Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990. Utlönd Litháiska þingið svarar Gorbatsjov: Sáttatónn í Litháen Litháar skoruöu í gær á stjórn- völd i Moskvu til aö faUast á samn- ingaviðræður til aö binda enda á þriggja vikna sjálfheldu í deilum þeirra. Litháar vilja setjast niöur og ræöa sjálfstæðiskröfur sínar við sovésk yfirvöld en þing lýöveldis- ins lýsti því yfir 11. mars að Lithá- en heföi endurheimt fullveldi og sjálfstæði það er íbúarnir nutu á árunum milli stríða. Sovétstjórnin hefur hingað til aifarið vísaö öllum tilmælum um samningaviðræður EÖ óbreyttu ástandi á bug. í gær mátti merkja sáttatón hjá ráðamönnum í Litháen þrátt fyrir aukinn hernaðarlegan þrýsting sovéskra stjórnvalda í lýðveldinu. Fulltrúar á þingi Litháens* komust í gær loks að samkomulagi um svar ráöamanna lýðveldisins við harð- orðum viðvörunum Gorbatsjovs Sovétforseta frá því um síðustu vlku. Þingmenn, sem hafa þráttað um hvernig bregðast skuli við viö- vörunum Gorbatsjovs í nokkra daga, lögðu áherslu á það í svari sínu að Litháen vildi ekki skera á efnahagsleg, menningarleg og mannúöarleg tengsl viö Sovétríkin. Þar var og sýndur skilningur á áhyggjum stjórnarinnar í Moskvu á ástandi mála í Litháen og jafn- framt skorað á ráðamenn Sovét- ríkjanna, og sérstaklega Sovétfor- seta, að setjast niður með fulltrúum Litháen og ræða málin. í bréfinu var aftur á móti ekkert minnst á þjóðaratkvæðagreiðslu í Látháen um sjálfstæði eins og sovésk stjórn- völd hafa krafist. Svar þingsins var sent Gorbatsjov og undirritað af Landsbergis, forseta Litháens. Hvort ályktunin frá í gær nægir til að fá Sovétstjórn að samninga- borðinu er allsendis óljóst. Litháar hafa geftð í skyn að þeir séu reiðu- búnir til tilslakana, s.s. aö efn- hagsleg tengsl verði ekki slitin, en hvort það nægir til að lægja öldum- ar verður að koma í ljós. Sovéskir ráöamenn hafa ítrekað sagt að Lit- háar veröi að falla frá fúllveldis- yfirlýsingu sinni áður en til við- ræðna geti komið. Litháar segjast aftur á móti hafa verið ólöglega innlimaöir inn í Sovétríkin árið 1940 og geti þar af leiðandi ekki fallið frá endurheimt fullveldisins. Sendinefnd frá Litháen hefur átt í óformlegum viðræðum við sovésk stjórnvöld í Moskvu í þessari viku. Þeim viöræðum lauk í gær án þess að viðræðuaöilar kæmu sér saman um hvort hefja skyldi formlegar viöræður. í Litháen hafa sovéskir hermenn enn sýnt herstyrk sinn. í gær réðust þeir vopnaðir inn á skrifstofur saksóknara og ráku embættismenn út. Reuter Tíl orðaskípta kom I Vilníus er mertn, hlynntlr áframhaldandi aðild að Sovétrlkjunum, reyndu að koma í veg fyrlr mótmœli Litháenbúa. Simamynd Reuter Sévardnadze hikar við að ganga að öllum kröfum Bakers. Teikning Lurie Leiðtogafundur í Bandaríkjunum George Bush Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti munu koma saman til viðræöna í Bandaríkjunum á milli 30. maí og 3. júní næstkomandi. Tilkynningin um leiðtogafundinn fylgdi í kjölfar full- yrðinga Eduards Sévardnadze, utan- ríkisráöherra Sovétríkjanna, um að lausn yrði fundin á Litháendeilunni með viðræðum. Sévardnadze hefur verið í Bandaríkjunum og rætt við James Baker, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, til undirbúnings leiðtogafundinum. Talsmaður Hvíta hússins, Marlin Fitzwater, sagði að það væri ekki skilyrði fyrir leiðtogafundinum að fyrir liggi afvopnunarsamningar til- búnir til undirritunar. Eins og ástandið væri nú byggist hann við að viðræðurnar myndu að einhverju leyti snúast um Litháen. Bush for- seti myndi taka upp það mál. Sévardnadze og Baker ræddust við í gær og snerust viðræður þeirra aðallega um Litháen. Embættismenn hafa greint frá því að utanríkisráð- herrarnir hafi einnig rætt um Afgan- istan, Kóreu og flutninga sovéskra gyöinga til ísraels. Embættismenn- irnir, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu að Sovétmenn hefðu ít- rekað þá afstöðu sína að sameinað Þýskaland ætti ekki að vera í At- lantshafsbandalaginu. í viðræðunum í gær voru banda- rískir og sovéskir embættismenn sammála um að fækka þyrfti vopn- um í Suður- og Norður-Kóreu. Sov- éskur embættismaður gaf einnig í skyn að yfirvöld í Moskvu væru að undirbúa full stjórnmálatengsl við Suður-Kóreu. Baker og Sévardnadze eru sagðir hafa verið sammála um að kosningar væru ef til vill besta leiðin til að binda enda á stríðið í Afghanistan. Einnig er sagt að Sé- vardnadze hafl ekki litist illa á hug- myndina um viðræður sovéskra og ísraelskra yfirvalda um beina ílutn- inga sovéskra gyðinga til ísraels gegn því að þeir yrðu ekki látnir setjast að á herteknu svæöunum. Reuter Langvinn mótmæli í Mexíkó: Stjórnin sýnir festu Stjórnvöld í Mexíkó sendu í gær hermenn og skriödreka til Michoac- an-fylkis um miöbik landsins til að binda enda á mótmælasetu vinstri manna í þinghúsum nokkurra bæja í fylkinu. Stjórnarandstæðingar tóku á sitt vald sextán þinghús til að mót- mæla því er þeir kalla svik og pretti ráðamanna í bæjar- og sveitarstjórn- arkosningum í desember síðastliðn- um. íbúar í tveimur bæjum í fylkinu sögðu í samtali við Reuter-fréttastof- una að hermenn heföu tekiö sér stöðu í miðbænum og í fréttamynd- um frá fylkinu mátti sjá herílutn- ingabifreiðar aka um götur Morelia, höfuðborgar fylkisins. í morgun sögðu stjórnvöld að nokkrum stundum eftir að hermenn tóku sér stöðu í bæjunum hafi stjórn- arandstæðingar látið af hendi allar þær byggingar sem þeir höfðu lagt undir sig. Þetta þýðir að forseti Mex- íkó, Carlos Salinas de Gortari, vann pólitískan sigur í þessu máli. Fréttaskýrendur segja að með að- gerðunum í Michoacan hafi ríkis- stjórn forsetans reynt að sýna sýna fram á að hún taki á málum af festu. Einn fréttaskýrandi sagði að mikill ótti væri meðal ráöamanna í Mexíkó um hörð viðbrögð heimsbyggðarinn- ar ef pólitískur órói brytist út í Stjórnvöld i Mexikó hafa sent her- menn til Michoacan-fylkis og mátti i gær sjá herflutningabíla aka um höfuðborg fylkisins, Morelía. landinu. Slíkt gæti kippt fótunum undan efnhagsumbótum forsetans, sagði einn fréttaskýrandi. Rúmlega fimmtíu liðsmenn PRD, Lýðræðislega byltingarflokksins, höfðu haft byggingar stjórnvalda í Apatzigan-héraði á sínu valdi síðan í desember síðastliðnum. Fylkisstjóri Michoacan hvatti þá til að láta bygg- ingarnar af hendi en þeir létu slíkt sem vind um eyru þjóta. Þá brá fylk- isstjórinn á það ráð að fara fram á aðstoð alríkisvaldsins. Liðsmenn PRD höfðu á sínu valdi opinberar byggingar í allt að nítján kjördæmum í fylkinu. Með þessu voru þeir að mótmæla meintum svik- um stjómarflokksins, Byltingar- flokksins. Þeir segja að embættis- menn stjórnarinnar hafi beitt svindli í kosningum í desember síðastliðn- um og hafi á þann hátt haft af þeim sigur í mörgum kjördæmum. Bylt- ingarflokkurinn hefur haldið völd- um í landinu síðan árið 1929. Reuter Fermingargjöfin sjálfsagða bfOthef! Öll fermingarbörn verða að eignast skólaritvél hvort sem er brother álell er léttust og fullkomnust í sínum flokki. Ótrúlega traust ritvél Verð aðeins kr. 15.990,- staðgr. Borgarfell, Skólavörðustíg 23, sími 11372 • Ritfangaverslanir Pennans • Hrannarbúðin, Grundarfirði • Stuðull, Sauðárkróki • Bókaskemman, Akranesi • Bókabúð Keflavíkur. n*"ll" •*'-**íí*2 ^-í** Tt-f-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.