Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990. 5 Fréttir Sháfertík fann hest sem var fastur í læk undir mannhæðarháum snjó: Tíkinni að þakka að klárinn fannst - segir Guðmundur Kristjánsson, bóndi á Lýsuhóli „Eg er meö fjögur hross. Þegar aðeins þrjú komu heim fór ég að leita þess fjóröa. Ég á shafertík, sem heit- ir Stella, og hún fór með mér. Ég var á traktor og hún hljóp með. Allt í einu tók hún þveröfuga stefnu. Ég hélt að hún hefði séð mink eða eitt- hvað annað sem varð til þess að hún hljóp hurt. Ég fór þangað sem ég taldi víst að hestarnir hefðu verið. Ég leit- aði þar en varð einskis var. Þegar ég var á leið heim kom tíkin aftur. Hún hljóp enn í sömu átt. Ég elti hana og þar fann ég hestinn. Hann var fastur í læk og um mannhæðar- hár snjór ofan á honum. Hesturinn hefði sennilega ekki fundist ef tíkin hefði ekki fundið hann. Það sást ekki til hans fyrr en komið var alveg að honum,“ sagði Guðmundur Krist- jánsson, bóndi á Lýsuhóh á Snæfells- nesi. Það var á sunnudagskvöld sem Guðmundur fór ásamt tíkinni Stellu að leita hestsins. Guðmundur segist sannfærður að hesturinn hefði ekki fundist svo fljótt nema vegna þess að tíkin rann á lyktina. „Hún hefur lengi verið einstaklega þefvís. Þegar hún var „unghngur“ lék ég mér stundum að því að fela mig. Hún hljóp aldrei beint að mér heldur fór þannig að vindurinn stæði frá mér að henni. Á sunnudagskvöld bar einmitt þannig við að vindur stóð frá hestinum og að þeim stað þar sem hún breytti um stefnu. Það hefur sennilega orðið th þess að hún fann lyktina af hestinum." Guðmundur fékk nágranna sína th aðstoðar. Þeim tókst að moka hest- inn úr snjónum. Hann var orðinn talvert kaldur en náði sér fljótt. iolungarvík: Vinstrimenn Helga Guðrún, DV, feafirði; Vinstri menn í Bolungarvík hafa tekið ákvörðun um sameíg- inlegt framboð i sveitarstjórnar- kosningunum í vor. Forsvars- maður undirbúningsnefndar er Kristinn H. Gunnarsson. En hver er ástæðan fyrir sameiginlegum lista núna? „Þessi hugmynd um sameigin- legt framboð, að mörgu leyti óhkra aðila, er sprottin upp úr samstarfi minnihlutans i bæjar stjóm á þessu kjörtímabih. Það samstarf hefur verið mjög gott og menn hafa séö að við getum unnið vel saman og myndað heildstæðan hóp. í framhaldi af því var ákveðið að skoða þennan möguleika á síðastliðnu hausti og við höfum borið þetta undir fleiri til að kanna undirtektir. Þær hafa verið rnjög góðar og þess vegna varð niöurstaðan sú að ákveðið var að fara formlega af stað.“ „Að þessu stendur fólk úr mörgum áttum á hinu pólitíska sviöi, en öll komum við að þessu sem einstaklingar, ekki sem flokksmenn. í hópnum er fólk úr mínum röðum ásamt framsókn- armönnum, óháöum, alþýðu- flokksmönnum og jafhvel fyrr- verandi sjálfstæðismönnum. Við vonumst til að sem fleslir séu okkur sammála um að þaö nauö- syihegasta fyrir bæinn næstu ár sé að hafa samstilltan hóp fólks sem menn vita að geti unnið vel saman og tekið ákvarðanir með hagsmuni bæjarbúa í huga á heh- brigðum grundvehi. Þetta er nú hugmyndafræðin á bak viö þetta framboö.“ Hvaöa menn eru að vinna að þessu framboði, auk þín? „Þeir sem starfað hafa að undir- búningi eru m.a. Jón Guðbjarts- son bæjarfulltrúi, Valdimar Guð- mundsson lögreglumaður og Sverrir Sigurðsson vörubílstjóri,“ sagði Kristinn H. Gumiarsson. Guðmundur Alþýðuflokkurinn í Kópavogi hefur ákveðið framboðslista sinn til sveitarstjórnarkosninganna. Listinn er óbreyttur frá niður- stöðu prótkjörs hvað varðar níu efstu sætin. Guðraundur Odds- son, skóiastjóri og bæjarstjómar- fuhtrúi, er í l. sæti, Sigríöur Ein- arsdóttir, bæjarstjómarfuhtrúi og kennari, er í 2. sæti, Helga Jónsdóttir fóstra er í 3. sæti og Þórður Guðmundsson kennari er í 4. sæti, -SMJ Framkvæmdum við húsdýragarðinn í Laugardal miðar jafnt og þétt áfram en fyrirhugað er að opna garðinn um miðjan mai. Menn voru í óða önn að hlaða gerði utan um beitarhólf þegar Ijósmyndara DV bar að garði. Það eru ekki margir sem kunna orðið almennilega til verka við hleðslu sem þessa en til verksins voru fengnir garðyrkju- DV-mynd GVA Akureyri: Gylfi Kriatjánsson, DV, Akureyri: „Það er verið að skoða þessi mál en engar ákvarðanir hafa verið telrnar, svo ég viti, um framboðsmál af hálfu flokksins við kosningarnar í vor,“ segir Árni Steinar Jóhannsson um hugsanlegt framboð Þjóðar- flokksins við bæjarstjórnarkosn- ingamar í vor. Það er helst að heyra að ekki verði úr framboði Þjóðarflokks- ins í vor og reyndar er ekki vitað um framboð flokksins á neinum stað viö kosningarnar sem frara- undan eru. Það stefnir því í 5 framboðshsta á Akureyri, Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags, Framsóknar- flokks og Kvennalista, en ijórir fyi-st töldu flokkarnr buðu fram við kosningamar fyrir fjórum árum. Vatnsmagn í uppístöðulóni Skeiðsfossvirkjunnar í Fljótum er á þrotum og ef ekki hlánar í tæka tíð verða dísilvéiarnar á Siglufirði ræstar eför 10 daga. Það kostai- sitt og mun hafa tals- verð áhrif á Qárhag Raft’eitu Siglufiarðar. Vatnsforðinn í Gautastaöavatih var um 30 gígalítrar í haust og hefur sjaldan verið jafhmikill. Nú hefur kaldur vetm- orðið til þess að hann er kominn niður í 7 gíga- lítra en í venjulegu ári hefur vatnsforðinn enst vel fram í april. : ; Skeiðsfossvirkjun fær um eitt megavatt um byggðalínuna frá Ólafsfirði en það dugar engan veginn. Ef tíöarfar breytist ekki' veröur þvi að grípa í disilinn á Siglufirði þegar vatnsforðann þrýtur. menn, vanir slíkum verkum. Er ekki annað að sjá en þeir kunni til verka. Strandlr: Ekki gert út á grásleppu í vor? J Horður Kristjánsson, DV, fsafirði: „Mér sýnist að við munum ekki gera út á grásleppuveiðar nú vegna þess hvemig sölumöguleikum er háttað og hvemig staðið er að þessu í dag. Það er útilokað að ákveða lágmarks- verð á grásleppuhrognum eins og í fyrra. Við urðum að borga sjómönn- um og útgerö samkvæmt því að tunn- an væri seld á 1100 vþ-mörk, tæplega 40 þúsund krónur. Reyndin hins veg- ar að það fást 5 til 600 mörk fyrir tunnuna ef þá eitthvað fæst. Við er- um því með mjög neikvæða stöðu og það út af einhverju reglugerðará- kvæði um að ekki mætti selja hrogn- in á lægra verði úr landi en 1100 mörk á tunnuna sem enginn vill borga. Þessu ætla þeir að halda áfram núna, nema þeir lækka þetta ofan í 900 mörk,“segir Gunnar Jó- hannsson hjá Hlein á Hólmavík. Þeir eiga 80 tunnur af óseldum grásleppu- hrognum frá í fyrra og svipað ástand er hjá kaupfélaginu, þó eigi það mun meira magn. Hann telur að það séu verksmiðj- urnar erlendis sem pressi á aö hafa þetta svona. Með svo háu lágmarks- verði geri íslendingar eigin verk- smiðjum ókleift að keppa á erlendum mörkuðum. Erlendu verksmiðjurn- ar snúi sér síðan til Kanadamanna með hrognakaup á mun lægra verði. „Þetta er bara skrípaleikur,“ segir Gunnar. „Við þolum vel að keyra Kanadamenn niður með því að gefa verðið frjálst. Ég tel að við getum selt tunnuna á 700 mörk“ Johnny Cash kemur í júní Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Bandaríski sveitasöngvarinn Jo- hnny Cash kemur í tónleikaferð til íslands í hyrjun júní og mun að öllum líkindum halda þrenna tónleika hér á landi - í Reykjavík og á Akureyri. Það eru SAÁ og Körfuknattleiks- samband íslands sem standa að komu Cash hingað til lands. SAAB96 Árgerð 1961 - sem nýr Antik - 30 ára Billinn var gerður upp 1980-1982 og hefur verið notaður sem sýningarbill síðan. Kjöríð tækifæri fyrir áhugamenn um fornbila að eignast stólpagrip, þann eina sinnar tegundar á 1 slandi og þó viðar væri leitað. Uppl. i sima 68155 á dagínn og 617214 á kvöldín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.