Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 6. APRIL 1990. Fréttir i>v Páskaeggjaveröstríö: Bónus býður páskaegg undir heildsöluverði - veriö að selja undir kostnaöarveröi segir Júlíus Jónsson formaöur matvörukaupmanna Kaupmenn berjast hart um verö á páskaeggjum þessa dagana. Mesta athygli hefur vakiö lágt verð á páska- eggjum í Bónusverslunum en þar eru þau seld á verði sem kunnugir segja að sé undir heildsöluverði sem öðr- um kaupmönnum stendur til boða. Samkvæmt heimildum DV eru aðrir kaupmenn ævareiðir yfir þessu og þrýsta mjög á páskaeggjaframleið- endur að selja Bónus ekki meira af páskaeggjum á þessu verði. Haraldur Jóhannsson, sölustjóri hjá Nóa Síríusi, fullyrti í samtali við DV aö ekki gæti verið um neinn þrýsting að ræða þar sem allir kaup- menn fengju páskaegg á sama verði. Könnun á verði páskaeggja leiddi í ljós að verð í stórverslunum var almennt svipað. Þannig kostar páskaegg númer 5 frá 1.120 krónum til 1.176 króna í stórverslunum en 951 krónu í Bónus. Heildsöluverð með virðisaukaskatti er 996 krónur og leiðbeinandi smásöluverð á þessari stærð er 1.430. Almennt voru páska- egg í Bónus um 20% ódýrari en í öðrum verslunum. „Þama er bara verið að selja vöru undir kostnaðarverði og ekkert um það að segja,“ sagði Júhus Jónsson, formaður Félags matvörukaup- manna, í samtali við DV. „Það er ekki til siðs hér að gefa með vörunni," sagði Jóhannes Jóns- son, kaupmaður í Bónus, í samtali við DV. „Við fengum afmæhsafslátt á fyrstu sendingunni af páskaeggjum ásamt magn- og staðgreiðsluafslætti og viljum leyfa viðskiptavinunum að njóta þess með okkur í tilefni af- mælisins." -Pá Starfsmaður 1 Helguvik lenti undir grjóthruni: „Sá stóra hnullunga hrynja niður yfir höfðinu á mér“ - gengur nú við hækjur og segist heppinn aö vera á lífi „Ég er heppinn að vera ekki dauð- ur. Ég var að stytta mér leið á eftir- htsferð og klifraði upp í grjótruðning sem hefur verið safnað upp þarna vegna hafnarframkvæmdanna í Helguvík. Þegar ég var kominn vel áleiðis upp ruðninginn rann steinn undan mér og þá kom skriðan áfram og yfir mig. Þetta hafa verið 60-70 kílóa steinar sem ruddust yfir mig. Það vildi svo til að þegar ég hafði runnið talsvert niður þá féll ég ofan í lægð og sá grjótiö hrynja niður yfir höfðinu á mér. Það fór aðahega yfir mig. Þetta voru stórir hnullungar. Já, já, maður slapp vel og ætti nú eiginlega aö vera dauður miðað við hvemig þetta vildi til,“ sagði Snæ- björn Stefánsson, starfsmaður olíu- stöðvarinnar í Helguvík og íbúi í Garði, í samtali við DV. Snæbjörn gengur nú við hækjur eftir að hafa komist lífs af þegar hann lenti í miklu grjóthruni við sjávar- kambinn rétt fyrir utan Helguvík í síðustu viku. Hann tognaði á fæti og hlaut meiðsl í andliti, þó ekki alvar- leg. Hann verður frá vinnu í nokkrar vikur og hrósar happi yfir að vera á lífi eftir slysið. „Ég bara áttaði mig ekki á því hvernig þessi grjótruðningur var og hefði getað látið vera að fara þarna upp. Ætlunin var bara að stytta sér leið. Þetta er afgangsgrjót vegna hafnargarðsins í Helguvík. Þessir hnullungar pössuðu ekki í garðinn og var því keyrt með þá þarna út eftir.“ - Hvernig var þér innanbrjósts þeg- ar þú sást stóra hnullungana hrynja rétt fyrir ofan höfuðið á þér? „Ég gerði mér ekki alveg grein fyr- ir þessu og náði ekki aö verða neitt smeykur, enda dofnaði ég svo fljótt þarna í urðinni. Grjótið sem lenti á mér fór aðallega yfir lappimar á mér. Ég stóð svo upp og rölti niður að bílnum og keyrði inn á sjúkrahús í Keflavik. Það þurfti að sauma mig töluvert og maður er töluvert stirð- ur. Ég brotnaði ekki en tognaði á fæti. Miðað við aðstæður má segja að ég ætti að vera eitthvað meira en dauður," sagði Snæbjöm Stefánsson. -ÓTT Börnin vilja páskaegg og spyrja ekki um verð DV-mynd BG Virðisaukaskattur: Fyrsti gjald- dagi var í gær Fyrsti gjalddaginn í virðisauka- skattskerfmu var í gær, 5. apríl. Snorri Olsen, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu, sagði í morgun að ekki lægi fyrir hvernig skil heföu verið eöa hversu mikið greitt hefði verið inn í gær. Það sæist ekki fyrr en seinna í dag. Innflutningsverslun hefur greitt virðisaukaskatt hjá tollstjóra af vör- um sem þar hafa verið leystar út. Aðrar starfsgreinar hafa ekki greitt virðisaukaskatt frá áramótum fyrr en í gær. Hins vegar hefur ríkissjóð- ur þurft að greiða svonefndan út- skatt alveg frá áramótum. -JGH Kaupfélag ísfírðinga: í skýringamynd við frétt DV af Sambandinu á miðvikudaginn var nafn Kaupfélags ísfirðinga sett meðal þeirra kaupfélaga sem lagt hafa upp laupana. Þetta er ekki rétt. Kaupfélag ísfirðinga starfar enn. Misskilningur virðist hafa komið upp þegar DV leit- aði til Sambandsins og fékk upplýs- ingar um þau kaupfélög sem hafa hætt starfsemi eða orðið gjaldþrota á undanfórnum árum. -gse Lifir enn Harðar deilur blossa upp: Sendibílstjórar telja sig beitta þvingunum - fá frest til 11. apríl til að yfirgefa félagið „Við eram ákveðnir i aö ganga vinnuleyfið ella. Þetta er andstætt ekki í Trausta þótt lögfræðingur því sem ráðherra sagði og verður samgönguráðuneytisins hafi gefið ekki túlkað öðruvísi en sera tak- okkur frest til 11. apríl til að gera mörkun á félagafrelsi. Viö megum það. Okkur er sagt að viö megum samt halda í okkar félag en verðum hafa okkar félag en fáum ekki at- sjálfsagt að breyta því í skákklúbb vínnuleyfi nema ganga í hitt,“ sagði eða góðgeröafélag. Friðþjófur Jóhannsson, formaður Þaö er ekki hægt að banna okkur Afls sem er annað affélögum sendi- að stofna stéttarfélag af því að við bílstjóra í Reykjavík. erum ekki sammála öðru félagi í Undanfarið hafa verið væringar greininni. Við viljum ekki tak- með þessum tveimur félögum markanir á fjölda sendibíla enda sendibílstjóra og engin lausn fund- er ljóst að það leiðir ekki til annars ist á. Fyrir skömmu tilnefndi Stein- en forréttinda sumra og verri þjón- grímur Sigfússon samgönguráð- ustu í framtíðinni,“ sagöi Friðþjóf- herra Helga Jóhannesson, lögfræð- ur. ing ráðuneytisins, til að hafa milli- Þegar hefur verið ákveðíð að tak- göngu í deilum félaganna og finna marka fjölda sendibíla og jafhframt samstarfsgrandvöllþeirra. Frestur er bundið í lög að allir sendibíl- til að koma á samkomulagi var stjórar á félagssvæði Trausta skuli geftnn til 11. apríi. vera í félaginu. Hjá Trausta fengust „Boðin sem víð fáum svo nú í þær upplýsingar að eftir 11. apríl vikunni frá lögfræðingum eru þau yröi ákveðið hvemig takmörkun á aö viö höfum frest til 11. apríl aö fjölda bílsfjóranna yrði við komið ganga í Trausta en missum at- enfélagiöáaðannastmálið. -GK Andstaða við nýtt kvótafrumvarp á þingi: Kvótinn gæti allur endað hjá Bmskip - segir Geir Gunnarsson alþingismaður „Svo virðist sem kvótinn sé allur að dragast á færri og færri hendur og gæti með tímanum allur lent hjá einum aöila. Ef ekki vill betur til gæti Eimskipafélagið átt hann allan eftir nokkur ár,“ sagði Geir Gunn- arsson alþingismaður sem hefur viðrað þá hugmynd á Alþingi að fresta afgreiðslu nýs kvótafrum- varps til næsta hausts en láta núver- andi reglur gilda óbreyttar til 1. sept- ember. „Ég tel að sjávarútvegsnefndir þingsins hafi ekki fengið tíma til að fara ofan í saumana á þessu nýja kvótaframvarpi. Svona mál mega ekki fara lítið rædd í gegnum þingið. Ég legg frestunina til meðal annars vegna óska þeirra sem vilja koma' á einhvers konar byggðakvóta og minni á að Færeyingar hafa ákveðið að taka ekki upp svipað kvótakerfi og hér vegna þess að þeim þykir það gallað. Það eru ýmsar hugmyndir sem menn vilja skoða nánar en til þess gefst ekkert ráðrúm ef keyra á frum- varpið í gegn á hálfum mánuði. Á eftir gætum við setið uppi með stór- gallað kvótakerfi. Markús Möller hagfræðingur hefur í grein nefnt suma af hugsanlegum göllum. Þá er enn óútkljáð hver á aö vera úrskuröaraðilinn þegar deilumál koma upp. í þessu frumvarpi er enn gert ráð fyrir að sjávarútvegsráð- herra annist framkvæmdina og skeri einnig úr ágreiningsmálum. Við vilj- um leita áhts Lagastofnunar eða annars sambærilegs aðila um rétt- mæti þessa,“ sagði Geir Gunnarsson. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.