rymtmískum hugmyndum og samhengislausum texta sem oft verkar á skondinn hátt. Hér var hin ryt- míska snerpa tæplega nóg og gott hefði verið að láta slagverksleikara sjá um ásláttarhljóð- færin svo úr þeim kæmi betri hljómur. Þjóðlögin Ókindarkvæði, Blástjarnan, Húmar aö og Tíminn líður í útsetningum Áma Harðarsonar tóku við eftir hlé. Öll voru þau mjög vel flutt en einkum það fyrsta og síðasta. Sapientía - um viskuna Lög Ingunnar Bjarnadóttur, Vor og Um glókoll og Sumartunglið í úts. Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar stóðu fyrir sínu sem e.k. alþýðumúsík, en þá var komið að frumflutn- ingi verksins Sapientia eftir Þorstein Hauks- son. Verkið var sérstaklega samið fyrir Há- skólakórinn fyrr á þessu ári. Það hefst á ein- um mjög löngum tóni sem litaður er með textanum, áherslum og styrkleikabreyting- um. Smátt og smátt myndast tónfrymi sem eru endurtekin í sífellu og mynda stöðugan rytma. Gaman hefði verið að hafa íslenska þýðingu á latneska textanum, en verkið var engu að síður áhrifamikið og ber höfundin- um gott vitni um öguð vinnubrögð. Sute de Lorca eftir finnska tónskáldið Einojuhani Rautavaara við texta Garcia Lorca er skemmtilega skrifuð tónsmíð fyrir raddir og var flutningur Háskólakórsins einkar vandaður. Úr útsæ rísa íslands fjöll eftir Pál ísólfsson var kröftuglega sungið svo sem vera ber. Segja má að Guðmundur Óli hafi náð undraverðum árangri með kómum á ekki lengri tíma. Góður textaframburður og jafn- vægi í röddum er þegar til staðar og verður spennandi að fylgjast með frekari fágun kórsins á næstu misserum. Andlát Sigríður Guðmundsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis í Fellsmúla 11, lést í Vífilsstaðaspítala sunnudaginn 25. mars. Jarðarfarir Þóra Carlsdóttir frá Stöðvarfirði, Smáratúni 8, Keflavík, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur laugardaginn 24. mars. Útförin fer fram frá Kefla- víkurkirkju fóstudaginn 30. mars kl. 14. Jens Friðrik Jóhannesson bifvéla- virki, Brávallagötu 42, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju fimmtudaginn 29. mars kl. 13.30. Guðmundur Jónsson frá Steinsvaði, sem andaðist 17. mars, verður jarð- sunginn frá Kirkjubæjarkirkju mið- vikudaginn 28. mars. Guðný Jóhanna Jóhannsdóttir frá Skálmardal verður jarðsungin frá Hafnarfj aröarkirkj u miðvikudaginn 28. mars kl. 13.30. Sveinbjörn K. Árnason lést 17. mars. Hann fæddist í Ólafsvík 2. júlí 1904, sonur hjónanna Ingibjargar Jóns- dóttur og Áma Sveinbjömssonar. Sveinbjöm starfaði í rúm 40 ár í Haraldarbúð en árið 1959 keypti hann Fatabúðina við Skólavörðustig og rak hana fyrst ásamt eiginkonu sinni og síðar með dætmm sínum allt til enda ársins 1989. Hann giftist Súsönnu M. Grímsdóttur en hún lést árið 1987. Þau hjónin eignuðust þijár dætur. Útför Sveinbjöms verður gerð frá.Dómkirkjunni í dag kl. 15. Haukur Þorleifsson lést 15. mars. Hann fæddist á Hólum í Homafirði 31. desember 1903, sonur Þorleifs Jónssonar og Sigurborgar Sigurðar- dóttir. Haukur lauk stúdentsprófi 1928. Hann stundaði stærðfræði- og hagfræðinám í Þýskalandi frá 1928 til 1932. Hann hóf störf í Búnaðar- banka íslands síðla árs 1932, fyrst í kreppulánasjóði en varð síðan aðal- bókari bankans. Haukur var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Ást- hildur Gyða Egjlson en þau slitu samvistum. Þau eignuðust 4 böm. Síðari kona Hauks er Ásta Bjöms- dóttir. Útfor hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Tilkynningar Safnaðarfélag Ásprestakalls verður með páskabingó í safnaðarheimil- inu fimmtudaginn 29. mars nk. og hefst það kl. 20.30. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja Samvera aldraðra á miðvikudaginn, 28. mars, kl. 14.30 í Safnaðarsalnum. Sr. Karl Sigurbjömsson sýnir myndir frá Ameríkudvöl. Sókn til sigurs Um næstu mánaðamót, helgina 31. mars til 1. apríl, fer fram landssöfnun Krabba- meinsfélags fslands undir kjörorðinu „Sókn til sigurs" mn land allt. Kvenfélag- ið Seltjöm sér um stjóm og skipulag söfn- unarinnar á Seltjamamesi. Sjálfboðalið- ar em beðnir að gefa sig fram í síma 611421 (Ema) og 612324 (Bára). Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar hlaupa 1. apríl til ArgenÞ ínu. Haldið upp á eins árs afmælið. Upp-' lýsingar á skrifstofu eldri borgara. Fyrirlestrar Fyrirlestur á vegum Alliance Francaise Alliance Francaise býður upp á fýrirlest- ur um franska málaralist á 19. öld mið- vikudaginn 28. mars kl. 17 á bókasafni Alliance Francaise, Vesturgötu 2. Fyrir- lesturinn verður fluttur á frönsku af Nathalie Jacqueminet, listfræðingi frá Louvre listaskólanum. Fundir Kvenréttindafélag íslands verður með fund á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, kjallara, miðvikudaginn 28. mars kl. 18-22. Dagskrá: 1. réttindi sjúkl- inga - Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur í Heilbrigðisráðuneytinu. 2. siðareglur heilbrigðisstétta - Vilborg Ingólfsdóttir, hjúkmnarfræðingur hjá Landlæknisem- bættinu. 3. árekstrar laga og siðareglna - Garðar Gíslason borgardómari. 4. árekstrar siðareglna - Vilhjálmur Áma- son siðfræðingur. Á boðstólum verður léttur kvöldverður. Tónleikar Háskólatónleikar Miðvikudaginn 28. mars kl. 12.30 munu Hrönn Hafliðadóttir og Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir halda tónleika í Norræna húsinu. Á efnisskránni era sönglög eftir Gustav Mahler (1860-1911) við texta eftir Ruckert og úr Des Knaben Wunderhom. Tónleikar í Norræna húsinu Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tón- leika í Norræna húsinu kl. 20.30 miðviku- daginn 28. mars nk. Tónleikamir era fyrri hluti einsöngvaraprófs Sigurdrífar Jónatansdóttur messósópran frá skól- anum. Á efnisskránni era sönglög eftir Mozart, Schumann, Granados, Mahler, Jón Þórarinsson og Atla Heimi Sveins- son. Lára Rafnsdóttir leikur með á píanó. Sigurdríf hefur stundað nám við söng- deild Tónlistarskólans frá 1981 og hefur Ellsabet Erlingsdóttir verið kennari hennar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. LOKAÐ VEGNA JARÐARFARAR Lokað vegna jarðarfarar Sveinbjörns Árnasonar kaupmanns e. kl. 14 í dag. S. Ármann Magnússon, heildverslun Skútuvogi 12 J Fólk og fyrirburðir Þótt hún sé búsett á Englandi nýtur Karólína Lárus- dóttir listmálari feikimikillar lýðhylli hér heima. Sýn- ingar hennar seljast upp á augabragði, verk eftir hana er að finna á ólíklegustu stöðum í bænum, þjóðkunnir menn syngja henni lof og prís á opinberum vettvangi og bráðókunnugt fólk finnur hjá sér hvöt til að hafa samband við okkur blaðamenn og láta í ljós velþóknun sína á myndum hennar. Ég verð að játa að mér er ekki vel ljóst hvemig á þessum vinsældum Karólínu stendur, því í verkum hennar er ekki að finna neitt það sem hrífa ætti sæmi- lega upplýstan listunnanda upp úr skónum. Og í sam- anburði við marga íslenska listmálara er notkun henn- ar á vatnslitum meira að segja fremur bragðdauf. Ekki hefur listakonan heldur náð fullu valdi á dú- kristu, ef marka má (uppselda) sýningu hennar í Ný- höfn við Hafnarstræíi. Þar að auki er hún alveg á skjön við íslenska mynd- listarhefð, en eins og margir vita er yfirleitt erfitt að fá íslendinga til að gefa gaum að list sem gengur út frá öðrum forsendum en „íslenskum“. í rauninni eru verk Karólínu angi af breskum meiði, launkímnum ýkjustíl Stanleys Spencers og sporgöngu- manna hans annars vegar og varfærnislegri ljóðrænu breskrar vatnslitalistar hins vegar. Ein af vatnslitamyndum Karólínu á sýningunni í Ný- höfn. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Hvorki bátar né hross í verkum hennar fer lítið fyrir þekktu landslagi, báta lætur hún alveg eiga sig, hross höfða sýnilega ekki til hennar og blæbrigði íslenskrar birtu eru víðs fiarri. En þótt yfirbragð mynda hennar sé ekki sérstaklega íslenskt, er eins og hún hafi náð að koma við einhvem nostalgískan streng í brjóstum margra íslendinga á miðjum aldri. Myndir hennar eru kankvíslegar en um leið mátu- lega óræðar frásagnir af fólki og fyrirburðum á árun- um um og eftir stríð - sjálf er Karólína ekki fædd fyrr en 1944 - og sýnir tilveru sem virðist í fastari skorðum og þrungin meiri öryggiskennd en sú sem við búum við í dag. Sjálft fólkið er einhvern veginn traustlegra og áreið- anlegra aö sjá en það fólk sem við mætum í nútíman- um. Það gerir efnismikill fatnaðurinn, úlsterfrakkam- ir og flauelskjólarnir, sem það íklæðist og okkur finnst að hljóti að hafa verið vandaðri að gerð en nútímaföt. Þetta er sömuleiðis fólk sem virðist ekki þekkja hug- takið „firring“. Hvort sem það tekst á loft í gleði eða lætur bugast af búksorgum, em vinir og vandamenn jafnan nærri til að deila meö því kjörum. Sennilega er það þessi notalega veraldarsýn með sínu „gamaldags" yfirbragði sem höfðar svona sterkt til íslendinga í lífsgæðakapphlaupi. Sýningu Karólínu Lárasdóttur í Nýhöfn lýkur mið- vikudagskvöldið 28. mars. -ai. Fjölimðlar Margir kokkar Það vora margir kokkar skrifaðir fyrir fiölbreyttum matseðli í þættin- um Svona sögur í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Þarna voru reyndar mættir á skjáinn dagskrárgeröar- merm af dægurmáladeild útvarps- ins. í hógværri sannfæringu um eig- ið ágæti hafa þeir ákveðiö að troða upp í sjónvarpinu með reglulegu miliibili. Þaðliggurviðaðmanniþykinóg um hve fjölbreyttur þátturinn er þvi það er ekki laust viö að stílbrot my ndist þegar skotist er á milJi við- fangsefna. Harmræn frásögn um öriög eyðnisjúklings fór til dæmis frekar illa í magann eftir að hafa horftá tvo gamla sjómenn útskýra meðhöndlun þorskhauss fyrir okk- ur. Aö sjálfsögðu var frásögn sjúkl- ingsins og konu hans eftirtektar- verð enda hafði hún birst áður í einu dagblaðanna. Umgerð þáttarins er þó að mörgu leyti forvitnileg og sérstaklega hefur tekist vel til með grafíkina á milli atriða. Það var þungt yfir Bjarna Fel. þegar hann loksins komst að meö íþróttirnar enda sjálfsagt orðinn langþreyttur á því að þurfa að líða fyrir lélegar timasetningar annara. íþróttaþátturinn er ekki langur en eigi að síður er hann yfirleitt notaö- ur til að stilla af dagskrána og því umhugsunarlaust skoriö aftan af honum. Sem oftarfengu íþróttaaðdáendur þvi aðeins reykinn af réttunum því þó að Bjarni hafi keyrt þáttinn í gegn af mikili hörku er ekki hægt að sýna mikið á tæpum tuttugu mín- útum. SigurðurM. Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.