Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990.
Útlönd
Landsbergis, forseti Litháa:
Öttast vald
Tveir 1 itháiskir liðhlaupar úr sovéska hernum. Þeir eru meðal margra
sem hafa verið gripnir. Símamynd Reuter
Vilníus.
Sovétforsetinn hefur farið fram á
við ráðamenn í Litháen að þeir falli
frá sjálfstæöisyfirlýsingu sinni. Þá
hefur fulltrúaþing Sovétríkjanna,
ásamt forseta, iýst þessa yfirlýs-
ingu ómerka. Litháisk yfirvöld
hafa hins vegar ákveðið að láta til-
mæh og samþykkt þings og forseta
sem vind um eyru þjóta. Þeir kveð-
ast ekki munu falla frá yfirlýsingu
sinni.
Aðgerðir sovéska hersins í nótt
og morgun komu aðeins nokkrum
klukkustundum áður en íbúar,
hliðhollir Moskvu, fyrirhuga að
halda íjöldafund um miðjan dag í
dag. Sumir ráðamenn í Litháen ótt-
ast aö til valdbeitingar kunni að
koma ef til rósta kemur á fundin-
um. Það voru samtökin Jedinstvo
sem boðað hafa til og skipulagt
þennan fjöldafund en hann verður
haldinn fyrir framan byggingu
þingsins í Vilníus. Boð um hann
kom á sama tíma og Moskvustjórn-
in jók þrýstinginn gegn Litháum
um að þeir aflýstu fullveldisyfirlýs-
ingunni.
Sovéskar herþyrlur sveimuðu
yfir Vilníus í gær. Úr þeim var
varpað dreifimiðum þar sem fólk
var hvatt til að mæta á fundinn í
dag.
Bandarísk yfirvöld sögðu í fyrsta
sinn i gær skýrt og skorinort að
samskipti þeirra og sovéskra yfir-
valda gætu beðið skaða ef gripið
yrði til frekari aðgerða í Litháen.
Einnig mótmæltu bandarísk yfir-
völd yfirtöku bygginga í Vilníus.
Talsmaöur Hvíta hússins, Marlin
Fitzwater, sagðist búast við því að
fundur Bush Bandaríkjaforseta og
Gorbatsjovs Sovétforseta færi fram
í júní samkvæmt áætlun og að við-
ræður utanríkisráðherra stórveld-
anna færu fram í Washington í
næstu viku eins og ráðgert hafði
verið.
Reuter
beitingu Rússa
Vyutautas Landsbergis, forseti
Litháen, kvaost í morgun óttast að
stjórnvöld í Moskvu hefðu tekið
ákvörðun um að beita valdi gegn
Litháen og íbúum þess en þing Lit-
háen hefur sagt skilið við ríkjasam-
band Sovétríkjanna. Litháiski for-
setinn fór fram á aðstoð vestrænna
ríkja.
Skömmu áður en Landsbergis lét
þessi ummæli falla höfðu vopnaðir
sovéskir fallhlífarhermenn tekið á
sitt vald höfuðstöðvar litháiska
kommúnistaflokksins. Yfirtaka
byggingarinnar í morgun kom í
kjölfar þess að hermenn sovéska
hersins réðust inn í geðsjúkrahús
í Vilníus, höfuðborg Litháen, fyrir
dögun í morgun og höfðu á brott
með sér unga Litháa sem gerst
höfðu liðhlaupar í hernum. Þetta
kom fram í fréttum bresku út-
varpsstöðvarinnar BBC og máli
andófsmanna í Sovétríkjunum í
morgun.
Algis Zhukas, aðstoðarmaður
Algirdas Brazauskas, leiðtoga
kommúnistaflokks Litháen, sagði í
símaviötali við Reuter í morgun að
hermenn hefðu komið inn í höfuð-
stöðvar htháiska kommúnista-
flokksins klukkan rúmlega sjö að
staðartíma, rétt rúmlega fjögur að
íslenskum tíma. „Þeir höfðu með-
ferðis sjálfvirk vopn og talstöðvar.
Þetta er viðamikil hernaðaraö-
gerð,“ sagði Zhukas.
Að því er fram kom í máli Zhukas
var ekki truflun á vinnu starfs-
manna í byggingunni. „Þeir eru á
rölti um gangana... Ég veit í raun
ekki hvað þeir eru að gera hér,“
sagði hann.
Talsmaður Sajudis-hreyfingar-
innar, samtaka þjóðernissinna í
Litháen, sagði að fallhlífarher-
menn hefðu ráðist til inngöngu í
geðsjúkrahús í úthverfi Vilníus
rétt fyrir dögun í morgun og tekið
í sína vörslu tólf liðhlaupa sem
höfðu leitað hæhs þar. „Þeir tóku
tólf þeirra," sagði talsmaöurinn.
„Starfsmenn sjúkrahússins sýndu
þeim sem eftir voru hvar þeir gætu
komist út úr sjúkrahúsinu. Tveir
lögreglumenn, sem voru á verði úti
fyrir, reyndu að standa í vegi fyrir
hermönnunum en var ýtt til hlið-
ar.“'
Landsbergis sagöi í morgun að
nokkrir hefðu særst þegar sovésku
hermennirnir réðust inn á sjúkra-
húsið. „í gæfkvöldi var ráðist á
sjúkrahús, blóði var úthellt og
margt fólk numið á brott,“ í Kaun-
as, næststærstu borg Litháen,
höfðu fallhlífarhermenn einnig
tekið sér stöðu innan veggja
sjúkrahúss, skorið á símalínur og
haft á brott með sér nokkra sjúkl-
inga, sagði forsetinn.
Hann sagði að ummæli Gor-
batsjovs Sovétforseta frá í gær um
að valdi yrði ekki beitt nema sýnt
þætti að lífi almennra borgara væri
stefnt í hætti þýddu grundvallar-
breytingu í afstöðu Moskvu.
Yfirtaka höfuðstöðva kommún-
istaflokks Litháa í morgun sýnir
gjörla þá spennu sem ríkir 'milli
yfirmanna í Moskvu og Litháen.
Þing Litháa lýsti því yfir fyrr í
mánuðinum að lýðveldið hefði end-
urheimt það sjálfstæði og fullveldi
er þaö naut á millistríðsárunum.
Árið 1940 var Litháen innlimað í
Sovétríkin í samræmi við sáttmála
ráðamanna þess og Þýskalands.
Sömu sögu er að segja um hin tvö
Eystrasaltsríkin, Lettland og Eist-
land.
Sovéskir hermenn og kommún-
istar hliðholhr Moskvustjórn
höfðu þegar á sínu valdi nokkrar
byggingar í eigu kommúnista-
flokks Litháen. Þær tóku sovéskir
hermenn herskildi í gær. Að því
er Zhukas sagði í morgun voru
kommúnistar í Litháen, hliðhollir
Moskvustjórn, í fylgd með sovésku
hermönnunum við þá yfirtöku.
„Það eru á kreiki sögusagnir um
að þeir muni næst taka á sitt vald
ríkisstjórnina eöa þinghúsið en
sjálfur tek ég það ekki trúanlegt,"
sagði Zhukas í morgun. „En ég taldi
ekki heldur aö þeir myndu koma
hingað," bætti hann við.
Vopn í eigu Litháa hafa einnig
verið gerð uppæk en það er í sam-
ræmi við skipun Gorbatsjovs Sov-
étforseta um að Litháar láti af
hendi öll vopn sem þeir kunna aö
ráða yfir. Ráðamenn í Litháen, þar
á meðal Landsbergis, ræddu í gær
við yfirmenn í sovéska hemum.
Að loknum þeim viðræðum neit-
uðu herstjórarnir að draga til baka
fallhlífarhermenn þá sem tekið
höfðu sér stöðu í nokkrum opin-
berum byggingum í borginni. Á
laugardag voru bæði fallhlífar-
hermenn og skriðdrekar sendir tii
Sovéskir hermenn við inngang skóla í Vilníus sem þeir hafa tekið herskiidi. Simamynd Reuter
Mikilvægt atriði í vörnum Sovétríkjanna er að geta beitt flotanum á Eystra-
salti. Aðalbækistöðvar Eystrasaltsflrtans eru í Kaliningrad i Litháen og
margar radarstöðvar eru í Eystrasaltslöndunum. Símamynd Reuter
Vamir Sovétrikjanna:
Eystrasaltslöndin
mikilvægt svæði
„Ef Eystrasaltslöndin ætla að
verða sjálfstæð verða þau að mynda
stefnu sína i öryggismálum með til-
liti til mikilvægra hagsmuna Sovét-
ríkjanna. Þau geta ef til vill tekið sér
til fyrirmyndar vináttusamband og
samvinnu Finnlands við Sovétrík-
in.“ Þetta sagði sænski hernaðarsér-
fræðingurinn Björn Eklind í viðtaii
við sænsku TT-fréttastofuna.
Að sögn Eklinds eru loftvamirnir
í Eystrasaltslöndunum mjög mikil-
vægar fyrir öll Sovétríkin. Meðal
þeirra árása sem Sovétmenn gera ráð
fyrir eru loftárásir frá flugmóður-
skipum Atlantshafsbandalagsins á
Atlantshafi og eldflaugaárásir. Það
er einnig mikilvægt fyrir Sovétmenn
að koma í veg fyrir að óvinurinn
geti stigiö á land í Eystrasaltslöndun-
um. Vemda þarf sjóleiðina milli Len-
ingrad í Sovétríkjunum og Kalin-
ingrad í Litháen. Aðalbækistöövar
Eystrasaltsflota Sovétríkjanna eru í
Kaliningrad og margar mikilvægar
herstöðvar eru í Eystrasaltslöndun-
um, þar á meðal Liepajastöðin í Lett-
landi og Paldiski í Eistlandi.
Eklind segir það einnig vera mikil-
vægt atriði í vörnum Sovétríkjanna
að hægt verði að beita flotanum á
Eystrasalti. Sovétmenn séu minnug-
ir þess þegar Eystrasaltsfloti þeirra
lokaðist inni í Leningrad í seinni
heimsstyrjöldinni. Ef allar radar-
stöðvar þeirra í Eystrasaltslöndun-
um yrðu lagðar niður yrði miklu erf-
iðara aö verja Sovétríkin.
Mikilvægt öryggisatriði er einnig
landleiðin milli Kaliningrad og ann-
arra hluta Sovétríkjanna. Járnbraut-
arsamband er núna frá Kaliningrad
til Minsk í Hvíta-Rússlandi gegnum
Kaunas og Vilníus í Litháen og einn-
ig vegasamband. „Ef Eystrasalts-
löndin verða sjálfstæö verða þau að
tryggja Sovétmönnum möguleika á
landsamgöngum við Kaliningrad og
aögang að radarstöðvum, herstööv-
um og flugvöllum í Eystrasaltslönd-
unum,“ segir Eklind. Hann telur
möguleika á samningi þar sem kveð-
ið væri á um að Sovétmenn héldu
mikilvægum stöövum og aö Eystra-
saltslöndin lofuðu að verja sitt eigið
yfirráöasvæði gegn árásum sem
einnig gætu ógnað Sovétríkjunum.
Svipaður samningur ríkti í stuttan
tíma milli Eystrasaltsríkjanna 1939,
þegar þau voru sjálfstæð, og í byrjun
ársins 1940. En sumarið 1940 sakaði
Stalin Eystrasaltsríkin um að hafa
ekki staðið viö samninginn og lét
rauöa herinn taka við í Eystrasalts-
ríkjunum.
Eystrasaltsríkin eru hluti af
Eystrasaltshersvæðinu ásamt Kalin-
ingradléni. Kahningrad hét áður
Königsberg og var höfuðborg Prúss-
lands sem tilheyrði Þýskalandi fyrir
seinni heimsstyijöldina. Þjóðverj-
arnir voru hraktir á brott eöa flúðu
í lok stríösins og nú búa aðallega
Rússar í léninu sem liggur við landa-
mæriPóllands. tt